Morgunblaðið - 12.10.1991, Side 22

Morgunblaðið - 12.10.1991, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 1991 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 1991 23 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Glæsilegnr árangnr Þegar íslenzka landsliðið í brids kleif topp Esjunn- ar, sem var hluti af þrek- og úthaldsþjálfun þess, datt fáum í hug, ef nokkrum, að það myndi einnig klífa þrítug- an hamar heimsmeistara- mótsins í Yokohama í Japan og ná tindinum, heimsmeist- aratitlinum. En nú hafa þessi undur og stórmerki gerzt. Með glæsilegum sigri á Pól- verjum á endaspretti heims- meistaramótsins í brids hefur landslið íslands, fulltrúar einnar fámennustu þjóðar heims, borið hærri hlut í við- ureign við umheiminn. ís- lendingar hafa eignast sína fyrstu heimsmeistara, heims- meistara í brids. Það orkar ekki tvímælis að sigurinn í Yokohama er ómetanleg auglýsing fyrir ís- land; landkynning, sem hefur mikið gildi og á eftir að skila sér með margvíslegum hætti. Drengileg og háttvís fram- koma íslenzku spilaranna á heimsmeistaramótinu, sem rómuð er í erlendum fjölmiðl- um, gerir og sigurinn þyngri á metum sem landkynningu. Leiðin að heimsmeistara- titli sem þessum er bæði löng og ströng. Hinir nýbökuðu heimsmeistarar eiga allir að baki langan og glæsilegan feril sem áhugamenn í íþrótt sinni. Það er og vitað að und- irbúningur landsliðssveitar- innar fyrir heimsmeistara- mótið var með sérstökum ágætum. Landsliðsfyrirliðinn og landsliðið tóku verkefni sitt föstum tökum. Ströng æfingamót fóru fram og fjöl- margir fundir voru haldnir um baráttuaðferðir og sagn- kerfi, auk þess sem rík áherzla var lögð á þrek- og úthaldsþjálfun. Sigurinn var því verðskuldaður, þótt hann kæmi skemmtilega á óvart. Bakgrunnur hans felst í per- sónubundinni hæfni og vel hugsuðum og vel heppnuðum undirbúningi. Hann er þvi vegvísir um það, hvern veg staðið skal að undirbúningi móta af þessu tagi. Arangur landsliðsins í brids er ekki aðeins ómetan- leg landkynning út á við. Ilann hefur og mikil áhrif hér heima. Áhuginn á heims- meistaramótinu fór eins og eldur í sinu um byggðir lands- ins. Brids-vakning sagði til sín í samfélaginu. Vörur tengdar brids runnu út í verzlunum eins og heitar lummur. Fólk reif sig upp um miðjar nætur til að fylgjast með sjónvarpssendingum frá mótinu. Vinna var sums stað- ar í lágmarki þar sem fólki gafst kostur á að fylgjast með lokalotunum á skjánum. Peningagjafir streyma til Bridssambandsins, sem stendur í ströngu við að fjár- magna íslenzka þátttöku í heimsmeistaramótinu. Og það fer vel á því að sveitarfé- lög, fyrirtæki og einstakling- ar sýni hug sinn til hinna nýbökuðu heimsmeistara með því styrkja Bridssambandið ijárhagslega á þessum tíma- mótum. Það er ekki á hveijum degi sem Davíð sigrar Golíat á vettvangi sem þessum. Og það er vissulega saga til næsta bæjar þegar dverg- þjóð, eins og Islendingar, sækir heimsmeistaratitil í flokkaíþrótt, eins og brids- íþróttin er, í hendur milljóna- þjóða með jafn glæsilegum hætti og raun ber vitni. Hinir nýbökuðu heimsmeistarar í brids hafa fært okkur og öðr- um heim sanninn um það, að fjölmenni þjóðar skiptir ekki öllu máli, þótt þungt sé að jafnaði á vogarskálum tilver- unnar. Hæfnin, menntunin, þekkingin, undirbúningurinn, úthaldið, hugarfarið og vinnulagið ráða oftar en ekki úrslitum og lyktum mála. Af þeim sökum er íslenzk- ur heimsmeistaratitill í brids ekki aðeins ómetanleg aug- lýsing og landkynning út á við. Hann er jafnframt og ekkert síður vegvísir inn á við. Ekki aðeins fyrir íþrótta- fólk, sem keppir fyrir Islands hönd á hinum ýmsu leikvöng- um heimsbyggðarinnar. Ekk- ert síður fyrir landsfeður og landsmenn almennt, sem nú stríða við stærri þjóðmála- vanda en nokkru sinni fyrr í sögu lýveldisins. Þar skipta hæfnin, þekkingin, sam- heldnin, úthaldið og vinnu- lagið einnig meginmáli. Morgunblaðið þakkar hin- um nýju íslenzku heimsmeist- urum stórglæsilega frammi- stöðu og árnar þeim og Brids- sambandi íslands allra heilla í framtíðinni. ’ ISLENDINGAR HEIMSMEISTARAR I BRIDS Jón Baldursson og Guðlaugur R. Jóhannsson fagna heimsmeistaratigninni. Allur bridsheimurinn fagnar þessum úrslitum - sagði Ernesto d’Orsi, forseti Alþjóðabridssambandsins, þegar hann afhenti íslensku bridsmönnunum Bermúdaskálina Yokohama, Japan. Frá Guðmundi Sv. Hermannssyni, blaðamanni Morgunblaðsins. ÍSLENDINGAR eru heimsmeistarar í brids og handhafar Bermúdaskál- arinnar, eftirsóttustu verðlauna bridsíþróttarinnar, eftir að hafa unn- ið Pólverja í úrslitaleika heimsmeistaramótsins I Yokohama í Japan í gær. Þrátt fyrir að Pólverjarnir reyndu sitt ýtrasta í síðustu lotu leiks- ins, til að snúa honum sér í hag, tókst íslenska liðinu að verja foryst- una sem það tók strax í fyrsta spili úrslitaleiksins, og vinna með 415 stigum gegn 376. Islendingar eru aðeins sjötta þjóðin í 40 ára sögu Heimsmeistaramótsins til að vinna það. „Þetta var ótrúleg tilfínning,” sagði Bjöm Eysteinsson, fyrirliði íslenska liðsins, eftir að hafa tekið við Bermúdaskálinni fyrir hönd ís- lenska liðsins úr hendi Emesto d’Orsi, forseta Alþjóðasambandsins, við hátíðlega athöfn í gærkvöldi. íslendingunum var ákaft fagnað þegar þeir tóku við verðlaununum, og margir töldu, að þeir væru vin- sælustu sigurvegarar í sögu heims- meistaramótsins. Emesto d’Orsi var mjög ánægður með sigur íslendinga á Heimsmeist- aramótinu. „Allur bridsheimurinn fagnar þessum úrslitum. íslensku Sænskur bridsfræðingur: Sigur íslendinga er íþróttafrétt aldarinnar Stokkhólmi. Frá Erik Liden, fréttaritara Morgunblaðsins. SÆNSKIR bridsfræðingar segja að sigur íslendinga í heimsmeist- aramótinu í brids í Japan sé heimsviðburður sem eigi sér engan sinn líka. „Þetta er einsdæmi, ég hef aldr- ei upplifað nokkuð þessu líkt,” sagði Tommy Guldberg, sérfræð- ingur Svenska Dagbladet í síma- samtali frá Jápan. Hann sagði að aðeins nokkur hundmð manns spil- uðu brids á íslandi en næstum því ein milljón í Svíþjóð. í jafnri viður- eign í undanúrslitum hefði sænska landsliðið tapað óvænt fyrir ís- lenska liðinu. Yeðmangari í Bretlandi taldi fyr- irfram ekki meiri líkur en 1 á móti 50 að íslendingar lékju til úrslita í Yokohama. Veðmangarastofunni þótti bandarísku sveitirnar sigur- stranglegastar, möguleikar þeirra voru taldir 1 á móti þremur og 1 á móti 4. Möguleikar Pólveija á úrslitasæti vom taldi 1-7, Brasilíu- manna 1-9, Svía 1-9 og Breta 1-10. Að sögn Tommy Guldbergs er sig- ur íslands enn merkilegri í ljósi þess að íslenska liðið hefði tapað fyrir sænskum félagsliðum á mót- um í Svíþjóð. Annar sænskur bridsfræðingur, Lars Philipsson, hikar ekki við að segja að sigur Islendinga á heims- meistaramótinu í brids sé íþrótta- frétt aldarinnar, ekkert í sögu bridsins jafnist á við þennan at- burð. Fastlega má búast við því að íslensku spilurunum verði boðið á stærri bridsmót í Svíþjóð í vetur. spilaranir komu vel fyrir, spiluðu stórvel og hegðuðu sér á allan hátt eins og góðum íþróttamönnum sæmir. Og eins og þeir spiluðu í úrslitaleiknum hefði ekkert lið getað unnið þá,” sagði d’Orsi. Spilaramir voru famir að átta sig á að þeir væm orðnir heimsmeistar- ar í brids í gærkvöldi. „Ég veit satt að segja ekki hvort ég trúi þessu enn,” sagði Guðlaugur R. Jóhanns- son. „Þetta er ótrúlegt en satt,” sagði Jón Baldursson. Og Aðal- steinn Jörgensen sagðist varla vita hvemig hann ætti að bregðast við sigrinum . Þorlákur Jónsson sagði, að á seinni stigum mótsins hefði liðs- mennimir verið orðnir afslappaðir. „Við hefðum alveg getað sætt okk- ur við að tapa einhverjum úrslita- leiknum. Og um leið settum við meiri pressu á andstæðingana.” Örn Arnþórsson sagðist halda, að ísland hefði átt sigurinn skilið. „Pólska liðið sem við spiluðum úr- slitaleikinn við, var ekki af þeim styrkleika sem virtist í fyrstu. Að auki vora Pólveijarnir þarna að spila við þjóð, sem allir héldu með, auk þess sem þeir voru búnir að lenda í ýmsum viðkvæmum deilumálum,” sagði hann. Jón Baldursson sagði að íslenska liðið hefði lagt sig fram um að reyna að skapa vingjamlegt andrúmsloft við borðið í úrslitaleiknum, eins og yfírleitt ríkir á bridsmótum á ís- landi. „Pólveijarnir nærast á bar- daga og þeir eru alltaf að keppa við óvini sína. En við brostum bara til þeirra og þeir eru óvanir að spila undir þannig kringumstæðum,” sagði Jón. Fáir, og varla heldur liðsmennirn- ir sjálfír, áttu von á að ísland næði þessum árangri í Yokohama. En Aðalsteinn Jörgensen sagði að við undirbúning liðsins fyrir mótið hefði Gunnar Einarsson íþróttakennari reynt að byggja upp sigurvilja hjá liðinu með því að hugsa um mótið fyrirfram, spil fyrir spil, og reynt að sjá sig fyrir sér á verðlaunapallin- um. „Þetta reyndum við að gera, hvort sem það hefur gengið eða ekki,” sagði Aðalsteinn. Liðsmennirnir töldu allir, að Björn Eysteinsson, og það hvernig hann skipulagði æfíngar liðsins, hefði haft mest að segja um þennan árangur, en æfíngarnar byggðust að miklu leyti á líkamsrækt og fjall- göngum. „Bjöm reyndi að innprenta í okkur þann hugsunarhátt, að við yrðum að ljúka þessu verki. Hvort sem við vomm að hlaupa, klifra á fjöll eða spila urðum við að pína okkur áfram þar til markinu var náð. Og þetta mót var ekki ósvipað því að klífa Esjuna,” sagði Guðmundur Páll Arnarson. „Undir- búningur fyrir svona mót er yfír- leitt leiðinlegur og erfiður en Birni tókst að gera hann skemmtilegan og við vitum allir og metum hvað hann lagði á sig við það verk,” sagði Jón Baldursson. Og Örn Arnþórsson sagði að það hefði sýnt sig, að út- hald liðsins hefði verið í góðu lagi, og enginn liðsmannanna hefði gefið eftir líkamlega. Liðið hefði einnig spilað af meiri leikgleði en hann hefði átt að venjast til þessa og liðs- heildin verið sterk. Björn sagði að þetta væri aðeins hógværð hjá liðsmönnum. „Auðvit- að var það spilamennska liðsins sem vann mótið. Ég reyndi aðeins að hjálpa þeim að spila sinn besta brids sem lengst. íslenskir spilarar eru margir mjög góðir, en þeir eru það ekki alltaf. Auðvitað á undirbúning- urinn þátt í þessum árangri en einn- ig stuðningur frá stjórn Bridssam- bandsins og framkvæmdastjóra þess,” sagði Björn. Helgi Jóhannsson, forseti Brids- sambands íslands, ságði, að hann væri mjög stoltur af liðinu og því hvernig liðsmennirnir hefðu komið fram. „Þeir hlutu velvild allra, og vöktu eftirtekt fyrir skemmtilega framkomu og hugmyndaauðgi við bridsborðið. Við voram búnir að vinna þetta mót fyrir úrslitaleikinn, sama hvernig hann hefði farið,” sagði Helgi. I úrslitaleiknum tóku íslendingar snemma góða forystu og juku hana jafnt og þétt. Fyrir síðustu 32 spilin af 160 var munurinn 80 stig, og í keppnisbrids af þessum styrkleika er nánast útilokað að vinna upp slík- an mun í 32 spilum. Það var fyrirsjá- anlegt að Pólveijarnir myndu spila upp á sveiflur síðasta daginn. Jón Baldursson taldi að best væri að svara í sömu mynt, og þá væri tryggt að sveiflurnar myndu lenda nokkurn veginn jafnt til hvorrar hliðar. í fyrri 16 spila lotunni á föstudaginn spilaði Jón eins og hann væri 80 stigum undir, og þótt áhorf- endur væra á nálum í sýningarsaln- um, reyndist Jón hafa rétt fyrir sér og lotan endaði 44-37 fyrir Pólveija. En leikurinn var alls ekki búinn. Pólveijarnir fengu sérstaka skipun frá fyrirliða sínum að reyna að nota eins mikið af blekkisögnum í síð- ustu lotunni og þeir gætu, og reyna að búa til sveiflur. Og strax í þriðja spili byijuðu lætin: Norður ♦ 9732 ¥109863 ♦ 94 ♦ 98 Vestur ♦ ÁG8 ♦ K ♦ ÁG1073 ♦ ÁDG7 Austur ♦ 4 ♦ G754 ♦ K32 ♦ K10652 Suður ♦ KD1065 ¥ÁD2 ♦ D86 ♦ 43 Vestur Norður Austur Suður Zmudz Jón Balicki Aðalst. 1 spaði Dobl 2 spaðar Dobl Pass 3 tíglar Pass 3 spaðar Pass 4 lauf 6 lauf Pass a. pass 5 lauf Pass Vestur Norður Austur Suður Guðm. Szym Þorl. Martens 1 spaði Dobl 6 tíglar 3 spaðar 4 hjörtu a. pass Pass Sagnir Guðmundar og Þorláks voru hálftilviljanakenndar en það var erfítt að eiga við spilið eftir hindrunarsagnir Pólveijanna. Guð- mundur fékk út spaða ög svínaði fyrir drottninguna í suður, enda var líklegra að hún væri þar eftir opn- unina, 1.370 til fslands. Við hitt borðið ákvað Zmudzinski að spila upp á sveifluna, þ.e. að svína fyrir tíguldrottninguna í norðri, til að vera viss um að spila ekki eins og gert yrði við hitt borð- ið. En nú fór spilið einn niður. ís- land græddi 16 stig, en hefði tapað 16 ef norður hefði átt tíguldrottn- inguna. „Þetta var erfíðasta spilið í lot- unni,” sagði Guðmundur Páll á eft- ir. „Það var vont að þurfa að opnun- ardobla og þegar Þorlákur sagði 4 hjörtu var ég kominn upp að vegg. Ég sagði þá bara 6 tígla og lenti á löppunum og eftir það trúði ég þvi ekki að við myndum tapa þessum leik.” ísland fékk einnig sveiflu í næsta spili þegar Pólveijarnir reyndu þunna slemmu sem tapaðist. Nú héldu allir að titillinn væri öraggur en skyndilega fóru Pólveijar að skora látlaust. Fárveikar opnunar- sagnir fældu íslendingana úr nokkr- um geimum sem Pólveijarnir sögðu við hitt borðið. Þeir náðu að dobla Jón í 1 hjarta og hirtu 500. Og Aðalsteinn passaði út 1 grand rebodlað, sem Pólveijarnir sögðu, eftir lengstu mínútur á sýningartöfl- unni í sögu þessa móts, því þeir sáu allir að hægt var að vinna samning- inn með yfirslag. Þetta kostaði 15 stig. Og loks fann Guðmundur Páll ekki réttu leiðina til að hnekkja dobluðu geimi og þar fónj 14 stig. Skyndilega munað aðeins 36 stigum og 4 spil eftir. En þá var öryggi Pólveijanna þrotið. Síðustu spilin féllu flest og lotunni lauk með sigr- aði Pólveija, 74—40 en ísland vann leikinn. „Þetta var erfitt,” sagði Guð- mundur Páll. „Lokin á þessum leik voru svipuð og í leiknum við Svía. í báðum leikjunum höfðum við gott forskot að veija, og það setti á okk- ur neikvæða pressu. Það er tvíeggj- að að reyna að taka ekki áhættu, sérstaklega þar sem Pólvetjarnir voru bijálaðir og lítið að marka sagnimar þeirra,” sagði hann. Og Helgi Jóhannsson var ör- magna eftir að hafa horft á síðustu lotuna. „Ég vildi ekki þurfa að upp- lifa síðustu sextán spilin aftur,” sagði hann. Við verðlaunaafhendinguna fengu íslendingarnir sérlega góðar viðtökur. Fjöldi fólks bað um eigin- handaráritanir, þar á meðal and- stæðingar þeirra úr úrslitaleiknum. Omar Sharif kom til Jóns og óskaðá, honum til hamingju. „Það er gott að sjá að þú hefur lært eitthvað af að spila við mig,” sagði hann en eins og menn muna spiluðu þeir Jón saman á Bridshátíð. „Eina spilið sem var gott á því móti var þegar ég spilaði við forsætisráðherrann,” sagði Omar og hló. Islendingar eru skyndilega orðnir stórstjörnur í bridsheiminum og því fylgja ábyrgð og ýmsar skyldur. „Það er erfitt að gera sér grein fyrir því nú í hve miklum mæli, en nú munu væntanlega streyma inn tilboð til íslenskra spilara að keppa í mótum um allan heim, og við því þarf Bridssambandið að bregðast. Það er einnig spuming hvort ekki eigi að gefa bestu spilurunum okkar tækifæri til að stunda íþróttina af krafti, á svipaðan hátt og skák- mönnunum,” sagði Helgi Jóhanns- son. < En er þessi sigur einstakur í sinni röð, eða eiga íslendingar möguleika á að endurtaka þetta afrek? „Þessi árangur hér í Yokohama er ekki heppni og með gott lið er hæglega hægt að leika hann eftir,” sagði Björn Eysteinsson. Alla ævina að læra brids SAGT hefur verið um brids að hægt sé að vera alla æfina að læra spilið, alltaf megi finna eitthvað nýtt í því. En til að öðlast lágmarks- kunnáttu í spilinu þarf ekki að leggja mikið meir á sig en sem svarar því að læra mannganginn og algengustu byrjanir í skák. Hér verður reynt að útskýra á einfaldan hátt hvað brids er fyrir þá sem enga þekkingu hafa á spilinu. Fjóra þarf til að spila brids, að vísu eru til þriggja- og tveggjamanna útgáfur en þær hafa aldrei notið vinsælda að ráði. Tveir og tveir spila saman og öll 52 spilin era notuð, gefíð eitt I einu á Ijórar hendur. Lit- ir hafa mismunandi vægi í röðinni spaði, hjarta, tígull og lauf sem hef- ur minnsta vægið. Háspil hafa einn- ig mismunandi vægi og eru til nokk- ur kerfi til að meta styrk gosa, drottningar, kóngs og áss. Einfald- asta kerfið kallast Milton-punkta- kerfið. í því gildir gosinn 1, drottn- ingin 2, kóngurinn 3 og ásinn 4. Spilinu má skipta í tvennt, sagnir og úrspil. Sagnir eru litur/grand, pass, dobl og redobl. Með sögn seg- ist sagnhafi ætla að fá ákveðinn fjölda af slögum, og jafnframt að sá litur sem hann segir verði tromp. Þannig segir sögnin eitt hjarta að hann ætlar að fá sjö siagi með hjarta sem tromp, eða sögnin eitt grand að hann ætlar að fá sjö slagi í grand- samning. Hæsta mögulega sögn er sjö í einhveiju en með henni ætlar sagnhafí að fá alla 13 slagina. Sagn- ir ganga hringinn í kringum borðið með þann sem situr til vinstri við gjafara í forhönd. Hver sögn sem sögð er verður að vera hærri en sú sem sögð var á undan. Sem dæmi má nefna að ef forhöndin segir eitt hjarta verður næsti spilari að segja einn spaða, eitt grand, tvö lauf o.s.frv. Sagnir geta ekki gengið eitt hjarta-einn tígull-eitt lauf sökum mismunandi vægis litanna sem greint var frá hér að ofan en grand- ið hefur hæsta gildið. Þar sem tveir spila saman hafa sagnir það megin- markmið að lýsa höndum hvors ann- ars svo hægt sé að meta hver sé besti samningurinn á hendur þeirra, til dæmis trompsamningur ef þeir eiga saman meirihluta spila í ein- hveijum lit eða grandsamningur ef þeir eiga jafnskiptar hendur með miklu af háspilum. Hvað háspilin varðar er almennt talið að til að eiga fyrir sögn á fyrsta sagnstigi, þ.e. einum í einhveiju, þurfi a.m.k. 12 háspilapunkta. Sögnin pass lýsir litl- um eða engum háspilum og sögnin dobl segir að viðkomandi telji að sagnhafí geti ekki fengið jafnmarga slagi og hann segist ætla að fá. Sagnhafí eða félagi hans geta svo redoblað og segja með því; jú víst, við fáum þetta marga slagi. Dobl og redobl hafa áhrif á stigagjöfína fyrir spilið. Sagnirnar þijú grönd (9 slagir í grandsamning), fjögur hjörtu/spað- ar (10 slagir með þessa liti sem tromp) og fimm tíglar/lauf kallast úttektarsagnir eða „game” og gefnir eru sérstakir bónusar í stigagjöfínni fyrir að standa þær sagnir. Sögnin sex í einhveiju er kölluð hálfslemma og sjö í einhveiju alslemma og einn- ig era gefnir sérstakir bónusar fyrir þær sagnir. Markmiðið með spilinu er að fá sem flesta slagi. Þegar sögnum er lokið á sá út sem situr til vinstri við sagnhafa. Um leið og hann setifr fyrsta spilið út leggur næsti maður sín spil upp í loft við borðið og kall- ast blindur. Sagnhafí spilar með blindan á móti hinum tveimur sem spila þá vörn gegn lokasamningnum. Stigagjöfín í brids virðist nokkuð flókin við fyrstu sýn en fólk er yfír- leitt fljótt að komast upp á lagið með hana. Ef spaði/hjarta era tromp era gefin 30 stig fyrir hvern slag, fyrir tígul/lauf 20 stig og fyrir grand eru gefin 40 stig fyrir fyrsta slaginn en 30 fyrir hvern hinna næstu. Ef samningur hefur verið doblaður tvö- faldast þessar tölur, redobl fjórfaldar þær. Ef vörnin nær að setja samning niður, þ.e. sagnhafí fær færri slagi en hann sagðist ætla að fá, fær vörn- in 50 stig fyrir hvern slíkan slag. Ef samningurinn hefur verið doblað- ur eru stigin hins vegar talin 100 fyrir fyrsta slaginn, 300 fyrir næsta, 500 fyrir þriðja o.s.frv. Redobl tvö- faldar þessar tölur. Sem dæmi má nefna að sagnhafi spilar 4 hjörtu sem eru dobluð. Hann fær ekki nema 8 slagi, þ.e. vantar tvo til að standa samninginn. Vörnin skráir þá 300 stig til sín fyrir þessa tvo slagi. Febrúar1991 Björn ráðinn landsliðsþjálfari AÐ TITLINUM í byrjun mars, í kjölfar íslandsmótsins, valdi Björn þrjú pör í landsliðið Evrópukeppnin KILLARNEY - ÍRLANDI 15.-29. júní 1991 Fjórar efstu þjóðirnar komast áfram í heims- meistarakeppnina í Japan Heimsmeistarakeppnin 30. sept. -11. okt. J A P Stíf líkamsþjálfun og sagnakerfi æfð. Spilamennska bönnuð. A M A ÍSLAND 415 Pólland 376 1991 A N ÍSLAND Svíþjóð 211 199 Pólland Brasilía 261 209 Guðlaugur Aðalsteinn Guðmundur Þorlákur 1. Bretland impar 546,5 2. Sviþjóð 527 3. Pólland 504 4. ÍSLAND 503 5. ítalia 479 6. Holland 478 7. Sovétrikin 463 8. Frakkland 455 ÍSLAND 271 Argentína 198 Bretland 195 BandarikinA 180 Bandarikin B 184 Svíþjóð 224 Pólland 282 Brasilía 188 W-RIÐILL impar E-RIÐILL: impar 1. ISLAND 254,25 1. Brasilía 254 2. Bretland 241 2. Svíþjóð 252 3. Argentína 217,5 3. Pólland 241,35 4. Bandarikin A 213,25 4. Bandarikin B 223

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.