Morgunblaðið - 22.09.1991, Page 14
14 C
MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 1991
BÓKMENNTIR/Svipmynd afsagnaritaranum mikla á
750. ártíö hans _____
Snorrí Sturíuson
- einfarí á Sturíungaöld
I.
MARGT er tilviljunum undir-
orpið. Það er einungis tilviljun
að við þekkjum Snorra Sturlu-
son sem höfund Heimskringlu
og Eddu. Einber tilviljun að við
getum tengt þá meistarasmíð,
sem augljós er í samsetningu
þeirra bóka, við þann marg-
lynda og tortryggna höfðingja
sem lýst er í íslendinga sögu
Sturlu Þórðarsonar, bróðurson-
ar hans. En einmitt þessi tilvilj-
un hefur orðið til þess að við
hljótum að horfa í senn á hinn
margslungna valdsmann og hið
djúphygla skáld; að við freist-
umst til þess að bera lærdóm
Snorra og bókagerð saman við
ásælni hans og höfðingsskap.
Við sjáum bregða fyrir einum
og sama manninum — margræð-
um og torskýranlegum — bak
við þessi ólíku lífsverk.
Hvort sem við horfum til ársins
1181, þegar Snorri, tveggja
ára drengstauli hvarf úr móður-
faðmi og fór ríðandi frá Hvammi
í Dölum suður í Rangárþing í fóst-
_______ ur í Odda, þar sem
Jón Loftsson réð
ríkjum — eða
hvort við nemum
staðar að leiðar-
lokum aðfaranótt
23. september
1241, er hann
varnarlaus var
höggvinn að und-
eftir Guðrúnu
Nordal
irlagi Gissurar Þorvaldssonar,
verður fyrir okkur maðurinn einn
og óvarinn. Þannig stendur Snorri
okkur fyrir hugskotssjónum, því
bæði vegna veraldlegra umsvifa
hans og fjölbreyttra ritstarfa kem-
ur hann okkur að sumu leyti fyrir
sjónir sem einfari í sanitíð sinni á
Sturlungaöld.
Snorri er einn örfárra sagnarit-
ara íslenskra miðalda sem við
þekkjum ekki aðeins með nafni
heldur eru varðveittar sagnir um
líf hans og viðfangsefni. íslending-
asaga er orðfá um andleg yrk-
isefni hans, en þau verk sem eftir
hann standa eru litríkir minnis-
varðar um hæfileika hans og
áhugamál. Hann rakst illa í sam-
tíð sinni, sérgóður og tortrygginn,
lynti illa við suma frændur sína
og leit ekki síst austur um haf —
til Skúla jarls í Noregi — þegar
honum var hugsað til vina sinna.
Og þegar dauðastundin rann upp
kom honum enginn til varnar.
Á 750. ártíð Snorra Sturlusonar
skulum við lesa frásögn Sturlu
Þórðarsonar af heimsókn Gissurar
Þorvaldssonar og liðsmanna hans
hina örlagaríku septembernótt ár-
ið 1241. Frændi Snorra hylur ekki
nekt og hrylling atburðarins í orð-
gnótt o g vífílengjum, heldur
bregður upp beinskeyttri mynd af
morðinu með fáum nístandi orð-
um:
„Gissur kom í Reykjaholt um
nóttina eftir Máritíusmessu. Brutu
þeir upp skemmuna er Snorri svaf
í. En hann hljóp upp og úr skem-
munni og í hin litlu húsin við skem-
muna. Fann hann þar Arnbjörn
prest og talaði við hann. Réðu
þeir það að Snorri gekk í kjallar-
ann er var undir loftinu þar í hús-
unum.
Þeir Gissur fóru að leita Snorra
um húsin. Þá fann Gissur Am-
björn prest og spurði hvar Snorri
væri. Hann kvaðst eigi vita. Gissur
kvað þá eigi sættast mega ef þeir
fyndust eigi. Prestur kvað vera
mega að hann fyndist ef honum
væri griðum heitið.
Eftir það urðu þeir varir við
hvar Snorri var. Og gengu þeir í
kjallarann Markús Marðarson,
Símon knútur, Árni beiskur, Þor-
steinn Guðinason, Þórarinn Ás-
grímsson. Símon knútur bað Áma
höggva hann.
„Eigi skal höggva,“ sagði Snor-
ri.
„Högg þú,“ sagði Símon.
„Eigi skal höggva,“ sagði Snor-
ri.
Eftir það veitti Árni honum
banasár og báðir þeir Þorsteinn
unnu á honum.“
Gissur Þorvaldsson, fyrrverandi
tengdasonur Snorra, lét vinna
verkið í nafni Hákonar konungs
Hákonarsonar. Hákon gamli hafði
falið Gissuri að senda Snorra utan
eða drepa hann ella. Gissur tre-
ysti sér ekki til að standa auglitis
til auglitis við hinn aldna sagnarit-
ara né til að gefa Snorra færi á
að svara: „utan skal eg“. Hann
kaus að bíða í húsinu meðan liðs-
menn hans leituðu Snorra í kjallar-
anum og frömdu ódæðisverkið.
II
Snorra var ekki sýnt um að
bera vopn og skar sig þannig úr
hópi flestra þeirra höfðingja sem
hugðu á landsyfirráð. En honum
dugði þó ráðkænska, ekki síður
en vopnfimi, til að skapa veldi sitt
og komast til mannaforráða. Hann
átti þingmenn ekki aðeins í heima-
héraði sínu á Vesturlandi, heldur
teygði hann ríki sitt allt til Norður-
lands. En þingmanni var ekki að-
eins skylt að þjóna goðanum, held-
ur bar goðanum ennfremur að
duga þingmanni í nauðum. Atvik
frá árinu 1216 bregður upp mynd
af klaufaskap og áhugaleysi
Snorra þegar hans var þörf á víg-
vellinum.
Þingmenn hans á Norðurlandi
kölluðu Snorra til að sætta ágrein-
ing milli Miðfirðinga og Víðdæla.
Á sáttarfundi sló brátt í bardaga
með óvinaflokkunum, þrátt fyrir
aðvörunarorð Snorra: „Snorri hét
á þá að þeir skyldu eigi beijast.
Engi hirti hvað er hann sagði. Þá
gekk Þorljótur frá Bretalæk til
Snorra og bað hann miðil ganga.
Snorri kveðst eigi hafa lið til þess
við heimsku þeirra og ákafa. Þor-
ljótur veitti Snorra hörð orð. Síðan
hljóp Þorljótur millum hrossanna
og leysti og rak millum þeirra.“
Snorri var ekki á heimavelli
þegar grjóthnullungar flugu milli
stríðandi fylkinga eða þegar spjót-
um var beint gegn óvinum.
Kannski átti fóstur hans meðal
Rangæinga einhveija sök á því
hve fráhverfur hann var vopna-
braki. Við vitum auðvitað lítið með
vissu hvað fram fór í Odda á tólftu
öld, en þó bendir margt til þess
að þetta höfðingjaból hafí verið
mikið menningarsetur í tíð Jóns
Loftssonar. Þar hefur Snorri vafa-
laust komist í kynni við verk hinna
fróðu Sunnlendinga, Sæmundar
og Ara, og hrifist af sögnum af
konungum þeim sem Jón Loftsson
taldi með stolti til forfeðra sinna.
III
Þessi snemmfengnu kynni
Snorra Sturlusonar af norskum
konungum og hirðkveðskap báru
ekki aðeins ávöxt sinn í þroskuð-
ustu verkum hans, Heimskringlu
og bragfræði Eddu, heldur ekki
síður í kveðskap hans. Hann
menntaðist sem skáld og steig sín
fyrstu spor í gervi hofgoða Óðins,
ljóðsmiðsins. Hann hefur trúlega
verið enn í Odda, bráðger og ólof-
aður, þegar hann sendi hinum orð-
snjalla Sverri konungi kvæði um
haf. Snorra er getið meðal skálda
hans. En þetta kvæði er glatað —
eins og öll kvæði Snorra ort til
norskra höfðingja — að undan-
skildu Háttatali, þriðja hluta Eddu.
En kvæðið um Sverri var ekki
bara einangraður kvistur í sköpun
hans, heldur vísir að því sem koma
skyldi. Þegar Snorri fullorðinn
sneri aftur til átthaga sinna árið
1202 og settist að á Borg á Mýrum
með konu sinni Herdísi Bersadótt-
ur, flutti hann með sér áhugann
á kveðskap og fomum sögnum.
Upp frá því urðu Sturlungar nafn-
toguðustu sagnaritarar þrettándu
aldar. Þó að heimildir séu tilviljan-
akenndar um sagnaritun Snorra,
segir Sturla Þórðarson skýrum
orðum frá kveðskap hans.
Snorri sendi kvæði utan til Há-
konar galins jarls og þáði laun
fyrir. Hann sigldi utan árið 1218,
dvaldi með Skúla jarli og orti tvö
kvæði honum til heiðurs. Og þegar
hann kom heim frá Noregi árið
1220 hefur hann líklega tekið til
við að setja saman hið torræða
Háttatal, ort til heiðurs Hákoni
konungi og Skúlajarli. Iþví kvæði
skirrist hann ekki við að yrkja svo
opinskátt og tilfínningaríkt lof til
vinar síns Skúla jarls, að vísumar
til Hákonar verða næsta fábrotnar
við hlið þess. Snorri var vinur
Skúla og jafnaldri, og tók afstöðu
með honum í baráttu þeirra Há-
konar. Konungur hafði því ríka
ástæðu til að vera í nöp við Snorra.
Snorri dvaldi með Skúla, sem
hafði hlptið nafnbótina hertogi,
þegar Örlygsstaðabardagi var
háður árið 1238. Hákon konungur
sendi þau orð til Skúla vorið eftir
að engir íslendingar skyldu fara
út til Islands fyrr en þeir hefðu
gert grein fyrir erindum sínum.
Deilur Hákonar konungs og Skúla
hertoga fóm harðnandi um þessar
mundir, svo Skúli veigraði sér
ekki við að virða orð konungs að
vettugi og leyfði útför þeirra ís-
lendinga sem með honum dvöldu.
Og Snorri tók undir með hinum
fleygu orðum: „Út vil eg.“ Og lét
í haf.
Snorri kynntist hirðlífi og
lifnaðarháttum konunga og jarla
því ekki einungis af gömlum sögn-
um og hirðkvæðum, heldur af eig-
in raun. Hann var óhræddur við
að taka afstöðu gegn konungi og
sú fífldirfska kostaði hann lífið.
En góðvinur hans Skúli hertogi
átti einnig undir högg að sækja
og var veginn af konungsmönnum
ári áður en Snorri fékk hina örlag-
aríku næturheimsókn. Orð Skúla
við aftökumenn sína: „Höggið eigi
í andlit mér því að það er engi
siður við höfðingja að gera,“ hafa
orðið sumum til að hugsa til síð-
ustu orða Snórra: „Eigi skal
höggva."
IV
Menn geta borið önnur vopn en
sverð og skildi. Friðsemi og óbeit
á vopnaburði þurfa ekki ætíð að
haldast í hendur. Svo var um
Snorra Sturluson. Hann mundaði
ekki sverð eða kastaði gijóti mót
andstæðingum sínum, heldur
sendi þeim óvægna og háðska
kviðlinga. Hann svaraði ekki árás-
um með því að bijóta upp bæi,
heldur læddi dylgjum og frýjunar-
orðum inn í skálann, sem ráku
menn til voðaverka. Hann kunni
að beita fyrir sig orðum.
Það er bersýnilegt af frásögn
Islendingasögu að samtímamenn
hans kenndu kviðlingum og
eggjunarorðum Snorra um eina
grimmilegustu árás Sturlungaald-
ar, Sauðafellsför.
Deila Snorra Sturlusonar og
bróðursonar hans Sturlu Sighvats-
sonar átti m.a. rætur sínar í því
að báðir gimtust sömu konuna,
Solveigu Sæmundardóttur frá
Odda, sem Sturla eignaðist. Þeir
voru í andstæðum fylkingum, þeg-
ar synir Hrafns Sveinbjamasonar,
sem vom undir handaijaðri Sturlu,
brenndu inni drápsmann föður
þeirra og tengdason Snorra, Þor-
vald Vatnsfírðing. Synir Þorvalds,
Þórður og Snorri, kenndu Sturlu
og föður hans Sighvati um morðið.
Snorri réð fyrir bræðrunum.
Þórður og Snorri hefndu dráps
föður síns með því að bijóta upp
bæ Sturlu Sighvatssonar um miðja
nótt og „huggu þá allt það er fyr-
ir varð“. Sturla var fjarri, en kona
hans nýstigin af sæng og annað
heimilisfólk varð fyrir vægðar-
lausri árás, svo að „flaut blóð um
öll hús“. Snorra vom kennd fjörr-
áðin. Ýmis skáld sendu honum
tóninn, en frændi hans, Svertingur
Þorleifsson, tók dýpst í árinni í
vísu sem hann sendi Snorra. Síð-
ari vísuhelmingurinn hljómar svo:
Víst hefír minnst hið mesta
mágs brennu amgrennir,
þverri þinn vegr Snorri
þingríks með kviðlingum.
(Vissulega hefur bardagamaður-
inn (Snorri) hefnt brennu hins
volduga tengdasonar síns með
kviðlingum einum, — þverri þinn
vegur Snorri.)
Þessi vísa og fleiri sem kveðnar
vom eftir aðförina skilja eftir það
hugboð, að Snorri hafí með hinu
alræmda vopni sínu, skáldskap og
hvatvísi í orði, framið eitt blóðug-
asta illvirki aldarinnar.
Þannig gefur íslendingasaga
Snorri Sturluson
eins og hann leit
út í augum Daða
fróða Níelssonar
(1809-57). Myndin
er varðveitt í
handriti Daða
(Lbs 1475 8vo),
sem hefur m.a. að
geyma Eddu
Snorra Sturluson-
ar.
hugboð um vægð-
arleysi og hlut-
drægni Snorra í
eijum samtíðar
sinnar þegar því
var að skipta.
Hann var voldugur
höfðingi sem
byggði ekki veldi
sitt á vopnaskaki,
heldur lögkænsku
og ráðsnilld, og
varði sig með níð-
skáum kviðlingum
þegar að honum
var vegið. Það er
því ekki að undra
að hann hafí verið
hörandsár þegar
hent var gaman að
hans eigin kveð-
skap. Þegar Sunn-
anmenn, með
Bjöm Þorvaldsson
í broddi fylkingar,
drógu dár að stefí
því sem fylgdi einu
kvæða hans um
Skúla jarl, svaraði
hann ekki einungis
með vísu, heldur
eggjaði og studdi
óvin Bjöms, Loft
Pálsson, til þess að
beijast við Bjöm og drepa hann.
Áf þessum sökum eyðir íslend-
ingasaga ef til vill færri orðum í
þau verk Snorra Sturlusonar, er
haldið hafa nafni hans á lofti
meðal íslendinga og allra þeirra
sem unna Heimskringlu, Eddu og
Eglu, sem líklega er einnig rituð
af Snorra. Það ber ef til vill mein-
fyndni Sturlu Þórðarsonar vitni
að hann nefnir aðeins sögubækur
Snorra, þegar Sturla Sighvatsson,
sá frændi Snorra sem var honum
hinn mesti Þrándur í Götu, sat í
Reykjaholti „og lagði mikinn hug
á að láta rita sögubækur eftir
bókum þeim er Snorri setti sam-
an“. En hveijar þessar bækur vom
lætur Sturla hins vegar ógetið.
Öll frásögn Sturlu Þórðarsonar
af Snorra í íslendingasögu hefur
þótt bera skoðunum Sturlu á
frænda sínum ríkulegt vitni. Hann
lýsir honum sem fégráðugum
höfðingja er skirrtist ekki við að
etja kappi við frændur sína til að
ná yfírráðum og komast yfir
auðæfí. Snorri kvongaðist til fjár
en auðnaðist ekki að útdeila þeim
auði sómasamlega til bama sinna,
sem hann gifti sjálfum sér til fram-
dráttar. Hann virtist friðsamur,
en var þó grimmur í orðum sínum.
fyssi stutta en margþætta lýs-
ing Sturlu á Snorra í Islendinga-
sögu hefur átt mikinn þátt í því
að höfundur Eddu og Heims-
kringlu hefur orðið svo hugstæður
þjóðinni. í verkum hans og lífí
verða fyrir okkur fjölmargar and-
stæður sem lýsa Snorra ekki að-
eins sem frómum sagnaþul, heldur
sem fjöllyndum veraldarmanni.
Við minnumst fjölskrúðugs lífemis
Snorra, bókverka og hryllir loks
við hinum kaldranalega dauða
hans. Þó að hin grimmilega aftaka
stingi ekki í stúf við önnur kaldrify-
uð hermdarverk aldarinnar, er hún
í hrópandi andstöðu við þau fijóu
og einstæðu verk sem fómarlamb-
ið, og aðrir sagnaritarar, unnu.
Aðfaranótt 23. september 1241,
þegar Snorri bar hönd fyrir höfuð
sér og bað sér griða — „eigi skal
höggva" — var ekki aðeins verið
að höggva mann, heldur að
höggva eina þroskamestu grein
íslenskra bókmennta.