Morgunblaðið - 12.10.1991, Page 1

Morgunblaðið - 12.10.1991, Page 1
64 SIÐUR B/LESBOK 232. tbl. 79. árg.________________________________LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 1991________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Júgóslavíuher neitar að yfírgefa stöðvar í Króatíu: Deiluaðilar taka boði Sovét- manna um viðræður í Moskvu Amsterdam, Zagreb, Belgrad, Vín, Nustar. Reuter. Sovétríkin: Tíu lýðveldi styðja nýja efnahags- sáttmálann •• Oryggislögreglan KGB lögð niður Moskvu. Reuter. FORSETAR tíu Sovétlýðvelda samþykktu í gær að undirrita sáttmála um efnahagssamstarf í síðasta lagi 15. október næstkom- andi. Á fundi ríkisráðs Sovétríkj- anna hafði Míkhaíl Gorbatsjov, forseti Sovétríkjanna, skorað á forsetana að stíga þetta skref vegna þess að þolinmæði almenn- ings vegna efnahagsástandsins í landinu væri á þrotum. Gorbatsjov og forsetarnir tíu sem mynda sovéska ríkisráðið hittust í gær í Moskvu. Forsetar Moldovu og Georgíu voru fjarverandi en búist er við að þeir gangi til liðs við hin lýðveldin á næstunni. Borís Jeltsín, forseti Rússlands, hafði fyr- irvara á samþykki sínu við efna- hagssáttmálann og sagði að breyta yrði ákvæðum um seðlabanka Sov- étríkjanna sem er að fínna í drögum að sáttmálanum og draga úr völd- um hans yfir peningamálum lýð- veldanna. Búist er við að efnahagssáttmál- inn verði upphafið að víðtækara samstarfi lýðveldanna í gerbreyttri mynd frá því sem nú er. Grígoríj Javlinskíj, einn af höfundum sátt- málans, sagði í gær að sumir forset- anna hefðu gert athugasemdir við drög að honum en auðvelt ætti að vera að koma til móts við þær. Ríkisráðið samþykkti einnig formlega að leggja sovésku örygg- islögregluna, KGB, niður. Vadím Bakatín, sem settur var yfir stofn- unina eftir valdaránið misheppnaða í ágúst, hafði áður boðað svipaðar aðgerðir. Áformað er að sjálfstæð öryggislögregla verði í hveiju lýð- veldi. Palestínumennirnir vissu ekki að þeir væru að tala við starfsmenn Mossad enda kynntu norsku leyni- þjónustumennirnir hina ísraelsku starfsbræður sína sem „tungumála- sérfræðingana okkar” fyrir aröb- unum. Hefur norska leyniþjónustan (Overvákingspolitiet) sætt þungri gagnrýni fyrir að láta Palestínu- mennina standa í þeirri trú að þeir SAMBANDSHERINN í Júgóslav- íu meinaði í gær lest flutninga- bíla með lyf og matvæli að kom- ast til króatísku borgarinnar væru að tala við norska embættis- menn. Eftir að dagblaðið Aftenpost- en svipti hulunni af þessum yfír- heyrslum um miðjan september- mánuð lofaði Kari Gjesteby dóms- málaráðherra því að ítarleg rann- sókn myndi fara fram. Nefnd sem hefur eftirlit með leyniþjónustunni skilaði skýrslu á föstudag þar sem forysta leyniþjón- Vukovar sem er að miklu leyti í rústum eftir bardaga undanfarn- ar vikur. Bílalestin sneri við nokkra kílómetra frá borginni ustunnar fær það óþvegið. Meðal annars er það gagnrýnt að menn misstu tök á málinu með því að leyfa yfirheyrslur á arabísku sem gerði það að verkum að Norðmenn- irnir gátu ekki haft nein áhrif á þær. „Ég dreg mig til baka þar sem ekki eru lengur pólitískar forsendur fyrir starfi mínu hjá leyniþjón- ustunni,” sagði Svein Urdal á blaða- mannafundi í gær. Dómsmálaráð- herrann sagði hann hafa breytt rétt og mættu fleiri innan leyniþjón- ustunnar taka þá gagnrýni sem sett hefði verið fram til sín og fara að fordæmi Urdals. og hélt kyrru fyrir í nágranna- þorpinu Nustar er síðast fréttist. Embættismenn Evrópubanda- lagsins (EB) töldu sig hafa kom- ist að samkomulagi við yfirmenn hersveitanna er setið hafa um Vukovar í hálfan annan mánuð og mættu 50 vörubílar fara inn í borgina með hjálpargögnin og flytja síðan 300 börn og um 2.000 konur á brott. Tan/ug-fréttastof- an segir að forsetar Serbíu og Króatíu hafi tekið boði Míkhaíls S. Gorbatsjovs Sovétforseta um samningaviðræður í Moskvu „allra næstu daga”. Fulltrúi EB, Henri Wijnaendts, mun hitta full- trúa serbneska þjóðarbrotsins í Króatíu að máli í París í dag. Hans van den Broek, utanríkis- ráðherra Hollands, sem nú er í for- svari fyrir Evrópubandalagið, segir að yfirmenn júgóslavneska hersins hafi gefið munnlegt samþykki við því í Haag á fimmtudag að allur herafli þeirra yrði fluttur frá Króa- tíu. Yfirmennirnir segja hins vegar að ekkert samkomulag þessa efnis hafi verið undirritað og hendur þeirra séu því óbundnar. Ráðamenn Serba neituðu einnig að hafa sam- þykkt algeran brottflutning í Haag. Utanríkisráðherra Serbíu, Vladíslav Jovanovítsj, sagði í Vín í gær að þjóð hans gerði engar landakröfur á hendur Króötum. „Serbía hefur ekki einn einasta hermann í Króa- tíu,” sagði utanríkisráðherrann einnig. Um 70% liðsforingja í júgó- slavneska hernum eru Serbar og segist herinn verða að vernda serb- neska minnihlutann fyrir ofsóknum Króata. Barist var áfram við Vukovar og borgina Osijek í gær en annars stað- ar virtist vopnahléið vera virt. Þrátt fyrir deilurnar um samkomulagið í Haag héldu sveitir Króata áfram af fjarlægja bílflök og annað brak sem þeir hafa notað til að einangra umsetnar búðir sambandshersins í Zagreb og víðar síðustu mánuði. Einnig vom fjarlægðar jarðsprengj- ur sem ætlað var að granda skrið- drekum ef þeir reyndu að bijótast út úr herkvínni. Fulltrúar deiluaðila ákváðu að fyrstu hermennirnir myndu fá að yfirgefa búðirnar í Zagreb að morgni laugardags, þ.e. í dag, og halda til Bosníu-Herzegóv- ínu. Sambandsherinn aflétti um- sátri um borgir Króata á Adríahafs- ströndinni og löng röð vörubíla hersins sást aka frá borginni Zadar. Norska leyniþjónustan: Æðstí yfirmaðursegir af sér vegna Mossad-yfirheyrslna Ósló. Frá Jan Gunnar Furuly, fréttaritara Morgunblaðsins. SVEN Urdal, yfirmaður norsku leyniþjónustunnar, sagði í gær af sér embætti, mánuði eftir að fjölmiðlar greindu frá því að ísraelsk- um leyniþjónustumönnum hefði verið leyft að yfirheyra nokkra fyrr- um liðsmenn Frelsissamtaka Palestínu (PLO) sein leitað höfðu póli- tísks hælis í Noregi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.