Morgunblaðið - 22.09.1991, Qupperneq 12
12 C
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 1991
Eghefaldm nfist við
nokkm
maimeskju
„ÞVÍ VAR nú trúað, að það væru álfar þar sem ég átti heima á Elliða í Stað-
arsveit á Snæfellsnesi,“ sagði Fríða, en á Elliða er einkennilegur steinn sem
heitir Gýgjarsteinn. Hann hefur sést ljóma á jólanóttum. Oddfríður Sæmunds-
dóttir ólst upp á næsta bæ við álfasteininn ásamt systkinum sínum, en hún
er dóttir Sæmundar Sigurðssonar hreppsstjóra og Stefaníu Jonsdóttur, sem
héldu þarna bú um síðustu aldamót. Fríða kvað um steininn góða:
Þennan fallega stein byggir álfkona ein
sem óttast og þráir í senn.
Hún mig seiðir til sín, þegar sólskinið dvín,
og því sit ég íhvamminum enn.
Fögrum demöntum skreytt, svo ei dýrðlegra er neitt
er hin draumfagra álfkonuhöll.
Og hún gígjuna slær, og hún grætur og hlær,
svo að gleymist mér tilveran öll.
Þegar Guðmundur Ingólfsson píanóleikari var átta ára samdi hann lag við Fríða um þrítugt, 1932, skömmu áður en hún gifti sig og samdi
þetta ljóð móður sinnar. ljóðið „Rökkvar í runnum“.
eftir Gunnar Hersvein
Nýverið átti ég samtal
við Fríðu um lífið og
ljóðin, en árið 1988
sendi hún frá sér
ljóðasafnið Rökkvar
í runnum. Samnefnt ljóð hefur verið
sungið inn á tvær hljómplötur við lag
eftir Jonatan Ólafsson. Ljóðið hefst
svo:
Rðkkvar í iðgrænum runnum
rósimar blómknöppum loka.
Tunglskinið titrar á unnum
tindana umlykur þoka.
— Ég er búin að lesa bókina þína
tvisvar.
„Hún er nú ekki merkileg."
— Mörg ljóðanna eru prýðileg, til
að mynda Hamingjuleit.
„María Markan bjó til lag við það
og Ragnheiður Guðmundsdóttir
söng það í útvarpið."
Ég lagði, eins og fleiri, upp í leit að hamingjunni
er lífssól fegurst skein,
en hafði ekki lag á að hlúa að gæfu minni.
Og hérna sit ég - ein.
Nú er ég hætt að gráta yfir æskudraumum
mínum.
En undrast hef ég þrátt,
hvað lífíð getur úthlutað óskasteinum sínum
á undarlegan hátt.
„Kvæðið Við dagsetur var fyrsta
ljóðið sem birtist á prenti eftir mig.
Guðrún Erlings, ekkja Erlings Þor-
steinssonar, birti það í bók sem heit-
ir Dropar og kom út 1927,- Hún
hafði verið að safna í bókina og rakst
á ljóðið austur í sveit þar sem ég
hafði verið kaupakona. Ég sam-
þykkti að hún tæki ljóðið í bókina,
ef hún birti það undir höfundarnafn-
inu Fríða. Ég gekk lengst af undir
nafninu Fríða, eða alveg þangað til
ég varð sextug þegar ég missti
manninn minn, Ingólf Sveinsson (d.
3. maí 1962), þá fór ég að heita
Oddfríður."
Mér þótti svo gaman
að vera í sveit
— Það er ljóð til móður þinnar í
bókinni, hún hefur verið þér mikils
virði.
„Já, hún var sannkölluð hetja, því
þetta var afskaplega erfitt þegar hún
missti manninn. Og hún var líka
heilsulítil. Þegar pabbi dó voru sex
böm ófermd, systkinin öll og fóstur-
dóttir. En fósturbróðir minn var
kominn yfír fermingu. Hun bjó í
fimm ár eftir að pabbi dó, ennþá
fluttum við til Reykjavíkur, árið
1915.“
— Voruð þið fátæk?
„Við vorum ekki fátæk, en þetta
var náttúrulega ákaflega erfitt.
Pabbi var nýbúinn að byggja timb-
urhús og skuldaði mikið. Það var
því ákaflega erfítt fyrir mömmu að
standa straum af þessu. En þetta
hafðist. Við fórum öll að vinna fyrir
okkur strax eftir fermingu. Ég fór
tveimur dögum eftir fermingu í vist
og var alveg að heiman í tvö ár. Þá
fór ég aftur heim til mömmu. Hún
var búin að fá smá húsnæði fyrir
okkur systkinin með því móti að hún
væri sjálf í vist á stóru heimili hjá
kaupmannshjónunum hérna í bæn-
um. Við fengum herbergi þar og
vorum saman. Hún reyndi alltaf að
halda heimili fyrir okkur.“
— Hvar varst þú að vinna á því
tímabili?
„Ég var fjögur sumur í kaupa-
vinnu austur í Hvalhrepp, á Argils-
stöðum í Hvalhrepp, og svo var ég
í tvö sumur upp í Borgarfirði. Mér
þótti svo gaman að vera í sveit.“
— Hvað varstu að gera á kvöldin?
Varstu að lesa eða ... ?
„Ja, ég var að lesa og svo fór ég
kannski upp í hlíð og lá þar og lét
mig dreyma.“
— Og samdir ef til vill?
„Eitt kvæði. Það er síðan 1918.
Fyrsta sumarið sem ég var í sveit-
inni. Fyrsta erindið er svona:
Ég sit hér uppi í hárri hlíð
í helgum kvöldsins friði
er signir fjöilin sólin blíð,
og sígur hægt að viði.
Af bergi steypist brattur foss
með bylgjum kristallshreinum,
en úðinn réttir ástarkoss
að ungum skógargreinum.
Það heitir Sumarkvöld og varð til
þegar ég var 16 ára í sveitinni, fyrsta
kaupakonusumarið mitt. Mér leið
svo vel þama.“
— Hvenær giftir þú þig?
„Ég gifti mig þijátíu og eins árs,
árið 1933. Þá var ég búin að vera
á Vífilsstöðum og var batnað. Við
bjuggum lengst af á Langholtsvegi
í Reykjavík. Við byggðum þar og
áttum þijá syni, Sæmund, Guðmund
og Gunnar. Uppeldið gekk ósköp
árekstralítið. Það voru ekki nokkur
vandræði með það.“
— Segðu mér, eitt ljóðið í bókinni
þinni heitir Ljóðabréf til huldu-
manns. Var þessi huldumaður til?
„Tilefnið var það, að í Kvenna-
blaðinu voru vísur frá einhveijum
sem kallaði sig huldumann. Hann
óskaði eftir því að kona myndi yrkja
ljóð til sín og ég sendi þetta í
Kvennablaðið. Fyrsta erindið er
svona:
Hugur flýgur hratt af stað
huldusvein að finna.
Lengi hef ég leitað að
ljósi augna minna.
Það var óskaplega oft sem mér
datt eitthvað svona í hug, sérstak-
lega ef ég heyrði fallegt lag, til
dæmis kvæðið Æskan, ég var nýbú-
in að heyra rússneska lagið Tijoka.
Mig vantaði texta við það, og þá
gerði ég þeta kvæði.“
Dægurlagatextinn geijaðist í
huganum og kökurnar í
ofninum
— Þu hefur samið dægurlaga-
texta.
„Stundum var ég beðin um þá.
Frændi minn Jónatan Ólafsson fékk
texta lánaða hjá mér og hann bjó
Samtal við Odd-
fríði
Sæmundsdóttur
frá Elliða, en
hún hefur samið
bæði ljóð og
dægurlagatexta
undir höfunda-
nafninu Fríða.
Hún er 89 ára
gömul og gaf út
sína fyrstu ljóða-
bók fyrir þremur
árum
til fyrsta lagið við Rökkvar í runn-
um. Hann bjó til ljómandi fallegt lag
sem Ragnar Bjarnason og Þuríðuf
Sigurðardóttir sungu inn á plötu.
Stundum bjó ég til texta fyrir Jonat-
an. Og einu sinni kom Þuríður á síð-
ustu stundu og vantaði texta. Ég
sauð eitthvað saman handa henni.
Kvæðið Bernskusporin heyrði ég
nýlega í útvarpinu. Helena Eyjólfs-
dóttir söng það inn á plötu þegar
hún var 16 ára. Það var í tengslum
við einhveija dægurlagasamkeppni.
Það þarf að vera einhver stemmn-
ing sem kemur kvæðunum af stað.
Þetta er allt ort af einhveiju sér-
stöku tilefni. Annað hvort stemmn-
ingu, gleði eða sorg, eða öðru.
Svo var það einu sinni rétt fyrir
jólin, ég var að baka, alveg hreint
í önnum, að Haukur Morthens kom
til mín með gatslitna plötu. Frank
Sinatra söng á henni Hvít jól en þá
var það að verða vinsælt. Haukur
bað mig nú blessaða að búa til texta
við það. Og textinn geijaðist í huga
mínum um leið og kökurnar lyftu
sér í ofninum.
Haukur söng það síðan í óska-
stund í útvarpinu, annan í jólum
1953, og hann hefur sungið það inn
á plötur mörgum sinnum.“
Yfir hverja torfæru byggir
ástin brú
— NÚ hefur þú lifað tímana
tvenna.
„Já, það má nú sannarlega segja
það. Hraðinn er alltof mikill núna.
Það eru allir svo mikið að flýta sér.
Og svo eru allir að vinna. En ofbeld-
ið finnst mér verst... Það finnst
mér voðalegt."
— En hvað segir þú um ástina?
Ljóðið sem þú tileinkar manni þínum
hefst svona:
Undravegi örlög leggja
ævi manns svo breytist fljótt
ástin kom til okkar beggja
eins og geisli um dimma nótt.
„Mér finnst hún alveg nauðsynleg
í lífinu. Ég get nú ekki skilgreint
ástina._ En mér finnst hún ómiss-
andi. Ástin breiðir yfir svo margt
og fyrirgefur. Ef ástin er sönn og
regluleg, þá gleymist það fljótlega
ef eitthvað ber út af. Maður er ekk-
ert að halda í það. Ég hef samið
mörg ástarkvæði, sem ekki eru í
bókinni, en lokaerindið í kvæðinu
Þú kemur segir kannski margt um
ástina:
Yfir hveija torfæru byggir ástin brú
bros þín fylla hjarta mitt kærleik von og trú
en þannig brosir enginn - nema þú.
— Nu orðið er mikið um opinberar
deilur, bæði milli einstaklinga og
fyrirtækja. Er ástæðan ef til vill
skortur á ást?
„Mér finnst afskaplega leiðinlegar
allar deilur. Ég hef aldrei rifist við
nokkra manneskju. Aldrei rifist. Og