Morgunblaðið - 12.10.1991, Síða 21

Morgunblaðið - 12.10.1991, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 1991 21 S AS vildi nota einka- leyfi á Norðurlöndum - til að ná yfirburðum á Islandi eftir Pétur J. Eiríksson Scandinavian Airlines System hef- ur boðið til fjölmiðlaveislu á íslandi. Margir hafa komið og tekið til máls og sumt hefur verið sagt af viti og sumt af minna viti eins og gengur og gerist. Aðalatriði málsins er þetta: Hér á að ríkja frjáls samkeppni milli fyrirtækja, innlendra og er- lendra, og íslensk fyrirtæki eiga ekki að njóta sérstakrar verndar yfírvalda nema með einni undantekningu: Yfir- völd eiga að tryggja að íslensk fyri- tæki njóti sömu samkeppnisaðstöðu á erlendum mörkuðum og erlend fyr- irtæki njóta hér. SAS nýtur einakleyfis á mörgum flugleiðum milli landa Skandinavíu. Þetta einkaleyfí getur félagið notað eða misnotað til að styrkja sam- keppnisaðstöðu sína. Nýlega fengu Flugleiðir sam- þykkta lækkun helgarfargjalda til þeirra borga í Skandinavíu sem fé- lagið flýgur tii. SAS ákvað að bjóða sama gjald en að útvíkka skilmála þess og láta það gilda til níu annarra staða í Skandinavíu sem Flugleiðir fljúga ekki til. Látið var í veðri vaka að þótt Fiugleiðir tækju upp þá skii- mála sem SAS óskaði samþykktar á, myndi SAS ekki taka við farþegum Flugleiða til framhaldsflugs til þess- ara níu staða nema á hærri gjöldum. Þannig átti að nota einkaleyfi SAS í Skandinavíu til að ná samkeppnis- yfirburðum á íslandi. Á þetta gátu íslensk yfirvöld að sjálfsögðu ekki fallist. Morgunblaðið spyr í leiðara sl. þriðjudag hvort banna eigi erlendum bönkum eða tryggingafélögum að starfa á íslandi ef þau bjóða betri kjör en íslensk. Auðvitað er svarið nei. Erlendir bankar og tryggingafélög og flug- félög eiga að fá að starfa hér og keppa við íslensk fyrirtæki á meðan íslenskir bankar og tryggingafélög og flugfélög njóta sömu réttinda til samkeppni erlendis. Sama á að gilda um flugfélög. Pétur J. Eiríksson „Látið var í veðri vaka að þótt Flugleiðir tækju upp þá skilmála sem SAS óskaði samþykktar á, myndi SAS ekki taka við farþegum Flugleiða til framhaldsflugs til þessara níu staða nema á hærri gjöldum. Þann- ig átti að nota einka- leyfi S AS í Skandinavíu til að ná samkeppnisyf- irburðum á Islandi. Samgönguráðherra, Halldór Blöndal, tók djarfa ákvörðun í þessu máli. Eg tel að sagan muni dæma þessa ákvörðun rétta. Ef við ætlum að búa áfram í þessu landi verðum við að láta tilfinninga- pólitík víkja fyrir raunsæispólitík. Það verða bæði Heimdellingar og Neytendasamtökin að skilja. Höfundur er framkvæmdastjóri markaössviðs Flugleiða. * Friðsælla í Irak Svo virðist sem ró sé að færast yfir norðurhluta íraks á ný en harðir bardag- ar hafa geisað þar á undanförnum dögum milli Kúrda og íraskra stjórnarher- manna. Talsmaður Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna í Genf sagði í gær að 70 vörubílar hlaðnir birgðum til að undirbúa flóttamenn undir veturinn hefðu komist yfir landamærin frá Tyrklandi til Norður-íraks án nokkurra vandræða. írakar og Kúrdar undirrituðu vopnahléssamkomulag síðastliðinn þriðjudag eftir harða bardaga. Á myndinni má sjá Kúrda grýta lík stjórnarhermanna sem teknir voru af lífi í borginni Suiamaniyah. Parket er gólfefni frá náttúr- unnar hendi, -endingargott, -auðvelt í þrifum og hentugt á allar tegundir gólfa. Við hjá Parketgólf bjóðum nú "Upofloor borðaparket á sérstöku haust- tilboðsverði meðan að birgðir endast. "Upofloor" parketið er finnskt borðaparket í hœsta gœðaflokki, þurrkað eins og o - '6- 1 þarf fyrir okkar aðstœður, með þykkum harðviðar slitfleti. "Upofloor" parketið er auðvelt að leggja og það þarf ekki að lakka eftir lögn. Innbrennd lakkáferð gerir "Upofloor" að sterku og ertdingargóðu parketi sem auðvelt er að þrífa. Iifeas- PARKETgólf hf. Skútuvogi 11, 104 Reykjavík, sími: 91-67 17 17

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.