Morgunblaðið - 12.10.1991, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 1991
Á bláþræði
. -w
__________Leiklist______________
Súsanna Svavarsdóttir
Borgarleikhúsið ÞÉTTING
Höfundur: Sveinbjörn I. Bald-
vinsson
Leikstjóri: Hallmar Sigurðsson
Leikmynd: Jón Þórisson
Búningar: Jón Þórisson og Aðal-
heiður Alfreðsdóttir
Lýsing: Ogmundur Þór Jóhann-
esson
Tónlist: Stefán S. Stefánsson
Lag Sigurjóns: Sveinbjörn I.
Baldvinsson
Það er líf að fjara út, smá-
slokkna. Ekki bara líf einnar konu,
heldur líftími fjöiskyldu. Ólöf er
móðirin, Ásgeir er faðirinn og börn-
in þeirra, Sigurjón og Dísa, eru
fullorðið fólk, hann um þrítugt, hún
aðeins yngri.
Ólöf er haldin illkynja sjúkdómi.
Leikritið hefst á því að hún fær að
fara heim af sjúkrahúsi á meðan
beðið er eftir niðurstöðum úr rann-
sóknum. Sigurjón kemur í heimsókn
með konu sína Maríu, Dísa býr er-
lendis. Á meðan engar niðurstöður
berast, halda feðgarnir, Ásgeir og
Siguijón í vonina, en Ólöfu er ljóst
að hún er ekki lengur þátttakandi.
Fjölskylda hennar er að nálgast
endalok og af henni er að vakna
ný fjölskylda, nýtt líf.
Og hvað er fjölskylda? Til hvers
er hún?
Siguijón talar um það á einum
stað að móðir hans, Ólöf, hafi hald-
ið fjölskyldunni saman. Ög það eru
orð að sönnu, því eiginmaðurinn og
bæði börnin ná sambandi við hana,
en ekki hvert við annað. Þau virð-
ast alltaf hafa verið í baráttu um
athygli hennar og tilfinningar.
Feðgarnir eru andstæðingar, systk-
inin eru andstæðingar og feðginin
virðast þekkjast fremur lítið. Þau
sameinast í einu atriði gegn Sigur-
jóni — þegar Dísa kemur heim
vegna veikinda móður sinnar að því
er virðist — en að öðru leyti er
ekki sýnt inn í samskipti þeirra.
Hún tilheyrir öðrum heimi, öðrum
hugsunarhætti — og þótt henni sé
velkomið að gista í gamla herberg-
inu sínu, er hún í rauninni löngu
hætt í þessari fjölskyldu. Atburða-
rásin er einföld, átökin augljós,
verkið virðist fremur einfalt á með-
an á því stendur og persónurnar
fremur grunnar. En það er tvennt
til í því. Faðirinn og börnin hans
taka ekki sameiginlega á sorginni.
í stað þess að hlúa hvert að öðru,
standa saman og gera sér grein
fyrir því að dauðinn er óhjákvæmi-
legur, reyna þau að finna sökudólg.
Feðginin grípa í það hálmstrá að
það sé undir Siguijóni komið hvort
Ólöf lifir lengur og afneita því að
dauðinn kemur til hennar, hvort
sem það er á morgunn eða hinn
daginn. Siguijón á í baráttu milli
þess að halda áfram sínu lífi, eða
fylgja móður sinni að dyrum dauð-
ans. Alls staðar eru gerðar kröfur
til hans og hann verður að velja.
Þegar feðginin ráðast á hann með
ásökunum, ræðst hann á þau á
móti. Samskiptin eru vítahringur
sem þau kunna ekki að_ íjúfa. Það
er augljóst að með Ólöfu mun
hverfa von þeirra þriggja um að
ná saman.
Verkið gengur að mestu leyti út
frá sambandi Siguijóns og móður
hans. Siguijón hefur mikla mýkt.
Hann ertónlistarmaður, fremur við-
kvæmur og í hjónabandinu með
Maríu, virðist hann veikari aðilinn.
Hann stendur frammi fyrir því að
sanna sig meðal karlmanna, á með-
an móðir hans liggur fyrir dauðan-
um. í hjarta sínu er hann litli dreng-
urinn hennar, það er hann líka í
hennar hjarta. Það val sem hann
stendur frammi fyrir er ekki val
milli móður annarsvegar og samfé-
lags og frama hinsvegar, eins og
faðir hans og systir vilja meina,
heldur val um að verða fullorðinn
maður, einstaklingur sem vill bera
ábyrgð á framtíð sinni og fjölskyldu
sinnar. Undir mýktinni er hann
sterkur og sjálfum sér samkvæmur.
Hann tekur ákvörðun og stendur
við hana, þótt aðrir reyni að ala á
sektarkennd hans.
Það er Kristján Franklín Magnús
sem fer með hlutverk Siguijóns.
Til að byija með er Siguijón kátur
og ástleitinn við konu sína, Maríu,
en það liggur meira í textanum en
leiknum. Kristján er of stirður og
framsögnin flöt og blæbrigðalaus í
þessum senum, hann er jafnvel
þvoglumæltur á köflum. Hann vinn-
ur þó á, eftir því sem líður á sýning-
una og bestu spre'ttir hans eru í
þeim atriðum þar sem hann sýnir
mýkt, í atriðunum á móti móður-
inni. Sverrir Örn Arnarson leikur
Siguijón lítinn dreng, drenginn sem
lifir í hjarta móðurinnar. Nærvera
hans er kyrr og notaleg og við-
kvæmnin ekki 'ofgerð.
Soffía Jakobsdóttir leikur Ólöfu,
móðurina sem allt snýst um. Hún
er fárveik, ber sig vel, tekur þátt í
blekkingu fjölskyldunnar um að allt
verði í lagi um leið og hún reynir
að segja þeim að dauðinn sé óhjá-
kvæmilegur innan skamms með því
að lýsa yfir að hún vonist til að fá
að lifa það að sjá barnabarn sitt.
Hlutverk Ólafar er ákaflega fallega
unnið af Soffiu. íjáning hennar er
skýr en tempruð, mildi hennar
sterk, nærvera hennar ríkjandi í
þessu iengstum þögla hlutverki.
Ásgeir, föðurinn, leikur Pétur
Einarsson og systurina, Dísu, leikur
Sigrún Waage. Þessi tvö hlutverk
finnst mér vera veikleiki verksins.
Þau eru eintóna og hafa óþarflega
litla dýpt. Þau eru of veigamiklar
persónur til að það sé réttlætan-
legt. Ásgeir er stöðugt að koma úr
heimsókn til konu sinnar, eða fara
í heimsókn. Því virðast fylgja ótrú-
lega lítil átök fyrir hann. Það er
gefið í skyn á tveimur stöðum að
þetta sé honum erfitt; í annað skipt-
ið hellir hann sér í glas úr viskí-
flösku, á öðrum stað ræða systkinin
það. En áhorfandinn nær engu sam-
bandi við sorg hans, kvíða eða ein-
semd. Pétur skilar hlutverkinu eins
og tilefni er til, en varla var von á
meiru. Dísa er alger andstæða bróð-
ur síns. Hún er sjálfselskur eigin-
hagsmunaseggur sem er kominn í
tilfinningavanda. Hún hefur alltaf
logið að foreldrum sínum og er í
stöðugri spennu nálægt þeim — hún
er hrædd um að þau komist að
því. Eg skal ekki segja til um hvort
til séu svona einhliða „egóistar,”
sem dauðinn fær ekki snert, en
hvað sem því líður þá var hlutverk-
ið það eina sem var illa unnið, í
ofanálag. Sigrún Waage var stíf og
yfirspennt án þess að ná sambandi
við þessa persónu sem átti að því
er virtist að vera stíf og yfirspennt.
Sigrún var of klemmd í öllum hreyf-
ingum til að persónan, Dísa, lifnaði
á sviðinu. Það var erfítt að trúa því
að hún ætti að vera falleg tískusýn-
ingardama á toppnum, því andlits-
hreyfingar Sigrúnar voru heftar,
andlitið hálf afmyndað. Ekki voru
hárgreiðslan og búningarnir til að
bæta það. Það var hreint ótrúlegt
hvað hægt var að gera þessa fal-
legu stúlku ömurlega.
Þegar tveimur veigamiklum per-
sónum í verkinu er einhliða stillt
upp sem andstæðum við Siguijón,
á þennan hátt, vantar mótvægi við
reiði og spennu, sérstaklega þar
sem átök þeirra hvíla ekki einu sinni
í návist móðurinnar. Verkið gerir
of mikla kröfu til þjáningar og sýn-
ingin er því dálítið yfirspennt, hana
vantar jafnvægi, sem 'kannski hefði
fundist, ef samkennd föðurins og
systkinanna andspænis dauðanum,
væri einhvers staðar að fínna. Það
er of mikil reiði og of lítil sorg.
Framan af er atburðarásin fremur
hæg og slitrótt, en spennan kemur
inn strax í öðru atriði, þegar feðg-
arnir mætast — þó ekki spenna í
framvindu verksins, heldur tauga-
spenna milli tveggja einstaklinga.
Maríú, hina konuna í lífí Sigur-
jóns; eiginkonuna, leikur Sigrún
Edda Björnsdóttir. Sterka konu,
sem virðir vinnu, frelsi og athafnir
eiginmannsins, stendur með honum
á meðan hann stendur við það sem
hann segir, og krefst þess sama af
honum. Hún er einnig fremur ein-
hliða, kannski meira eins og draum-
ur um hvernig eiginkona á að vera,
en Sigrún Edda skilaði henni að
mestu leyti vel, þótt hún mætti
fylgja mjög fínni textameðferð sinni
aðeins betur eftir með svipbrigðum.
Andlitsdrættir voru á köflum of
spenntir til að hún næði að fylgja
eftir því sem hún var að segja.
Hlutverk Ernu hjúkrunarkonu,
Gests verkalýsforingja og vinar Sig-
uijóns, og Haraldar læknis erú öll
smá, en vel unnin, af þeim Ásu
Hlín Svavarsdóttur, Theodór Júlíus-
syni og Jóni Júlíussyni, sérstaklega
hlutverk Haraldar.
Leikmyndin er skemmtilega
hönnuð og plássið á litla sviðinu vel
nýtt. Leikritið gerist á mörgum
stöðum og hver staður hefur sitt
andrúm með einföldum lausnum og
gerir áhorfandanum auðvelt að
setja sig inn í aðstæður á hveijum
stað. Leikmyndin segir manni meira
um einsemd Ásgeirs en handritið,
undirstrikar framtíð hinnar nýju
Ijölskyldu Siguijóns og er trú verk-
inu í því hversu yfirþyrmandi tilvon-
andi dauðsfall er í hverri fjölskyldu.
Lýsingin var vel hugsuð og í sýning-
unni eru margar fallegar myndir,
þar sem mætast ljós, litir og glitr-
andi þræðir, sem í senn geta verið
bláþræðir lífsins og fyrirboði um
himneska hörpuhljóma þegar von
fjölskyldunnar verður að engu og
þjáningum Ólafar lýkur. Tónlistin
er eins fíngerð og viðkvæm og
þræðirnir, maður bíður allan tímann
eftir að hvorutveggja bresti. Bún-
ingamir fannst mér ekki sérlega
smekklegir, óþarflega litlausir,
verstir þó á Dísu; ódýr dragt á
moldríkri konunni og fötin fóru illa
á Ásgeiri. Allt of síðar buxurnar
gerðu hann kauðskann.
Leikstjórnin vinnur ekki nóg
gegn spennu persónanna, heldur
undirstrikar hana. Það er eins og
hefði þurft að fínpússa sýninguna,
tempra ofsann og skapa meiri kyrrð
í kringum dauðann, gera nærveru
annarra persóna eins sterka og
móðurinnar í stað þess að þröngva
þeim upp á áhorfandann. Ég hef
það á tilfinningunni að þannig hefðu
leikararnir hvílt betur í hlutverkum
sínum.
--------MH----------
■ í VETUR mun Taflfélag
Reykjavíkur standa fyrir öflugu
unglingastarfi. Á hveijum laugar-
degi kl. 14.00 verða unglingaæfing-
ar fyrir 14 ára og yngri. Æfingum
þessum verður skipt upp í tvo þætti,
annars vegar skákskýringar og hins
vegar skákmót. I skákmótinu eru
tefldar 7 umferðir og umhugsunar-
tími á hveija skák er 10 mínútur á
mann. Einnig verða próf í endatafls-
þrautum fyrir þá sem vilja. Verð-
laun verða veitt fyrir þijú efstu
sætin í hverju móti. Allir eru vel-
komnir og aðgangur verður ókeyp-
is. Haustmót unglinga hefst laugar-
daginn 26. október nk. kl. 14.00
og verður framhaldið þann 2. nóv-
ember og lýkur laugardaginn 9.
nóvember. Tefldar verðá 9 umferðir
(3 hvern laugardag). Umhugsunar-
tími er 40 mínútur á mann. Vegleg
verðlaun verða veitt fyrir fímm
efstu sætin. Þátttökugjald er kr.
700. Skrifstofa Taflfélagsins er
opin alla morgna frá kl. 9.00 til kl.
12.00 og mánudaga frá kl. 13.00
til 17.00.
Vandaðir
ítalskir dömuskór
Stærðir 36-41
Teg. 538: 8 cm hælar, leðursólar
Gerð: Svart leður
Rúskinn: Svart, rautt og dökk-drapp
Verö kr. 5.300,-
Teg. 667: 7 cm hælar, leðursólar
Gerð: Leður, svart og blótt
Rúskinn: Svart, grótt, grænblótt
og vínrautt.
Verð kr. 5.300,-
Teg. 585: 4,5 cm hælar, leðursólar
Gerð: Leður, svart og blótt
Rúskinn: Svart og rautt
Lakk: Svart og vínrautt
Verö kr. 5.400,-
Póstsendum
KfílNOLAM B-ia Slm 600345
MILANO
LAUGAVEQI61S. 10655
Svissneskur
hótel- og ferðamálaskóli
1 árs nám í hótelrekstri. Lýkur með prófskírteini.
2 ára nám í hótelstjórnun. Lýkur með prófskírteini.
Námið er viðurkennt af HCIMA.
I Námið fæst metið í bandarískum og evrópskum há-
; skólum.
1 árs nám íferðamálafræði. Lýkur með prófskírteini.
Námskeið í almennum ferðaskrifstofustörfum.
IATA réttindi.
Skrifíð til:
HOSTA HOTEL AND TOURISM SCHOOL,
1854 D Leysin, Switzerland.
Sími: 9041-25-342611 - Fax: 9041-25-341821.
Leið til
MARKVISSARI
ÁKVÖRÐUNARTÖKU
* Vefjast ókvorðanir fyrir þér? Áttu erfitt með oð ofmorko vandomólið?
* Læturðu aðra toko ókvorðonir fyrir þig?
* Viltu öðlgjt betri "skilning ó ókvörðunarferlinu?
* Viltu að ókvorðanir þínar verði að jafnaði markvissari?
* Viltu þjólfa þig þannig, að þú eigir auðveldara með að taka ókvarðanir?
í vetur verða haldin námskeið þar sem kennd verður
leið sem stuölar aö markvissari ákvörðunartöku.
Á námskeiðinu er farið yfir helstu gildrur, sem flestir
ákvörðunartakar lenda í og kynntar leiðir framhjá þeim.
Næstu námskeiö hefjast þriðjudaginn 15. október kl.
20.30. og mánudaginn 21. október kl. 16.00.
Upplýsingar og innritun í síma 612026. Einnig á kvöld-
in og um helgar. Simsvari þegar enginn er við.
BETRI ÁKVÖRÐUN
Ráðgjafaþjónusta Marínós G. Njálssonar,
________Skipholti 50C, 2. hæð.___
Leiðbeinandi:
Marinó G. Njálsson
32 ára reynsla
SEH réttindi.