Morgunblaðið - 22.09.1991, Side 22
<22
MPRGUNBM-ÐID MINNINGARjsUuNU4AGl)ft^2 SERTBMBBRdÆ&i
Minning:
Jóhanna Kolbeins
Fædd 24. febrúar 1930
Dáin 14. september 1991
Kveðja frá bamabörnum
Það var alltaf gott að heimsækja
ömmu á Fjölnisveginn. Hún hafði
alltaf tíma fyrir okkur og vissi hvað
okkur fannst best. Þær voru góðar
lummurnar hennar og heiti mysu-
osturinn, eins og allt annað.
Og það var skemmtilegt að spila
við hana, sérstaklega þegar hún
leyfði okkur að svindla.
Eftir að hún flutti í Miðleitið og
varð veik, var sjálfsagt að leika sér
á gólfinu við rúmið með bílabraut-
ina og dúkkumar hennar. Þannig
vildi hún hafa það.
Við þökkum henni fyrir allt.
Barnabörn
Björg Grímsdóttir var látin og
þeir einir eftir feðgarnir, Jón Stef-
ánsson, orðinn roskinn maður, og
Árni Þór Jónsson, ungur maður, en
þó ekki svo mjög ungur að okkur
þótti, þeim sem vorum ennþá yngri.
Þá var það að spurðist að brátt
liði að því að ný kona settist í hús-
freyjusætið á þriðju hæðinni á
Fjölnisvegi 13, þessu húsi þar sem
náin skyldmenni bjuggu á öllum
hæðum, þessu fjölskylduhúsi þar
sem flestir þræðir stórrar ættar
lágu saman. Það fór ekki hjá því
að um væri rætt hvort þessi tvítuga
stúlka gæti fyllt hið auða sæti
Bjargar Grímsdóttur, þeirrar stór-
gáfuðu konu.
Vorið 1951 giftust þau Jóhanna
og Ámi Þór og fljótt varð það Ijóst
að Jóhanna fyllti sæti sitt með þeim
ágætum að ekki varð á betra kosið.
Hafi einhverjum dottið í hug að
bera þær saman, Jóhönnu og
Björgu Grímsdóttur, hefði sá sam-
anburður verið út í hött. Jóhanna
varð aldrei borin saman við neinn
annan. Og Fjölnisvegur 13 hélt
áfram að vera miðstöð stórrar fjöl-
skyldu en nú bættist önnur fjöl-
skylda við, fjölskylda Jóhönnu, stór
og samhent fjölskylda, og Fjölnis-
vegur 13 varð fljótlega sá staður
sem flestir þræðir þeirrar fjölskyldu
lágu um.
Við Jóhanna Koibeins höfum ver-
ið samferða í fjörutíu ár en samt
vissi ég aldrei hversu vel ég þekkti
hana. Þessa konu sem þagnaði og
tók ekki þátt í umræðunni lengur
ef einhveijum var sveigt, ef ein-
hverjum voru ætlaðar aðrar hvatir
en góðar, en notaði fyrsta tækifæri
til þess að beina talinu inn á aðrar
brautir, var þessi kona svona góð-
gjörn að eðlisfari, eða kunni hún
aðeins að stilla orðum sínum betur
í hóf en aðrir? Duldi hún dýpstu
hugsanir sínar fyrir öðrum? Enn
þann dag í dag veit ég það ekki.
En hitt veit ég að Jóhönnu fylgdi
Ijós. Þegar komið var inn fyrir dyr
á íjölnisvegi 13 var komið inn á
birtu og gleði, þar sem öllum leið
vel. Ekki ætla ég að efast um að
það hafi verið ærið starf að sinna
stóru heimili, ala.upp sex börn, en
hafa samt alltaf nóg aflögu fyrir
aðra. En oftast var eins og Jóhanna
þyrfti lítið fyrir þessu að hafa. í
annríki daganna stafaði frá henni
notalegri hlýju sem umvafði þá sem
nærri henni voru. Ef til vill var
Jóhanna þarna öll. Ef til vill var
hlutverk hennar í lífinu það að vera,
Minning
Semjum minningargreinar,
afmælisgreinar,
tækifærisgreinar.
Önnumst milligöngu
við útfararstofnanir.
Sími 91-677585.
Fax 91-677586.
ekki sjálfri sér, heldur samferða-
mönnunum.
Og það var safnast í ljósið. Það
er ekki svo mjög ofmælt að á Fjöln-
isvegi 13 hafi verið fullt hús þau
ár, sem hún bjó þar. En svo kom
að því á miðjum aldri að heilsan
bilaði og Jóhanna og Árni Þór fluttu
sig um set, þangað sem minna yrði
umleikis. En lífið varð ekki skiiið
eftir og það fylgdi þeim í Miðleitið
og ennþá stafaði geislum frá Jó-
hönnu, þó að ljóst væri að hin þung-
bæru örlög yrðu ekki umflúin.
Lokabarátta hennar varð löng og
hetjuieg.
Það er sár harmur kveðinn að
Árna Þór, börnunum og öllum
þeirra nánustu. En Jóhanna er ekki
farin. Hún skilur eftir sig lifandi
minningu, því dýrmætari sem
lengra líður, þegar sársauki þessar-
ar stundar er liðinn hjá. Við Björg
verðum ævinlega þakklát fyrir þau
forréttindi að hafa fengið að verða
Jóhönnu Kolbeins samferða í fjöru-
tíu ár.
Árni Benediktsson
Bestu veislur barna okkar og
æsku voru haldnar á þriðju hæð í
húsinu við Fjölniesveg 13, bæði
vegna þess hvað Jóhanna bakaði
góðar kökur og þess að Kolbeins-
fólkið var svo hresst og skemmti-
legt.
í þá daga bjó stór hluti móður-
ættar okkar á Fjölnisvegi 13. í öll-
um fjórum íbúðum hússins bjó
frændfólk að norðan. Á þriðju hæð-
inni var heimili ömmubróðir okkar,
Árna Þórs Jónssonar, konu hans,
Jóhönnu Kolbeins og bamanna sex.
Þó að Árni Þór sé ömmubróðir okk-
ar eru börnin þeirra Jóhönnu á ald-
ur við okkur. I faðmi þessarar stóru
fjölskyldu sat langafi í hægindastól
og horfði á okkur blindum augum
þegar við komum í heimsókn. Hús-
ið við Fjölnisveg var hús margra
kynslóða. Þegar við vorum litlar
héldum við að atkvæðið fjöl í Fjöln-
isvegur vísaði til hinna fjölmörgu
íbúa.
Jóhanna var hjarta hússins. Þessi
félagslynda kona var með afbrigð-
um góð húsmóðir og móðir. Sauma-
skapur, eldamennska og bamaupp-
eldi lék í höndum hennar. Hún tók
opnum örmum á móti stöðugum
straumi gesta og öllum vinum barn-
anna sex. En aldrei hvarflaði það
að okkur að Jóhanna hefði mikið
að gera. Kannski vegna þess að á
þessum tímum var fólk ekki farið
að þjást af krónískum tímaskorti.
En ekki síður vegna þess að hús-
móðurhlutverkið var Jóhönnu í blóð
borið. Hún kunni listina. Auk þess
ræktaði Jóhanna ekki aðeins heim-
ili og fjölskyldu, heldur ræktaði hún
sjálfa sig um leið.
Börn þeima Árna og Jóhönnu
eignuðst fjölskyldur og dreifðust
um heiminn. Engan systkinahóp
þekkjum við sem hefur jafn náið
samband innbyrðis og við foreldra
sína. Þegar börnin voru flutt að
heiman og Jóhanna farin að finna
fyrir sjúkdómnum sem dró hana til
dauða, fiuttu þau Árni Þór af Fjöln-
isveginum. í litlu íbúðinni í Miðleiti
söfnuðust börn, tengdabörn og
barnabörn saman og þar sló hjarta
fjölskyldunnar.
Síðustu árin var Jóhanna mjög
veik af krabbameini. Við systurnar
heimsóttum hana í síðasta sinn í
sumar, önnur okkar til að sýna
henni nýfædda dóttur. Það var gest-
kvæmt hjá Jóhönnu að vanda og
gestir á öllum aldri sátu í kringum
rúmið hennar og þáðu veitingar.
Jóhanna hló og spjallaði, rifjaði upp
gamlar minningar, skoðaði myndir
af barninu og forvitnaðist um fólk-
ið á myndunum. Sjúkdómurinn
hafði tekið sinn toll af henni, en
það var eins og hún neitaði að láta
hann taka allt. Hún var íklædd fal-
legustu blússunni sinni og vel
greidd eins og venjulega. Rúmri
viku síðar var hún öll. Þvílík sjálfs-
virðing að hugsa svona vel um út-
lit sitt til hinstu stundar! Jóhanna
Kolbeins var sterk og góð kona sem
við erum þakklátar fyrir að hafa
fengið að kynnast.
Björg og Margrét Árnadætur
Fáir hafa skilað þjóðinni merkara
ævistarfi en móðirin Jóhanna Kol-
beins, frænka mín. Til fárra hefir
mér þótt betra að koma en þeirra
hjónanna Árna Þórs Jónssonar og
hennar. Þessar hugsanir bæra á sér
af því að hún kvaddi jarðneska vist
heima hjá sér í Miðleiti 7 í Rvík sl.
laugardag, 14. september.
Eg lít um öxl til liðna tímáns af
því tilefni og minnist hve miklir og
góðir bræður þeir voru sr. Halldór
Kolbeins, faðir minn og Þorvaldur
Kolbeins, prentari, faðir hennar.
Við fengum í arf frá þeim það hlýja
þel, sem góðri ættrækni fylgir. Þess
vegna lá leið mín inn í heimilishlýju
og þjóðlegan blæ í Meðalholtinu,
þar sem foreldrar Jóhönnu áttu inni
sitt með börnum sínum, þegar ég
var lýðveldisvorið 1944 í Reykjavík.
Það var fermingarvorið hennar Jó-
hönnu. Og ég man vel að hún hélt
á yngri systur sinni, að veita henni
hugarró þegar ég sá hana fyrst.
Þá áttu foreldrar hennar þegar 8
börn, þau Þorvaldur Kolbeins prent-
ari og frú Hildur Þorsteinsdóttir
Kolbeins. Mér fannst Jóhanna, elsta
dóttir þeirra, fallegt ungmenni þar
sem hún sat með litla systur sína
í fangi. Það gerði ástúðin sem af
andliti stafaði. Móðurleg umhyggja
og ástúð var einkenni hennar og
atgervi alla ævidaga sem ég þekkti
til. Það kom fram í málblæ, fasi
og framkvæmd. Þegar hún fæddist
foreldrum sínum 24. feberúar 1930
segir mér svo hugur að hafi fæðst
ættmóðir, frjór sproti af miklum
laufguðum ættarmeiðum, bæði í
föður- og móðurætt. Börn voru
mörg í fjölskyldu beggja foreldra
og elst er hún 10 systkina, sem
fæddust á 20 árum.
Barnaláni átti hún sjálf að fagna.
Börn hennar og Árna Þórs Jónsson-
ar, yfirdeildarstjóra, eru: Björg,
kennari, gift Vernharði Gunnars-
syni, garðyrkjumanni, og eiga þau
1 barn; Jón Stefán, fulltrúi, kvænt-
ur Ingibjörgu Á. Hjálmarsdóttir,
hjúkrunarfræðingi, og eiga þau 3
börn; Hildur, kennari, gift Magnúsi
Halldórssyni, húsgagnasmið, og
eiga þau 3 börn; Þorvaldur Kol-
beins, verkfræðingur, kvæntur
Guðfinnu Emmu Sveinsdóttur,
kennara, og eiga þau 2 börn; Sveinn
Víkingur, verkfræðingur, kvæntur
Lilju Sigrúnu Jónsdóttur, lækni, og
eiga þau 2 börn; Sigrún, hjúkrunar-
fræðingur, gift Einari Birgi Har-
aldssyni, lyfjafræðingi, og eiga þau
2 böm.
Minningar um hana og börnin,
bæði systkinin og eigin börn, gera
það að í huga mér riíjast upp er-
indi þjóðskáldsins Matthíasar Joch-
umssonar.
Fagurt barn er sigursálmur
sýnir undur kærleikans,
lýsir meira en ljósahjálmur
lögin djúpu Skaparans.
Sú var raun í lífi Jóhönnu, að
gleði og fögnuður fylgdu hveiju
barni og barnabarni. Flestar voru
þær stundir sem báru þann blæ á
heimilinu á Fjölnisvegi 13, þar sem
heimili þeirra hjónanna stóð frá
brúðkaupsdegi, 30. júní 1951 til 2.
janúar 1985, er þau fluttu í Mið-
leiti 7. Þar dreif margt á dagana
meira en í 30 ár með sólskini og
skúrum, ''sem deildu dögum og
stundum. allt frá fyrsta húsmóður-
degi var tengdafaðir hennar í sam-
fylgd á heimilinu, fyrst ern en förl-
aðist með aldri og andaðist með
fölnaða sjón í hárri elli í mars 1970.
Hann átti viðmótsþýtt skjól hjá Jó-
hönnu allar stundir sem hollt er að
hugsa um.
Börn þeirra hjóna uxu úr grasi
heima og hófu heimilishald sitt með
maka í skjóli styrkrar móður. En
þar hóf líka heilsuspillirinn árásir
sínar á líkamshreysti hennar. Jó-
hanna mátti mæta margri þungri
sókn af hans hendi. Nær lagi er
að segja að 7 hafi hún átt harðar
orrustur á veikindavelli síðasta ára-
tug ævi sinnar, sem hlaut að ljúka
með ósigri fyrir ofurvaldi sjúkdóms-
ins. Það varð þrátt fyrir frábæra
hjálp hjá læknum og starfsliði Borg-
arspítalans alla tíð. En mikið bætti
í baráttunni að finna fúsleika þeirra
og einnig hjálpsemi heimahjúkrunar
Reykjavíkurborgar og liðsemd
heimahlynningar Krabbameinsfé-
lagsins. Allt hennar fólk þakkar
innilega fórnfýsi og ástúðlega
umönnun nefndra aðila.
Hugur Jóhönnu var einbeittur og
styrkur meðan stríðið stóð og ekki
breyttist hugarþelið sem erindi
þjóðskáldsins M.J. lýsir vel:
Eigin ævikjörum
aldrei sál þín kveið.
En ef aðrir grétu
aldrei vel þér leið.
Dótturást átti hún ríka að létta
móður sinni ævikjörin eftir lát föður
hennar á öndverðu ári 1959. Því
hélt hún fram allt til æviloka Hildar
á sumri 1982. Það kann að hafa
átt þátt í að seinka því að Jóhanna
leitaði læknis við sjúkleika sínum.
Eftir lát móður hennar hófst barátt-
an við sjúkdóminn. En hvernig sem
á stóð var móðurhugur hennar jafn
styrkur og umfaðmaði öll systkini
hennar og tengdafólk jafnt og eigin
börn, já, beindist að öllum niðjum
og venslafólki allrar ljölskyldunnar.
Ég fjölyrði ekki margt um það en
læt ljóðahendingar M.J. merla mál-
ið:
Hún var sterk i straumi,
sterk þá brosti sói,
sterk og stillt í glaumi,
sterkust þó er fól
dauðans skuggi byggð og borg.
Ég vík huga að fyrri dögum fag-
urs mannlífs á Fjölnisveginum og
þakka Guði þá ánægjureynslu, sem
fylgdi ávallt kynnum við Jóhönnu
Kolbeins og eiginmann hennar,
Árna Þór. Þau fundu hvort annað
fyrir meira en 4 áratugum þegar
æskan hló og framtíðin var full af
vonum. Þau áttu gagntrausta sam-
fylgd með öllum sínum, sem í engu
kiknaði þótt elnaði sjúkdómur. Hug-
kvæmni, þrek og þollyndi Árna að
gera dægrin ávallt betri gefur blæ-
brigðaríka, litsterka mynd af fórn-
fýsi og færni hans að styðja og
efla eiginkonuna í harðri sjúkdóms-
baráttu. En okkur gleymist ekki
heldur hin glaða vikafúsa samfylgd
á fyrri tíð við sól og yndi góðu
daganna. Þetta er hollt að eiga í
minni og geta látið ljóðahendingar
M.J. gefa minningunum skýra
drætti:
Gakk þú góða móðir
Guðs í heilagt ljós.
Gömlu göfgu slóðir
grátið ykkar rós.
Guð blessi alla sem minnast Jó-
hönnu Kolbeins og myndríkar minn-
ingar þeirra. Hann styðji þann sem
þarf, ættmenni, ástvini, börn, niðja
og eiginmann.
G.H.K.
Látin er Jóhanna Kolbeins, eftir
langa og hetjulega baráttu við lang-
vinnan og banvænan sjúkdóm.
Endurminningarnar streyma
fram í hugann. Ung að árum kom
hún hingað í húsið að kveldi brúð-
kaupsdags síns og frænda okkar,
Árna Þórs Jónssonar, fyrir réttum
fjörutíu árum. Húsmóðurstörfin
urðu brátt umsvifamikil er börnin
fæddust eitt af öðru og urðu þau
sex. Auk þess var á heimilinu aldr-
aður tengdafaðir, Jón Stefánsson,
sem hún annaðist af alúð uns yfir
lauk.
Var henni það mikið kappsmál
að láta hann ekki frá sér á sjúkra-
hús, þegar heilsu hans hrakaði. Það
tókst henni og lést hann á heimilinu
í hárri elli.
Kynni okkar hófust brátt og urðu
varanleg og afburðagóð svo að aldr-
ei bar skugga á. Vart var unnt að
hugsa sér betri konu í sambýli, allt-
af sama jafnaðargeðið, alltaf sama
jákvæða hugarfarið, hvað sem á
bjátaði. Ekkert mátti hún aumt sjá
og var ætíð til staðar til uppörvun-
ar og huggunar ef hún vissi af ein-
hveijum sem um sárt átti að binda
vegna veikinda, ástvinamissis eða
annarra aðsteðjandi erfiðleika.
Einnig var gestagangur mikill á
heimilinu og fóru þaðan allir hress-
ari og betri manneskjur. Slík voru
áhrif hennar. Ekki gleymdi hún
öldruðu fólki og einstæðingum og
voru ófáir undir hennar verndar-
væng og gleymdust aldrei þegar
efnt var til veislufagnaðar á heimil-
inu.
Oft höfum við, frændfólk Árna
Þórs, rætt það hvílíkt gæfuspor
hann sté, er hann gekk að eiga
Jóhönnu. Hann elskaði konu sína
og virti og kom það hvað skýrast
í ljós, er hann annaðist hana á fagr-
an og aðdáunarverðan hátt í veik-
indastríðinu. Börnin og tengdabörn-
in, sem öll eru mikið mannkosta-
fólk, svo og barnabörnin þrettán,
véku vart frá banabeði hennar og
fékk hún hægt andlát heima í faðmi
ijölskyldunnar.
Dauði Jóhönnu er ótímabær og
erfitt að sætta sig við þá staðreynd
að hún sé ekki lengur hér á meðal
okkar. En hún lifir vissulega áfram
í hugum okkar allra, sem hana
þekktu, sem göfug kona sem alls
staðar lét gott af sér leiða. Með
virðingu og þökk minnumst við
þess tímabils, rúmlega þijátíu ára,
sem við vorum þeirrar auðnu að-
njótandi að búa undir sama þaki
og hún.
Við vottum Árna Þór og fjöl-
skyldu, svo og stóra systkinahópn-
um hennar, okkar dýpstu samúð.
Blessuð sé minning Jóhönnu
Kolbeins.
Fjölskyldan Fjölnisvegi 13
Elskuleg mágkona og heimsins
besta systir er látin. Eftir langa og
hetjulega baráttu við illvígan sjúk-
dóm, varð Hanna loks að lúta í
lægra haldi og lést á heimili sínu
þann 14. september sl.
Hinsta ósk hennar var að fá að
sofna svefninum langa heima. Við
þeirri ósk hennar var orðið. Umvaf-
in ást og kærleika eiginmanns og
barna fékk hún hvíld frá kvöl og
þjáningu. Við þökkum Guði fyrir
að hafa gefið okkur Hönnu og við
þökkum Honum einnig að nú hefur
Hann losað hana við allar þjáningar
og gefið henni eilíft líf, þar sem
friður og hamingjan er eilíf. Við
þökkum einnig hjúkrunarfræðing-
um heimahjúkrunar, svo og starfs-
fólki Borgarspítalans, þar sem
Hanna dvaldi svo oft, fyrir frábæra
umönnun.
Jóhanna Þ. Kolbeins var fædd
þann 24. febrúar 1930. Hún var
elst 10 barna hjónanna Þorvaldar
E. Kolbeins prentara og konu hans,
Hildar Þ. Kolbeins. Ekki mun
Hanna hafa verið há í loftinu þegar
hún fór að gæta yngri systkina
sinna, og kom þá fljótt í ljós hversu
barngóð og blíð hún var við alla
er þörfnuðust aðhlynningar.
Ævistarf hennar var móðurhlut-
verkið og hún var svo sannarlega
góð móðir, ekki einasta börnunum
sínum heldur var hún öllum í okkar
stóru fjöiskyldu sem besta móðir
og mikill vinur. Ef erfiðleikar steðj-
uðu að hjá einhveijum í fjölskyld-
unni, var alltaf leitað til Hönnu og
bjargaði hún ávallt málum á hinn
besta veg. Já, hún var einstök kona
hún Hanna. Hún var alla tíð að
gefa af sjálfri sér. Eftir að Hildur
móðir hennar lést kom það að sjálfu
sér að Hanna tók við hlutverki
hennar að halda hinni stóru fjöl-
skyldu þétt saman. Einn fyrir alla,
allir fyrir einn, var kjörorðið hennar
hvað varðaði Kolbeinsfjölskylduna.
Sitt stærsta gæfuspor steig Hanna