Morgunblaðið - 22.09.1991, Síða 6
-6 €
MOIÍGUNBIAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBBR1991
eftir Ron Laytner
í Bandaríkjunum er nú deilt um svokallaðar greindartöflur („Smart PiIIs“), þ.e. lyfjatöflur með efni, sem
ýmsir fullyrða, að skerpi hugsunina, orsaki betri nýtingu á meðfæddri greind manna, treysti minnið og
geri menn almennt skýrari og klárari í kollinum. Einkum hefur það valdið uppnámi, að sumir læknar
eru famir að skrifa lyfseðla handa fólki fyrir þessi nýju lyf í því skyni að breyta starfsemi hugarins hjá
því. Þessar tegundir lyfja hafa verið framleiddar af ýmsum aðiljum í Evrópu og Japan, (viðurkenning á
þeim hefur ekki fengizt í Bandaríkjunum), svo að lítið hefur borið á. Þær hafa verið notaðar víða um heim
til þess að hamla gegn Alzheimersveiki og öðrum sjúkdómum, sem skerða minni manna. Ymsir læknar í
Bandaríkjunum hafa talið sig verða vara við verulega bót til batnaðar hjá gömlu fólki, sem farið var að
tapa minni. Trú þeirra á hinum nýju lyfjum hefur orðið til þess, að þeir eru einnig famir að gefa þau
hveijum, sem hafa vilh
Eitt af fjölmörgum félögum,
sem læknar í Bandaríkj-
unum hafa með sér, nefn-
ist „Bandaríska lyfja- og
lækningaframfarafélag-
ið“. í því eru um 500
læknar, sem beita sér
fyrir „útbreiðslu á nýrri
þekkingu í lyfja- og lækn-
isfræði". Það á sér samastað í Lag-
una Hills í Kalifomíu. Margir lækn-
anna, sem gefa út lyfseðla á greind-
artöflurnar, eru félagsmenn í því.
Þeir segja árangur af notkun
þessara lyfja (utan notkunar við
ákveðna sjúkdóma) undraverðan.
Nemendur fái hærri einkunnir;
kaupmenn nái betri samningum við
heildsala; gjaldkerar og barþjónar
geri færri místök í erilsömu starfi
sínu.
Flestir segjast vera minnisbetri
en áður. Þeir hugsi skýrar, gleymi
sjaldnar og líði almennt betur. Marg-
ir þessara lækna taka greindartöflur
reglulega ásamt fjölskyldu sinni.
Jim Warshauer, þekktur saxófón-
leikari, tekur greinartöflur daglega.
Hann kemst svo að orði: „Ég nota
heilann eins ogtölvu af fullum krafti,-
— á fullu blússi! Ég er frjórri í hugs-
un og meira skapandi í verki. Ég tek
greindartöflur áður en ég kem fram
á hljómleikum. Ég er áhugasamari
og nýt mín betur en áður. Minnið
hefur skánað stórlega og nú get ég
leikið langa kafla án þess að líta á
nóturnar."
í San José í Kalifomíu hafa nokkr-
ir menn tekið sig saman og stofnað
fyrirtækið „Think Drinks, Inc.“. Þeir
mylja greindartöflur með stauti í
mortéli, blanda mulninginn legi og
selja þennan elixír á pelum. Salan
eykst hratt um þessar mundir. Þeir
vilja hvorki auglýsa vöru sína né
veita blaðamönnum viðtal, því að
þeir óttast hugsanlega samkeppni
manna, sem myndu vilja herma eftir
þeim. Þess vegna láta þeir sér nægja
að selja löginn þeim, sem frétta af
honum hjá kunningjum, en láta ann-
ars lítið fyrir sér fara.
Nancy Frank er 27 ára gþmul,
ráðgjafl um upplýsingastarfeemi í
New York. Hún segir: „Ég nota
greindartöflur til þess að fínstilla
huga minn. Ég er undir miklu álagi
í starfi, sem krefst ýtrustu einbeife
ingar, mikillar hugarorku og er því
ákaflega lýjandi. Greindartöflurnar
skerpa athyglisgáfu mína, lengja
tímann, þegar hún getur verið í há-
marki og veita hugsuninni aukinn
kraft.
b
r etta eru engar töfratöflur. Eg
finn áhrifin af þeim, en það tekur
tíma. Fólk verður að læra, hvernig
á að nota þær.“
Nú getur hver sem er í Bandaríkj-
unum orðið sér úti um þessar töflur,
þótt bandaríska fæðu- og lyfjamála-
ráðuneytið hafi ekki viðurkennt
þær. Löggjöf um innflutning lyfja
hefur nýlega verið rýmkuð í Banda-
ríkjunum. Nú er leyft að flytja inn
lyf, sem hlotið hafa viðurkenningu
í öðrum löndum, finnist þau ekki á
skrá bandarískra yfirvalda um óleyf-
ilegar lyfjablöndur og ólögleg lyf til
sölu á almennum markaði.
Þótt enginn hafí getað lagt fram
sannanir um óheppileg áhrif af al-
varlegra taginu eftir neyzlu þessara
taflna hefur öll hin mikla bandaríska
„læknastofnun" (stóru læknafélög-
in, háskóladeildir, landlæknis-
embættið, lyfjarannsóknadeildir
neytendasamtaka og heilbrigðisyfir-
völd) haft uppi sannkölluð hróp og
köll andmæla og viðvarana, þegar
neyzlu þeirra ber opinberlega á
góma. Hin opinbera læknastofnun
þolir illa, að almenningur skuli neyta
lyfja, sem ekki hafa hlotið formlega
viðurkenningu á því að vera til bóta
eða að minnsta kosti skaðlaus.
Gagnrýnendur hafa uppi alls kon-
ar mótbárur. Sumum finnst eitthvað
athugavert eða jafnvel rangt við það
að ætla sér að bæta minnið og efla
greindina með því að taka inn töfl-
ur, sem eigi að innihalda undursam-
leg efni, áður óþekkt í sögu mann-
kyns. Það sé siðferðilega rangt,
ósiðlegt, að halda slíku fram, áður
en „viðurkenndar, vísindalegar"
Geta menn aukið greind
sína með nýjum töflum?
Þeir segja árangur af
notkun þessara lyfja
undraverðan. Nemendur
fái hærri einkunnir;
kaupmenn nái betri
samningum við heild-
sala; gjaldkerar og bar-
þjónar geri færri mistök
í erilsömu starfi sínu.
Gagnrýnendur segja, að
sömu áhrifum og
greindartöfluneytendur
kveðast verða fyrir hafi
innflytjendur af skand-
inavískum stofni í
norðurríkjum Bandaríkj-
anna á síðustu öld sagzt
ná með því að drekka
sterkt kaffi og taka tó-
bak í nef og vör.
rannsóknir hafi verið gerðar, og það
sér ómerkilegt, óheiðarlegt, að selja
almenningi töflur, sem sagðar eru
gerðar úr slíkum efnum. Þeir segja
þetta minna á hin óhugnanlegu
áhrif, sem Timothy Leary hafi haft
á fólk um allan heim á sínum tíma
og enginn „skyni gæddur maður“
geti skilið nú eftir á. Þessi spámann-
legi rugludallur, sem reyndist síðar
vera handbendi eiturlyijasala og
annarra glæpamanna, hafi boðað
heiminum trú á ofskynjunar- yg
hughrifalyf með hræðilegum
árangri, þótt augljóst hefði átt að
vera, segja þessir gagnrýnendur, að
hann hafí annaðhvort verið bilaður
á geði- eða sífellt undir áhrifum
þeirra undralyíja, sem hann boðaði
æskulýðnum, eins og t.d. LSD-sýru.
Aðrir gagnrýnendur segja, að sömu
áhrifum og greindartöfluneyt-
endur kveðast verða fyrir hafi inn-
flytjendur af skandinavískum stofni
í norðurríkjum Bandaríkjanna á síð-
ustu öld sagzt ná með því að drekka
sterkt kaffi og taka tóbak í nef og
vör. Rannsóknir á þessum staðhæf-
ingum hafi svo ekki leitt til neins.
Fáfróðir bændur í ýmsum sveitum í
Austur-Asíu (Mansjúríu og á Kóreu-
skaga) hafí líka lengi sagzt ná svip-
uðum áhrifum með því að éta rótina
af ginseng-jurtinni, en „vísindalega"
hafí aldrei tekizt að sanna nein áhrif
af þessu áti. Duglegir kaupmenn
hafi þó komið þessari jurt á markað
á Vesturlöndum með góðum árangri.
Þessir gagnrýnendur segja mæðu-
lega, að heimurinn vilji blekkjast,
og því skuli hann blekktur verða.
Það verði alltaf sama sagan. Ekki
sé hægt að amast við því vilji fólk
eyða fé sínu í ný og ný undralyf,
þótt það jaðri við ólögmæta verzíun-
arhætti, en stöðva verði sölu lyija,
sem geti haft skaðlegar verkanir,