Morgunblaðið - 22.09.1991, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ
FJÖLMIÐLAR
SUNNUDÁGUR 22. Se’PTEMBER 1991-
C 17
Þarf að ræða
og rannsaka
Félag áhugamanna um fjölmiðlarann-
sóknir stofnað
FÉLAG áhugamanna um fjölmiðlarannsóknir var stofnað síðastliðinn
þriðjdag. Meðal fyrstu verkefna félagsins er að gangast fyrir fundi
um þær breytingar sem eru að verða á íslenskum blaðamarkaði.
í fjölmiðlum
■Umtalsverðar mannabreytingar
hafa undanfarið átt sér stað hjá ís-
tenska útvarpsfélaginu hf. í fréttatil-
kynningu frá félaginu segir að þess-
ar breytingar séu gerðar i ljósi þess
að á síðastliðnum fimm árum hafi
verið stigin mörg skref í þróun
fijálsra útvarsstöðva á íslandi. Út-
varpsfélagið vilji ekki staðna í sama
farinu heldur líta fram á við og þróa
næstu skref sem taka þurfí til að
aðlaga íslenskt útvarp fenginni
reynslu.
■Jónas R. Jónsson hefur tekið við
stöðu framkvæmdastjóra dagskrár-
sviðs íslenska út-
varpsfélagsins.
Jónas hefur gegnt
stöðu dagskrár-
stjóra Stöðvar 2,
fyrst í upphafi og
aftur frá árinu
1990 er nýir eig-
endur tóku við
rekstrinum. Hann
stundaði nám við dagskrárstjórn
útvarps og sjónvarps við UCLA-
háskólann (University of California,
Los Angeles).
■Hallgrímur Thorsteinsson hefur
tekið við stöðu dagskrárstjóra Bylgj-
unar. Hallgrímur
var fréttastjóri
Bylgjunnar á árun-
um 1987-89. Hann
hefur unnið við fjöl-
miðla frá því hann
útskrifaðist með
BA-próf í fjölmiðl-
un 1979. Hann
vann á fréttastofu
Ríkisútvarpsins 1978-83. Á þeim
tíma sat hann meðal annars í undir-
búningsnefnd um stofnun Rásar 2.
Hann var ritstjórnarfulltrúi Helgar-
póstsins 1983-85, og um skeið vann
hann sjálfstætt við gerð útvarps- og
sjónvarpsauglýsinga. Þegar Bylgjan
var stofnuð sá hann um þáttinn
„Reykjavík síðdegis“ og hefur verið
með hléum við hljóðnemann fram á
þennan dag. Nýlega lauk hann mast-
ersnámi í gagnvirkri fjölmiðlun frá
New York University. Hallgrímur
mun áfram stýra þættinum „Reykja-
vík síðdegis“.
■Snorri Sturluson hefur verið ráð-
inn tónlistarstjóri Bylgjunnar. Hann
hefur starfað við
íjölmiðlun í rúm
fimm ár, m.a. feng-
ist við greinaskrif,
haft umsjón með
unglingaþætti hjá
Ríkisútvarpinu á
Akureyri RÚVAK,
og djassþætti á Rás
2. Hann hefur leik-
ið tónlist fyrir hlustendur Hljóðbylgj-
unnar á Akureyri og sama starfi
gegndi hann á Stjörnunni þar til
fyrir tveimur árum að hann gerðist
dagskrárgerðarmaður á Bylgjunni.
Snorri Sturluson mun áfram stýra
sínum fasta þætti á Bylgjunni milli
kl. 14 og 17 á virkum dögum.
■Sigríður Beinteinsdóttir hefur
hafið störf á Bylgjunni og verður
hún með þátt sem
nefnist „Hin hlið-
in“. Sigríður verður
með þátt sinn á
sunnudögum milli
kl. 16 til 18. Hún
mun aðallega leika
íslenska tónlist,
bæði gamla og
nýja, en einnig
verður í bland tónlist frá hinum
Norðurlöndurium.
■Hjörtur Hjartarson hefur verið
ráðinn til aðstoðar Hallgrími Thor-
steinssyni dagskrárstjóra Bylgjunn-
ar við daglegan rekstur. Hjörtur var
áður auglýsinga- og markaðsstjóri á
Aðalstöðinni á árabilinu 1989-91.
Þar áður starfaði hann í fjölda ára
við tölvumál, m.a. hjá Heimilistækj-
um og síðar hjá Hewlett Packard á
íslandi.
Stofnfundur Félags áhugamanna
um fjölmiðlarannsóknir var
haldinn síðastliðið þriðjudagskvöld.
Á annan tug manna sótti fundinn. í
stjóm vom kjörnir Páll Vilhjálmsson,
formaður, Guðmundur Rúnar Áma-
son, ritari, og Elías Héðinsson, gjald-
keri.
Á fundinum var rætt um framtíð-
arhlutverk félagsins sem er að auka
þekkingu og umræðu um íslenska
fjölmiðla og rannsóknir á þeim. Einn-
ig þarf að halda til haga, skrá og
gera aðgengilegar íslenskar rann-
sóknir sem gerðar hafa verið. Rædd-
ar voru hugmyndir um fyrstu verk-
efni félagsins. Sennilega verður
fyrsta verkefnið að efna til fundar á
næstunni til að ræða þær breytingar
sem nú virðast vera yfirvofandi á
íslenskum dagblaðamarkaði vegna
versnandi stöðu „þríblöðungsins",
Alþýðublaðsins, Tímans og Þjóðvilj-
ans. Einnig bar væntanleg endur-
skoðun útvarpslaganna á góma. Enn-
fremur töldu fundarmenn þarft að
ræða nánar hvort kannanir á fjöl-
miðlanotkun gætu skert ritstjórnar-
frelsi, hvort notendakannanir gætu
orðið þess valdandi að hugmyndir
og hagsmunir auglýsenda yrðu settir
í slíkt öndvegi að vitræn og fagleg
en e.t.v. „óarðbær" fjölmiðlun yrði
ekki birt eða send út.
„ \ .
7/S4S
Heim fyrir helgina
með SAS frá
Kaupmannahöfn
Það er notalegt að vita til þess að geta flogið með SAS frá
Kaupmannahöfn heim til íslands á hverju föstudagskvöldi. Þú
notar daginn til að Ijúka erindum þínum og ert kominn heim
fyrir helgina. Við fljúgum svo einnig heim á þriðjudags- og
sunnudagskvöldum.
Þú átt fjölda möguleika á tengiflugi til Kaupmannahafnar, frá
Skandinavíu og borgum á meginlandi Evrópu.
Þjónusta SAS miðar að því að þú nýtir dýrmætan tíma þinn sem
best, komist fljótt og örugglega á áfangastað og njótir fyrsta
flokks þjónustu alla leið, jafnt í lofti sem á jörðu niðri.
Hafðu samband við ferðaskrifstofuna þína.
M/SAS
Flugfélag athafnafólks
Laugavegi 3 Sími 62 22 11
-