Morgunblaðið - 22.09.1991, Page 17

Morgunblaðið - 22.09.1991, Page 17
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 1991 JftwginsiMitMí Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Arvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifgtofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Ritmálið og textavarp Ríkisútvarpið-sjónvarp mun hefja tilraunaútsendingar á textavarpi 30. september og er sá dagur valinn í tilefni af 25 ára afmæli sjónvarpsins. Tilraunsendingarnar eru því hugsaðar sem eins konar af- mælisgjöf til þjóðarinnar. Sá ljóður er þó á þessu ráði, að langstærstur hluti sjónvarps- notenda getur ekki hagnýtt sér sendingar textavarpsins með íslenzku stafrófi. Astæðan er sú, að sjónvarpstækin, sem eru í notkun á landinu, nema ekki þá bókstafi, sem eru sérkenni íslenzks ritmáls. Útsendingar Ríkisútvarpsins sjálfs eru þó með öllum íslenzku bókstöfun- um. Textavarpið mun flytja fréttir og upplýsingar 'um hvers kyns þjónustu, svo og verður unnt að sjá þar fréttir frá textavarpi norrænna sjón- varpsstöðva, óþýddar að vísu. Einn helzti kosturinn við texta- varpið er þjónusta við heymar- skerta. Kostnaður Ríkisút- varpsins vegna tækjabúnaðar er ekki mjög hár, líklega ekki meira en 5 milljónir króna, en óljóst er um rekstrarkostnað að öðru leyti, a.m.k. í upphafi. Ekki er í ráði að taka sérstakt gjald af notendum textavarps- ins og vonast forráðamenn Ríkisútvarpsins til að auglýs- ingar muni standa undir rekstrinum. Eigendur sjónvarpstækja þurfa að leggja í umtalsverðan kostnað við að breyta tækjum sínum þannig að þau geti tek- ið á móti útsendingum með íslenzku stafrófi. Er kostnað- urinn áætlaður allt að 10 þús- und krónur. Um 70 þúsund sjónvarpstæki eru í notkun og aukakostnaðurinnv sem leggst á notendur, getur því verið allt að 700 milljónir króna. Það fer þó eftir því, hvort og hve margir ráðast í þessar breyt- ingar einungis til að fá útsend- ingarnar með öllum íslenzku bókstöfunum. Fremur ólíklegt má telja, að fólk almennt leggi í þennan aukakostnað og bíði frekar eftir því að þurfa að skipta um sjónvarpstæki vegna endurnýjunar. Allar horfur eru á því, að meirihluti sjónvarpsnotenda, sem á annað borð hefur áhuga á textavarpinu, muni nota út- sendingarnar á brengluðu íslenzku ritmáli. Miðað við þær hremmingar, sem íslenzk tunga hefur orðið að þola um langa hríð, m.a. vegna þess að langstærstur hluti sjón- varpsútsendinga er á erlendum tungumálum, þá verður það að teljast óviðunandi að Ríkisútvarpið hafi um það for- göngu að níðst sé þannig á íslenzku ritmáli. Það er alls- endis ótækt að íslendingar, ekki sízt unga kynslóðin, venj- ist á það að lesa afbakað rit- mál, þar sem ekki sjást bók- stafir eins og þ, ð og æ og punktar og kommur eru felldar niður þannig að í, ý, ó og ö fyrirfinnast ekki lengur. Það ætti þó að verða þeim til hugg- unar, sem meta peninga meira en tunguna, að prósentumerk- ið % leysir af hólmi bókstafinn æ. Ríkisútvarpinu er iðulega lýst sem einni merkustu menn- ingarstofnun þjóðarinnar og verndara íslenzkrar tungu, ekki sízt þegar einkavæðingu ríkisstofnana ber á góma. Það er álitamál, hvort Ríkisútvarpið á yfirleitt að standa fyrir þjónustu eins og textavarpinu. Það sæmir því allavega ekki að hefja útsend- ingarnar fyrr en sjónvarpstæki landsmanna eru búin til að nema þær á íslenzku. Ennfremur má spyija, hvort það sé sjálfsagt mál, að Ríkisútvarpið sendi út texta á erlendu tungumáli. Hver yrðu viðbrögð þjóðarinnar, ef dag- blöðin yrðu gefin út að hluta til á erlendu tungumáli? Texta- varpið er ekkert annað en nýr fjölmiðill og til þess verða gerðar sömu kröfur og annarra fjölmiðla. Nú er óheimilt að senda út fréttir og annað efni erlendra sjónvarpsstöðva nema þýðing fylgi eða endur- sögn í undantekningartilvik- um. Það er engin ástæða til að aðrar reglur gildi um texta- varpið. Vilji Ríkisútvarpið senda það út á erlendum tungumálum hlýtur krafan að vera sú, að íslenzk þýðing fylgi með. Ólafur G. Einarsson, menntamálaráðherra, getur ekki setið aðgerðarlaus hjá í þessu máli. Alþingi getur ekki látið þetta yfir sig ganga. Og fróðlegt verður að kynnast skoðunum nýs útvarpsstjóra á málinu. Innskot um Evrópu ÉG HEF FYRR í þessum þáttum sagzt mundu vitna hér til nokkurra ljóða sem urðu til á ferðalagi okkar um Mið- Evrópu sumarið ’90. Þá lögðum við land undir fót og kynntum okkur allrækilega ríki habsborgara og engu líkara en við værum í fylgd með Franz Jósef og hermannlegri táknmynd þessa glataða, víðlenda ríkis hans, góða dátanum Sveik. Nú hefur Mið-Evrópa losnað úr fjötrum kommúnismans og það var raunar engu líkt að aka um sléttur Ungveijalands til Búdapest og ekki- síður minnisstætt að fara til Brat- islava og Prag og upplifa þetta umhverfí einsog frelsandi fagnaðar- erindi; minnisstætt og uppörvandi. Enn og hundsbeins- laus saknar Sveik Franz Jósefs sem hóf heimsstyrjöld án þess að ljúka henni, enn og keisaralaus leiðir Sveik hugann að flugnaskítnum á innrömmuðu almætti habsborgara, enn og afskiptalaus um annarra hagi. Og fijáls. En þó var það eink- um hvetjandi reynsla að fá staðfestingu á því uppreisnin í Búdapest ’56 hafi ekki verið kæfð í blóði, heldur hafi hún kveikt marga elda sem enn lýsa. Leikur hár hiti við himin sjálf- an, segir í fornu kvæði. Og þannig upplifðum við á þessu ferðalagi þau himinteikn sem fara vitund okkar og veröld hrollköldum gusti. En á þessu ferðalagi upplifði maður einn- ig kommúnisminn er einsog vofa sem finnur ekki gröf sína, svo vitn- að sé til Þórbergs þegar hann lýsir því í Islenzkum aðli hvemig hann ráfar um einn og eirðarlaus og leit- ar sjálfs sín eftir að draumfögur blekking elskunnar er horfin norður í Hrútafjörð af öllum stöðum. Nú eru menn jafnvel farnir að tala um að finna fyrrum habsborgararíki eitthvert sameiginlegt markmið og hnýta saman raknaða hnúta milli Prag, Vínar og Búdapest, Feneyja, Ljúbljana og Zagreb í suðri. Areitið ofnæmi kallaði sífelldlega á við- brögð og hér á eftir eru nokkur dæmi þess hvernig við þræddum okkur eftir vörðubrotum þessa áleitna sögulega landslags. Þetta umhverfí kallar ósjálfrátt á ljóðræn- ar hugleiðingar, þótt Bratislava sé tilaðmynda hálfgert slógþorp eftir ræfildóm kommúnismans. Og svo má vel minna á það sem nefnt er í Ijóðaúrvali Jónasar Guðlaugsson- ar, Bak við hafið, að hérlendis hafa skáldin löngum ort annála sína inní dægurpressuna án þess það þætti neitt tiltökumál. Guð endumýjar sig 1 lífseigum mosanum og umhverfi okkar virðist nú breytast jafnátakalítið. Úr storknuðu vonleysi gærdags- ins hverfum við nú inní framtíð sem blasir við okkur einsog nýgróin fífil- brekka, óvænt og ilmandi. Ferðalag okkar austur fyrir tjald var þannig dagur; nývaknaður dagur á leið inní vorið. Sigðin á himni eina ófallna minnismerkið og fölur máni hverfur inní morgunnroðann. Góðan dag, segir gamall maður og kveðja hans hverfur einsog brotin grein með fljótinu. M. (meira næsta sunnudag.) HELGI spjall MORGUNBLAÐIÐ : SÚNÍNU «T 17 UMRÆÐUR UM stöðu sjávarútvegsins hafa blossað upp á ný síðustu daga og vikur. Útgerðarmenn hafa reiknað út áhrif afla- skerðingarinnar, sem ákvörðun var tekin um fyrr í sumar í kjölfar skýrslu Hafrann- sóknastofnunar um ástand fiskistofna. Niðurstaða þeirra útreikninga hefur valdið umtalsverðu uppnámi. Tekjutap útgerðar- fyrirtækja, sjómanna, fiskverkafólks og þjóðarinnar allrar er gífurlegt. Eftir að þessar niðurstöður lágu fyrir hjá útgerðar- fyrirtækjum víða um land fóru að heyrast kröfur um breytingar á ákvörðun sjávarút- vegsráðherra. Seiðarannsóknir Hafrannsóknastofnun- ar, sem benda til lélegrar nýliðunar þorsk- stofnsins sjötta árið í röð, eru nýtt áfall fyrir sjávarútveginn og þjóðarbúið og hafa orðið til að auka.þessar umræður mjög. Hugmyndir hafa m.a. komið fram um enn öflugri aðgerðir en áður til þess að vemda hrygningarsvæði þorsksins við Suðurland. Áður en niðurstöður seiðarannsóknanna lágu fyrir höfðu orðið ýmiss konar svipt- ingar í umræðum um þessi mál. Fyrstu viðbrögð talsmanna útgerðarmanna og Þorsteins Pálssonar, sjávarútvegsráð- herra, voru á svipaðan veg, þ.e. að skýrsla Hafrannsóknastofnunar mundi óhjá- kvæmilega leiða til verulegs niðurskurðar á aflaheimildum á hinu nýja fiskveiðiári. Sjávarútvegsráðherra hélt fast við þá skoð- un, sem hann setti fram í upphafi, en marka mátti breytingu á afstöðu útgerðar- manna eftir því sem frá leið og hefur hún vafalaust endurspeglað þrýsting, sem for- ystumenn útgerðarinnar hafa orðið fyrir frá einstökum útgerðarmönnum og skip- stjórum. Þessir aðilar settu fram margvís- leg rök fyrir því, að ekki væri hægt að taka mið af skýrslu Hafrannsóknastofnun- ar í einu og öllu og lögðu til umtalsvert minni aflaskerðingu en fiskifræðingar höfðu lagt til. í þessum umræðum kom fram, að sjómennirnir teldu meiri fisk í sjónum en um langan tíma. Miðað við fyrstu viðbrögð talsmanna útgerðarinnar er ekki ólíklegt, að þessi tillögugerð þeirra hafi komið sjávarútvegs- ráðherra á óvart og að hann hafi talið sig berskjaldaðri fyrir gagnrýni vegna ákvörð- unar sinnar um aflaskerðingu en ella. Samt sem áður tók Þorsteinn Pálsson ákvörðun um, að þorskaflinn á næsta ári skyldi verða mjög nálægt því, sem Haf- rannsóknastofnun lagði til. Vegna þessar- ar niðurstöðu hefur sjávarútvegsráðherra legið undir vaxandi gagnrýni í sjávarpláss- um víðs vegar um landið, þegar augu manna hafa opnast fyrir því, hvað hún þýðir í krónum og aurum. Á hinn bóginn verður ekki séð, hvernig nokkur ábyrgur stjórnmálamaður hefði getað komizt að annarri niðurstöðu. Þjóðin á allt sitt undir því, að okkur takist að vemda þorskstofn- inn og efla hann. Þeir útgerðarmenn og stjórnmálamenn, sem haft hafa uppi kröf- ur um það undanfarnar vikur, að lengra yrði gengið í aflaheimildum á nýju fisk- veiðiári en Þorsteinn Pálsson tók ákvörðun um, eru ekki menn til þess að bæta þjóð- inni upp þann skaða, sem leitt gæti af því, að orðið yrði við kröfum þeirra. Þess vegna er ástæða til, að allur almenningur standi fast við bak sjávarútvegsráðherra í þessu máli og að hann finni slíkan stuðn- ing. Hins vegar er ekki ólíklegt að niður- staða seiðarannsókna Hafrannsóknastofn- unar sannfæri marga þá, sem haft hafa efasemdir um tillögur fiskifræðinga og ákvörðun sjávarútvegsráðherra um að mikil hætta sé á ferðum. Ánægjulegt er að sjá, hve samstíga Jakob Jakobsson, Kristján Ragnarsson og Þorsteinn Pálsson hafa verið í opinbemm umsögnum um nauðsynlegar. ráðstafanir í kjölfar síðustu upplýsinga fiskifræðinganna. ÞEGAR SKÝRSLA Hvernig verður afla- skerðingu mætt? Hafrannsókna- stofnunar kom fram síðari hluta sumars lýstu þeir Þorsteinn Pálsson og Kristján Ragn- arsson því báðir yf- ir, nánast samtímis, að þessi skýrsla hlyti að sjálfsögðu að leiða til þess að öllum umræðum um gjaldtöku af sjávarútvegin- um vegna aðgangs að takmarkaðri auðlind landsmanna yrði hætt enda væri ekkert tilefni til þess að efna til nýrrar skattlagn- ingar á sjávarútveginn við þessar aðstæð- ur. Þessi afstaða var annað hvort vísbend- ing um grundvallar misskilning á þeim umræðum, sem fram hafa farið á þessu ári um gjaldtöku af sjávarútveginum eða tilraun til þess að nota skýrslu Hafrann- sóknastofnunar til að kæfa þær umræður. Umræðumar um gjaldtöku miða að framtíðarstefnumörkun í málefnum sjáv- arútvegsins, sem ætlað er að koma til framkvæmda á löngum tíma, þannig, að útgerðin hafi alllangt árabil til þess að aðlaga sig breyttum aðstæðum en skýrsla Hafrannsóknastofnunar var ábending um nauðsyn skjótra ráðstafana til þess að ná fram hagræðingu í sjávarútvegi. Þótt ein röksemdin fyrir gjaldtöku sé sú, að hún muni leiða til aukinnar hagræðingar í út- gerð er meginröksemdin hin, að eðlilegt sé, að útgerðin greiði fyrir réttinn til þess að hagnýta sameiginlega eign landsmanna allra. Skjótari ráðstafanir en ella til hag- ræðingar í útgerð vegna ástands fiski- stofnanna auðvelda sjávarútveginum að greiða slíkt gjald, þegar þar að kemur. Spumingin nú er hins vegar sú, hvemig sjávarútvegurinn bregzt við gjörbreyttum aðstæðum. Kristján Ragnarsson hefur bent á, að útgerðin hafi að jafnaði sótt um 360 þúsund tonn af þorski á ári síðasta áratug. Ef nú fer sem horfir, að þorskafl- inn á næstu áram verði u.þ.b. 100 þúsund tonnum minni er augljóst, að ekkert vit er í því að gera út þann flota, sem var alltof stór til þess að sækja 360 þúsund tonn, hvað þá 260 þúsund tonn. Auðvitað er það útgerðarfyrirtækjanna sjálfra að taka þessar ákvarðanir og þá er átt við þau útgerðarfyrirtæki, sem standa á eigin fótum. Þau hljóta að gera ráðstafanir til þess að mæta samdrætti í sínum rekstri eins og fyrirtæki í öðram atvinnugreinum gera eða eiga að gera, þegar þau standa frammi fyrir minnkandi tekjum af einhveijum ástæðum. Það era helzt opinber fyrirtæki, sem komast upp með að mæta slíkum vanda með auknum álögum á viðskiptamenn sína og virðist engu skipta hveijir sitja í ríkisstjóm. Sjáv- arútvegsfyrirtækin hljóta annað hvort að fækka skipum í rekstri og þar með mann- skap eða leita nýrra leiða til þess að nýta þessi tæki, sem áreiðanlega er ekki auð- velt eins og nú er komið. Þetta hlýtur hins vegar að vera ákvörðunarefni fyrirtækj- anna sjálfra og þau geta ekki búizt við sérstökum aðgerðum stjómvalda af þess- um sökum. Enda verður því vart trúað, að forsvarsmenn þessara fyrirtækja leiti eftir slíkum ráðstöfunum miðað við þann nýja hugsunarhátt, sem hefur verið að ryðja sér til rúms í atvinnulífi okkar og byggir á því, að menn eigi að bjarga sér sjálfir óháðir afskiptum opinberra aðila. Þegar hins vegar um er að ræða útgerð- arfyrirtæki, sem hafa verið á framfæri hins opinbera er alveg augljóst, að stjórn- völd hljóta að bregðast við þeim vanda með öðram hætti en verið hefur. Hingað til hefur stefnan verið sú, að halda þessum fyrirtækjum á floti. Nú fer ekkert á milli mála, að það er ekkert vit í því og hefur náttúrlega aldrei verið. Hver króna, sem sett er í að bjarga vonlausum fyrirtækjum í útgerð og fiskvinnslu við núverándi að- stæður er auðvitað hrein sóun á almanna- fé og það sem verra er, gerir sjálfstæðum og bjargálna fyrirtækjum í útgerð erfiðara um vik að komast af við breyttar aðstæður. Þá koma byggðamálin til sögunnar og menn spyija sem svo: Á þá að láta þetta REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 21. september Morgunblaðið/Hallur byggðarlag fara í eyði? Þótt stefnan hljóti að vera sú, að byggja ísland allt felst ekki endilega í því, að hver einasta byggð hljóti að standa um aldur og ævi. Auðvitað verða breytingar á því. Sum byggðarlög blómstra og önnur dragast saman eins og gengur og gerist. En þar fyrir utan er alveg augljóst, að byggðarlag þarf ekki að deyja, þótt þaðan sé ekki gerður út togari. Raunar era mörg dæmi þess í at- vinnusögu okkar undanfarna áratugi, að togaraútgerð hefur hvílt með slíkum ægi- þunga á einstökum byggðum, að þær hafa veslast upp vegna þess, að þær höfðu tog- ara en ekki vegna hins, að þær voru án togara. Nú er til dæmis mikið rætt um vanda atvinnufyrirtækja á Suðureyri við Súg- andafjörð. Á Flateyri er hins vegar rekin blómleg útgerð og fiskvinnsla og sömuleið- is í byggðunum við Djúp. Hvað mælir á móti því, að aðrir togarar á þessu svæði veiði fyrir fiskvinnsluna á Súgandafirði? Það eykur hagkvæmni í útgerð þeirra að koma með meiri afla að landi. Á sumum þessara staða er ekki nægilegt fólk til þess að vinna þann afla, sem nú berst á land og þess vegna ekki óeðlilegt að landa á fleiri en einum stað eða flytja aflann á milli eftir því, sem hentar. I þessu tilviki er auðvitað um tímabundinn vanda að ræða, þar sem jarðgöngin gjörbreyta þessu atvinnusvæði eftir nokkur ár og skyldi enginn láta sér til hugar koma að breyta þeim áformum, sem nú eru uppi um þá samgöngubót enda á sú fjárfesting áreið- anlega eftir að skila sér og vel það. Kjami málsins er sá, að við gjörbreyttar aðstæður hljóta menn að leita annarra leiða en hingað til og það væri ekkert annað en gífurleg sóun á almannafé að leggja meiri peninga í þau útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki víðs vegar um landið, sem nú eru gjaldþrota, þótt þau hafi ekki verið gerð upp. Stöðvun á slíkri vitleysu á að vera framlag stjórnmálamannanna. Að öðru leyti eiga þeir að láta fyrirtækin sjálf um að bregðast við þeim vanda, sem fyrirsjáanlegur aflasamdráttur í mörg ár leiðir yfír þau. Þessi fyrirtæki eiga vafa- laust eftir að fara mismunandi leiðir í þeim efnum, eftir því, sem hentar á hveijum stað, en aðrir era ekki dómbærari um það en útgerðarmennimir sjálfir. í UMRÆÐUM síðustu viku um stöðu útgerðarinn- lækkun? ar hefur mátt lesa á milli línanna, að sú hugmynd sé einhvers staðar á kreiki að bregðast eigi við vanda sjávarútvegsins með gengislækkun. Vafalaust er rök- semdafærslan þessi: þjóðarbúið hefur orðið fyrir áfalli. Þjóðin öll verður að taka þetta áfall á sig. Einfaldast er að skipta þeim byrðum niður með gengislækkun, sem jafnframt mundi koma útgerðinni og fisk- vinnslunni að einhveiju gagni. Þetta er hin hefðbundna leið til þess að leysa vanda sjávarútvegsins á íslandi. í henni felst, að litlar sem engar kröfur era gerðar til sjávarútvegsins sjálfs um breyt- ingar í rekstri miðað við breyttar aðstæður heldur er vandanum velt beint yfir á allan almenning. Auðvitað er þetta einföldun. Auðvitað hafa fjölmörg tilvik komið upp á undanförnum áratugum, þar sem gengis- lækkun hefur verið óhjákvæmileg. Nú erum við hins vegar ekki að fást við sams konar vanda og stundum áður. Launabreytingar hafa verið mjög hóflegar á undanförnum misseram. Þjóðarbúið hef- ur ekki orðið fyrir neinu áfalli vegna þess, að fiskurinn seljist ekki eða vegna þess, að verðfall hafí orðið á fiski. Þvert á móti: Gengis- Allur fískur selst og verð er hátt. Dæmið er einfalt, þótt lausnin á því kunni að vera flókin í framkvæmd: Það eru of mörg skip að veiða of litið magn af fiski. Það eru of mörg fiskverkunarhús að vinna of lítið magn af físki. Þess vegna verður að fækka skipum og fiskverkunarhúsum í rekstri. Ástand fiskistofnanna veldur því að þetta verður að gerast hraðar en ella. Það er af og frá, að almenningur geti verið til viðtals um að leysa þennan vanda með gengislækkun. Með þvi væri enginn vandi leystur. Það væri meira vit í því fyrir skattgreiðendur að leggja fram vera- lega fjármuni til þess að kaupa skip og fískverkunarhús úr rekstri í verulegu mæli en að leysa þetta vandamál með gengislækkun. Slíkt væri engin lausn held- ur enn ein frestun á vanda og jafngilti yfirlýsingu af hálfu sjávarútvegsins um að atvinnugreinin sé ófáanleg til þess að taka á eigin vandamálum. Því vetður ekki trúað, að metnaður forystumanna sjávar- útvegsins sé ekki meiri en svo, að þeir kjósi þessa ódýru lausn fyrir sig. Þess vegna verður að vænta þess, að komi þær hugmyndir um gengislækkun til lausnar á vanda sjávarútvegsins frekar upp á yfirborðið, sem lauslega hefur verið bryddað á, muni ríkisstjómin vísa slíkum hugmyndum á bug. Ef rétt er á haldið getum við snúið þessu erfiða dæmi við þannig, að mikill vandi verði okkur til framdráttar, þegar fram í sækir. Ef sjálf- stæð og bjargálna útgerðar- og fisk- vinnslufyrirtæki, stór og smá, taka á þess- um vanda hvert um sig á sínum vettvangi og stjómmálamennirnir láta á móti sér bráðabirgðalausnir fyrir gjaldþrota fyrir- tæki, getur þjóðarbúið komið út úr þess- ari aflaskerðingu með sterkari og öflugri sjávarútveg og fiskvinnslu eftir nokkur ár. Að því á að stefna. En það kostar átök og umbrot. „Spurningin nú er hins vegar sú, hvernig sjávarút- vegurinn bregzt við gjörbreyttum aðstæðum. Krist- ján Ragnarsson hefur bent á, að útgerðin hafi að jafnaði sótt um 360 þúsund tonn af þorskiáári síðasta áratug. Ef nú fer sem horfir, að þorskaflinn á næstu árum verði u.þ.b. lOOþúsund tonnum minni er augljóst, að ekk- ert vit er í því að gera út þann flota, sem var allt- of stór til þess að sækja 360 þúsund tonn, hvað þá 260 þúsundtonn.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.