Morgunblaðið - 12.10.1991, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 1991
Minning:
Bjami Sigurðsson
frá Mosfelli
Fæddur 19. maí 1920
Dáinn 2. október 1991
Góður drengur og vinur frá
skólaárum er kvaddur í dag. Það
er Bjarni Sigurðsson, sem var prest-
ur á Mosfelli í 22 ár, blaðamaður
á yngri árum, lauk bæði lögfræði-
námi og guðfræðinámi frá Háskóla
íslands og fyrir einum 6 árum dokt-
orsprófi frá Kölnarháskóla. Trúnað-
arstörfín voru óteljandi og ritstörf
umfangsmikil.
Vel man ég Bjarna í kennslu-
stund í 6. bekk í MA þegar hann
stóð upp og spurði um eitthvað sem
hann vildi fá skýringu á í sambandi
við það sem verið var að fara yfír.
Á þessu skeiði sögunnar var tíðar-
andinn þannig að nemendur áttu
ekki að spyija heldur svara, og
þessi grannvaxni, prúði piltur með
stóru spyijandi augun settist án
þess að fá svar. Þetta atvik hefír
aldrei gleymst mér og ég fann að
Bjami myndi þroskaðri en við hin
og væri kominn í skólann af sönnum
áhuga og sterkri námsþrá. Bjarni
hélt áfram að spyija allt lífíð og
stúdera, bæði heima og erlendis og
var áreiðanlega með lærðustu
mönnum hér á sínu sviði.
Það myndaðist einhver vináttu-
þráður á milli okkar Bjarna þegar
í skóla, en fundum bar allof sjaldan
saman eftir að skóla lauk. Það voru
að vísu bekkjarhófín sem oft voru
bæði skemmtileg og andlega nær-
andi, ekki hvað síst þegar spjallað
var við Bjama. Stundum höfum við
samband í síma eða bréfleiðis og
alltaf var jafn gott að ræða við
hann. Bjarni Sigurðsson kynntist
lífinu í öllum sínum margbreytileik.
Hann varð fyrir djúpri sorg er þau
hjónin misstu tvo syni sína unga,
þá Hilmi og Guðmund, sem báðir
létust um þrítugt. Eftir lifa þijú
böm hans og eiginkona hans, Aðal-
björg S. Guðmundsdóttir, sem stað-
ið hefír við hlið manns síns í blíðu
og stríðu og sér nú á bak hinum
góða og gáfaða lífsförunaut. En
Bjarni fagnaði líka mörgum sigrum
og skilaði miklu dagsverki, virtur
af öllum.
Þegar ég heyrði fréttina um lát
hans kom mér í hug kort, sem ég
sá eitt sinn og sent var fólki í sorg.
Hann er ekki dáinn, hann er farinn.
Einhvem veginn fínnst mér þetta
líka eiga við í dag þegar við kveðj-
um þennan góða skólabróður. Hann
er ekki dáinn, hann er farinn, farinn
á undan okkur og ég gæti vel trúað
því að hann muni verða á Akureyri
þegar þau okkar sem þá standa
uppi halda norður á sumri komanda
til að minnast 50 ára stúdentsaf-
mælisins. Þá verður Bjarna Sig-
urðssonar saknað. Við munum ekki
sjá hann en ég hefí þá trú að við
munum finna hann í sunnanblænum
og sólargeislunum í gömlu söngvun-
um, þegar rifjaðar verða upp minn-
ingar frá ungu árunum fallegu.
Bjarni Sigurðsson er farinn.
Hann deyr ekki ástvinum sínum en
lifir í hjörtum þeirra, þótt söknuður
sé sár. Hann lifir einnig í verkum
sínum. Bekkjarsystkinin minnast
hans með þökk og senda ástvinum
einlægar samúðarkveðjur.
Anna Snorradóttir
Kveðja frá guðfræðideild
Andlát dr. Bjarna Sigurðssonar
kom mér mjög á óvart. Ég vissi,
að hann átti við sjúkdóm að stríða,
en grunaði ekki, að hann væri svo
langt leiddur. Bjarni var dulur mað-
ur og bar ekki tilfínningar sínar á
torg. Því talaði hann ekki hátt um
sjúkdóm sinn. Hann hafði ætíð virst
svo heilsugóður, léttur á fæti og
snar í öllum hreyfingum. Lyftuna
í háskólanum notaði hann ekki,
heldur hljóp í stigunum og blés
ekki úr nös. Oft kom hann gang-
andi til vinnu í háskólanum frá
heimili sínu í Kópavogi. Ég held,
að hánn hafði aldrei verið forfallað-
ur vegna veikinda allan þann tíma
sem hann starfaði við guðfræði-
deildina.
Dr. Bjarni Sigurðsson var skipað-
ur lektor í kennimannlegri guðfræði
við guðfræðideild Háskóla íslands
frá 1. janúar 1976. Fram að þeim
tíma hafði kennimannlegri guð-
fræði verið skipt á milli kennara
deildarinnar, en árið 1975 fékkst
heimild fyrir stöðu í greininni svo
að hún komst öll á hendur einum
kennara.
Kennimannleg guðfræði er mjög
víðfeðm. Rækti Bjami starf sitt af
mikilli alúð og samviskusemi. Sér-
svið hans var kirkjuréttur og starfs-
háttafræði og rannsóknir hans voru
mestar á því sviði. Um leið leitaðist
hann við að afla sér frekari þekk-
ingar á öðrum fræðasviðum og gaf
út rit og bæklinga til notkunar við
kennsluna bæði á sviði sálgæslu.og
helgisiðafræða. Var hann vel virkur
á fræðasviðum sínum og fékk á
grundvelli þess hækkun í stöðu
dósents þann 1. nóvember 1981.
Áfram sinnti hann rannsóknum
og fræðastörfum og lauk árið 1985
doktorsprófi í kirkjurétti frá laga-
deild Kölnarháskóla og var það
mikið afrek af svo fullorðnum
manni. Fjallar ritgerð hans um
sögu, mótun og nútímamynd ís-
lensks kirkjuréttar. Á grundvelli
rannsóknarstarfa sinna hlaut hann
skipun í prófessorsembætti 1. júlí
1988. Hann hlaut lausn frá emb-
ætti fyrir aldurs sakir frá 15. sept-
ember 1990, en samþykkti að
gegna kennslu enn um sinn, þar til
búið væri að ganga frá ráðningu
eftirmanns hans. Við höfðum vænst
þess að geta notið krafta hans enn
um sinn og vonuðumst til að hann
gæti sinnt hugðarefnum sínum,
þótt hann hefði látið af embætti.
Hann átti í smíðum rit um kirkju-
rétt og er þörfín fyrir íslenskan
kirkjurétt orðin afar brýn. Þá átti
hann og í handriti rit um sögu
messunnar, um sögu íslensks sálm-
akveðskapar og um sögu ferming-
arinnar.
Dr. Bjarni lagði mikla alúð við
kennslu sína. Hann var samvisku-
samur maður og mátti' ekki vamm
sitt vita. Hann kynnti sér nýjungar
í fræðigreinum sínum og leitaðist
við að auðvelda stúdentum námið
með samningu kennslu- og stuðn-
ingsrita. Síðustu skyldu sinni lauk
hann helsjúkur aðeins rúmri viku
áður en hann dó.
Ég átti þess kost að fylgjast með
kennslu hans í prédikun. Þar lagði
hann sig allan fram og sá það sem
sérstaka köllun sína að glæða til-
finningu stúdenta fyrir íslenskri
tungu, sérkennum hennar, hrynj-
andi, orðaforða og orðtökum og líka
fyrir sérkennum helgimálsins eða
tungutaks kirkjunnar í aldanna rás.
Það var afar lærdómsríkt að
fylgjast með þessari kennslu. Þarna
vann hann þarft og gott verk á tím-
um, þegar íslensk tunga á í vök að
veijast. Hann þekkti íslenska tungu
líka vel og var orðhagur maður
bæði í ræðu og riti. Þá var hann
ráðhollur um orðalag á ályktunum
og bréfum og er ég honum þakklát-
ur fyrir margar ábendingar og ráð
sem hann gaf mér um framsetningu
og orðalag.
Árið 1988 var ákveðið að setja
á laggirnar sérstaka sáttanefnd
innan háskólans og mátti skjóta til
hennar málum er vörðuðu ágreining
milli stúdenta og kennara. Dr.
Bjami var skipaður formaður þess-
arar nefndar og mótaði hann starf
hennar og starfsaðferðir. Ég hygg,
að sumt hafí verið honum erfítt í
þeim viðskiptum, því að hann var
viðkvæmur maður og tók erfiðleika
annarra nærri sér.
Sjálfur fór hann ekki varhluta
af mótlæti. Ótímabær dauði tveggja
sona var þungbær raun honum og
fjölskyldu hans. Þau voru sterk í
þeirri raun og sýndu mikið trúar-
traust.
Dr. Bjarni Sigurðsson skilur eftir
sig tómarúm. Mikill er missir frú
Aðalbjargar og bama þeirra. Við
samstarfsmenn hans í guðfræði-
deild biðjum henni og bömum henn-
ar huggunar og styrks í þessari
sorg. Við kveðjum dr. Bjarna Sig-
urðsson í þökk og minnumst hans
með virðingu.
F.h. guðfræðideildar Há-
skóla íslands,
Einar Sigurbjörnsson.
Bjarni frá Straumi var nafn hans
meðal okkar bekkjarsystkinanna.
Við aðgreindum hann með nafni
bæjarins þar sem hann lék sér í
bernsku, frá öðrum heiðursdreng,
Bjarna Fertram. Nú eru þeir báðir
horfnir og var tæpt ár á milli þeirra.
Báðir höfðu þeir skilað miklu og
gifturíku ævistarfí.
Ennþá á ég í huganum skýra
mynd af hinum sviphreina Bjarna
frá Straumi þegar ég sá hann fyrst.
Við stóðum þá báðir andspænis
sama vanda, gagnfræðaprófí utan-
skóla við Ménntaskólann á Akur-
eyri. Grannur og fremur lágur
vexti, brosleitur, talaði skýrt, róm-
urinn blíður, hár og snjall. Síðan
áttum við eftir að kynnast mjög
vel. Þá geisaði stríð í Evrópu -
þrúgandi tími fyrir hugsandi ungl-
inga og Hitler var að leggja undir
sig heiminn. Við Bjarni ræddum oft
þau mál og vorum víst samstiga í
hatri okkar á Hitler. Svo urðum við
stúdentar í miðju stríði.
Bjarni var sjálfkjörinn ræðumað-
ur okkar bekkjarsystkinanna þegar
við komum saman til hátíðahalda á
stúdentsafmælum. Síðasta ræðan,
sem ég heyrði hann halda, var í
kirkjunni á Akureyri þegar við vor-
um 40 ára stúdentar. Þá rifjaði
hann upp brautskráningardag okk-
ar frá skólanum. Við vorum um
kvöldið samkvæmt venju í kaffíboði
hjá skólameistara. Við vorum að
syngja í miðju boði og þá standa
allt í einu tveir menn inni á miðju
gólfí, Sveinn Bjarman á Akureyri,
sem við þekktum öll, og hár og
beinvaxinn maður í norskum her-
mannabúningi. Þetta var skáldið
Nordahl Grieg. Þeir gengu að borð-
inu til meistara og heilsuðu honum
með handabandi og síðan steig
skáldið fram á gólfíð, kynnti sig
og hóf að lesa kvæði, auðvitað blað-
alaust, sem hófst á þessa leið:Idag
stár flaggstangen naken blant Ei-
svolds grönnende trær.
Við urðum vitaskuld mjög hrærð
og ekki síst meistari, Sigurður Guð-
mundsson, sem stóð upp strax að
lestri loknum og hélt þama óundir-
búna þrumandi þakkarræðu á
dönsku. Grieg og Bjarman höfðu
ekki gert boð á undan sér. Síðan
hurfu gestirnir jafn snögglega og
þeir komu.
Stríðstíminn gat verið einkenni-
legur og þá stóðu margar flagg-
stengur auðar.
Síðan lá leiðin suður í Háskóla
íslands. Aðrar leiðir voru okkur lok-
aðar þá. Bjarni valdi lögfræði og
lauk vitaskuld prófi með ágætum.
En hann hafnaði lögfræðistörfum,
valdi blaðamennsku. Og hann stóð
sig vel þar sem annars staðar, hafði
fyrstur manna umsjón með þættin-
um Velvakanda í Morgunblaðinu
og gerði hann vinsælan. Samhliða
blaðamennskunni nam hann guð-
fræði og þar hygg ég að hann hafi
loks fundið sjálfan sig. Hann var
heimspekilega sinnaður, frábær
ræðumaður og trúaður.
Séra Bjarni Sigurðsson var skör-
ulegur og dáður prestur á Mosfelli
í Mosfellssveit í 22 ár, eini klerkur
landsins að ég hygg sem bæði var
lögfræðingur og guðfræðingur. Því
næst réðst hann sem kennari við
guðfræðideild Háskóla Islands og
endaði þar sem prófessor og doktor
í kristinrétti.
Ferill séra Bjarna Sigurðssonar
lá fram og upp, ekki af því að hann
bæri við að klifra eða ota sér áfram
heldur fyrir gáfur og mannkosti.
Hann var ákaflega fjölhæfur og því
lá ekki í augum uppi hvaða leið
hann skyldi velja sér þegar hann
kom í háskólann. Hann hefði getað
orðið ágætur málafærslumaður eða
dómari og blaðamaður var hann
frábær, en þessi störf fullnægðu
honum ekki. Guðfræði og prestþjón-
usta hugnuðust honum betur, senn-
ilega af því að hvort tveggja krefst
fórna. Honum var sælla að gefa en
þiggja.
Bjarni kvæntist góðri konu, Aðal-
björgu Sigríði Guðmundsdóttur frá
Kirkjubóli í Norðfírði. Þau eignuð-
ust 5 börn en tveir synir þeirra lét-
ust uppkomnir. Ég votta hinni eftir-
lifandi fjölskyldu djúpa samúð, því
að mikils er misst. Allir sem kynnt-
ust vel Bjama frá Straumi sakna
hans sárt.
Eiríkur Hreinn Finnbogason
Kveðja frá Reykjalundi
Það er lán Reykjalundar að frá
upphafi starfseminnar hafa sóknar-
prestar að Mosfelli sýnt henni ein-
lægan áhuga og alúð. Ekki hafa
þeir einungis sinnt fúsu geði kirkju-
legu starfí á staðnum heldur ávallt
boðnir og búnir að láta vistmönnum
og starfsmönnum í té þá prestsþjón-
ustu sem kallað hefur verið eftir
hveiju sinni.
Það er trúlega á fárra vitorði nú
orðið að það var séra Hálfdán Helg-
ason, þáverandi Mosfellsprestur og
prófastur í Kjalarnesprófastsdæmi,
sem fyrstur átti hugmyndina að
nafninu Reykjalundur. í samtíð-
arheimild um opnun Vinnuheimilis
SÍBS 1. febrúar 1945 segir m.a.:
„Séra Hálfdán Helgason prófastur
hafði lagt til að að staðurinn yrði
nefndur Reykjalundur og miðstjóm-
in samþykkti nafnið.” Og síðar um
opnunarathöfnina: „Því næst vígði
séra Hálfdán staðinn, bauð hann
íbúana velkomna í umdæmi sitt og
árnaði stofnuninni allra 'heilla.”
(Ámi Einarsson og Oddur Ólafsson
í ársriti SÍBS, Berklavörn 1945.)
Séra Hálfdán andaðist fyrir aldur
fram árið 1953. Árið 1954 varð
séra Bjarni Sigurðsson sóknarprest-
ur að Mosfelli og þjónaði Lágafells-
prestakalli, þar með Reykjalundi,
til ársins 1976.
í 22 ár messaði séra Bjarni á
Reykjalundi, ekki aðeins á stórhá-
tíðum heldur einnig þeim sem minni
kallast, og sinnti prestsverkum,
skírði, gifti og jarðsöng. Alltaf hlýr
og tilgerðarlaus, einlægur. Ekki
duldist að séra Bjarni var vitur og
bjó yfír þeirri tæm speki sem hveij-
um og einum er unnt að skilja.
Hann gat því miðlað og kunni þá
list.
Enda þótt séra Bjarni bæri alla
kosti sóknarprests bjó í honumn
spurult eðli vísindamanns og löngun
til að koma fræðunum til skila þeim
sem hlýða vildu. Þessir þættir sam-
ofnir voru rót þess að hvórki vílaði
hann fyrir sér að hefja framhalds-
nám erlendis, kominn að fimmtugu,
sem hann stundaði með hléum fram
á sextugsaldurinn, né heldur að
söðia um frá starfi sóknarprests í
starf kennara við guðfræðideild
Háskóla íslands. Gerðist það í byij-
un árs 1976 en þó sinnti hann pre-
stakallinu áfram fram á sumar.
Sóknarbörnin söknuðu hans en
bót er að þeir hafa reynst góðir
menn og sóknarprestar sem á eftir
komu.
Að leiðarlokum flyt ég þakkir
fyrir velvild séra Bjarna til Reykja-
lundar, fyrir ástúðlega þjónustu
hans til handa vistmönnum þar og
sóknarbörnum. Jafnframt innilegar
samúðarkveðjur frá Reykjalundi til
frú Aðalbjargar og bama þeirra
hjóna.
Haukur Þórðarson
Kveðja úr Brautarholtssókn
Við skyndilegt fráfall sr. Hálf-
dans Helgasonar, hins ástsæla pró-
fasts á Mosfelli vorið 1954, var efnt
til prestskosninga í Lágafellssókn
eins og lög gerðu ráð fyrir. Um-
sækjendur voru margir ágætir
kennimenn, eldri sem yngri. Þar á
meðal var nýútskrifaður guðfræði-
kandídat, lágvaxinn og grannholda,
hógvær í framkomu og horfði fast
í augu þess sem hann heilsaði. Það
hafði hann umfram keppinauta sína
að hafa einnig lokið prófi í lög-
fræði, enda mikill námsmaður, sem
síðar lauk doktorsprófí í guðfræði.
Ekki er þess að vænta að lög-
fræðin hafí vegið þungt í kosninga-
baráttunni, en sigurorð bar ungi
maðurinn af væntanlegum starfs-
bræðrum sínum, var vígður til Mos-
fellsprestakalls og þekktur æ síðan
sem sr. Bjarni á Mosfelli. Virtur
kennimaður, með næmt auga fyrir
lífí fólks og umhverfí þess.
Sr. Bjarni þjónaði Brautarholts-
sókn í 21 ár uns sóknin færðist til
Reynivallaprestakalls með nýrri
skipan prestakalla. Samstarf sr.
Bjarna og safnaðar var alla tíð sem
best verður á kosið og hann var
góður gestur, jafnt í gleði sem sorg.
Eftirminnilegar eru tækifærisræður
hans á þorrablótum fluttar á kank-
vísan og hlýjan hátt. Honum var
tamt að tala til barna og unglinga
og sinnti æskulýðsstarfi af árvekni.
Þessa virka starfs sr. Bjarna
verður ekki maklega minnst nema
getið sé virkrar þátttöku frú Aðal-
bjargar, sem ætíð fylgdi manni sín-
um til prestsverka og annars sem
prestskonu sæmir. Henni og eftirlif-
andi bömum þeirra eru sendar inni-
legar samúðar- og þakkarkveðjur.
Hugur hlýrra minninga og þakk-
lætis fylgir sr. Bjarna héðan frá
Brautarholti á útfarardegi. Blessuð
sé minning hans.
Jón Ólafsson
Kveðja frá
Blaðamannaf élaginu
Á aðalfundi Blaðamannafélags-
ins fyrir réttu hálfu ári, var séra
Bjarni Sigurðsson mættur að venju,
kvikur og léttur í spori. Bæði félag-
ið og séra Bjarni stóðu þá frammi
fyrir merkum tímamótum, því hann
hafði ákveðið að láta af störfum í
siðanefnd félagsins. Þar hafði hann
átt sæti allt frá því hún var sett á
laggirnar fyrir rúmum 26 ámm,
lengst af sem formaður. Enginn
annar hafði svo lengi gegnt jafn
ábyrgðarmiklu trúnaðarstarfí fyrir
Blaðamannafélagið og séra Bjarni.
Það var þakklátt verk að fá að
heiðra hann á þessum tímamótum
og þakka honum óeigingjörn störf
í þágu félagsins í rúman aldarfjórð-
ung. Þótt séra Bjarni væri lítið fyr-
ir slíkar uppákomur, þá vissu allir
sem til hans þekktu, að starf hans
í siðanefnd Blaðamannafélagsins
var honum afar hugleikið og unnið
af mikilli ábyrgð og alvöru. Fáir
aðrir voru betur til þess fallnir að
hafa -forystu á þeim vettvangi en
einmitt hann.
Víst er að samviskusamari maður
en séra Bjami var vandfundinn og
það var ekki síst styrkur fyrir Blað-
amannafélagið. Hann var hæglátur,
drenglyndur og þó fyrst og fremst
sanngjarn í sínu starfí.
Blaðamannafélag íslands vill
með þessum orðum þakka séra
Bjarna fyrir hans ágætu störf um
leið og það sendir eiginkonu og
ættingjum samúðarkveðjur.
Lúðvík Geirsson, form. BÍ.
Kveðja frá Félagi
guðfræðinema
Sr. Bjarni Sigurðsson, prófessor,
er látinn. Fregnin barst undirritaðri
við altarisgöngu guðfræðistúdenta
í kapellu Háskóla íslands í liðinni
viku. Við lutum höfði og minntumst
hans með virðingu og þökk. Sr.
Bjarni var upphafsmaður hinnar
vikulegu morgunmessu stúdenta og
kennara í guðfræðideild, sem upp-
hófst veturinn 1977, ári eftir að
hann var skipaður lektor við deild-
ina. Vænt þykir mér um samstarfið
við sr. Bjarna er hann þáði glaður
undirleik við sálmasöng.