Morgunblaðið - 18.09.1991, Page 31

Morgunblaðið - 18.09.1991, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 1991 31 Úlfur hét maður eftirHarald Jóhannsson „Egill var mikilleitur, ennibreiður, brúnamikill, nefið ekki langt, en ákaflega digurt, granstæðið vítt og langt, hakan breið furðulega og svo allt um kjálkana, hálsdigur og herði- mikill... úlfgrátt hárið og þykkt og varð snemma sköllóttur ...“ Egils saga, 55. kap. „Það sé ég á skalla þeim hinum mikla, að hann er fullur upp úlfúð- ar...“ Egils saga, 25. kap. Frásögn af Agli í sögu hans hefst svo: „Enn áttu þau Skalla-Grímur son ... og kallaður Egill... En þá er hann var þrévetur, þá var hann mikill og sterkur, svo sem þeir svein- ar aðrir, er voru sex vetra eða sjö ... Það vor (sem Egill var þrévetur) fór Yngvar til Borgar, og... bauð Skalla-Grími til boðs út þangað til sín. .. Skalla-Grímur hét för sinni... er Skalla-Grímur skyldi til boðsins fara og þau Bera, þá bjóst Þórólfur til ferðar með þeim .. . Egill ræddi um við föður sinn, að hann vildi fara. .. „Ekki skaltu fara,“ segir Skalla-Grímur, „því að þú kannt ekki fyrir þér að vera í fjöl- menni, þar er drykkjur eru miklar, er þú þykir ekki góður viðskiptis, að þú sért ódrukkinn." ... Egill undi illa við sinn hlut. Hann gekk úr garði og hitti eykhest einn... fór á bak og reið eftir þeim Skalla-Grími. .. síð um kveldið kom hann á Álfta- nes ... Yngvar setti Egil hjá sér... Það var þar haft ölteiti, að menn kváðu vísur; þá kvað Egill vísu: „Kominn emk enn ti! ama Yngv- ars..." ... Vel lagði Egill í þökk skáldskap sinn við marga menn.“ (31. kap.) Bráðger var Egill, en af honum segir ekki frekar, fyrr en kominn var á sjöunda vetur. „Egill bað Þórð að fara með honum tii leiks; þá var hann á sjöunda vetur ... Egill hlaut að leika við svein þann, er Grímur hét. . . ellefu vetra eða tíu og sterk- ur að jöfnum aldri... var Egill ósterkari. Þá reiddist Egill og hóf upp knatttréð og laust Grím, en Grímur tók hann höndum og keyrði hann niður fail mikið .. . Egill komst á fætur . .. gekk ... til fundar við Þórð Granason . .. Hann seldi honum í hendur skeggöxi eina . .. Þá hljóp Egill að Grími og rak öxina í höfuð honum, svo að þegar stóð í heila . .. En er Egill kom heim, lét Skalla- Grímur sér fátt um finnast, en Bera kvað Egil vera víkingsefni... Egili kvað vísu: „Það mælti mín móð- ir ...“ (40. kap.) Af Borg á uppvaxtarárum Egils segir enn: „Þá er Egill var tólf vetra gamall, var hann svo mikill vexti, að fáir voru menn svo stórir og að afli búnir. .. Það var oft, er leið á veturinn, að þeim Agli og Þórði tveimur var skipt í móti Skalla- Grími. Það var eitt sinn um vetur- inn.. . að knattleikur var að Borg. . . og mæddist (Skalla-Grím- ur) fyrir þeim... En um kveldið eftir sólarfall, þá tók þeim Agli verr að ganga; gerðist Grímur þá svo sterkur, að hann greip Þórð upp og keyrði niður svo hart, að hann lamað- ist allur, o'g fékk hann þegar bana; síðan greip hann til Egils. Þorgerður brák ... mælti: „Hamast þú nú, Skalla-Grímur, að syni þínum.“ Skalla-Grímur lét þá lausan Egil, en þreif til hennar. Ilún ... rann undan, en Skalla-Grímur eftir . . . Þá hljóp hún út af bjarginu á sund. Skalla- Grímur kastaði eftir henni steini miklum og setti milli herða henni og kom hvortki upp síðan... En er Skalla-Grímur hafði sest undir borð ... þá var Egill eigi kominn í sæti sitt; þá gekk hann inn í eldhús og að þeim manni, er þar hafði þá verkstjórn ... Egill hjó hann bana- högg og gekk síðan til sætis síns. En Skalla-Grímur ræddi þá ekki um, og var það mál þaðan af kyrrt, en þeir feðgar ræddust þá ekki við, hvorki gott né illt, og fór svo fram þann vetur.“ (40. kap.) Voru þeir feðgar að nokkru ómennskir? Úlfi, föður Skalla-Gríms, er svo lýst, að „dag hvern, er að kveldi leið, þá gerðist hann styggur, svo að fáir menn máttu við hann orðum koma; var hann kveldsvæf- ur. . . hann var kallaður Kveid-Úlf- ur ...“ (Egils saga, 1. kap.) í útgáfu sinni lætur Sigurður Nordal skýringu fylgja: „Það hefur verið hald manna, að Kveld-Úlfur væri úlfur á kveldum, hugur hans færi í úlfsham á meðan líkaminn svæfi. Trúin á menn í úlfs- líkjum (þý. Werwolf, dö. varulv, þ.e. verúlfur, mannúlfur) hefur gengið með mörgum þjóðum, m.a. Grikkjum. Hjá íslendingum kemur hún skýrast fram í Völsungasögu.“_ í Egils-sögu og Úlfuin tveim (Mímir, Reykjavík, 1990) tekur Einar Pálsson upp þennan þráð, en þá í leit að minjum um heiðinn dóm: „Fyrsta orð Eglu er Úlfur; hugsan- legt er þannig, að því orði sé ætlað að vera eins konar lykill að Egils- sögu í heild." (Bls. 48.) II Vígaferlum Egils lauk í Verma- landsför hans. „Fyrir þá för er Egill ófyrirleitinn víkingur og ofstopamað- ur, drýgir margs kyns ódáðir og vinn- ur fjölda óhæfuverka; eftir Verma- landsförina virðist hann vera orðinn stilltur, óhlutdeilinn um annarra hag, sáttur við menn.“ (Bls. 136.) Og enn: „í lokabardaga á hann í höggi við þrjátíu manna flokk undir stjóm tveggja bræðra_ „er hvortveggi hét Úlfur". Skipta Úlfarnir liði sínu „og var þar einstigi yfir að fara, og sátu fimmtán á hvorum stað“. Maður vanur goðsögnum opnar augun þama; mjög hljómar slík frásögn í anda táknmáls ... Agli verður sem sagt eigi tregt vopn að hræra á þessu einstigi.. . Egill hleður með öðmm orðum ellefu vermskum af hvorum Úlfinum, tuttugu og tveim sam- tals... enn féllu þrír, hugsanlega fyrir förunautum Egils ... en fimm komust undan... svara þeir: ....eigi sáum við annað en þeir Egill væru þá spánnýir". (Bls. 13-14) „ ... bræður tvo, er hvortveggi hét Þórólfur, eiga þeir Skallagrímur og Egill. Býr þar tafl undir?“ (Bls. 40.) Og enn: „Flest... bendir til, að Egils saga hafi eigi einasta verið sagnaskemmtun ... heldur bein kennslustund í lífsvisku: hvers ofsi, úlfúð og stærilæti mega sín gegn æðri máttarvöldum.“ (Bls. 140.) Rifjar Einar Pálsson upp stöðu úlfa í goðsögnum: „Úlfar tveir sam- stæðir em mikilvæg goðmynd í Eddu Snorra ... í 12. kafla Gylfaginning- ar ...: Þá mælti Gangleri: „Skjótt fer sólin og nær svo sem hún sé hrædd . ..“ Hárr segir: „Það eru tveir úlfar, og heitir sá, er eftir henni fer, Skoll. Hann hræðist hún, og hann mun taka hana. En sá heitir Hati Hróðvitnisson, er fyrir henni hleyp- ur, og vill hann taka tunglið, og svo mun verða.“ (Bls. 116.) Áfram held- ur Einar Pálsson: „Fáum mun vænt- anlega blandast hugur um það, að Úlfarnir tveir í Egils sögu séu þeir sömu og Úlfarnir tveir, Skolli og Hati, í Eddu. Og búast má við, að tvær ellefu manna sveitir, er Egill hleður við einstígin, standi beinlínis KARLAKÓRINN Stefnir, Mos- fellsbæ, byrjar nýtt starfsár þann 1. október nk. Kórinn hefur starf- að í liðlega 50 ár og leggur áherslu á söngva úr ýmsum áttum, einkum íslensk og erlend lög af lcttara taginu en einnig verk eftir klass- íska höfunda. Helstu viðburðir í starfi kórsins eru tónleikar á jólaaðventu og vor- tónleikar. Á síðasta vori hélt kórinn vortónleika í Mosfellsbæ, Reykjavík, Hvammstanga og Blönduósi. Tengsl við erlenda kóra eru fastur þáttur í starfi kórsins og hefur hann farið í söngferðalög til Noregs og fleiri landa. Næsta sumar er von á þekkt- um þýskum kór í heimsókn hingað til tónleikahalds og mun Stefnir end- í sambandi við náttúrufyrirbæri: sveiflur í orku sólar, kuldaskeið og birtuhvörf er stafa af sólgosum" (ath. á víxlskeiðum, er vara 11 ár). (Bls. 124.) III „ .. .„Það mælti nhn móðir“; sú vísa verður aldrei talin táknræn fyr- ir Egil, þá er vér sjáum vísu stúlkunn- ar 10-11 ára, er hjálpar honum og flytur við það tækifæri 44. vísuna: „Því sendi mín móðir“ ... En orti Egill vísu þá, er stúlkan flutti honum sjálfum, vísu, sem í voru fólgi skila- boð frá móður hennar?“ (Bls. 194.) Þessari athugasemd fylgir Einar Pálsson ekki eftir. Kveður hann ekki sitt „hlutverk að leysa úr áhugamál- um, er varða höfund vísna Egils Skallagrímssonar". (Bls. 194.) En hann bætir við, um vísur og kvæði sögunnar: „Jón Helgason gekk árið 1969 þá slóð, sem hér er fetuð . ..“ (Bls. 195.) Að vanda leggur Einar Pálsson sig eftir því, sem að baki atburða býr, en eitt þess dró Sigurður Nor- dal fram í íslenskri menningu („Uppreisn einstaklingsins“), hug Egils til Ásgerðar, fóstursystur sinn- ar, síðar mágkonu og loks eiginkonu. „Það er einkennilegt við (ath. telp- una, sem yrkir „Því sendi mín móð- ir“), að hún er „tíu vetra eða ell- efu“. Engu er líkara en þetta orðalag sé stef í Eglu. Þeir Kveld-Úlfur og Skallagrímur drepa... tvo syni Guttorms Sigurðssonar hjartar. „Þá var annar þeirra tólf vetra en annar tíu ...“ ... en Grímur sá, sem Eg- ill myrðir barn „var ellefu vetra eða tíu“ ... Þorgerður brák . .. forðar Agli (ath. þá á tólfta vetri) frá bana og geldur fyrir með lífi sínu .. . Eg- ill drepur Rögnvald, son þeirra Eiríks blóðaxar og Gunnhildar; „hann var þá vetra tíu eða ellefu"... í lok Egils sögu... fer Grímur, sonur Þorsteins, með föður sínum áleiðis til Álftaness að haustboði. Steinar Sjónason ríður eftir Þorsteini og slær í bardaga ... og drepa hvor annan, tíu vetra gamall sonur Steinars og Grímur, 'sonur Þorsteins, tíu vetra.“ (Bls. 148-149.) Við nafnið Grímur staldrar síðan Einar Pálsson: „Barnið Grím, tíu vetra eða ellefu, drepur Egill; sonar- son Egils, Grím, drepur tíu ára sonur Steinars tíu vetra gamlan ... Grímur er sonur Bárðar þess, er arfleiðir Þórólf Kveld-Úlfsson ... Sá Grímur er einungis nefndur til sögunnar — hverfur síðan ... Grímur Eglu kynni beinlínis að vera stef: vaxtarsproti ættarinnar er sviftur arfi, lífi, rétti, og framtíð. Grímur háleyski tekur við skipstjórn af Kveld-Ulfi, þá er hann fer í kistuna; stjórnendur tveggja skipa, er land taka vestra nefnast því Grímur... Og hjá Grími að Mosfelli endar Egill vegferð sína.“ (Bls. 150-151.) IV í inngangi að útgáfu sinni á Egils sögu reit Sigurður Nordal: „Þegar þar (ath. í kafla sögunnar um landn- ám Ketils hængs) er gert meira úr urgjalda þá heimsókn síðar. Kórinn hefur ágæta æfingaað- stöðu í Varmárskóla í Mosfellsbæ og eru æfingar einu sinni til tvisvar í viku. Söngmenn sem áhuga hafa á skemmtilegum söng í léttum og góð- um félagsskap eru velkomnir til liðs við kórinn og hafí samband við söng- stjórann. Það skal tekið fram að búseta í Mosfellsbæ er ekki skilyrði fyrir þátttöku í kórnum. Söngstjóri kórsins undanfarin ár hefur verið Lárus Sveinsson trompet- leikari. Undirleikari er Guðrún Guð- mundsdóttir píanóleikari og radd- þjálfari Margrét Pálmadóttir söng- kona. Formaður kórstjórnar er Gunn- ar Böðvarsson. (Fréttatilkynning) Haraldur Jóhannsson landnámi Hængs en rétt er, þá er það ekki söguhöfundarins sök heldur heimildarinnar ... En ekki get ég fundið þess dæmi í öðrum íslendinga- sögum, að svo langt sé seilst út fyr- ir efnið til þess að lýsa nákvæmlega landnámi í öðrum fjórðungi." (Bls. ÍXXXV.) Þessi orð eru upp tekin (og við mætti bæta tengsium fyrstu lög- sögumanna) sakir þess, að þau lúta að meginályktun Einars Pálssonar af athugunum sínum: „ .. . sam- kvæmt landmælingum, margprófuð- um, benda líkur til þess, að Skalla- grímur hafi markað landnám sitt tveim meginsjónlínum: frá Álftarósi að viðmiðunardepli á Þingvöllum og frá Álftarósi að geira Höskuldsstaðar og Hjarðarholts í Dölum. Hvor tveggja línan var 216.000 fet á iengd. Öll línan frá Álftarósi að Steinkrossi á Rangárvöllum var 432.000 fet á lengd og tengd margs konar aukalínum og kvörðum til landmælinga, svo sem líta getur í fyrri bókum þessa ritsafns (Úr 3. 43).“ (Bls. 196.) V Að baki hvers kyns talna í sög- ’unni leitar Einar Pálsson dulinnar merkingar, einkum ef _ bindast Freys-dýrkun, Osíris og ísis telur hann frummynd Vanaguðanna, systkinanna Freys og Freyju, en í lokrekkjunni sagði Þorgerður hátt: „Engan hef ég náttverð haft og eng- anynun ég, fyrr en að Freyju .. .“ í þessum efnum er Einar Pálsson á óvarðaðri leið og ekki ávallt auð- sætt, hvort áttum nær. Á meðal viðmiðana hans er tarot-speki, sem hann ræður af dulspeki á miðöldum, og nemur hann staðar við átjándu regingátu þeirrar speki, mynd henn- ar í riti A.E. Whaite; en við borgar- hlið (?) sýnir hún „Hund og Úlf, er standa við þröngan stíg. Sá liggur á milli tveggja steina, er Whaite kallar Turna. Krabbi (crayfish) er að reyna að skríða á land upp úr vatni eða sævi. (Bls. 53.) ....Það flögrar að manni, hvort krabba þessum sé jafn- að tii Kveld-Úlfs dauðs, er hann kem- ur að landi á íslandi. . .“ (Bls. 55.) Hér er djarflega ályktað. Höfundur er hagfrædingur. CORAL LTSALA Stórkostleg útsala ó vinsælu, íslensku bómullarpeysunum er hafin ó Utsölumarkaðinum, Bíldshöfða, og einnig í eftirfarandi verslunum: Rammagerðin, Hafnarstræti 19 og Kringlunni, íslenskur heimilisiðnaður, Hafnarstræti 3, Álafossbúðin, Vesturgötu 2, París, Hafnarstræti 96, Akureyri. Karlakórinn Stefnir upphefur sönginn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.