Morgunblaðið - 22.09.1991, Síða 1
104 SIÐUR B/C/D
215. tbl. 79. árg.
SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 1991 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Bretar óánægðir
með maka sína
Fjórar milljónir giftra einstaklinga i
Bretlandi, eða níu af hundraði, myndu
ekki velja sama maka aftur ef kostur
gæfist á því, voru niðurstöður skoðana-
könnunar sem tímaritið Reader’s Digest
lét gera og birtar voru á föstudag. Mest
bar á þessu á meðal ungs fólks, þar sem
einn af hverjum fimm var óánægður
með maka sinn. í könnuninni kom einnig
fram að af Iista yfir þá þætti sem mikil-
vægastir eru góðu hjónabandi metur
fólk kynlíf einna minnst og var örugg
fjárhagsafkoma talin mikilvægari. Efst
á listanum eru samheldni og skilningur.
Það kom á óvart að helmingur þeirra
sem lentu í úrtakinu, sem í voru 2.075
einstaklingar, hafði rifist við maka sinn
vikuna áður. Tíu prósent kvennanna ját-
uðu að hafa slegið eiginmanninn og flest-
ar virtust hreyknar af því.
Eystrasaltsþorsk-
ur úr sögunni?
Líffræðingar telja nú að þorskstofninn
í Eystrasalti sé svo illa á sig kominn að
banna beri algerlega veiðar úr honum.
Að sögn Eiteau-fréttastofunnar við-
urkenna sérfræðingarnir að af stjórn-
málaástæðum sé erfitt að hrinda slíku
banni í framkvæmd en þeir vilja ekki
gera tillögur um neina kvóta til handa
löndunum sem liggja að hafinu. Akvörð-
un um kvóta verður því að öllu leyti á
valdi Baltnesku fiskveiðinefndarinnar en
hún fundar nú í Varsjá í Póllandi. Full-
trúi Evrópubandalagsins annast hags-
muni Danmerkur í nefndinni og leggur
hann til að kvótinn verði minnkaður um
helming sem merkir að Danir fá að veiða
22.000 tonn. Slík ákvörðun mun hafa
gífurleg áhrif á allar fiskveiðar lands-
manna en það eru einkum sjómenn frá
Borgundarhólmi og Vestur-Jótlandi sem
veiða þorsk í Eystrasalti.
Grænlendingar
sáttir við Dani
Formaður landsstjórnarinnar í Græn-
landi, Lars Emil Johansen, vísar á bug
öllum hugmyndum um að Grænlending-
ar slíti sambandinu við Dani. Haft var
eftir flokksbróður hans og fulltrúa á
danska þinginu, Hans Pavia Rosing, fyr-
ir skömmu að hann sæi fyrir sér þá þró-
un að inúítar á Grænlandi, í Alaska og
í Kanada, mynduðu með sér ríkjasam-
band og að Grænlendingar gætu þá rof-
ið sambandið við Dani. Johansen segir
þessar hugmyndir Rosings fjarstæðu-
kenndar og óraunhæfar. Grænlendingar
hafi yfir engu að kvarta í viðskiptum
við Danmörku. „Þau 11 ár sem við höfum
haft sjálfstjórn höfum við fengið allt sem
við höfum beðið um, og e.t.v. meira en
vænta mátti.“
OLDUROT I ARNARFIRÐI
Morgunblaðið/Róbert Schmidt
Serbar herða tökin í Júgóslavíu:
Neyðarkall berst frá um-
setnum borgum Króata
Evrópuráðið vill að aðildarríkin íhugi viðurkenningu á Króatíu og Slóveníu
^ Zagreb, Ancona á Ítalíu, Brussel, SÞ. Reuter.
ÚTVARPIÐ í króatísku hafnarborginni Split á Adríahafsströndinni sendi í gær frá
sér neyðarákall til umheimsins um að stöðva átökin í Júgóslavíu. „Við höfum hvorki
vatn né rafmagn. Hafnarborgir, vegir og flugvellir eru lokuð. Hringið í ráðamenn
ykkar, stöðvið styijöldina í Króatíu." Að sögn útvarpsins gerir flugher Júgóslavíu
stöðugt sprengjuárásir á borgirnar Zadar og Sibenik auk Split og landher og floti
gera einnig harða hríð að borgunum.
Stjórn Belgíu hvatti í gær til þess að Evr-
ópubandalagið fyrirskipaði viðskiptaþvingan-
ir gegn-Serbíu, jafnvel hafnbann ef Serbar
hygðust leggja undir sig alla Króatíu. Örygg-
isráð Sameinuðu þjóðanna verður boðað til
fundar um átökin í Júgóslavíu í vikunni.
Heimildarmenn segja að nokkur aðildarríki
ráðsins, þ. á m. Rúmenía, Kína og Kúba,
séu hikandi við að samþykkja ráðstafanir er
skerði fullveldi Júgóslavíu.
Króatar hafa einangrað herbúðir sam-
bandshersins í landinu og meina þeim um
vatn, rafmagn og alta aðdrætti. Forseti Kró-
atíu, Franjo Tudjman, bauðst í gær til að
aflétta að hluta til umsátrinu um búðimar
gegn því að sambandsherinn stöðvaði stór-
sókn sína sem hófst fyrir helgi. Varnarmála-
ráðherra Júgóslavíu, Veljko Kadijevic, hafn-
aði boðinu. Hann virðir einnig að vettugi
fyrirskipanir Stipe Mesics, forseta Júgóslav-
íu, sem er Króati en lýðveldin skiptast á um
forsetaembættið. Sambandsherinn sækir
hratt fram í Króatíu og situr um borgina
Vukovar.
Morgunblaðið ræddi í gær við Björn
Bjarnason alþingismann sem situr þing Evr-
ópuráðsins í Strassborg þar sem fjallað er
um málefni Júgóslavíu. „A miðvikudag voru
hér fulltrúar flestra lýðveldanna og svömðu
þeir spumingum þingmanna," sagði Björn.
„Öllum varð ljóst hvílík gjá er á milli sjónar-
miðanna. í morgun voru svo almennar um-
ræður um málið og lauk þeim með því að
samþykkt var tillaga þar sem aðildarríki ráðs-
ins em hvött til að íhuga hvort viðurkenna
beri sjálfstæði þeirra sambandsríkja Júgó-
slavíu sem þess óska. Einnig var hvatt til
þess að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna
tæki málið fyrir og athugað yrði hvort ekki
gæti verið nauðsynlegt að senda öflugt her-
lið á vettvang til að tryggja að vopnahléið
verði haldið, og jafnframt að fundin verði
skynsamleg og viðunandi lausn á vanda Júgó-
slavíu.“
Fulltrúar ræddu hvað skyldi gera varðandi
gestafulltrúa Júgóslavíu hjá ráðinu, nú þegar
stjórnskipulag landsins vlrðist vera að hrynja
og Serbar ráða senn lögum og lofum í því
sem eftir er af sambandsstjórninni í Belgrad.
UMRfiT Á
FJÖLMIÐLA-
MARKAÐI
SUMIR
GRJEDA
AÐRIR
TAPA
ALBANIR FLYJA
HUNGURV0FUNA
Viðburðarík ævi Eistlend- ingsins og Is- lendingsins Eðvalds Hinr- ikssonar 24 ÚT ÚR C MYRKRI <í' / .
Ég gleöst með þjóö minni / * / ;■ SÝKINNAR