Morgunblaðið - 18.09.1991, Síða 29

Morgunblaðið - 18.09.1991, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 1991 29 ARNAÐ HEILLA Ljósm. Sigr. Bachmann. HJÓNABAND. 24. ágúst sl. voru gefin saman.í hjónaband í Lágafellskirkju, af séra Birgi Ágústssyni, Guðrún Grímsdótt- ir og Gunnar Jónasson. Heimili þeirra er á Valhúsabraut 37, Seltjarnamesi. Ljósm. Sigr. Bachmann. HJÓNABAND. 24. ágúst sl. voru gefin saman í hjónaband í Háteigskirkju, af séra Amgrími Jónssyni, Heiðveig Péturs- dóttir og Þorleifur Eiríksson. Heimili þeirra er í Brussel. saman í hjónaband í Háteigskirkju, af séra Vigfúsi Þór Árnasyni, Þorbjörg Bjarnadóttir og Óskar Páll Sveinsson. Heimili þeirra er í Garðabæ. Ljósm. Sigr. Bachmann. HJÓNABAND. 17. ágúst sl. voru gefin saman í hjónaband í Fríkirkjunni, af séra Úlfari Guðmundssyni, Gréta Svanlaug Svavarsdóttir og Guðmundur Gunnlaugs- son. Heimili þeirra er í írabakka 30, Reykjavík. ÚR DAGBÓK LÖGREGLUNNAR í REYKJAVIK: helgina 13.-15. september Að venju safnaðist nokkur fjöldi fólks í miðborginni. Fyrri hluta föstudagskvölds giskuðu lögreglu- menn á, að 2.500 til 3.000 manns væm þar og flest unglingar. Lög- reglumenn gengu ötullega fram í því að taka áfengi af unglingunum og hella því niður. Ekki er vafi á að þetta og vitneskjan um að áfengi verði hellt niður, sjáist til ungling- anna með það, hefur haft þau áhrif að ölvun var mun minni. í raun má segja að fyrst fór að bera á ölvun að ráði, þegar eldra fólkið fór að streyrna út af öldurhúsum borg- arinnar. Upp úr kl. 03 var mann- fjöldi í miðbænum orðinn um 6.000 manns, en vel gekk að nálgast leigubifreiðar og um kl. 4.30 var aðeins lítill hópur fólks eftir. Sex ölvaðir unglingar voru færð- ir í athvarfið, en þaðan var síðan haft samband heim til viðkomandi og þeir sóttir af aðstandendum. Þetta kvöld var aðeins einu sinni tilkynnt um skemmdarverk í mið- borginni, en það var aðili sem skemmdi bifreið og gisti hann fangageymslur lögreglu. Eitt rúðu- brot var vitað um í miðborginni, en þrjár aðrar voru brotnar í næsta nágrenni, við Vesturgötu og Lauga- veg. Þrír voru fluttir á slysadeild eftir pústra eða fall, en aðeins í einu tilfelli þurfti að vista aðila í fangageymslu til frekari yfirheyrslu að morgni. Laugardagsnóttin var rólegri og fyrri hluta kvölds voru um 1.500 manns í miðbænum, mest ungling- ar. Lögregla hellti sem fyrr niður talsverðu af áfengi sem tekið var af fólki, sem ekki hafði aldur til að vera með það. Um kl. 3 fjölgaði fólkinu í um 3.000, en upp úr kl. 5 var miðbærinn nánast tómur. Aðeins var vitað um eitt rúðubrot í miðborginni og var sá sem það framkvæmdi handtekinn og vistað- ur í fangageymslu. Tvö mál vegna líkamsmeiðinga komu upp og átti annað sér stað á bjórkrá en í hinu tilfellinu leitaði maður á miðborgar- stöð, eftir að hafa orðið fyrir höggi, án þess að vita hver það gerði og var hann fluttur á slysadeildina. Engin tilkynning um skemmdar- verk í miðborginni barst til lögreglu þessa nótt. Þessa daga gistu alls 72 fanga- geymslur lögreglu, langflestir vegna ölvunar. Samtals voru 12 aðilar færðir fyrir dómara þessa helgi, vegna óspekta, óláta, neitunar að hlíða fyrirmælum lögreglu og minnihátt- ar skemmdarverka. Sektir voru allt að 10.000 kr. Á þessum tíma var tilkynnt um 14 innbrot, nokkur þeirra í öku- tæki, þar sem skilin höfðu verið eftir verðmæti. í einu tilfelli reynd- ist um að ræða húsráðanda sjálfan, sem hafði týnt lyklum og komst ekki inn til sín á eðlilegan hátt. Aldrei virðist vera nægilega endur- tekin sú ábending til þeirra sem fara með ökutæki að skilja aldrei eftir verðmæti í þeim, en verulegum verðmætum er allt of oft stolið úr mannlausum bifreiðum. Talsverður erill var hjá íögreglu í umferðarmálum. Ellefu voru tekn- ir vegna gruns um ölvun við akst- ur, um 50 vegna of hraðs aksturs, 21 vegna brots á stöðvunarskyldu og aksturs á móti rauðu ljósi, auk talsverðs hóps vegna þess að þeir notuðu ekki ökuljós eða bflbeltin. Þá hefur lögregla talsvert fylgst með gatnamótum, þar sem öku- menn eiga það til að taka vinstri beygju af hægri akrein, þegar um- ferð er mikil, sérstaklega á mótum Miklubrautar og Grensásvegar og mótum Miklubrautar og Skeiðar- vogs. Vikuna frá 8. til 15. september hefur verið talsvert um umferðar- óhöpp, eða samtals 107. í þessum slysum hefur einn lálist. Meðal þessara óhappa hafa verið árekstrar þar sem fleiri en tvö ökutæki hafa lent saman og það eru um 125 ökutæki sem hafa skemmst mis- munandi mikið, aðeins þessa einu viku og má gera ráð fyrir að muna- tjón sé verulegt, að ekki sé minnst á þá sem slösuðust. Þjóðverjar í París Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Glerhimininn („Der glaserne himmel“). Sýnd í Regnboganum á þýskri kvikmyndhátíð. Leik- stjórn og handrit: Nina Grosse. Aðalhlutverk: Helmut Berger, Sylvie Orcier, Agnes Finck og Tobias Engel. 87. mín. V-Þýska- land. 1987. Hin dularfulla ástarsaga Gler- himininn eftir Nine Grosse er á þýsku en gerist í París, sem ruglar mann strax nokkuð í ríminu. Mynd- in segir frá Júlíusi, ungum manni sem haldinn er órum vegna erótísks draums sem hann dreymir. Morðingi gengur laus í París. Hann kyrkir ungar stúlkur og Jú- líus sér hann í draumi fremja einn verknaðinn. Þegar hann er á leið í vinnuna daginn eftir sér hann fórn- arlambið, dökkklædda glæsilega konu, og eltir hana. Hún hverfur sjónum í heldur vafasömu hverfi og Júlíus er þar með kominn í kynni við mellur og undirmálsfólk París- arborgar. Hann tekur að vera með einni mellunni til að nálgast draum- inn betur en það vill svo til að hún er í slagtogi við kyrkjarann úr draumnum. Nafn myndarinnar er fengið af Parísarstrætunum sem byggt hefur verið yfír með hvolfþökum úr gleri en undir þessum glerhimnum fer mestur hluti myndarinnar fram. Þetta er greinilega veröld lasta og myrkraverka, en hvað allir Þjóð- veijar eru að gera í París fær mað- ur aldrei að vita og hinn einkar dauflegi Júlíus, leiðinlega leikinn af Helmut Berger, er sama ráðgát- an í lokin og hann var í bytjun. Einstaka aukapersónur lyfta manni uppúr drunga sem hleðst upp u spennulausri og lítt athyglisverðri frásögninni. 28 beljur Stuttmyndin Svart og marglitt æfintýri var sýnd á undan Gler- himninum og sessunautur minn sagðist aldrei hafa vitað nokkra mynd lofa eins góðu. Hann hafði lesið í leikskrá að hún væri um 28 asnalegar kýr. Höfundur er Detlev Buck, fyrrum bóndi sem stundaði nám í Kvikmynda- og sjónvarpsskó- lanum í Berlín, grínari af guðs náð. Myndin hans er uppfull af skondn- um sjónarhomum á beljur og þær leika hlutverk sín með mestri prýði enda sannar myndin fyrst og fremst það sem allir ættu að vita að engar skepnur jarðar eru meira friðel- skandi eða fallegri en beljur. Leik- aralistinn sem fylgdi var punktur- inn yfir i-ið: Skjaída, Mjöll, Hyma... FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 8 = 1739188'A = I.O.O.F. 9 = 173918872 = I.O.O.F. 7=1 739187 = Bh. e.f. REGLA MUSTERLSRIDDARA KENNSLA Vélritunarkennsla Vélritunarskólinn, s. 28040. Skyggnilýsingarfundur með miðlinum Joan Lambert verður haldinn á Sogavegi 69 nk. föstudag 20. sept. kl. 20.30. Húsið opnað kl. 19.30. FERÐAFELAG ÍSIANDS Miðillinn Joan Lambert verður með einkatima næstu viku. Upplýsingar í síma 91-688704. Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Almenn samkoma í kvöld kl. 20.00. Vakningar- og kristniboðssamkoma í Kristniboössalnum Háaleitis- braut 58 í kvöld kl. 20.30. Ræðu- maöur: Helgi Hrjóbjartsson. Þú ert velkominn. Kristniboðssambandið, KFUM, KFUK. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Biblíulestur í kvöld kl. 20.30. Ræöumaður Hafliði Kristinsson. Allir hjartanlega velkomnir. Seltjarnarneskirkja Samkoma í kvöld kl. 20.30 Sönghópurinn Án skilyröa sér um tónlist undir stjórn Þorvaldar Halldórssonar. Predikun og fyr- irbænir. Haustlita- og grillferð í Bása 20.-22. september Nú er komið að hinni vinsælu haustlita- og grillferð Útivistar í Bása, sem er árlegur viöburður hjá félaginu. Boðið verður upp á gönguferðir í öllum þyngdar- gráðum, fjallgöngur svo og lág- lendisgöngur fyrir þá sem vilja taka það rólega. Sameiginleg grillmáltíð á laugardagskvöld. Þá verður kveiktur varðeldur og slegið á létta strengi. Fararstjór- ar: Hákon J. Hákonarson og Sig- urður Einarsson. Pantanir ósk- ast sóttar fyrir lokun skrifstofu á miðvikudag 18. sept. Eftir þann tíma verða þær seldar öðrum. Ath.: Skrifstofa Útivistar er flutt í Iðnaðarmannahúsið við Hall- veigarstíg 1. Óbreytt símanúm- er: 14606 og 23732. Sjáumst! Útivist. FERÐAFELAG ÍSIANDS ÖLDUGÖTU3S11798 1953? Laugardagur 21. sept. kl. 09 Gönguferð um gos- beltið 12. ferð Nú er komið að lokaáfanga rað- göngunnar vinsælu um gosbelt- ið Suðvestanlands frá Reykja- nestá að Skjaldbreið. Þrír mögu- leikar eru í boði á laugardaginn: 1. Víðiker - Skjaldbreiður. Þar er nokkuð drjúg leið frá Víöi- skeri upp á fjallið, en auðvelt norður af niður á Línuveginn (sbr. möguleika 2). Ganga fyrir vant göngufólk. 2. Línuvegurinn - Skjaldbreið- ur. Gengið að norðanverðu, þ.e. frá Linuveginum, en þaðan er styst á fjallið. 3. Línuvegurinn - Hlöðuvellir. Ferð fyrir þá, sem vilja sleppa gönguferðum en njóta tilkomu- mikils fjallalandslags i rólegheit- um. I lokin verður ekið frá Skjald- breið að skála Ferðafélagsins á Hlöðuvöllum, þar sem lokaá- fanga gosbeltisgöngunnar verð- ur fagnað. Kaffiveitingar. Til að auðvelda undirbúning er naiið- synlegt að panta far á skrifstof- unni, Öldugötu 3. Verð 1.800.- kr. Brottför frá Umferðarmið- stöðinni, austanmegin, kl. 09. Spurning ferðagetraunar 12. ferðar: Hvað er fjalliö Skjald- breiður talið gamalt? Dagur fjallsins er á sunnudaginn 22. sept. Kl. 09 Stóra-Björnsfell og kl. 13 Esja að sunnan: Þver- fellshorn. Munið Landmannalaugar - Jök- ulgil 27.-29. okt. og haustlitaferð og uppskeruhátíð í Þórsmörk 4. -6. okt. Veriö með. Ferðafélag Islands, ferðir fyrir alla. ÖCOUGÖTU3 S11798 19537 Helgarferðir F.í. 21.-22. sept.: 1) Þórsmörk - haustlita- ferð (2 dagar) Margir vilja ekki missa af haust- litaferðum til Þórsmerkur. Nú er tækifærið um helgina að vera með í 2ja daga ferð F.í. til Þórs- merkur. Gist í Skagfjörðs- skála/Langadal. Gönguferðir um Mörkina. Njótið haustsins í Þórsmörk með Ferðafélagi (s- lands. 2) Hlöðuvellir - Hlöðufell (gosbeltið 12. ferð) Ekið að Hlöðuvöllum (Línuveg- inn) og gist þar. Gengið á Hlöðu- <« k fell. Takmarkaður fjöldi - tryggið ykkur far. Brottför f ferðirnar er kl. 08.00 laugardag. Á laugardag lýkur 12. göngu- ferðinni um gosbeltið að Skjald- breið og kemur sá hópur einnig til Hlöðuvalla. Upplýsingar og farmiðasala á skrifstofu Ferðafélagsins. Ferð- ist með Ferðafélaginu - hringið til okkar og leitið upplýsinga. Ferðafélag islands. Qútivist GHÓFIHUII • UYKJAVÍK • SÍMIAUtSVUI 14M6

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.