Morgunblaðið - 18.09.1991, Side 33

Morgunblaðið - 18.09.1991, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. SERTEMBER 1991 33 Sveinn Vilbergs- son — Minning Fæddur 7. raars 1920 Dáinn 9. september 1991 Þegar ég fékk upphringingu á mánudaginn þá datt mér ekki í hug að verið væri að tilkynna okkur að Svenni tengdapabbi væri dáinn. Dauðinn er alltaf svo fjarlægur, sama hver er, en þegar hann kemur að okkar dyrum þá bregður manni við. Sveinn var fæddur 7. mars 1920 á Eyrarbakka, sonur Ólafíu Ólafs- dóttur, Helgasonar í Nýjabæ á Eyr- arbakka og Vilbergs Jóhannssonar, bifreiðastjóra og sjómanns í Haga á Eyrarbakka. Sveinn ólst upp að mestu leyti hjá Elínu Einarsdóttur móðurömmu sinni og syni hennar Gesti Ólafssyni. Ungur fór hann að stunda sjóinn og fór hann þá fyrst með föður sínum er hann var um fermingu. Þaðan lá leiðin á hina ýmsu mótorbáta og togara. Var hans sjósókn aðallega frá Keflavík, en þangað hafði hann flust því móðir hans giftist þar ágætismanni sem hét Guðmann Guðmundsson frá Hörgsholti í Hrunamanna- hreppi. Suður í Keflavík kynntist hann fyrri konu sinni Dagbjörtu Ólafsdóttur en hún var fædd 3. apríl 1921 og lést 21. september 1984. Bjuggu þau allan sinn búskap í Keflavík, fyrst í Lásabæ er var við Tjarnargötu og síðan á Asa- braut 15. Þau eignuðust 6 mann- vænleg börn og eru þau öll á lífi. Sveinn og Dagbjört slitu samvistir. Böm þeirra eru: Ólafur Ingi, f. 1943, svæðanuddari, búsettur í Reykjavík. Hann er kvæntur Minníu ísleifsdóttur og eiga þau einn son, ísleif. Ólafur átti dóttur fyrir er heitir Dagbjört og á hún tvær dæt- ur. Sigurbjörg Hlín, f. 1945, búsett í Keflavík og starfar þar við heimil- ishjálp og á hún þrjú börn, Elín- rósu, Jóhann Svan og Lilju Tahiri. Erling Rafn, f. 1947, kennari, bú- settur í Heiðarskóla, Leirársveit. Hann er kvæntur undirritaðri og eigum við fjögur börn, Önnu Björku, Sindra Má, Árna Frey og Guðríði Sunnu. Guðbjörg Hrönn, f. 1951, búfræðingur að mennt, bú- sett í Keflavík og á hún þijár dæt- ur, Steinunni, Maríu Hlín og Unu Þóru. Sóley Guðný, f. 1959, hús- móðir í Noregi, gift Ole Snortheim og eiga þau eina dóttur er heitir Froja Elísa. Vilhjálmur Ásgrímur, f. 1951, vélstjóri, búsettur í Kefla- vík og á hann einn son, Fannar Smára. Sveinn átti níu hálfsystkini. Sam- mæðra eru: Sigríður, Ólafía og Elín Guðmannsdætur. Samfeðra eru: Karen, Sigurður, Ólafur, Jóhann Vilhjálmur, Ásta Þómnn og Sigríð- ur Vilborg. Þegar við áttum heima suður í Sandgerði þá kom Svenni oft í heimsókn til okkar. Krökkunum þótti þessar heimsóknir svo skemmtilegar því afi Svenni kom alltaf með eitthvað góðgæti í poka til að gefa þeim. Svenni sagði okk- ur oft sögur frá því hann var ungur á vertíðum og þá fengum við að heyra ýmislegt sem yngra fólk hafði aldrei heyrt um eins og vertíðarlífið og annað slíkt. Árið 1988 kvæntist hann seinni konu sinni Þórunni Sigurlásdóttur frá Lambhaga á Rangárvöllum. Þegar við komum í heimsókn til þeirra var alltaf tekið vel á móti Sturla Sigfús- son - Kveðjuorð Fæddur 20. júní 1958 Dáinn 30. ágúst 1991 Stríðinu er lokið. Þó barist hafi verið af ölllum mætti þá sigraði maðurinn með ljáinn. Við verðum að lúta vilja þess sem öllu ræður, þó svo okkur kunni að finnast þetta óréttlát úrslit. Ég ætla að minnast Sturlu félaga míns nokkrum orðum. Ég ætla ekki að rekja ætt hans og uppruna. Það gera mér fróðari menn. Ég kynntist honum er við störfuðum saman hjá Strætisvögnum Kópavogs 1987 og höfum þekkst síðan. Hann var ávallt léttur og skemmtilegur vinnufélagi og geislaði af ánægju í starfi sínu. Síðan hélt hann aftur til sjós en hann var vélstjóri á fiski- skipum. Leiðir okkar lágu saman aftur nokkru síðar en þá hafði sjúk- dómur sá er hann er nú fallinn fyr- ir, komið upp og hann í meðferð á Landspítalanum. Ég fylgdist með allri hans miklu baráttu við þennan vágest en alltaf var hann bjartsýnn og trúði því að hann myndi sigra. Það er búin að vera mér mikil lífsreynsla að fylgj- ast með allri hans baráttu. Oft fannst mér mikið á hann iagt og fannst á stundum að ekki væri hægt að leggja svo mikið á einn mann, en hann hafði óbilandi kjark en þrekið minnkaði og örlög sín fær enginn flúið þó hans góðu læknar, svo og alit starfsfólk deildar 11E á Landspítalanum gerðu allt sem í mannlegu valdi stóð til að lækna hann og hlúa sem best að honum í veikindum hans. Við Sturla ræddum oft mjög náið saman, um hans veikindi o.fl. þar sem ég þekkti margt af þessu af eigin raun, þó svo ekki hafið verið lagt eins mikið á mig og hann mátti þola. Hann talaði af hrein- skilni um þessi mál og ég tel það hafa hjálpað mörgum af hans sam- ferðafólki sem dvaldi á Landspítal- anum, hann var ófeiminn og sagði sína meiningu, stóð og féll með henni. Einn er sá þáttur í hans baráttu sem ég verð að geta sérstaklega, en það er ást og umhyggja Önnu Soffíu, eiginkonu hans, sem var alvegeinstök í hans veikindum. Hún vakti má segja yfir velferð hans dag sem nótt meðan á þessu stríði stóð, ávallt reiðubúin að reyna að lina þjáningar hans. Þetta var ekki síður erfiður tími fyrir hana og börnin þeirra en þó gat hann verið heima hjá sér á milli þess sem hann lá inni á Landspítalanum, en hann sagði mér að það væri sér svo mik- ils virði að geta það og það var ekki síst Önnu Soffíu að þakka. Það er erfitt að sjá félaga sinn falla eftir slíka baráttu, en þetta er staðreynd sem ekki verður breytt. Ég votta Önnu Soffíu og börnum hans, móður og öðrum að- standendum mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Megi minning um góð- an dreng lifa með okkur. Fari góður félagi í Guðs friði. Eggert Garðarsson Nú héðan á burt í friði ég fer 6 faðir, að vilja þínum i hug er mér rótt og hjartað er af harminum læknað sínum; sem hést þú mér Drottinn, hægan blund ég hlýt nú í dauða mínum. (M. Luther - Helgi Hálfdánarson) Nú þegar sumarið er á enda, kveður okkur Sturla Sigfússon eftir langa og stranga baráttu við krabb- amein, aðeins þijátíu og þriggja ára gamall. Þó að við vissum að hveiju stefndi var okkur brugðið. Við erum búin að fylgjast með þessari bar- áttu frá upphafi og höfum dáðst að dugnaði þeirra beggja, ekki síst Önnu sem hefur barist ótrauð við hlið eiginmanns síns og stutt hann á allan hátt. okkur, og var alltaf eins og hún hefði þekkt okkur alla tíð. Þeirra sambúð varð ekki löng en ég held að Svenni hafi aldrei verið jafn hamingjusamur og þann tíma sem þau voru saman. Um síðustu ára- mót ætluðu þau til Spánar en þá veiktist Svenni og þurfti að leggjast inná spítala, náði hann sér fljótt eftir það og fóru þau eins og þau höfðu ætlað sér í ferðalagið. Núna í haust fóru þau aftur til Spánar til að endurnýja krafta sína fyrir veturinn. En enginn veit sína ævi fyrr en öll er eins og sagt er því hann varð bráðkvaddur þarna úti. Ég og börnin viljum þakka Svenna fyrir samfylgdina og við hefðum viljað að sá tími er við deild- um hér í þessu lífi væri lengri, en við trúum því að það sé líf eftir þetta, og erum þess fullviss að við munum hittast aftur á öðrum stað, á öðrum tíma. Tóta mín, við sendum þér okkar bestu kveðjur og megi Guð styrkja þig á leið þinni áfram í gegnum lífið. Þó ég sé-látinn harmið rnig ekki með tárum. Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta ég er svo nærri að hvert eitt ykkar tár snertir mig og kvelur; Þó látinn mig haldið... En þegar þið hlægið og syngið með glððum hug, sál mín lyftist upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt er lífrð gefur, og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar. (Höf. ók. i bókinni Neistar frá sömu sól.) Bergþóra M. Jóhannsdóttir í dag, miðvikudaginn 18. sept- ember, verður Sveinn Vilbergsson, sjómaður frá Keflavík, Stigahlíð 10, Reykjavík, borinn til grafar frá Bústaðakirkju. Sveinn var fæddur 7. mars 1920 á Eyrarbakka, sonur Vilbergs Jó- hannssonar frá Haga og Ólafíu Ólafsdóttur frá Nýjabæ. Sveinn ólst upp á Eyrarbakka hjá ömmu sinni Það eru ekki nema þrjár vikur síðan Sturla og Anna ætluðu að koma norður með börnin þijú og dvelja í sumarhúsi í Eyjafirði í viku. Við sem búum á Akureyri vorum farin að hlakka til að sjá þau. En tveim dögum áður en þau ætluðu að koma versnaði Sturlu það míkið að þau urðu að hætta við og 30. ágúst var Sturla allur. Við eigum margar minningar um Sturlu. Hann var kátur og hress, reyndar galgopi hinn mesti. Oft og tíðum gerði hann góðlátlegt grín að sjálfum sér og öðrum. Hann hafði ákveðnar skoð- anir á flestum hlutum, hvort sem rætt var um „pólitík“ eða heimsmál- in yfirleitt. Hann hafði mikinn áhuga á músík og eyddi ófáum stundum í að hlusta á músík og ræða um hana. Áður en hann veiktist var hann á bát sem stoppaði oft héma á Akureyri. Þá gaf hann sér alltaf tíma til að koma í heimsókn, fá sér kaffí og spjalla. Það voru oft mjög fjörugar umræður. Við viljum með þessum fátæk- legu orðum kveðja góðan dreng og votta Önnu, börnunum og fjölskyldu hans okkar dýpstu samúð. Megi Guð styrkja þau á þessari stundu. Hjördís, Hallur og börn, Sigurður Helgi. Elínu Einarsdóttur og með Gesti móðurbróður sínum. Skólagangan varð ekki löng fremur en þá var títtrÞegar á unglingsárum fór hann á sjóinn með föður sínum. Þáttaskil verða hjá Sveini, þegar hann flytur alfarinn til Keflavíkur skömmu fyrir 1940, en móðir hans átti þá heima í Keflavík ásamt eig- inmanni sínum, Guðmanni Guð- mundssyni frá Hörgsholti í Hruna- mannahreppi. Um þetta leyti var Keflavík ört vaxandi útgerðarstaður og fram- farahugur í mönnum. Fólk hafði verið að flytja þangað búferlum og þá ekki síst af Suðurlandi. Þótt aðstaða til útgerðar væri óhagstæð vegna hafnaraðstöðu var sjórinn fast sóttur. Það var nefnilega til- tölulega stutt á gjöful fískimið. Lífs- björgina í sjónum varð að sækja, þegar hún gafst. Sjómennska varð ævistarf Sveins og það alltaf fram á síðastliðið ár. Vélstjóraréttinda hafði hann aflað sér. Sveinn var verkfær í besta lagi, snarráður og fumlaus, allt lék í höndum hans. Hann var því eftir- sóttur í skiprúm. Sjálfur gerði hann út báta um hríð frá Keflavík. Árið 1945 kvæntist Sveinn Dag- björtu Ólafsdóttur frá Eyrarbakka. Þau eignuðust 6 börn, sem öll eru á lífi: Ölaf Inga, Sigurbjörgu Hlín, Erling Rafn, Guðbjörg Hrönn, Sól- eyju Guðnýju og Vilhjálm Ásgrím. Þau Sveinn og Dagbjört skildu. Dagbjört lést árið 1984. Árið 1988 kvæntist Sveinn öðru sinni, Þórunni Sigurlásdóttur, ætt- aðri frá Lambhaga á Rangárvöllum. Þótt þau fengju ekki notið langra samvista þá veit ég að hann stéig þar hamingjuspor og að hann mat Þórunni mikils. Aðdáunarvert var að fylgjast með því hvað hann sýndi henni mikla ástúð og umhyggju í erfiðum veikindum hennar. Ég hygg að Sveinn hafi verið nokkuð dulur að eðlisfari, nánast hlédrægur á stundum. Skaplaus var hann engan veginn. Bjartur og heið- ur svipur hans og hýrt bros bar vott um ljúfmennsku, sem aflaði honum margra vina. Góður drengur er genginn. Við þökkum samleiðina og árnum hon- um fararheilla. Söknuður hans nán- ustu er mikill. Þeim er vottuð inni- leg samúð. Blessuð sé minning Sveins Vil- bergssonar. Vilhjálmur Þórhallsson Kynni mín af Sveini Vilbergssyni hófust fyrir um fjórum árum, þegar móðir mín, Þórunn Sigurláksdóttir, kynnti hann fyrir mér sem tilvon- andi eiginmann sinn. Höfðu þau kynnst á ferðalagi erlendis og var þeim er til þekktu það ljóst að þau áttu afar vel saman. Svenni, eins og flestir kölluðu hann, var sú manngerð sem átti auðvelt með að láta fólki líða vel hjá sér strax við fyrstu kynni, því hann var bæði opinn í viðmóti og ræðinn um flesta þá hluti sem efst voru á baugi hvetju sinni. Svenni varði stærstum hluta ævinnar sem sjómaður og var hann alltaf sannur sínu lífsstarfi. Jafnvel þó hann hafi verið hættur til sjós í bili, þá fylgdist hann alltaf með öllu sem var að gerast á þeim vett- vangi því hann ætlaði sér að fara aftur á sjóinn síðar. Öllum er ljóst, að kallið kemur hjá öllum sem í þessum heimi lifa og sumir sjá tíma sinn jafnvel fyr- ir, en þegar einhver er kallaður héðan án alls fyrirvara, þá fallast okkur jafnan hendur, því við eigum ekki svar við, hvers vegna. Mér er sérstakt þakklæti í huga, fyrir þá tryggð og hjálpsemi, sem Svenni sýndi móður minni þann stutta tíma sem þau nutu samvista. Bömunum, barnabömum, systk- inum og öðrum aðstandendum flyt ég mínar innilegustu samúðarkveðj- ur. Megi kæri Svenni hvfla í friði. Vatn, sem rennur um rauðanótt út í hyldjúpt haf. í dul þína risti mín dökkbrýnda gleði sinn ókunna upphafsstaf. Og sorg min glitraði á grunnsævi þínu eins og gult raf. (Steinn Steinarr) Þór Ostensen Ingibjörg Stefáns- dóttir - Minning Fædd 4. janúar 1914 Dáin 10. september 1991 Hún amma mín dó aðfaranótt 10. september og langar mig til að minnast hennar með nokkrum lín- um. Amma, Ingibjörg Stefánsdóttir, var fædd 4. janúar 1914 að Arn- ardrangi í Langbroti, dóttir hjón- anna Stefáns Þorlákssonar og Margrétar Davíðsdóttur og ólst þar upp önnur í röð sjö systkina og eins uppeldisbróður. Amma kynntist afa, Þorláki Sig- uijónssyni frá Hofi í Öræfum, og giftust þau árið 1942. Þau eignuð- ust þijú börn, Snorra, Margréti Sig- ríði og Sigurdísi. Afl og amma bjuggu að Eystri- Tungu í Landbroti til ársins 1960. Þau fluttu til Reykjavíkur árið 1967, en árið 1976 andaðist elsku- legi afi minn á heimili sínu á Hverf- isgötunni. Amma bjó sín síðustu ár á dvalar- heimilinu á Kirkjubæjarklaustri og vildi hún hvergi annars staðar vera. Þar átti hún sína vini og oft var glatt á hjalla við spilamennskuna að Heiðarbæ og tók amma þátt í því þegar heilsan leyfði. I sumar sem leið kom amma til Reykjavíkur, en ekki datt mér í hug að það yrði hennar síðasta ferð til okkar í Æsufellið. Amma náði aldrei góðri heilsu en hún andaðist á sjúkrahúsinu á Selfossi. Ég þakka henni fyrir þær yndis- legu samverustundir sem ég átti með henni og bið Guð almáttugan að varðveita hana. Ingibjörg Þóra

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.