Morgunblaðið - 12.10.1991, Side 18

Morgunblaðið - 12.10.1991, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 1991 Verðmyndun sjávarfangs: Yfirnefnd lögð niður og* fiskverð fijálst í áföngum Talsmenn hagsmunaaðila í sjávarútvegi styðja breytingarnar í FRUMVARPI sem sjávarútvegsráðherra leggur fram á Alþingi í haust verður yfimefnd Verðlagsráðs sjávarútvegsins lögð niður og verðlagsráðinu heimilað að ákveða fijálst fiskverð með meirihluta- ákvörðun í stað einróma samkomulags eins gilt hefur. Araar Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva, segir að sam- tökin séu sammála þeirri stefnu sjávarútvegsráðherra að boða frjálst fiskverð í áföngum og að fella niður vald yfimefndarinnar og styðji því þessa breytingu. Stjórn Samtaka fískvinnsiu- stöðva hefur haft frumvarpið til skoðunar og segir Amar að breyt- ingin geri ráð fyrir að yfirnefnd, með ríkisfulltrúa sem oddamann, geti ekki ákveðið frjálst fiskverð. Eftir 1. janúar 1993 verði fijálst fískverð meginreglan en meirihluti Verðlagsráðs geti þó áfram ákveðið verð en vægi þess verði mun minna. „Fiskverð er að nokkra leyti frjálst í dag. Það má reikna með að að um 20% botnfiskaflans fari um fískmarkað og um 80% í gegn- um bein viðskipti. -Fiskverðin era mjög misjöfn þannig að með því að gefa sér rúmlega ár til að þrepa sig út úr gamla kerfínu sé eðlilegur aðlögunartími. Auðvitða myndast verð á þessum tíma. Við styðjum það að Verðlagsráð starfí áfram í bréyttri mynd en að áhrif þess minnki smám saman og verði orðin mun minni eftir árið,” sagði Amar. LÍÚ styður breytingarnar „Við teljum að verðmyndun á sjávarfangi hafí tekið miklum breytingum í fijálsræðisátt á und- anfömum áram. Verðlagsráðsverð- ið hefur orðið ómarkvisst við þær breytingar sem orðið hafa og er nú svo komið að verð á botnfíski, sem er ákveðið af Verlagsráði, er hvergi nothæft,” sagði Kristján Ragnars- son formaður LÍÚ. „Það er liðin tíð að halda í sama fískverð því aðstæður era breytiieg- ar frá einum stað til annars, sem valda því að það sé eðlilegt að fís- kverð geti verið breytilegt. Ég fagna því þessum breytingum og held að það sé verkefni hvers fyrir- tækis fyrir sig að leysa þessi mál. Þau verða ekki leyst á landsvísu eins og gert hefur verið með Verð- lagsráðsfyrirkomulaginu.” Kristján sagði að fískmarkaðimir væru hluti af verðmyndúnarkerfínu og þar með breytt forsendum. „Nú sér maður ákveðna aukningu á físk- mörkuðunum og þróun þó maður sjái ekki enn að þeir muni ná til alls landsins þar sem er kannski eitt skip og ein vinnsla. Jafnframt tel ég fráleitt að gera mönnum skylt að setja físk á markað því það er engin ástæða til að slita veiðar og vinnslu þannig í sundur. Fyrirtækin eiga að geta haft eigin veiðar fyrir eigin vinnslu og verði ekki gert skylt að setja fisk á markað eins og hugmyndir hafa verið uppi um. Hins vegar verða þessir aðilar jafn- framt að fínna leið til að ákveða fískverð vegna þess að sjómennim- ir eru upp á hlutaskipti og þau standa á móti verðmæti físksins upp úr sjó. Þetta er annað vandamál sem hefur því miður leitt til alvarlegra Árni Guðjónsson hrl: Athugasemd við athugasemd VIS Árni Guðjónsson hæstaréttarlög- maður hefur beðið Morgunblaðið að birta eftirfarandi athugasemd: „Ingi R. Helgason hrl. forstjóri Branabótafélags íslands og stjóm- arformaður Vátryggingafélags ís- lands hf., segir réttilega í Morgun- blaðinu 8. þ.m. að það sé óviðeig- andi fyrir lögmenn að flytja mál, sem era rekin fyrir dómstólum, jafnframt í dagblöðum. Þetta tel ég hárétt. Þegar blaðamaður Morgunblaðs- ins bar undir mig viðtal, sem hann hafði átt við eiganda Skíðaskálans, Carl Jónas Johansen, leiðrétti ég nokkur atriði í símtali sem blaða- maður átti við mig og þó ekki nægi- lega til þess að frásögnin yrði skýr og greinileg. Nú hefur Ingi. R. Helgason, for- stjóri Brunabótafélags Islands og stjórnarformaður Vátryggingafé- lags Islands hf., kosið að flytja mál sitt í Morgunblaðnu, þess vegna vil ég skýra fra'staðreyndum málsins í hnotskurn. Skíðaskálinn hf., sem brann hinn 20. janúar 1991; var í skuld við Branabótafélag Islands vegna ið- gjalds af branatryggingu hússins. Það iðgjald var í innheimtu í upp- boðsrétti Árnessýslu, ásamt öðram skuldum og hafði þar forgang skv. lögum. VÍS hf. er nú smátt og smátt að greiða hústrygginguna. Eigandi rekstursins í Skíðaskálan- um, Carl Jónas Johansen, keypti tryggingu fyrir innbú, vöralager, rekstrarstöðvun o.fl. hjá Vátrygg- ingafélagi Islands hf. Trygging þessi var keypt frá 1. október 1990. Carl Jónas gat ekki greitt fyrir þessa tryggingu í úppháfí, kr. 92:123, áém var iðgjaldið, en með samningi við umboðsmann VÍS hf. greiddi hann í nóvember kr. 100 þúsund fyrir þessa tryggingu með tékkaávísun, sem stíluð var á Vátryggingafélag íslands hf. og mátti innleysa hinn 5. desember 1990. Svo vargert. VÍS hf. notaði hinsvegar ekki greiðsluna eins og stílað var, heldur lét þessa greiðslu ganga til Branabótafélags Islands upp í skuld vegna Skíða- skálahússins, sem var í innheimtu- meðferð í uppboðsrétti ÁmessýslU á Selfossi, eins og áður segir. Vá- tryggingafélag íslands hf. telur skv. framansögðu að Carl Jónas hafi aldrei borgað eina krónu í iðgjald af innbústryggingunni. Vátrygg- ingafélag íslands hf. lét Carl aldrei vita með einu orði eða bréfí að félag- ið teldi hann enga vátryggingu hafa fyrir innbúi, vöralager, rekstrar- stöðvun o.fl. Carl var því í góðri trú að tryggingar hans væra í gildi, uns Vátryggingafélagíslands hf. greiddi honum rothöggið með því að synja um greiðslu vátryggingabótanna, sem nema 20-30 milljónum króna. — Svona einfaldar era staðreyndir málsins. Hér lýkur blaðaskrifum mínum um vátryggingamál Skíðaskálans. Um lögmæti, þess að Brunabóta- félag íslands, sem starfar skv. sér- stökum lögum, raglaði saman reyt- um við Samvinnutryggingar Gt. og 8 einstaklinga, og lagði um 100 milljónir í púkkið, svo úr varð Vá- tryggingafélag íslands hf., án þess að til kasta Alþingis kæmi, ræði ég ekki að sinni. Skýring á því stendur í fleirum en mér. ' Þökk fyrir birtinguna.” árekstra þar sem sjómenn hafa far- ið offari og gerst ósanngjamir í kröfum sínum. Ekki hefur verið fundin lausn á þessu vandamáli við þær breyttu aðstæður sem nú ríkja,” sagði Kristján. Samræmist óskum sjómanna Óskar Vigfússon formaður Sjó- mannasambands íslands, sagði að þessi ákvörðun ríkisstjómarinnar væri í samræmi við óskir sjómanna á undanfömum fjóram áram. „Við höfum lagt til að almennt fískverð verði gefíð fijálst en okkur hefur fundist það ganga hægt. Þó held ég að þetta sé skref í áttina,” Óskar sagðist eiga frekar von á að þýðing fiskmarkaða myndi auk- ast við þessar breytingar. „Það sem mér er efst í huga í þeim efnum er að þá er öllum Islendingum gef- ið tækifæri á að taka þátt í sjávarút- veginum með fijálsum aðgangi að aflanum,” sagði hann. Staðfestir orðinn hlut Sigurður Garðarsson, formaður Félags kaupenda á fískmörkuðum, sagði að með þessari ákvörðun rík- isstjómarinnar væri verið að stað- festa orðinn hlut. „Það er fijálst fískverð á íslandi,” sagði hann. Sigurður sagðist telja að þetta gæti valdið vandræðum hjá þeim sem kaupa fískinn beint í vinnslu- hús af skipunum. „Þeir sem kaupa físk á mörkuðum þekkja ekkert annað en fijálst fískverð.” Kvaðst Sigurður telja að fijálst fiskverð myndi reka þá sem ættu stóra togara og hefðu aðstöðu til, að vinna fískinn út á sjó í stað þess að láta vinna hann í landi, því þar væra engin vandamál með fískverð- ið gagnvart sjómönnunum. „Svo er spuming hvemig fer með útflutning á óunnum físki því þar er sam- keppnisstaða íslensku fískvinnsl- unnar ójöfn og ekkert að marka fijálst fískverð fyrir bragðið. Er- lendu fískkaupendumir hafa for- skot á okkur upp á 10-13%, vegna þess að þeir hafa yfírvikt sem okk- ur leyfist ekki. Umboðsmönnunum erlendis leyfist að svindla á uppgjör- unum með því að taka 1,6% af vikt- inni í uppgjöri. Auk þess er ber okkur að standa skil í Verðjöfnunar- sjóð hér heima sem gerir okkur ennfrekar ósamkeppnishæfa við erlendu fískvinnsluna. Það bendir því allt til að þetta fari í sitt hvora áttina, framhjá fiskvinnslunni á ís- landi. Ég veit því ekki hvort þeir eru að hugsa þetta fyrir fiskvinnsl- una eða útgerðarmenn sem era með fijálst fírskverð hvort sem er. Það er hvergi á landinu farið eftir Verð- lagsráðsverðinu í dag,” sagði Sig- urður. Morgunblaðið/Sverrir Brynjólfur Jónsson, framkvæmda- stjóri Skógræktarfélags íslands, Pálmi Gíslason, formaður Ungmennafélags íslands, og Sigurður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Ungmennafélags íslands. Samvinna ungmennafélaga og skógræktarfólks: Gengið í hús með Skógræktarbókina Samstarfsverkefni Ungmennafélags íslands og Skógræktarfélags íslands um bóksölu hefst nú um helgina. Félagsmenn ungmennafélag- anna munu ganga í hús og bjóða Skógræktarbókina til kaups. Tilgang- ur samvinnunnar er að styrkja starf félaganna með ágóða af sölunni en einnig að örva áhuga íandsmanna á tijárækt og stuðla þannig að bættum og markvissari vinnubrögðum í þeim efnum. Skógræktarbókin er gefin út í maður Ungmennafélags íslands, fyrravetur í tilefni af 60 ára afmæli lögðu áherslu á að félögin hefði átt Skógræktarfélags Islands og í minn- ingu Hákonar Bjamasonar fyrrum skógræktarstjóra. Hún er fræðslu- og leiðbeiningabók en ekki ætluð sérstaklega til kennslu. Engu að síð- ur sagði Brynjólfur Jónsson, fram- kvæmdastjóri Skógræktarfélags ís- lands, á kynningarfundi félaganna tveggja að eftirspum hefði verið eft- ir henni í einstaka skólum þar sem áhersla væri lögð á tijárækt enda mætti nota hluta hennar sem kennslubók. Hins vegar sagði hann að í bígerð væri að gefa út bækling um skógrækt til kennslu í grannskól- um. Bæklingurinn væri almennt orð- aður og mætti nota í tengslum við ýmis verkefni. Brynjólfur og Pálmi Gíslason, for- gott samstarf á undanfömum áram til dæmis hvað varðaði þriggja ára verkefni Ungmennafélaganna sem hlotið hefur nafnið Fósturbörn. Verk- efnið er fólgið í því að ungmennafé- lög velja sem fósturböm sem geta verið fjara sem hreinsuð er reglu- lega, vegarkafli sem hreinsað er meðfram, land til uppgræðslu, gróðursetning í ákveðið landssvæði eða hefting foks. Verkefnið hófst í fyrra en af þeim 212 félögum sem tóku þátt í verkefninu völdu 87 félög verkefni á svið skógræktar. Skógræktarbókin er 247 blaðsíð- ur, prýdd fjölda ljósmynda og teikn- inga. Ritstjóri bókarinnar er Haukur Ragnarsson. Samstarfsnefnd námsmannahreyfinganna: Mótmælir fyrirhuguð- um breytingum á LIN S AMSTARFSNEFND námsmannahreyfinganna lýsir yfir andstöðu sinni við fyrirhugaðar breytingar stjórnvalda á námslánakerfinu sem fram koma í skýrslu nefndar sem hefur endurskoðað lög um Lánasjóð ís- lenskra námsmanna. I fréttatilkynningu frá nefndinni segir að Lánasjóðurinn hafi hingað til verið jöfnunartæki sem hafi gert öllum kleift að fara í nám. Nái hug- myndir stjómvalda hins vegar fram að ganga, sé beinlínis verið að koma í veg fyrir að -ungt fólk í landinu leiti sér menntunar. Samstarfsnefnd- in segist hafa marglýst yfir vilja sín- um til að ræða við stjómvöld um Lánasjóðinn. Hún hafi átt von á til- lögum um lagfæringar á núverandi kerfí en hafí fengið í hendumar hug- myndir að nýju kerfi sem gangi þvert á þær jafnréttishugmyndir sem nú- verandi kerfí byggist á. (Fréttatilkynning.) 15 listamenn opna Sneglu LISTHÚSIÐ Snegla, Grettisgötu 7, Reykjavík, opnar laugardag- inn 12. október. Þar verða listmunir til sýnis og sölu, unnar af 15 listakonum sem vinna í textfl, keramík og skúlptúr. Listhúsið Snegla verður opið mánu'- daga til föstudaga kl. 12-18 og laugardaga kl. 10-14. Þær sem að listhúsinu standa eru: Amfríður Lára Guðnadóttir, Björk Magnúsdóttir, Elísabet Þor- steinsdóttir, Erna Guðmarsdóttir, Guðrún J. Kolbeins, Helga Pálína Brynjólfsdóttir, Herdís Tómasdótt- ir, Hrafnhildur Sigurðardóttir, Ingi- ríður Óðinsdóttir, Ingunn Ema Stefánsdóttir, Jóna S. Jónsdóttir, Sigríður Kristinsdóttir, Sonja Hak- ansson, Vilborg Guðjónsdóttir og Þuríður Dati Jónsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.