Morgunblaðið - 22.09.1991, Blaðsíða 16
-16 C
MORGUNBLAÐIÐ FJOLMIÐLAR SUNNUDAGÚR 22; SEPTEMBER 1991
Bandaríkin
Fréttastofur fá
makleg málagjöld
AYFIRSTANDANDI samdrátt-
arskeiði hafa bandarískir
blaðamenn komist að raun um að
þeir eru hvorki heilagir né ómiss-
andi. Fjölmiðlun er litlu betri en
þær starfsgreinar sem þeir hafa
gagnrýnt hvað harðast. Heiðar-
leikinn er ekki meiri en hjá stjórn-
málamönnum og starfsöryggi
blaðamanna er svipað því sem
gerist í vefjariðnaði. Þetta segir
Richard Harwood blaðamaður The
Washington Post.
Watergate magnaði hroka
bandarískra blaðamanna. í kjöl-
farið tókst að fletta ofan af mörg-
um raunverulegum og tilbúnum
hneykslismálum og blaðamenn
fylltust falskri öryggiskennd. Hlið-
hollir dómstólar og færir lögfræð-
ingar efldu vamimar.
Blaðamenn höfðu til dæmis
ýmislegt út á græðgi og efnis-
hyggju níunda áratugarins að
setja. Svimandi háar þóknanir
margra stjómenda fyrirtækja
þóttu siðlausar. En á síðasta ári
var Steven J. Ross, stjómarform-
aður fjölmiðlasamsteypunnar
Time-Warner, langtekjuhæstur
allra bandarískra stjómenda.
Tekjur hans námu 78,3 milljónum
Bandaríkjadala (4,7 milljörðum
' ÍSK) á sama tíma og fjárhagsörð-
ugleikar samsteypunnar margföl-
duðust.
Framtíð margra bandarískra
fjölmiðla er óvisss. A síðustu 18
mánuðum hafa fjölmiðlar skipt svo
ört um eigendur og æðstu stjóm-
endur að starfsmenn vita ekki einu
sinni hveijir hafa verið að lækka
launin þeirra og stytta vinnuvik-
una. Aðrir hafa ekki hugmynd um
hvaðan þeir voru reknir.
Útbreiðsla dagblaða stendur í
stað og áhorfendum sjónvarps-
stöðvanna fækkar. Samkeppnin
hefur harðnað enn frekar með til-
komu nýrra keppinauta, svo sem
kapalsjónvarps og símaþjónustu.
Baráttan um auglýsendur og at-
hygli fjöldans er ekki upp á neitt
minna en líf og dauða.
Sérfræðingar vara við því að
blómaskeið auglýsinga í fjölmiðl-
um kunni að vera á enda. Seljend-
ur hafa fundið aðrar leiðir til að
ná athygli neytenda. Þetta gæti
haft í för með sér ógnvænlegar
afleiðingar fyrir alla þá sem afla
og miðla fréttum í Bandaríkjun-
um. Auglýsingar em súrefni
bandarískra blaðamanna. Þær em
eina uppistaða flestra sjónvarps-
stöðva. Auglýsendur greiða líka
um 70 prósent af útgáfukostnaði
dagblaða og tímarit hafa rúmlega
helming tekna sinna af auglýsing-
um.
Það eru einkum smásalar sem
auglýsa í dagblöðum. Á undanf-
ömum mánuðum hafa margir
þeirra farið undir hamarinn og
aðrir hafa þurft að skera niður
auglýsingar. Auglýsingum í tíma-
ritum heldur áfram að fækka. Á
fyrstu sex mánuðum þessa árs
varð mesti samdráttur í 20 ár.
Auglýsingum í vinsælustu tímarit-
unum hefur fækkað um að
minnsta kosti fjórðung það sem
af er árinu. Afleiðingin er sú að
auglýsingaverð fjölmiðla fer
lækkandi. Haft er eftir starfs-
manni á auglýsingastofu að ekki
þurfi einu sinni að taka upp símtó-
lið til að fá helmings afslátt.
Við þessar erfiðu aðstæður er
siðferði fjölmiðla í hættu. The
Wall Street Journal segir að virtir
fjölmiðlar bjóði nú framleiðendum
jákvæða umQöllun í skiptum fyrir
auglýsingar. Samtök ritstjóra
bandarískra tímarita hafa áminnt
tímarit fyrir að draga ekki nógu
skýr mörk á milli auglýsinga og
ritstjórnarefnis. Meðal þessara
tímarita eru Newsweek, Esquire
og Business Week.
Richard Harwood vitnar að lok-
um í þau orð Francis Bacons að
velmegun leiði af sér lesti og
mótlæti dyggðir. Sé þetta rétt
ætti fagleg niðurlæging banda-
rískra fjölmiðlamanna að leiða af
sér umbætur. Fjárhagsleg áföll
og flótti neytenda neyðir þá til
að smíða betri músagildru og end-
urheimta mikilvægi sitt á mark-
aðnum.
Er rétt að blaðamenn
eigi síðasta orðið?
VANESSA Redgrave, leikkonan breska, er nú sögð neita blaða-
mönnum um viðtal nema þeir undirriti áður samkomulag m.a. þess
efnis að hún fái að lesa viðtalið yfir áður en það birtist. Þó fáir
viðmælendur fjölmiðla gangi eins langt og Redgrave og krefjist
þess skilyrðislaust að fá að sjá ummæli sin áður en þau birtast,
þá finnst mörgum það sanngjörn og eðlileg ósk. Mörgum blaða-
mönnum finnst þetta ekki eins sjálfsagt. Þeim þykir þetta vísir að
ritskoðun og takmarki frelsi þeirra til að skrifa eða greina frá
því sem þeir sjá eða heyra.
Kjarni þessa máls hlýtur að
vera eðli þeirrar samvinnu
sem viðtöl geta talist og eðli þess
trausts og trúnaðar sem ríkir á
milli viðmælenda og blaðamanns.
Mörg viðtöl
eru þeirrar
náttúru að ein-
ungis hluti þess
sem þar kemur
fram er ætlað
til birtingar.
Viðmælandi
gefur blaðamanni ýmsar upplýs-
ingar sem auðvelda honum að ná
tökum á viðfangsefninu. Viðmæl-
andinn ætlast ekki til þess að upp-
lýsingarnar birtist og hann sýnir
því blaðamanni umtalsvert traust.
Hér er í raun um mjög nána
samvinnu að ræða og því ekki
óeðlilegt að hún nái alla leið að
endanlegri gerð texta viðtalsins.
Þetta er að sjálfsögðu samvinna
sem báðir aðilar ganga fúsir til.
Viðtöl geta einnig verið þess
eðlis að viðmælandinn segi einung-
is það sem hann vill að birtist eft-
ir sig á prenti. Viðtalið er því líkt
og undirbúin yfirlýsing. Sú sam-
vinna sem á sér stað í slíku tilfelli
er augljóslega allt annars eðlis en
í dæminu á und-
an. Engin
ástæða er fyrir
blaðamann að
gefa viðmæl-
anda tækifæri á
að lesa viðtalið
yfir en honum
er það að sjálfsögðu í sjálfsvald
sett.
Einnig eru til viðtöl þar sem
viðmælendur eru teknir á beinið.
Þar er blaðamaðurinn beinlínis að
reyna að negla viðmælandann, sem
er aftur á móti við því búinn. í
slíkum viðtölum er samvinna og
traust líkt og hjá stríðandi aðilum.
Spurningin um að bera eitthvað
undir viðmælandann verður fár-
ánleg við aðstæður af þessu tagi.
Af þessu má ljóst vera að erfitt
getur verið að halda stíft í einhveij-
ar ákveðnar vinnureglur. Grund-
vallarreglurnar eru fyrst og fremst
þær að betra sé að hafa það sem
sannara reynist og að blaðamaður-
inn eða ritstjórn verður að fá að
hafa síðasta orðið, því annars get-
ur fjölmiðlunin ekki talist fijáls.
Svo að sjálfsögðu gilda einnig hér
almenn boðorð um að enginn skuli
ganga á bak orða sinn eða bera
ljúgvitni.
Aðstæður hveiju sinni ráða því
hvemig fella megi þessar gmnd-
vallarreglur hveija að annarri.
Oánægja viðmælenda blaða með
mistúlkanir, missagnir, misskiln-
ing og annað misjafnt er fyllilega
skiljanleg. Trúlega verða þeir að
læra af biturri reynslu að blaða-
menn og fjölmiðlar eru eins mis-
jafnir og þeir em margir og sömu-
leiðis að þeir em misvandir að virð-
ingu sinni.
Bregðist þeir við á sama hátt
og Vanessa Redgrave þá ganga
þeir of langt því þar með taka
þeir síðasta orðið frá blaðamönn-
um. Slíkt er undir ölllum kringum-
stæðum skerðing á ritfrelsi og það
geta bíaðamenn ekki sætt sig við.
Ef áhrifa- og valdamenn taka
upp á þessum sið þá er það mun
alvarlegra því þá skerða þeir mik-
ilvægt upplýsingahlutverk fijálsra
fjölmiðla í nútímasamfélagi — og
það sættir sig enginn við.
BAKSVIÐ
eftirÁsgeir Friðgeirsson
Hvar endar þetta?
Seint verður ofkveðið að
áhrif fjölmiðla séu mikil
og meiri þessi misserin en
fyrir fáum árum. í umræðu
um íslenskukunnáttu skóla-
nema, sem á sér stað annað
veifíð, hefur alltof lítil
áhersla verið lögð á vaxandi
hlut fjölmiðla í máluppeldi
þjóðarinnar. Meginvopn
múgsefjunar og heilaþvottar
er endurtekning. Áhrif fjölm-
iðla sem dynja á hlustendum
dag og nótt, jafnvel þótt
ekki sé hlustað af athygli,
eru lík þessu. Það sem sagt
er í einhveiju varpanna er
talið rétt og því réttara sem
það er oftar endurtekið.
Þannig geta villur smogið inn
í vitund fólks og orðið að
reglum - og það á sér enga
vöm. Ábyrgð fjölmiðlanna
er því mikil, miklu meiri en
forráðamenn þeirra virðast
vilja gera sér grein fyrir.
Þetta andvaraleysi fjölmiðl-
unga er stórhættulegt. Mér
liggur við að fullyrða að ef
ekki sé hægt að koma full-
nægjandi viti fyrir alla sem
fjölmiðlum stýra þá þýði ekk-
ert að streitast við það í öðr-
um stöðum, eins og skólum
eða heimilum, að halda í þá
von að bjarga megi íslensku
máli, íslenskri menningu, frá
glötun.
Löggjafinn ætti að gera
sérhveijum þeim skylt, sem
tekst á hendur jafnábyrgðar-
mikið starf og að reka út-
varp, sjónvarp eða blað
handa almenningi, að hafa í
þjónustu sinni hæfan, traust-
an og marktækan málráðu-
naut, ábyrgðarmann ís-
lenskrar tungu. Sæmra væri
útvarpsréttarnefnd að gæta
þess að vörpin stæðu vörð
um tunguua en að gefa út-
varpsgreifum leyfi til að út-
varpa erlendri dagskrá á út-
lensku máli á íslenskum ljós-
vaka. Ef ^g væri ekki eins
orðvar og ég er segði ég að
þetta væri hreinn og klár
aumingjaháttur.
Illt er það afskiptaleysi
sem fjölmiðlamenn sýna
ábendingum um það sem
betur má fara í tali þeirra
og riti. Þetta fólk verður að
vakna til vitundar um að það
sem það segir í útvarpi sínu
eða sjónvarpi eða skrifar í
blað sitt eða tímarit er ekk-
ert einkamál þess, heldur
varðar þolendur alla, þjóðina.
En alltof margir láta aldrei
segjast, taka ekki einu sinni
mark á einhverri beinskeytt-
ustu gagnrýni sem til er,
sjálfu háðinu. Það er sorgleg
staðreynd að móðurmáls-
kennarar skuli nota vörpin
sem gleggstu dæmi um mál-
galla af flestu tagi. Þess
konar fjölmiðlar ættu með
réttu að vera fyrirmyndir til
góðrar eftirbreytni. Þannig
er það að minnsta kosti hjá
flestum menningarþjóðum.
Fólk hefur áhyggjur af
þessu. Ekki eingöngu ís-
lenskukennarar eins og ég
heldur fólk úr ólíkum stétt-
um með mismikla skóla-
göngu að baki. Það hringir,
skrifar, nefnir úti á götu eitt-
hvað sem það hefur heyrt í
einhveiju varpinu, ellegar
séð í blaði, og hefur ofboðið
málvitund þess. Oftast hefur
þetta ágæta fólk lög að
mæla, því miður. Þessi pistill
endist ekki til að nefna nema
örfá aðfengin dæmi af þessu
tagi. Áður en ég gríp nokkra
minnismiða með ábending-
um þessa góða fólks vil ég
nefna eitt mikilvægt atriði:
Dagblöð á íslandi vinna
skólum og almenningi mikið
ógagn með þeim ósköpum
að skeyta í engu um að
skipta orðum milli lína sam-
kvæmt reglum. Hvernig á
að koma skólanemendum í
skilning um að þeir eigi að
fara að reglum sem þeir sjá
þverbrotnar í blöðunum sem
eiga að bera áreiðanleg tíð-
indi daglega? Þetta er alvar-
legt mál. Það er ekki gild
afsökun að þetta sé tölvun-
um að kenna. Tölvan á að
vera þræll mannsins en ekki
maðurinn þræll tölvunnar.
Það er hægt að kenna tölv-
um að skipta orðum milli
lína.
íþróttafréttir eru sérstak-
ur ævintýraheimur tungunn-
ar. Komi fréttamanni í hug
hnyttinn orðaleikur eða góð
myndlíking „er næsta víst“
að þetta sé ofnotað svo að
það missi óðara marks.
Iþróttafréttir eru einhver
sköllóttasti texti sem sést í
blöðum. Svo sköllóttur að oft
skilur lesandi ekkert í frétt
nema hann hafi sjálfur verið
viðstaddur atburð sem lýst
er. Algengt er að ekki komi
fram í frétt eða frásögn af
kappleik í hvaða íþrótt keppt
var, hvort þetta var í karla-,
kvenna- eða unglingaflokki,
hvar og hvenær leikið var
o.s.frv. Alltof algengt er að
nefnt sé félag en fjallað um
liðsmenn, ýkt dæmi er „KR
unnu Þrótt, sem áttu sinn
besta, leik.“ Hér er ekkert
samhengi, aðeins málleysa.
Sama vitleysan er algeng í
útvörpum, þegar talað er um
tónlist og ekki greint milli
hljómsveitar, sem oft heitir
eintölunafni, og hljómsveit-
armanna: „The Band léku
hér gamalt lag!“
Enn eru lið að „sigra leik-
inn“ en ekki andstæðinga
sína í leiknum. Landlæg vit-
leysa í íþróttafréttum er að
segja einhveijum til hróss
að hann eða þeir „beri enga
virðingu fyrir andstæðingi
sínum". Beri maður ekki
virðingu fyrir einhverjum er
maður vís með að sýna hon-
’ um óvirðingu eða dónaskap.
Þetta orðfæri á þó í fréttum
aðeins að tákna að einhver
sé óttalaus, hræðist ekki
andstæðinginn.
Auglýsingastofur blaða og
varpa hleypa að margri vit-
leysunni. Hér nefni ég aðeins
þijú dæmi (ekki þijár vitleys-
ur!): að nota eintöluorðið
verð í fleirtölu, segja að
skrifstofan opni klukkan 9
og nota orðið opnunartími.
Það er rangt að segja „Taktu
eftir okkar verðum". Buxur
og jakkar eru á góðu verði,
ekki góðum verðum. Skrif-
stofur eru ekki gerendur og
geta ekki opnað eða lokað
neinu. Þær eru opnaðar eða
þeim lokað. Opnunartími er
sá tími sem tekur að opna
eitthvað. Enginn er frá
klukkan 9 til 5 að opna einar
dyr. Nóg er að segja: Opið
klukkan 9-5.
Lengra kemst ég því mið-
ur ekki að sinni. í næsta pistli
fjalla ég meðal annars um
tal í útvarpi og sjónvarpi og
hugsanlega þörf á að talsetja
erlendar kvikmyndir og sjón-
varpsþætti.
Sverrir Páll