Morgunblaðið - 12.10.1991, Page 32

Morgunblaðið - 12.10.1991, Page 32
32 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12, OKTÓBER 1991 Bjami Sigurðsson frá Mosfelli Með dr. Bjama Sigurðssyni er í senn genginn mætur embættismað- ur og markverður fræðimaður. Þeir sem þekkja til starfa sóknarprests- ins og síðar háskólakennarans Bjama Sigurðssonar, kannast allir við vandaða embættisfærslu hrein- skiptins manns, sem af nærfæmi tók tillit til aðstæðna hvers og eins. Hinir sem nokkuð þekkja til fræða- starfa hans, vita að hann lagði vem- legan gmnn að áframhaldandi vinnu við þá vanræktu fræðigrein, sem íslenskur kirkjuréttur er. Dokt- orsritgerð hans um það efni er yfír- litsrit. Þannig gerði hann ritgerðina vísvitandi. Annars vegar vildi hann semja uppsláttarrit fyrir landa sína og hins vegar rit, sem yrði útlendum kirkjuréttarfræðingum vísbending um þróun kirkjuréttar hér. Ritgerð þessi er út gefin árin 1986 í virtri ritröð fræðirita um það leyti sem Bjarni hlaut fyrir verkið doktors- nafnbót frá Kölnarháskóla. Það er nú orðið óvenjulegt að menn nái slíkum lærdómsframa fyrst á sjö- tugsaldri. En það var líka sitthvað óvenjulegt við þennan mann. Bjami Sigurðsson fæddist 19. maí 1920 í Hnausi í Villingaholts- hreppi og vur þau bæði Árnesingar foreldrar hans, hjónin Sigurður Þorgilsson og Vilhelmína Eiríks- dóttir. Ekki undi hann lengi þar í faðmi fjölskyldu. Móðir mín, Stef- anía Gissurardóttir, sagði mér frá því hvemig fundum hennar og Bjama bar fyrst saman. Hún var þá á unglingsaldri send frá Hraun- gerði með símskeyti til húsfreyjunn- ar í Hnausi. Konan tók við skeytinu þar sem hún stóð með drenghnokka á handleggnum. Hún opnaði skeyt- ið og fór að gráta. Drengurinn litli, Bjami sonur hennar, hjúfraði sig upp að móðurinni til að hugga hana. í skeytinu stóð að konan ætti að koma til innlagnar á berklahælinu á Vífilsstöðum. Hún fór og tíu ára varð drengurinn móðurlaus. Bjami ólst upp með föður sínum og ekki við neina hrakninga á þeirra tíma vísu. Af framansögðu sjáum við þó að alvara þess hve blítt og strítt er óhjákvæmilega blandið í lífskjör- um okkar, varð honum snemma ljóst, og snemma varð hann að gera upp við sig hvort vert er að hugga þann sem harmar, gagnvart því sem ekki verður um flúið. Séra Bjami braust til mennta, eins og það þá var réttilega nefnt. Eftir stúdentspróf frá Menntaskól- anum á Akureyri lauk hann emb- ættisprófi í lögfræði og síðan í guð- fræði. Á háskólaárum sínum starf- aði hann við blaðamennsku hjá Morgunblaðinu. Prestsvígslu hlaut hann 21. júní 1954 til Mosfells hins syðra. Því embætti þjónaði hann þar til hann varð tektor í kenni- mannlegum fræðum við guðfræði- deild Háskólans og síðar prófessor til sjötugsaldurs. Jafnframt þessum störfum var Bjami kallaður til margvíslegra trúnaðarstarfa fyrir sveitunga sína í Mosfellssveit og stétt sína. Ætla ég ekki að rekja þann feril en nefni til dæmis að hann var formaður Prestafélags íslands um tveggja ára skeið, átti sæti í Félagsdómi, var í siðanefnd Blaðamannafélags íslands lengi og formaður hennar um skeið og sat kirkjuþing um árabil. Árið 1950 kvæntist séra Bjami eftirlifandi eiginkonu sinni, Áðal- björgu Sigríði Guðmundsdóttur og eignuðust þau fimm börn. Eignaðist séra Bjami þá konu sem af alhug leitaðist við að standa honum við hlið í verkefnum lífsins og lét hon- um eftir að ráða stefnunni. Á prestsskaparárum á Mosfelli ráku þau hjónin myndarlegt bú, sem reyndi eflaust mjög á krafta beggja þegar það var gert með öðmm störfum, sem ávallt uxu í stækk- andi prestakalli. Ljóst er, að mikill starfsmaður var Bjarni. Hann var sívinnandi og yfirvegaður í því að skipuleggja tíma sinn og halda öllu til haga. Ákveðin rósemi og yfirvegun er raunar ættarfylgja hans héðan úr Árnesþingi. í dagfari var hann afar prúður og yfir persónunni þokka- full ögun. Hann var ekki opinskár við fyrstu kynni en öllum hrein- skiptinn. Hins vegar bjó hann yfir mikilli persónulegri hlýju sem hann lét þá fyrst í ljós að honum fannst einhver þarfnast hans. Um það eiga líka ýmsir nemendur hans dýrmæt- ar minningar. Þessari hlýju úthellti hann e.t.v. fyrst opinskátt á dyra- hellunni í Hnausi forðum. Líklega lærði hann strax í framhaldi af því, að slíkt gerir maður ekki að gamni sínu. Þannig varð líka við- mót þessa dagfarsprúða manns þægilegt, en ávallt í fullri alvöru. Gott var að kynnast gerð þessa manns, og eftirminnilegur verður hann hveijum þeim sem verulega hafði af honum að segja. Þó að ég muni séra Bjama allt frá ungum aldri mínum, kynntist ég honum best er hann tvisvar fól mér að leysa sig af við kennslu í Háskólanum. Þá birtist mér persónulegt örlæti hans í því hve velkomið var að segja mér allt um það hvernig hann hag- aði kennslunni, án þess að á því örlaði að hann vildi í nokkru taka af mér ráðin. Lærdómsríkt var að kynnast því hve mikil röð og regla ríkti í störfum hans. Alira þeirra kynna hlýt ég að minnast þakklát- um huga. Á tímum örra breytinga í heimin- um og þessa sífellda endurmats á getu manna og öllum gildum hlýtur dæmi dr. Bjama Sigurðssonar að vera nokkuð lærdómsríkt. Hann er dæmi um mann sem ekki lætur hið ríkjandi viðhorf til ellinnar né ýmsa tímabundna örðugleika villa sig af braut, heldur sækir fram að því marki sem hann æskir að ná, stend- ur meðan stætt er. Hann átti til þetta eina sem getur gert menn að framfara- og fræðimönnum, en það er þetta að þrá að vita hvað býr að baki næsta leiti vanþekkingar- innar. Að leiðarlokum þakka ég góðum Guði fyrir kynni mín af þessum mæta manni um leið og ég í þökk tjái konu hans og fjölskyldu samúð mína og minna. Sigurður Sigurðarson, Selfossi. ... á grænum grundum lætur hann mig hvflast... Þessi orð flugu mér í hug þegar ég spurði lát Bjama Sigurðssonar. Fráfall hans kom mér ekki á óvart; ég vissi að kmmla krabbans hafði gert líkama hans að óbyggilegum stað sálarinnar og hver lífsanda- stund var orðin þessum mæta manni þraut. Samt kallar söknuður að þegar endanleiki dauðans hefur innsiglað þann dóm að við munum ekki eiga orð saman framar, að ekki verður framar notið bliks augna hans og vandlega mótaðrar framsetningar hygginnar og ígmndaðrar hugsunar. Kynni okkar hófust þegar hann var kjörinn prestur í Lágafellssókn 1954. Séra Bjarni fékk flest at- kvæði eftir kosningabaráttu þar sem sóknarbömin skiptust ekki bara í tvö horn, heldur mörg. Eg hygg að það hafi ekki verið auð- gert að koma prestur í Mosfells- sveit inn í það andrúmsloft sem kosningamar sköpuðu og eiga auk þess að fylla skarð séra Hálfdans Helgasonar eftir sviplegt fráfall hans, þess einstaka og ástsæla manns. En aldrei, hvorki fyrr né síðar, heyrði ég Bjama nefna það aukateknu orði og engum Mosfell- ingi bar hann nema vel sögun,a. Aldursmunur var allnokkur á okkur á þessum ámm og kunnings- skapur lítill. Hann hófst ekki fyrr en ég var orðinn fulltíða og aldurs- munurinn eyddist. Faðir minn var meðhjálpari langa tíð með séra Bjama og það leiddi til kunnings- skapar sem yfirfærðist á mig, óx og dafnaði. Hann skírði tvö bama minna, jarðsöng foreldra mína og tengdaforeldra. Síðar, eftir að ég var sjálfur orðinn meðhjálpari, fékk ég tækifæri til að kynnast Bjama frá þeirri hlið. Því þó að hann væri ekki Iengur sóknarprestur okkar en annar öðlingur kominn hans í stað em menn íhaldssamir á presta sína. Gangur lífsins er sá að eitt sinn sóknarprestur getur í raun aldrei að fullu sagt skilið við gömul sókn- arböm sín, þó svo að góður prestur komi í staðinn. Þann ánægjulega sannleika fékk séra Bjarni að reyna eftir að hann var horfinn til ann- arra starfa. Best kynntumst við þó er við sátum saman í Siðareglunefnd Blaðamannafélags íslands í nokkur ár. Þar lærði ég fyrst að meta þenn- an góða dreng. Honum á Blaða- mannafélag íslands öðmm mönnum fremur að þakka að það tókst í upphafi að koma á virkum og virt- um siðareglum. Þetta gerðu félagar BÍ sér ljóst og fengu því áorkað að séra Bjarni var í raun oddviti ERFISDRYKKJUR í þægilegum og rúmgóöum salar- kynnum okkar. Álfheimum 74, sími 686220 Siðareglunefndar allt frá upphafi og þar til á þessu ári, að hann baðst undan því að starfa lengur í nefnd- inni. Ég hygg að hann hafi vitað að hveiju dró. Nokkm áður en kom að úrsögn hans hringdi hann til mín og sagði mér þessa ákvörðun sína, þó langt sé síðan við störfuð- um saman á þessum vettvangi. Við ræddum lengi saman um siðareglur blaðamanna, nefndina og störf hennar og um aðra hluti. Meðal annars sagði hann mér að hann hefði hugsað sér að losna sem mest frá bindandi verkefnum. Ég tók orðum hans um þverrandi vinnu- þrek og að hann væri að verða drag- bítur á aðra, eins og hann orðaði það eins og hverri annarri hógværð og leiddi ekki frekar hugsun að þeim, hvað þá að hann væri þá þegar sjúkur maður. Nú eftir á þykist ég sjá að hann hafi verið að ganga frá sínum mál- um með þeim hætti að þar væm ekki lausir endar. Það var ekki hans stfll að gefast upp eða skilja hlutina eftir í reiðileysi. Hans að- ferð var að beijast til þrautar og láta aldrei bugast. Lífið var honum enginn dans á rósum. En baráttu- þrek hans og einlæg trú fleyttu honum yfir allar flúðir og aldrei vissi ég hann æðrast. Mér er minnisstætt að einu sinni stóðum við saman í blíðskaparveðri hjá opinni gröf í Mosfellskirkjugarði og biðum líkfylgdar sem silaðist upp Víðinn. Bjarni var að tala um þenn- an stað sem honum var svo kær, og svo barst talið að dauðanum og því hve óafturkallanlegur hann er. „En samt er hann að vissu leyti tilhlökkun,” sagði Bjami og tók lóf- afylli af mold úr grafarhaugnum. „Sjáðu þessa mold,” sagði hann. „Finndu hvað hún er mjúk. Finnst þér ekki tilhlökkunarefni að eiga eftir að sameinast svona dásam- legri mold?” Nú gengur hann til þessarar moldar. Honum fylgir þökk fyrir samfylgdina frá mér og mínu fólki. Aðstandendum hans biðjum við blessunar. Ég veit ekki betri orð honum til fylgdar en sígilt upphaf 23. Davíðssálms: Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvflast, leiðir mig að vötnum þar sem ég má næðis njóta. Hvíli séra Bjarni Sigurðsson frá Mosfelli í friði. Sigurður Hreiðar Hreiðarsson Fyrir 43 árum kom systir mín heim til foreldra okkar með manns- efni sitt að Kirkjubóli í Norðfirði og voru þau heima heilt sumar. Bjami var að lesa undir lögfræði- próf. Bjami notaði hveija stund til náms, en þó kom það oftar en einu sinni fyrir þegar mikið var að gera að Bjami kom út í heyskapinn og það var maður sem munaði um. Hann var verkhygginn og afburða duglegur og máttu menn gæta sín vel ef þeir vildu fylgja honum eftir. Þetta tímabil var upphaf vélaald- ar í sveitum á íslandi. Dráttarvélar vom þá komnar en mörg tæki vant- aði og þar á meðal vom ámoksturs- tæki ekki komin og var þá allt hey sett í galta. Bjama fannst ekki vanþörf á að létta svolítið þau störf. Hann smíð- aði ýtu sem fest var aftan í traktor- inn og sú var miklu fullkomnari en sú sem fyrir var. Hann smíðaði nokkurs konar sleða sem hægt var að standa á og létti það mjög verk- ið þegar hirt var. Þetta sumar kynntist ég Bjama vel og sú vinátta hefur haldist. Bjami hafði mjög agaða skapgerð, enda greindur vel. Árin líða og skilja eftir sig minn- ingar. Næst verður staldrað við á Mosfelli um jól. Þá var Bjami orð- inn presturinn þar og mikið að gera í starfi. Fjósið þurfti líka sinn tíma og þegar ég hugsa til baka get ég ekki skilið hvemig hann komst yfir allt sem hann þurfti að gera. Mér fannst ég eiga svolítið í kúnum hans því að ég var með honum þegar hann keypti ansi stóran hóp austur í Árnessýslu. Þessi jól reyndi + Eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, GEIR ÓSKAR GUÐMUNDSSON véltæknrfræðingur, r" Dúfnahólum 2, Í.em lést 5. þ.m. verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudag- nn 14. október kl. 10.30.. Árný Guðmundsdóttir, Guðrún Geirsdóttir, Hjörtur Hansson, Sigurður Geirsson, Guðlaug Einarsdóttir, Árni Geirsson, Halldóra Hreggviðsdóttir. t Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför sambýlismanns mins, föður, tengdaföður og afa, SIGURÐAR SIGURÐSSONAR fv. yfirlögregluþjóns á Keflavíkurflugvelli, Álmholti 15, Mosfellsbæ. Brynja Óskarsdóttir, Sigurður Skagfjörð Sigurðsson, María Skagfjörð Sigurðardóttir, Kolbrún Skagfjörð Sigurðardóttir, Jóhannes Skagfjörð Sigurðarson, Guðríður Skagfjörð Sigurðardóttir, Guðrún Skagfjörð Sigurðardóttir Margrét Zophoníasdóttir, Stefán Jónsson, Kári Gunnlaugsson, Birgitta Björnsdóttir, Bjarni Sigurðsson, og barnabörn. ég að hjálpa til sem ég gat. Aldrei heyrði ég Bjama kvarta og tímarnir líða. Einn vetur var ég starfsmaður Varmárskóla og átti heima hinum megin í dalnum og sá því vel upp að Mosfelli. Bjami fór síðastur manna í hátt- inn og var kominn á fætur fyrir allar aldir. Mér virtist hann komast af með afar lítinn svefn. Ég veit að þó háttatími væri kominn þá settist Bjami að við skriftir. Bjami var prófdómari í þeim fög- um pr ég kenndi. Hann lagði mikla vinnu í yfírlestur og hver nemandi fékk nákvæmlega það sem hann hafði unnið sér inn í einkunnum. Ég hef það fyrir satt að allar þær einkunnir sem Bjarni hafði skrifað undir hafi verið nákvæmar og rétt- ar. Á nær hveiju ári komu þau Mos- fellshjón hingað vestur að Miðhús- um í heimsókn og að ræða við Bjama var eins og að ganga í há- skóla. Þekking hans og gáfur vom fjölþættar en alltaf sama lítillætið. Bjarni reyndist foreldmm mínum góður tengdasonur og hjálpaði þeim vel þegar þau fluttust til Reykjavík- ur og settust þar að. í fá skipti mun hann hafa komið í bæinn án þess að líta inn til þeirra. Þegar kveðjustundin rennur upp er efst í huga mínum þakklæti fyr- ir góð og traust kynni. Hann bar tilfinningar sínar ekki á torg og leyndi sjúkdómi sínum eins lengi og kostur var. Samúðarkveðjur sendum við hér á Miðhúsum til allra aðstandenda. Við vitum að minningin um mikil- hæfan mann og góðan dreng lifir. Blessuð sé minning hans. Sveinn Guðmundsson „Manstu hvað hann afi hafði falleg og bh'ð augu,” sagði dóttir mín eftir að Bjami afi hennar var dáinn. Hann fylgdist svo sannarlega vel með barnabörnum sínum og þau sóttust eftir að vera í návist hans. Hann miðlaði þeirn af sinni hjarta- hlýju og blíðu. Ég minnist þeirra stunda þegar Bjami skírði bama- bömin sín. Augu hans ljómuðu af stolti og þetta vom stórar stundir. Sjálf kynntíst ég tengdaföður mínum fyrir ellefu ámm. Aðalbjörg og Bjami vom þá flutt í Kópavog og móttökur þeirra vom alltaf hlýj- ar og var sama hver átti í hlut. Heilsteyptari og sannari manni hef ég aldrei kynnst. Hann var hógvær í allri framkomu og nægjusamur. Hann var alltaf í hlutverki gefand- ans, gerði litlar kröfur til annarra en miklar til sjálfs síns. „Ég hef það ágætt,” sagði hann þegar hann var spurður um það hvemig hann hefði það. Þessu sama svaraði hann eftir að hann var orð- inn mikið veikur og sárkvalinn. Bjartsýnin sem hann átti alltaf í miklum mæli sýndi hann til síðustu stundar. Hann talaði um að fara heim af sjúkrahúsinu og sinna sín- um daglegu störfum og fara út að ganga sem honum þótti svo nota- legt. Margt var ógert. Ólokin verk biðu hans uppi á skrifstofu og hann átti líka eftir að ganga frá sumarbú- staðnum fyrir veturinn. Hann hafði byijað þar á nýjum sólpalli í sumar og unnið þar erfiðis- vinnu þar sem hann hafði ekki hlíft sér frekar en venjulega. Nú fer veturinn í hönd og allir sem kynntust Bjama ganga til móts við skammdegið fátækari en áður. Þeir hafa misst mikið. Tveimur dögum fyrir andlátið kom ég með tveggja ára son minn, Guðmund, í heimsókn á sjúkrahúsið þar sem Bjarni lá þungt haldinn. „Afi vakna,” kallaði hann til afa síns. Afi glaðvaknaði og augun ljómuðu þegar þeir kysstust í síð- asta sinn. Blíðu og fallegu augun hans em ekki lengur hérna hjá okkur. Eg fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll bömin þín, svo blundi rótt. (M. Joch.) Þóra Sigurþórsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.