Morgunblaðið - 18.09.1991, Síða 44

Morgunblaðið - 18.09.1991, Síða 44
 UNIX FRAMTÍÐARINNAR HEITIR: IBM AIX MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 1991 VERÐ I LAUSASOLU 100 KR. Seiðarannsóknir Hafrannsóknastofnunar: Lélegxir árgangur þorsks 6. árið í röð Mikið af loðnuseiðum út af Norðurlandi NIÐURSTAÐA seiðarannsókna Hafrannsóknastofnunar í ágúst bend- ir til að þorskárgangurinn 1991 verði hinn sjötti í röð lélegra ár- ganga. Hins vegar mældist mikið af loðnuseiðum sem eru útbreidd, sérstaklega fyrir Norðurlandi. Rannsókn á fjölda og útbreiðslu fisk- seiða fór fram á tveimur rannsóknaskipum í ágúst og var gerð út af Vestur-, Norður- og Austurlandi og við Austur-Grænland og í Grænlandshafi. Mjög lítið reyndist vera af þorskseiðum og hefur fjöldi þeirra ekki mælst jafn lítill í ágústmánuði áður. Jakob Jakobsson forstjóri Haf- rannsóknastofnunar segir að niðurstöðumar gefi nokkuð ákveðna vísbendingu um að ár- gangur þorsks í ár sé lélegur. „Við notum ekki niðurstöður úr seiða- Fyrirtæki Ólafs Laufdal: Almennar kröfur 304 millj. króna ALMENNUM kröfum að upphæð rúmar 304 milljónir kr. var lýst í fjögur gjaldþrota fyrirtæki i eigu Olafs Laufdal og fjölskyldu hans. Forgangskröfur eru 24,7 milljón- ir króna. Launa-, orlofs- og lífey- risiðgjaldakröfur nema tæpum 36 milljónum króna. Bústjóri þrota- bús Veitingahússins Álfabakka 8 hf. leggur til að skiptastjóra verði falið að vekja athygli ríkissak- sóknara á meintum brotum stjórnarmanna í þrotabúi félags- ins á hegningarlögum og lögum um hlutafélög. í skýrslu bústjóra, Rúnars Mog- ^ensen hæstaréttarlögmanns, segir að vegna sameiginlegra ábyrgða fé- laganna hafi verið óhjákvæmilegt að þau yrðu öll gefin upp til gjald- þrotaskipta á sama tíma. Meðal stærstu kröfuhafa í bú hvers annars eru þannig þrotabú Ólafs Laufdal hf. og þrotabú Veitingahússins Póst- hússtræti 11 hf., þrotabú Veitinga- hússins Álfabakka 8 hf. og þrotabú Veitingahússins Ármúla 5 hf., sem öll voru í eigu Ólafs Laufdal og fjöl- skyldu hans. Alls nema þessar kröf- ur 97,8 milljónum króna. Aðrir stórir kröfuhafar eru Bún- aðarbanki íslands með rúmar 28 milljónir kr. og Gjaldheimtan í Reykjavík með tæpar 6 milljónir kr., en alls var lýst 334 kröfum í þrotabúin. talningu við framreikninga á stærð stofnsins og bíðum því frekari upp- lýsinga," sagði Jakob. Leitarskipin fundu einkum þorskseiði á grunnslóð norðanlands en annars staðar varð þeirra aðeins vart í mjög smáum stíl. Einnig fannst lítið af ýsuseiðum, aðallega út af vestanverðu Norðuriandi og Vestfjörðum, sem bendir einnig til lélegs árgangs að mati fískifræð- inga. í ýsustofninum eru þó tveir góðir árgangar nú í uppvexti, frá 1989 og 1990. Mikið mældist af loðnuseiðum í leiðangrinum og eru þau útbreidd. Langmest var af þeim út af Norðurlandi en einnig var talsvert rek loðnuseiða um Dohrnbanka til Grænlands. Var stærð þeirra í meðallagi. „Það er mjög góður efniviður í stóran loðnuárgang en aðstæður í sjónum hafa mikil áhrif á uppvöxt stofnsins og því er of snemmt að segja til um hvað úr honum verður,“ sagði Jakob. Mjög mikið var af karfaseiðum í Grænlandshafi og við Austur- Grænland sem er meiri fjöldi en sést hefur frá árinu 1973. Þá fannst mikið af sandsílum og meira en oft áður en sandsílin eru mikil- væg fæða ýmissa nytjastofna. Morgunblaðið/Þorkell Rafmagnsstaur verður kross Brotinn rafmagnsstaur, sem lá á jörðinni neðan við Meðferðarstöðina á Vogi í Grafarvogi, var í gær fluttur yfir á lóð væntanlegrar kirkju í Grafarvoginum. Að sögn Vigfúsar Þórs Árnasonar sóknarprests, er þetta stór steinsteyptur staur sem sagaður hefur verið til og mun standa um ókomna tíð sem kross við kirkjuna. Byggðastofnun segir Atvinnutryggingasjóð vera gjaldþrota: 1,4 milljarða ríkisframlag nauðsynlegt á næsta ári. Vaxtamunur sjóðsins neikvæður í framtíðinni Sérviðræð- ur að hefjast UNDIRBÚNINGUR fyrir sérviðræður sérsambanda og félaga _ innan Alþýðusam- bands íslands er nú víðast hvar á lokastigi vegna sér- mála í kröfugerð hvers fé- lags. Guðmundur Þ. Jónsson, for- maður Landsambands iðnverka- fólks, segir að óskað verði eftir viðræðufundi við viðsemjendur í næstu viku. Á vettvangi Verkamannasambands íslands er nú unnið að því að ljúka kröf- ugerð næstkomandi mánudag, að sögn Snæs Karlssonar, for- manns fiskvinnsludeildar sam- bandsins. Er búist við að við- ræðufundir hefjist hjá mörgum félögum í næstu viku. Undirbúningsnefnd ASÍ vegna kjarasamninganna ákvað í síðustu viku að viðræður land- sambanda og sérsambanda færu fram um sérmál þeirra áður en rætt yrði um sameiginleg mál. BYGGÐASTOFNUN segir að atvinnutryggingadeild stofnunarinnar vegna skuldbindinga Atvinnutryggingasjóðs þurfi 1.415 milljóna króna framlag á næsta ári, svo hún geti staðið í skilum með greiðsl- ur af lánum. Eðlilegast sé að þetta fjármagn komi sem framlag þar sem deildin sé nú gjaldþrota og því ekki lánshæf. Þá telur Byggða- stofnun, að vaxtamunur atvinnutryggingadeildar verði neikvæður í framtíðinni, þannig að tap ríkisins vegna útlána Atvinnutrygginga- sjóðs útflutningsgreinanna verði meira en þær 1.760 milljónir, sem Ríkisendurskoðun áætlaði í nýlegri skýrslu. skrifaðar á Þetta kemur fram í greinargerð, sem Guðmundur Maimquist for- stjóri Byggðastofnunar, fyrir hönd stjórnar stofnunarinnar, hefur sent forsætisráðherra um skýrslu Ríkis- endurskoðunar. Þar kemur einnig fram, að yfir 50 mál séu í uppboðs- meðferð vegna vanskila á lánum úr Atvinnutryggingasjóði. „Því miður hefur umtal í þjóðfélaginu torveldað innheimtu þessara lána og virðist svo sem einhveijir standi í þeirri trú að ekki eigi að inn- heimta þau,“ segir orðrétt í grein- argerðinni. Friðrik Sophusson starfandi for- sætisráðherra sagði við Morgun- blaðið, að þessi greinargerð stað- festi þau gífurlegu vandræði sem ríkið stæði frammi fyrir vegna þessara sjóða. „Þetta staðfestir að svokallaðar björgunaraðgerðir fyrrverandi ríkisstjórnar voru reikning þeirrar næstu,“ sagði Friðrik. Hann sagði að engin ákvörðun hefði verið tek- in um framlag til atvinnutrygg- ingadeildar í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár, en þessi mál yrðu til umræðu á næstunni. Byggðastofnun telur ekki útlit fyrir að hlutafjárdeild stofnunar- innar þurfi framlag af fjárlögum á næstu árum vegna skuldbindinga sinna. Byggðastofnun hefur falið Landsbréfum hf. að meta verð- mæti hlutafjár í eigu Hlutafjár- sjóðs en í greinargerð forstjórans kemur fram, að sjóðurinn hafi selt hlutafé í einu fyrirtæki og ávaxti nú söluverðið í verðbréfum. Þá hafi tilboð borist í hlutafé í nokkr- um félögum og ljóst að gengi bréfa hafi hækkað í sumum tilvikum. Atvinnutryggingasjóður og Hlutafjársjóður voru stofnaðir af síðustu ríkisstjórn árin 1988-9 til að reyna að leysa fjárhagsvanda í útflutningsgreinum. Byggðastofn- un hefur nú verið falið að inn- heimta lán Atvinnutryggingasjóðs og sjá um hlutafé í eigu Hlutafjár- sjóðs, og eru báðir sjóðimir að forminu til deildir í Byggðastofn- un. Guðmundur Malmquist tekur sérstaklega fram greinargerð um fjárhag Byggðastofnunar, að staða og horfur sjóðanna tveggja komi fjárhag Byggðastofnunar ekki við. Ríkissjóður sé ábyrgur fyrir sjóðunum en þeir séu hvor. um sig fjárhagslega sjálfstæðir. Verð á saltfiski sjaldan hærra „VERÐ á saltfiski hefur sjaldan eða aldrei verið eins hátt og núna og við sjáum fram á nokkuð góða tíma fram að áramótum," segir Magn- ús Gunnarsson framkvæmdastjóri Sölusambands islenskra fiskfram- leiðenda. Þrátt fyrir þetta háa afurðaverð telja Samtök fiskvinnslu- stöðva saltfiskvinnsluna rekna með 8,8% halla vegna mikillar hækkun- ar á hráefnisverði og greiðslna í Verðjöfnunarsjóð. Magnús Gunnarsson upplýsir að mikil eftirspurn sé til dæmis eftir ufsa, löngu og keilu og verð á þess- um tegundum hafí hækkað verulega að undanfömu. „Við erum búnir að selja saltfísk fyrir 7-8 milljarða króna í ár en allt síðastliðið ár seld- um við saltfisk fyrir um 12 milljarða króna. Birgðir í markaðslöndunum eru frekar litlar og framboðið er ekki mjög mikið annars staðar frá. Vertíðin í Kanada hefur alveg brugð- ist og þess vegna erum við nokkuð bjartsýnir á að afskipanir geti orðið mjög hraðar á næstu vikum,“ bætir Magnús við. Sjá nánar í Úr verinu bls. Bl.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.