Morgunblaðið - 22.09.1991, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 22.09.1991, Qupperneq 25
leci HauMcmaa aiaAjaMuanow MORGUNBLAÐIÐ iVIIIMNINGAR SUNNUDAGUK 22. SEUTEMBER 1991 -------25 Þórður Guðnason Stokkseyri - Minning Fyrir átta árum kom tvítug lítil stelpa til Stokkseyrar. Á stefnu- skránni var að hafa þar vetursetu og starfa sem leiðbeinandi við grunnskóla staðarins. Sem íveru- stað hafði hún fengið heilt einbýl- ishús. Það reyndist vera í réttu hlutfalli við stærð nýja kennarans, og bar nafnið Götuhús. í næsta húsi, Sunnutúni, bjuggu eigendur hússins, sómahjónin Þórður og Valgerður ásamt syni sínum Jóa. Þórður og Valgerður reyndust mé eins og bestu afi og amma. Enda komst ég fljótt á bragðið og var brátt oðin daglegur gestur á heim- ilinu. Alltaf var boðið upp á kaffí og góða meðlætið hennar Valgerð- ar. Inn á milli kaffibollanna reyndi ég að auka á jafnréttishugmynd- um mínum við þá feðga Þórð og Jóa. Að sjálfsögðu var dræmt tek- ið undir og Þórður var vanur að svara með því að ekkert væri nú að marka svona stelputrippi eins og mig, um leið og hann glotti góðlátlega til mín. í þau skipti sem ég hef hitt hann síðan hefur hann jafnan sagt: „Jæja hvað segir nú stelputrippið.“ Ég rifja þetta upp núna vegna þess að með fárra mánaða millibili hafa þeir feðgar kvatt þennan heim. Af sitt hvorri kynslóðinni en þó'báðir tilheyrandi ört fækkandi hóp manna, þ.e. þein-a sem hafa að leiðarljósi vinnusemi, heiðarleika ogtryggð. í minningu þessara góðu manna sendi ég þér, elsku Valgerður, Elfari og fjölskyldu mínar innileg- ustu kveðjur og þakka fyrir liðna tíma. Hella + Jarðarför mannsins mín, föður, tengdaföður og afa, BJARNA GUÐJÓNSSONAR, Kleppsvegi 14, ferfram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 24. september kl. 15.00. Steinunn Sigurðardóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÞURÍÐAR INGIBJARGAR ÁMUNDADÓTTUR, síðast til heimilis í Stigahlíð 8, verður gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 24. septem- ber kl. 15.00. Laufey Guðbrandsdóttir, Berent Th. Sveinsson, Inga Þuríður Guðbrandsdóttir, Jón Ó. Hjörleifsson, Auðbjörg Lilja Guðbrandsdóttir Steinbach, Jóhanna Guðbjörg Guðbrandsdóttir, Sigurður Þorkelsson, barnabörn og barnabarnabörn. Kveðjuorð: Grétar Axelsson Fæddur 2. desember 1943 Dáinn 15. september 1991 Nú kveðjum við elskulegan frænda okkar, Grétar Axelsson, sem síðustu árin barðist af dugnaði við illkynja sjúkdóm. í hugum okk- ar lifir minningin um lífsglaðan og jákvæðan dreng. Við munum hann fyrst sem litlar stelpuhnátur þegar Grétar var að vinna í versluninni Fons í Keflavík, þar sem áhugi hans og tilfinning naut sín vel í mannlegum samskiptum. Hann hafði hlýlegt og glaðlegt viðmót sem heillaði okkar litlu barnssálir ekki síður en hina eldri. Þegar við systurnar hugsum til baka munum við sérstaklega eftir sunnudögunum þegar mamma klæddi okkur í fínu fötin og Grétar átti það þá oft til að benda henni á hvað betur mætti fara. Hann fylgdist nefnilega vel með tískunni og hafði næmt auga fyrir því hvað hveijum og einum passaði best. Hann var sá maður sem gat alltaf séð skoplegu hliðarnar á tilverunni og honum fylgdi gáski og fjör. Grétar flutti til Danmerkur og dvaldi þar í rúman áratug. Við héld- um þó alltaf góðu sambandi við Grétar frænda. Líf hans var ekki alltaf dans á rósum en þrátt fyrir Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tek- in til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta til- vitnanir í ljóð, tvö erindi, eftir þekkt skáld, og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minning- argreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Minningarkort Minningarsjóðs íþróttamanna eru afgreidd á skrifstofu ÍSÍ, íþróttamiðstöðinni íLaugardal. íþróttasamband íslands, simar 813377 - 813366 813259 - 813402 veikindi og erfiðleika bar hann höf- uðið hátt. Því höfum við best feng- ið að kynnast síðustu mánuði. Þó svo að þetta síðasta ár eftir að hann kom heim hafí verið þol- raun fyrir okkur öll þá erum við þakklátar fyrir þær samverustund- ir. Við biðjum góðan guð að gefa ömmu okkar og öðrum aðstandend- um styrk á sorgaretundu. Kolla, Kæja og Sveindís Ég vil þakka Þórði vináttuna sem hann sýndi mér og alla hjálp sem hann veitti mér. Dijúgur tollur hefur verið tek- inn af sömu fjölskyldunni þar sem Jóhann sonur Þórðar og Völu lést fyrr á árinu, en svona er lífið. Þórður og Vala aðstoðuðu mig mikið þegar ég hafði rakarastofu í Götuhúsum. Kann ég þeim bestu þakkir fyrir. Ég læt öðrum eftir að greina frá lífsskeiði hans þar eð ég þekki ekki nema síðustu 6-7 árin en mín kynni af honum voru á þá lund að þar fór, ábyggilegur og mjög traustur maður. Samspili Þórðar og Völu í hjóna- bandinu er erfítt að lýsa en þar ríkti trúnaður, traust og virðing. Verulega hefur reynt á íjölskyldu- böndin á þessu herrans ári þá ekki síst á Völu sem staðið hefur eins og klettur með stuðningi að- standenda. Ég og fjölskylda mín vottum Völu og fjölskyldu innilega samúð og megi þau Guðs blessun hljóta. Guð blessi minningu Þórðar og Jóa. Kjartan Björnsson BLOM SEGJA ALLT Mikið úrval blómaskreytinga fyrir öll tækifæri. Opiö alla daga frá kl. 9-22. Sími 689070. Blómastofa Friöfinm Suðuriandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 0pi6 ölikvöid tii ki. 22,- einnig um heigar. + Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, EGILL JÓNSSON glerslipunar- og speglagerðarmeistari, Reykjavíkurvegi 16, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 24. sept- ember kl. 15.00. Birna Guðbjörnsdóttir, Guðbjörn Egilsson, Sigurjón Egilsson, Rúnar Þór Egilsson, Svanhildur M. Bergsdóttir, Egill Fannar, Bergdfs Mjöll, Heiðrún Birna. + Eiginmaður minn og faðir okkar, HERMANN KARL GUÐMUNDSSON, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 23. septemb- er kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á hjúkrunarheimiliö Sunnuhlíð. Kristjana Hallgrímsdóttir, Edda Karlsdóttir, f Sverrir Karlsson. < + Kveðjuathöfn um RAGNHEIÐI EIRÍKSDÓTTUR frá Sólbakka í Önundarfirði fer fram frá Neskirkju þriðjudaginn 24. þ.m. kl. 13.30. Jarðarförin verður gerð frá Flateyrarkirkju miðvikudaginn 25. þ.m. Maria Ásgeirsdóttir, Hanna Ásgeirsdóttir, Torfi Ásgeirsson, Valgerður Vilmundardóttir, Haraldur Ásgeirsson, Halldóra Einarsdóttir, Önundur Ásgeirsson, Eva Ragnarsdóttir og aðrir vandamenn. + Þökkum af alhug auðsýnda samúð við fráfall móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR B. TÓMASDÓTTUR. Ingibjörg Símonardóttir, Þorbergur Sveinsson, Hilmar Sfmonarson, Pálína Imsland, Tómas Símonarson, Anna Sigurbergsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. . Guð blessi alla.þá fjölmörgu, sem auð- sýndu okkur samúð, hlýhug og mikla |HtV 0^. hjálp í sárri sorg vegna fráfalls elsku- legs eiginmanns, föður, tengdaföður, kSæfck afa, bróður, sonar og tengdasonar, j' SAMÚELS JÓNS ÓLAFSSONAR viðskiptafræðings. KHI 'jS :||H Ingibjörg Helga Júlíusdóttir Ólafur Helgi Samúelsson, Elín Ragnhildur Jónsdóttir, Þóra Guðrún Samúelsdóttir, Stefán Jónsson, Kolbrún Gyða Samúelsdóttir, Samúel Jón Samúelsson, Samúel Ingi Stefánsson, Ingibjörg Anna Ólafsdóttir, Guðrún Samúelsdóttir, Þóra Kolbeinsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.