Morgunblaðið - 22.09.1991, Side 10

Morgunblaðið - 22.09.1991, Side 10
10 G MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 1991 Morgunblaðið/Þorkell Þorkelsson í HÖFÐI MÉR eftir Kristínu Marju Baldursdóttur SVIPBRIGÐI söngvaranna endurspeglast í andliti hljómsveitarstjór- ans, sem verður ýmist djöfullegt eða blítt sem á erkiengli, allt eft- ir því hvort hann hefur náð hinni einu sönnu tilfinningu frá flytjend- um eða ekki. Sennilega er ekkert andlit eins athyglisvert í heimin- um og andlit hljómsveitarsfjórans sem stendur í gryfjunni. En það sjá áhorfendur því miður aldrei. Robin Stapleton hljómsveitarstjóri gæti hrifið heilan her með svipbrigðum sínum, en hann er nú kom- inn hingað enn á ný, í þetta sinn til að stjórna Töfraflautunni eftir Mozart, sem frumsýnd verður í íslensku óperunni 30. september nk. eir sem koma hingað einu sinni virðast alltaf koma aftur,“ segir hann, þegar ég spyr hvemig á því standi að hann, eftirsóttur hljóm- sveitarstjórinn, leggi iðulega leið sína til íslands. Robin Stapleton kom hingað fyrst árið 1981 og stjómaði hátíð- artónleikum sem vom annað verk- efni íslensku ópemnnar og ári síð- ar stjórnaði hann Sígaunabarónin- um. Síðan stjórnaði hann Aidu árið 1987 og Tosca 1989. Hann hefur auk þess oft stjórnað Sinfó- níuhljómsveit íslands. „Andrúmsloftið er alveg sérs- takt héma,“ segir hann. „Rólegt, borið saman við erlend ópemhús, og svo em vinnuskilyrði góð. Önn- ur ástæðan fyrir því að ég er héma er sú að mér var boðið að stjóma Töfraflautunni, og þar sem ég er nú oftast beðinn um að stjóma ópemm eftir Verdi og Puccini fannst mér þetta boð ákaflega freistandi. Veit að það eykur reynslu mína og orðstír. Að vinna hér í óperunni er eins og að vinna hjá litlu fyrirtæki þar sem allir þekkjast. í erlendum óperuhúsum koma menn hvað- anæva að, en hér vinna nær ein- göngu íslendingar. Og þeir em allir vinir. Það er mjög gott fyrir mig sem stjórnanda því þá vinna þeir sem einn hópur, em ekki með neina sérþarfir, ólíkt því sem ger- ist erlendis þar sem oft verða inn- byrðis árekstrar sem hafa áhrif á sýninguna." — Er ekki erfítt að koma úr erlendum glæsisölum inn í litla húsið okkar hér? „Nei það hefur sína kosti að sjá ópemna frá öllum hliðum, það er svo margt sem fylgir einni ópem, Ijósin, búningamir, tæknilegu atr- iðin, og hér vita allir hvað hinn er að gera. Ég þekki Kristínu sýning- arstjóra, Jóa og Þorleif og alla hina, og við vinnum eins og einn maður að þvi að skapa þá erfið- ustu list sem nokkm sinni hefur verið fundin upp. Hér era hvergi hindranir, þú sérð, við sitjum héma við hliðina á saumakonunum." Píanóleikari Við sitjum í næsta herbergi við saumastofuna uppi á háalofti í ís- lensku ópemnni og heymm mas og hlátra saumakvennanna sem em að leggja síðustu hönd á bún- inga fyrir Töfraflautuna. Maður er vanur að horfa alltaf á bakið á stjórn- endum og því er ákaflega gaman að sjá framan í Rob- in Stapleton og heyra skoðanir hans. Andlit hans er svipbrigð- aríkt, röddin sterk og örlítið rám og skapið auðvitað breskt. Þessi létti húmor og eilífa hóg- værð, en samt er eins og æfinga- herbergið sem við sitjum í sé ekki nógu stórt fyrir manninn. Robin Stapleton er yngsti hljóm- sveitarstjóri sem Covent Garden í Lundúnum hefur átt, var aðeins 21 árs þegar hann hóf feril sinn. í Covent Garden hefur hann stjóm- að fjölda óperusýninga og unnið með stórstjömum á borð við Pavar- otti, Domingo, Carreras, Caballe og Kabaivanska, svo að nokkur nöfn séu nefnd. Hann hefur einnig stjórnað í ópemm í Skotlandi, á írlandi, og út um víða veröld, með- al annars í Bandaríkjunum, Japan, Þýskalandi, Spáni, Finnlandi og Iran. Robin var ellefu ára gamall þeg- ar hann hóf tónlistamám sitt við Royal College of Music in London og eftir að hann brautskráðist það- an hóf hann nám við London Op- era Centre. í bæði skiptin fékk hann námsstyrk sem aðeins hinir bestu nemendur hljóta. Ég spyr hann hvort það hafí verið hans eigin ósk eða foreldra hans að nema tónlist, og hann seg- ir að það hafi eiginlega verið hvort- tveggja. „Ég byijaði að leika á píanó þegar ég var fímm ára gam- all og það var eiginlega fyrir slysni. Heima var ekkert píanó, það var hjá bróður mínum sem er mun eldri en ég. En ég var farinn að spila lög eftir nokkra daga svo að móð- ir mín áleit að best væri að ég fengi kennslu. Og ég verð að segja að hún hvatti mig óspart öll árin sem ég var að læra.“ — Mannstu hvaða tónlist þér geðjaðist best að í þá daga? „Ah,“ segir hann og það rymur í honum: „Chop- in. Mér líkaði rómantísk mús- ik. Fannst leiðin- legt að spila Bach og Mozart í þá daga. Svo var ég hrifinn af popmúsik. Lék eftir eyranu öll lögin í útvarp- inu. Ég er ekkert hrifinn af pop- músik Iengur, hún er of hávaðasöm. Mér finnst að tónlist eigi að kalla fram hlýju og ákveðið andrúmsloft, rómantík eða hvað sem þú vilt kalla það. Ég er líka hrifínn af tónlist íjórða og fímmta áratugarins. Leikna af stómm hljómsveitum. Og söngleik- ir frá þessum tíma hrífa mig. En popmúsik, nei. Ætli maður sé að verða gamall?“ segir hann og horf- ir á mig stómm augum. Robin Stapleton hljómsveitarstjóra dreymir um f ullkomnun í tónlistinni, leitar enn aó uppóhalds óperunni sinni, elskar bíla og líkar vel að vinna í íslensku óperunni þar sem bann stjórnar nú Töfraflautunni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.