Morgunblaðið - 22.09.1991, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 1991
13
slettist upp á vinskapinn milli rík-
isstjórna í löndunum árið 1977.
Þess vegna var Albanía löngu orð-
in fátækasta land í Evrópu, meðan
gamla stjórnin var við völd, en hún
kaus að halda sínum sósíalisma
óspilltum með því að einangra sig
alveg frá umheiminum. Samt gekk
það nokkurn veginn að framleiða
nógan mat og dreifa honum.
Ástandið var stöðugt, menn vissu
að hveiju þeir gengu, og þótt það
væri ekki gott var það samt að
þessu leyti betra en nú. Hlutirnir
gengu frá degi til dags undir vök-
ulu auga alræðisvaldsins.
Þjóðbyltingarnar í gömlu sósíal-
istaríkjunum í Mið- og Austur-
Evrópu komu mjög illa við efnahag
Albaníu þegar á síðasta ári. Fram
að þeim tíma hafði gamaldags
vöruskiptaverzlun verið rekin við
ýmis ríki á þeim slóðum, svo sem
Tékkóslóvakíu, Júgóslavíu og
Rúmeníu. Þaðan fékkst lífsnauð-
synleg matvara, auk hráefna og
véla. Þegar eðlileg viðskiptalögmál
fijálsrar verzlunar fóru að gilda í
þessum löndum, tók fyrir þessi
vöruskipti, m.a. af því að nú varð
Bandaríkjadalur undirstöðugjald-
miðill í verðlagi. Þjóðarbú Albana
stóð áður óstyrkum fótum, og nú
hneig það enn meira saman.
Gamli þjóðarbúskapurinn fékk
banahöggið, þegar lýðræðissinnar
risu upp gegn sósíalistunum. Hið
miðstýrða herbúða-hagkerfi
hrundi eins og spilaborg. Nýtt
frelsi á sviði stjómmála hefur vald-
ið því, að vald hinna gömlu stofn-
anabákna ríkisins og embættis-
manna þeirra hefur þokazt að
mestu úr sjónmáli, án þess að
neitt nýtt hafi komið í staðinn, sem
auðveldi fijálsan straum um æðar
þjóðfélagsins. Ekki vantar um-
ræðufundina, ráðstefnurnar, mót-
mælagöngurnar og verkföllin, en
hvati til vinnu meðal almennings
er orðinn enn minni en áður, og
er þá mikið sagt. Ekki varð það
til þess að bæta ástandið, þegar
26 daga langt verkfall var gert í
vor er leið í mörgum, mikilvægum
greinum, svo sem í námuvinnslu
og samgöngum. Hagkerfið riðaði
áður til falls, en fór nú niður á
hnén.
Verkfallið leiddi til þess, að
grundvöllur ríkisstjómarinnar var
stækkaður, með því að bæta við
ráðherram úr nýjum flokkum, en
það varð einnig til þess að stjórnin
neyddist til að lofa 50% almennri
launahækkun í landinu. Fram að
þessu hefur ekki verið hægt að
hækka þau nema um 25%, en hinn
helmingurinn er á leiðinni. Sama
er, hvort menn telja þessa launa-
hækkun réttmæta eða ekki. Hitt
er víst, að hún reyndi mjög á hið
veika efnahagslíf og jók verð-
bólgu.
Ástandið er nú á þann veg, að
vergar þjóðartekjur hafa rýrnað
um helming á einu ári. Heita má,
að allur iðnaður hafi stöðvast að
fullu. Á flestum vinnustöðum hafa
verkamenn verið sendir heim og
fá nú 80% af fyrri launagreiðslu
um hver mánaðamót. Atvinnuleys-
ið breiðist hratt út.
Einkavæðing á leiðinni
Helzta vandamálið í verksmiðj-
unum er hörgull á hráefnum. Inn-
flutningur á þeim er útilokaður.
Gjaldeyrisvarasjóður ríkisins er
kominn undir 10 milljónir dollara.
Iðnaður, þar sem innlend hráefni
hafa verið notuð, hefur einnig
stöðvazt. Verksmiðjur í iðnaði með
innlendum hráefnum standa auðar
af mörgum orsökum: Varahluti
vantar; þær era háðar afhendingu
á ýmsum vamingi frá öðram fram-
leiðendum, sem bregðast; þær fá
ekki nauðsynleg aukaefni; og af
alls konar ástæðum fá þær ekki
einu sinni alltaf hið innlenda frum-
hráefni. Pappírs- og timburiðnað-
ur er að komast í þrot. Viður og
tijávara fæst ekki lengur, af því
að skógarnir eru að eyðast. Harka-
legt skógarhögg án endurnýjunar
hefur viðgengizt frá upphafi só-
síalisma í landinu. Samgöngukerf-
ið er ekki starfhæft lengur.
í nýju samsteypustjóminni sitja
aðallega ráðherrar úr hinum
gamla og áður einráða kommúni-
staflokki, sem kallar sig nú Sósíal-
istaflokkinn og hefur samið sér
nýja stefnuskrá, og úr hinum
fijálslynda lýðræðisflokki. Sam-
staða er um það meðal ráðherra,
að þörf sé á róttækum breytingum
i efnahagsmálum. Menn virðast á
einu máli um grundvallaratriði,
þótt þá greini ákaflega mikið á
um_ flest framkvæmdaatriði.
Ákveðið hefur verið að færa
mikinn hluta atvinnulífsins í hend-
ur almennings á fijálsum mark-
aði. Einstaklingsframtak, einka-
eign og einkavæðing á flestum
sviðum eru lykilorðin. Menn setja
traust sitt á íjárfestingar útlend-
inga því að í Albaníu eru ekki
nógir peningar til þess að hleypa
lífi í hálfdauðan atvinnurekstur
eftir áratuga forstokkaða ofstjórn
(= óstjórn) sósíalista. Það er að-
eins í minniháttar smásölurekstri
og litlum þjónustugreinum að
menn gera sér vonir um að einka-
væðing takist með albönsku fé
einvörðungu.
Nú seint i sumar samþykkti
þjóðþingið fyrstu meiriháttar lögg-
jöfina um efnahagslegar umbæt-
ur. Þar er mælt fyrir um, að sveita-
fólki skuli leyft að leggja niður
samyrkjubú. Ríkisstjórnin er nú
að láta semja reglugerðir um
framkvæmdina, þegar þetta er
skrifað um mánaðamótin ágúst-
september, en Iítil merki eru enn
um áhrif löggjafarinnar önnur en
þau, að bændur halda rýrri upp-
skerunni í eigin höndum í fullko-
minni óvissu um framtíðina.
Aðild að Alþjóða-
gjaldeyrissjóðnum
í alþjóðadeild albanska þjóð-
bankans hitti ég hagfræðing að
máli, konu sem heitir Greta Minx-
hozi. Hún segir að sjálft hranið í
framleiðslu þjóðarinnar sé ein
helzta hindrun fyrir því að einka-
væðing iðnaðarins geti átt sér
stað.
„Við þurfum að fá alþjóðlega
aðstoð við að koma framleiðslunni
aftur í gang innan ramma gömlu
þjóðfélagsgerðarinnar, sem segja
verður að standi enn að nokkru
leyti, meðan ekkert annað hefur
komið í staðinn. Þetta er nauðsyn-
legt aðeins til þess að geta lagt
mat á það hvaða atvinnugreinar
era í raun arðbærar svo að hægt
sé að einkavæða þær. Við þurfum
að komast að raunverulegu verð-
gildi hlutanna,“ segir Greta
Minxhozi.
Hún heldur áfram: „Við búumst
við því að fá aðild að Alþjóðagjald-
eyrissjóðnum nú í september og
fljótlega eftir það að Alþjóðabank-
anum.“ Sendinefnd frá Alþjóða-
gjaldeyrissjóðnum hefur haft að-
setur í Tirana undanfarna mán-
uði. Þijár samningalotur eru af-
staðnar, og tók Greta Minxhozi
þátt í þeim öllum af hálfu Albana.
Þessar tvær vestrænu stofnanir
hafa veitt mikilvæga þróunarað-
stoð í mörgum löndum heims. Þær
geta veitt Albönum almenna að-
stoð í efnahagsmálum og tækni-
legum atriðum. Síðar geta þær
veitt þeim fjárhagsaðstoð í formi
lána til langs tíma, sem varið yrði
til ákveðinna verkefna.
Greta Minxhozi er ákveðin í
tali, þegar hún segir að lokum:
„Sú aðstoð sem við getum
vænzt núna er því miður langt frá
þvi að vera nægileg. Efnahags-
hreppan og vöruskorturinn verða
mun verri viðureignar þegar nú i
haust. Illu heilli er Albanía svo
djúpt sokkin að hún verður ekki
dregin úr feninu nema mjög mikil
hjálp berist frá útlöndum og það
fljótt.“
NJÓTIÐ LÍFSINS
I BORG GLEÐINNAR OG GLÆSILEIKANS
igar með Veröld
f/órar
Beint leiguflug 28. október - 3 dagar - (2 nætur)
Brottförfrá Keflavík kl. 08.00 mánudagsmorgun / Brottförfrá París kl. 21.00 miðvikudagskvöld
Fjölbreytt dagskrá:
★ Verslunarferðir í frægustu tízkuhús veraldar
★ Sælkerakvöld á bestu veitingahúsum veraldar
★ Franskur kabarett eins og hann gerist bestur
★ Kynnisferðir um París - fegurstu borg veraldar
★ Gönguferð um Látínuhverfið eða Óperuhverfið
★ Ferð til Versala í höll Sólkonungsins
Hægt er að velja um tvö hótel
Frantour
Berthier Hotel ★★
(18da hverfi).
Verð kr. 29.900,-
á mann í tvíbýli, aukagjald
fyrir einbýli 1.870,- á nótt.
Pullman
St. Jacques Hotel ★ ★ ★
(14da hverfi).
Verð kr. 33.900,-
á manna í tvíbýli, aukagjald fyrir
einbýli kr. 2.100,- á nótt.
Takmarkað sætamagn - pantið tímanlega!
Innifalið: Flug, gisting og morgunveður, flutningurfrá/að flugvelli ogfararstjórn.
Flugvallarskattar og forfallatrygging kr. 2.050,- er ekki innifalin.
FERIIAMIflSTDfllN Atlantsflug
Guðvarður
Gíslason
P Guffi,
veitingamaður
áJónatan
Livingston
Máv
AUSTURSTRÆT117,101 REYKJAVÍK. SÍMI; (91) 622011 & 622200
: .............................................................. —
—