Morgunblaðið - 22.09.1991, Síða 12
£ r12
r A'MORGUNBLAÐIÐ 'SUNNU'DAGUR’22.1 'SBPTEMBER 1'991
ALBANIR FLÝJA
HUNGURVOFUNA
Þeir sem heima sitja hróþa á hjálþ
s
Hið erfiða efnahagsástand er helsta umræðuefnið þegar þúsundir Albana safnast saman, dag hvern, á aðaltorginu í miðborg Tirana.
eftir Sören Rossmussen
TIRANA í ágiistlok 1991. Hermennirnir hnappast þétt
saman, þar sem þeir standa í hvirfingum við varðstöðv-
ar sínar í hafnarbænum Durres á strönd Albaníu við
Adríahaf. Þeir eru í brúnum hermannabúningum, hálf-
gerðum lörfum, vopnaðir gömlum Kalisnikoff-rifflum.
Varðstöðvar þeirra eru með stuttu millibili í kringum
allt hafnarsvæðið, landmegin, en ríkisstjórnin í Tirana
hefur lýst höfnina hernaðarlegt bannsvæði. Sama fyrir-
komulag er haft við þrjár aðrar hafnir á ströndinni.
Durrés sýnist allt rólegt og hálf-
sofandi í kæfandi hitamollunni.
Kyrrð og friður virðist yfír öllu.
Fáir eru á ferli á strætum inni í
bænum og á strandveginum fyrir
norðan og sunnan hið lokaða hafn-
arsvæði. Ekki er þó allt sem sýn-
ist. Þögnin og friðsældin er blekk-
ing ein. Þúsundir manna hafast
við í húsum, görðum og fyrir ofan
fjörukambinn utan víggirta bann-
svæðisins. Að mestu leyti er þetta
ungt fólk. Það lætur fara lítið fyr-
ir sér, meðan það bíður. Eftir
hveiju? Það bíður allt eftir hentugu
tækifæri til að ryðja sér braut með
snöggu áhlaupi yfir girðingar her-
. mannanna, hrúgast einhvern veg-
inn um borð í skip í höfninni og
knýja skipstjóra til þess að sigla
vestur til austurstrandar Ítalíu,
150-200 kílómetra siglingarleið.
Hugmyndir flóttafólksins um
tækifærin, sem biða þess í Ítalíu,
eru sannast sagna afar óljósar, en
himinháar eru þær þó allar. Send-
ingar frá mörgum ítölskum sjón-
varpsstöðvum nást vel í Albaníu,
ekki sízt eftir að ítalskt fyrirtæki
setti endurvarpsstöð upp á fjalls-
tindi nálægt höfuðborginni Tirana.
Ungir Albanir eru ráðvilltir og
örvæntingarfullir. Þeim líður illa í
landi sínu, búast við að ástandið
versni enn og vilja koma sér burtu
áður. Hugmyndir þeirra um landið
handan hafsins, hina áður svo óra-
fjarlægu Ítalíu, eru að langmestu
leyti mótaðar af ítölskum sjón-
varpsauglýsingum. Þó að ítölum
hafí reynzt örðugt að hjálpa þeim,
sem yfir hafa komizt, hafa þó
herskarar félagsfræðinga gengið
með spumingalista sína um flótta-
mannabúðirnar og komizt að þess-
ari niðurstöðu.
Allir þessir ungu og vonsviknu
flóttamenn eru alveg vissir um
eitt; Albanía hefur ekkert að bjóða
þeim, ekkert. Atvinnuleysið nær
til fleiri og fleiri með miklum
hraða. Verzlanir, sem hafa verið
hálftómar af vörum hingað til, eru
nú að verða galtómar. Fulltrúar
Flóttamannahjálpar Sameinuðu
þjóðanna í landinu segja, að „of-
boðsleg hræðsla um framtíðina"
hafi gripið um sig meðal allra
landsmanna.
Naumt er skammtað
Enn geta flestir Albanir orðið
sér úti um einhvem mat á degi
hveijum, en með hverri viku sem
líður verður erfíðara fyrir fólk að
ná í nóg til að metta alla fjölskyld-
una. Skömmtun hefur verið tekin
upp á sykri, eggjum, hrísgijónum,
fljótandi viðsmjöri, sápu, kaffi og
mörgu fleiru. Brauðmatur og ann-
ar undirstöðumatur verður
skammtaður fljótlega. í verzlunum
eru nákvæmar skrár yfir alla, sem
þar eiga að kaupa inn til heimilis-
ins. Hver verzlun hefur sitt verzl-
unarsvæði, svo að þar eru íbúarn-
ir í héraðinu eða bæjarhverfinu
skrásettir. Við nöfn þeirra er
skráður útmældur skammtur
þeirra af hverri vöru á hveijum
tíma. Allt er þrautskipulagt.
Það er ekki heiglum hent að
útvega mjólk í höfuðborginni.
Gamlir menn koma á kvöldin og
h