Morgunblaðið - 18.09.1991, Page 43

Morgunblaðið - 18.09.1991, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 1991 43 KNATTSPYRNA / EVRÓPUKEPPNI BIKARHAFA Lánleysi Valsmanna Morgunblaðið/Bjarni Eiriksson Antony Karl Gregory reynir hér að ná til knattarins en Stephan Lehmann, markvörður Sion, hafði betur. Jean-Paul Brigger leggur hendina yfír öxl An- tony Karls til að tryggja að hann nái ekki boltanum úr fangi markvarðarins. VALSMENN eiga erfiðan róður framundan eftir að liðið beið lægri hlut í viðureign sinni gegn svissneska liðinu Sion, 0:1, í fyrri leik liðanna í Evrópu- keppni bikarhafa á Laugardals- velli ígærkvöldi. Sigurmark Svisslendinga kom þvert á gang leiksins og gerði vara- maðurinn Alexandere Rey það með sinni fyrstu snertingu í leiknum. Valsmenn voru betri í annars tilþrifalitlum leik þar sem lítið var um marktækifæri. Möguleikar Vals verða að telj- ast litlir í síðari leik liðanna sem fer fram í Sviss eftir hálfan mánuð. Liðin léku rólega í fyrri hálfleik og tóku Jitla sem enga áhættu, léku af varkámi og þreifuðu fyrir sér. Sion byrjaði betur og fékk sannkallað dauða- ValurB. færi á 5. mínútu Jónatansson leiksins er Reto skrífar Gertscher átti hörkuskot úr víta- teignum sem small í þverslá niður og út. Eftir það fengu Valsmenn sjálfstraustið og léku yfírvegað. Besta færi þeirra kom á síðustu mínútu fyrri hálfleiks er Jón Grétar Jónsson átti skot úr þröngri stöðu sem Brigger varnarmaður bjargaði á marklínu. Áður háfði Baldur Bragason átt lúmskt skot af 30 metra færi sem smaug yfír mark- homið. Valsmenn komu enn ákveðnari til leiks í síðari hálfleik og voru meira með boltann og léku þá oft vel út á vellinum en komust lítið áleiðis gegn sterkri vörn Svisslend- inga. Það var helst að aukaspyrnur Sævars Væm hættulegar og úr einni þeirra varð markvörður Sion, Leh- mann, að taka á öllu sínu er hann bjargaði með því að slá boltann yfir. Gunnlaugur Einarsson átti einnig gott skot af löngu færi sem fór rétt yfir. Rothögg Rothöggið fyrir Val kom svo undir lok leiksins þegar allt virtist stefna í markalaust jafntefli, sem bæði liðin hefðu hugsanlega getað sætt sig við. Það var Svisslending- urinn Rey, sem kom inná sem vara- maður einni mínútu áður, sem skor- aði sigurmarkið og var það jafn- framt fyrsta snerting hans við bolt- ann í leiknum. Sannarlega mikilvæg INGI Björn Albertsson, þjálfari Vals, var að mörgu leyti sáttur við leik Valsmanna. „Strákarnir gerðu það sem fyrir þá var lagt. Við vissum að við þyrftum um 20 mínútur til að sigrast á þessari andlegu baráttu, sem er alltaf til staðar í svona leikj- um, og það tókst. Eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn komumst við æ meira inn í leikinn og fórum í seinni hálfleikinn með það í huga. Þá réðum við við þá, við það varð sjálfstraustið meira og spilið gekk betur. En það verður að skora til að sigra.“ Fyrir leikinn bjóst Ingi Bjöm við því að Svisslendingarnir kæmu sigurvissir til leiks og það ætluðu Valsmenn að notfæra sér. „Við vorum örugglega ekki eins auðveld bráð og þeir héldu, en innáskipting. Eftir markið færðu leikmenn Sion sig aftar og héldu fengnum hlut. Valsmenn eiga hrós skilið fyrir góða baráttu en vom óheppnir að fá á sig þetta mark. Þeir léku skyn- samlega lengst af, létu boltann ganga vel milli manna en það var eins og neistann vantaði til að klára dæmið. Svissneska liðið er ekki það. gott að Valur hefði átt að geta náð hagstæðari úrslitum á heimavelli - ef ekki á heimavelli hvar þá? Það þeir höfðu heppnina með sér og eins var dómarinn ekki sannfær- andi. Seinni leikurinn verður geysi- lega erfíður, en við förum í hann með því hugarfari að komast áfram — þetta er ekki búið.“ Viö á uppleið Sævar Jónsson, fyrirliði Vals, var svekktur. „Við vorum of lengi í gang og fyrstu 10 mínútumar var ég hræddur um að við ætluðum ekki í gang, en svo kom það. Mót- heijinn leikur aldrei betur en and- stæðingurinn leyfír og að þessu sinni réðum við ferðinni. Fyrir vik- ið gátu þeir ekkert, ekki af því þeir eru lélegir heldur vegna þess að við vorum betri. Fótboltinn hjá okkur var mjög góður. Við spiluð- um vel úti á vellinum og áttum ágætis skot, en það vantaði punkt- inn yfír i-ið. Ég er ekki að segja að við hefðum átt að bursta þá,. verður við ramman reip að etja fyr- ir þá í síðari leiknum með 0:1 á bakinu. Bestu leikmenn Vals voru vam- armennimir Einar Páll, sem var mjög yfírvegaður í öftustu víglínu, Sævar og Arnaldur. Steinar Adolfs- son og Baldur Bragason léku vel á miðjunni og Jón Grétar var ógnandi frammi. Lítið reyndi á Bjama í markinu, en spuming er hvort hann hefði ekki átt að fara út í fyrirgjöf- ina þegar markið kom. en að tapa var ósanngjarnt. En það eru mörkin, sem telja.“ Sævar var hvergi hræddur við seinni leikinn. „Við vorum í lægð á miðju tímabili, en síðan hefur verið stígandi í þessu hjá okkur og við erum enn á uppleið. Því er ég óhræddur við seinni leikinn og það er aldrei að vita hvað gerist.“ Úrslitin ósanngjöm „Þessi leikur var ekki eins erfið- ur og ég bjóst við. Þeir voru ails ekki betri og því úrslitin ósann- gjöm,“ sagði Einar Páll Tómasson. „Markið kom á sama tíma og við vorum að skapa eitthvað i leiknum og kom á versta tíma. Þeir verða erfiðir heima að sækja, en við ætl- um að gera okkar besta. Ég hlakka til síðari leiksins." Svekktur „Ég er mjög svekktur yfir því að tapa þessu leik,“ sagði Baldur Laugardalsvöllur, Evrópukeppni bikar- hafa - fyrri leikur, 1. umferð, þriðjudag- inn 17. september 1991. Mark Sion:Alexandre Rey (80.). Gult spjald: Michel Sautier (51.). Dómari: Svend Eric Christensen. Var frekar slakur. Áhorfendur: 761 greiddi aðgangseyri. Lið Vals: Bjami Sigurðsson, Gunnlaug- ur Einarsson, Amaldur Loftsson, Þórður Bogason, (Davíð Garðarsson vm. 75.), Einar Páll Tómasson, Sævar Jónsson, Jón Helgason, Steinar Adólfsson, An- tony Karl Gregory, Jón Grétar Jónsson, Baldur Bragason. Lið Sion: Stephan Lehmann, Foumier Sébastian, Sautier Michel, Jean-Paul Brigger, Geiger Alain, Patrice Schulter, Lopez Alvaro, Gertscher Reto, Manfredo Guiseppe, (Oliveier Biaggi vm. á 87.), Orlando David, (Alexandre Rey vm. á 79.), Baljic Mirsad. Bragason. Við vorum taugaóstyrk- Ir fyrstu 20 mínúturnar, en síðan vorum við með þá í vasanum. Það var sorglegt að fá þetta mark á okkur í lokin. Vörnin opnaðist illa og hann var aleinn og gat því ekki annað en skorað." Um síðari leik- inn sagði Baldur: „Við ætlum okk- ur að vinna þá 1:0 úti og vinna síðan í vítaspyrnukeppni og kom- ast í 2. umferð.“ Ósáttur við tapið „Ég er mjög ósáttur með að tapa þessu. Það var aðeins fyrstu mínúturnar sem við vorum í vand- ræðum eftir það gekk spilið vel upp hjá okkur,“ sagði Steinar Adolfsson. „Það er alltaf slæmt að fá á sig mark á heimavelli og það verður erfitt að sækja Sion heim. En við erum staðráðnir í standa okkur vel.“ Om 4 Aiexandre Rey, ■ I varamaður, skoraði sigurmark Sion með fyrstu* snertingu sinn í leiknum á 80. mínútu. Manfredo gaf há send- ingu inn í vttateig Vals frá hægri og þar var Rey mættur og skall- aði framhjá Bjama Sigurðssyni í netið. Valsmenn voru betri - sagðiTrossero, þjálfari Sion Enzo Trossero, þjálfari Sion, þakkaði mönnum sínum_ fyrir sigurinn, en annað ekki. „Ég er ánægður með sigurinn, en þetta var ekki okkar dagur. Valsmenn komu mér á óvart og þeir voru betri,“ sagði Trossero við Morgunblaðið. Hann sagði að sigur á útivelli í Evrópukeppni skipti samt öllu máli og nú fyrst væri raunhæft að ætla að Sion færi í 2. umferð. Þjálfarinn neitaði því að hafa vanmetið Valsmenn. „Valur sigraði Nantes 1985 og Mónakó 1988 og það er ekki hægt að vanmeta slíkt lið. Reyndar getur enginn leyft sér að vanmeta mótheijana og allra síst á útivelli í Evrópukeppni. Því átti ég von á erfiðum leik, ekki síst þar sem ég var án þriggja lykil- manna, en satt best að segja voru Valsmenn sterkari í seinni hálfleik en ég átti von á.“ Trossero sagði að Jón Grétar Jónsson og Anthony Karl Gregory hefðu verið ógnandi frammi og Ein- ar Páll Tómasson öruggur í vör-ar,- inni. „Eins sýndi Sævar Jónsson að aldur skiptir engu máli í knatt- spymu — hann er á fertugsaldri og var mjög traustur.“ Eigandinn óánægður André Luisier, eigandi og fram- kvæmdastjóri Sion, var ekki sáttur. „Ég kom hingað fyrir 12 ámm í laxveiði og þá gekk vel, en ég var óánægður með frammistöðu Sion að þessu sinni. Það er engin afsök- un, þó við höfum verið án þriggja manna, því maður kemur í manns stað og við eigum að geta gert mun betur. En sigur er áfangi og tak- markið er að komast í undanúrslit í keppninni. Við emm að reyna aA byggja upp sterkt lið og við höfúnr mannskap til að eiga raunhæfa möguleika á titlinum í Sviss.“ ÍÞRÓmR FOLK ■ VALSMENN léku með sorgar- bönd í leiknum í gær til minningar um Svein Björnsson, forseta íþróttasambands íslands, sem lést á mánudag. H / Evrópuleikjunum er í gildi áherslubreyting hjá FIFA varðandi markverði. „Markvörður telst héðan í frá hafa náð valdi á knettinum þegar hann hefur lagt hann fyrir sig með hendi og má því ekki taka hann upp að nýju fyrr en samheiji hefur snert hann utan vitateigs." ■ STEPHAN Lehnmnn, mark- vörður Sion, gerðist brotlegur við þessi nýju ákvæði í leiknum er hann stoppaði boltann með höndum og tók hann síðan upp aftur. Dómarinn sá ekkert athugavert og fór Stein^j^ Adolfsson til hans og benti á brot- ið. „Dómarinn viðurkenndi að hafa Ífirsést þetta atvik,“ sagði Steinar. I LEIKMENN SION áttu von á að Valsmenn fengju mun meiri hvatningu frá áhorfendum, en raun bar vitni. „Við höfum aldrei kynnst svona daufum áhorfendum," sagði Walter, stjórnarmaður. „Á heima*r velli okkar erum við alltaf með fullt hús — um 15.000 áhorfendur, sem hvetja okkur óspart." Þetta er ekki búið - sagði Ingi Bjöm Albertsson þjálfari Vals eftir leikinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.