Morgunblaðið - 12.10.1991, Side 40

Morgunblaðið - 12.10.1991, Side 40
40 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 1991 a Eftt o.f ölly •fjórum sinnum ó. ola.p" Já. — Nú man ég allt í einu okkar fyrsta fund ... Með morgunkaffrnu að við giftum okkur? Háðsglósa í afmælisgjöf 1 Morgunblaðinu 9. október birt- ir Stöð 2 heilsíðuauglýsingu með fyrirsögninni „Afmælisföndur fyr- ir þá sem eiga ekki myndlykla”. Auglýsingin á sennilega að virka sem góðlátlegt skot til þeirra sem ekki hafa gerst áskrifendur að Stöð 2 en er sannkallaður kinn- hestur á mig og fleiri sem hafa beðið mánuðum saman eftir að fá að kaupa myndlykla og vægast sagt fengið lélega þjónustu í þeim efnum. Ég hef verið áskrifandi að Stöð 2 frá upphafi en varð síðan fyrir því óláni að missa myndlykilinn minn í júní sl. Ég ætlaði þá þegar að kaupa mér nýjan myndlykil en fékk þau svör hjá Heimilistækjum að engir væru til og sennilega kæmu þeir aftur í byijun ágúst. Kemur ágúst og þá vona Heimilis- tæki að myndlyklarnir komi í sept- ember. í september verða svörin enn ioðnari og þá vonuðust þeir til að fá myndlykla „sem fyrst”. Á afmælisdaginn, 9. október, þegar auglýsingin birtist eru myndlykl- arnir enn ókomnir. Ég hringdi tvisvar til Stöðvar 2 í september í þeirri von að þar fengi ég einhver betri svör, bað í fyrra skiptið um áskriftardeild og seinna skiptið um markaðsstjóra. í bæði skiptin spurði símastúlka mig um erindið og svaraði því síð- an til í ruddalegum tóni að þeir vissu ekkert meira um málið og að ég yrði bara að halda áfram að tala við Heimilistæki. í ljósi ofanritaðs er kannski ekkert furðulegt við það að ég sá lítið grín í því að fá úrklippumynd og háðsglósu í afmælisgjöf frá Stöð 2, og finnst reyndar að að- standendur stöðvarinnar ættu að skammast sín rækilega fyrir aug- lýsinguna. Fyrrverandi tryggur áski'ifandi. Heillandi Heimsklúbbsferð Þótt mér sé kunnugt um að Heimsklúbburinn njóti álits fyrir vandaðar ferðir, get ég ekki látið hjá líða að láta frá mér heyra um nýja lífsreynslu mína að ferðast með Heimsklúbbi Ingólfs . Guð- brandssonar. Eftir vandlega .athugun ákvað ég að velja Lista- og óperuferð til Italíu hinn 23. ágúst síðastliðinn. Mér fannst hún nokkuð dýr í fyrstu en komst að raun um, að líklega væri hún ódýrasta ferðin að raun- gildi, sem ég hef nokkurntíma far- Eru opinberar heimsóknir eins góð landkynning og af er látið? Þessi spuming vaknar í kjölfar opinberrar heimsóknar forseta íslands til ír- lands í síðustu viku. Fulltrúar ís- lenskra fjölniiðla á staðnum keppt- Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 10 og 12, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Með- al efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskiptingar, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttar- ins, þó að höfundur óski nafn- leyndar. ið, ég heyrði ferðafélagana taka í sama streng. Ég hef víða farið, m.a. nokkrum sinnum til Ítalíu, en aldrei farið í aðra eins ferð, sem nálgaðist fullkomnun í einu og öllu og var svo innihaldsrík og gefandi, að ég get endalaust rifjað hana upp í huganum mér til ánægju. Fyrir öllu hafði verið hugsað af slíkri kunnáttu, útsjónarsemi og smekkvísi, að ferðin var óblandin ánægja og draumi líkust. Það var sem við ferðuðumst um í landslags- málverki, og nutum alls hins besta, ust við að bera fréttir af málsverðum og móttökum forsetanna tveggja en það sama virðist ekki hafa verið upp á teningnum hjá kollegum þeirra írskum. Samkvæmt frétt á Stöð tvö, fjölluðu írsku blöðin nánast ekkert um heimsókn forseta íslands og al- menningur, sem fréttamaður stöðv- arinnar spurði á götum úti, kannað- ist ekkert við málið. Enginn vissi hvað forsetinn hét, látum það vera, en aðeins einn viðmælandi vissi af heimsókn hennar. Á sama tíma fluttu íslenskir blaðamenn fréttir um hversu vel heppnuð heimsóknin væri. Vel heppnuð, fyrir hvem? Ég efa ekki að forsetamir hafi notið sam- vemnnar, en spyr jafnframt hvort heimsóknin hafi orðið til þess að kynna landið okkar litla, fyrst hún vakti svona litla athygli? Á tímum aðhalds og samdráttar verður þessi spuming enn óþægilegri fyrir vikið. Nöldurseggur. sem landið hefur að bjóða. Fegurð Gardavatnsins og smábæirnir þar, og hæðirnar í Toscanahéraði eru engu líkar, þar sem sýpressurnar og regnhlífafururnar skipa sér í raðir á efstu brúnum svo langt sem augað eygir. Hver stund var nýtt til skemmtunar og fróðleiks, t.d. í bíinum, þegar ekið var milli borga og Ingólfur hélt uppi útvarpsdags- skrá með fegurstu ítalskri tónlist í bland við fróðleik og lestur úr klass- ískum bókmenntum allt frá róm- versku fornskáldunum og verkum meistaranna Dantes, Boccacios, Shakespeares og Einars Benedikts- sonar. Allt varð þetta til að undir- strika áhrif landsins og listarinnar, að ógleymdum matnum og mannlíf- inu. Þannig má segja, að ferðin hafí veið tekin inn með öllum skiln- ingarvitum. Hvílík stemmning og lífnautn! Listin og lífið allt fá annað sam- hengi við reynslu af þessu tagi. Mér finnst það einstök forréttindi að fá að njóta leiðsagnar lista- manns, sem hefur jafnmiklu að miðla og Ingólfur Guðbrandsson af þekkingu, lífsreynslu og einstökum smekk og að fá að kynnast fegurð- inni í gegnum augu hans og eyru. Það er list að gera ferðir svona úr garði og á fárra færi. Megi Ingólfur njóta sannmælis og þjóðin njóta hæfileika hans lengi, sem ekki hafa alltaf veið metnir að veðleikum. En ég vil þakka fyrir mig, og hlýt að ráðleggja þeim, sem vilja kynnast því besta að velja sér ferð með Heimsklúbbnum. Þátttakandi Opinberar heimsóknir Víkverji skrífar * Ilendingar eru í sigurvímu eftir frækilega frammistöðu brids- spilaranna í Yokohama. Þeir spiluðu eins og englar og sigruðu verð- skuldað, lögðu Pólverja í síðustu lotunni. Víkveiji vill óska Bridssam- bandinu til hamingju með frammi- stöðu liðsins og spilafélögunum frá Yokohama. Þeirra er heiðurinn, en þetta mun vera fyrsta sinni, sem landinn vinnur heimsmeistaramót í flokkaíþrótt. Fréttastofa ríkisútvarpsins stóð sig með mikilli prýði á meðan á þessari keppni stóð og hún sendi Bjarna Felixson fram, sem af al- kunnum dugnaði færði mönnum fréttir af því hvernig gengi í Japan um jeið og það gerðist. Hann stóð sig ekki síður í sigurvímunni, þegar kollegar hans tóku að hlaða á hann og fréttastofuna lofi, er hann sagði af lítillæti, að hann hefði aðeins gert það sem honum bæri, að færa landsmönnum fréttir af því sem gerðist. Þegar slíkir atburðir sem heims- meistaramótið í brids gerast, vakn- ar gífurlegur áhugi meðal almenn- ings. Það er rétt eins og allt fari um koll í þjóðfélaginu. Sagt er að spilastokkar hafi selzt upp í verzl- unum og jafnvel þeir, sem aldrei hafa spilað brids, fara að sila og einnig munu uppseldar allar bækur um brids í verzlunum. Sá, er Vík- veija skrifar í dag, verður að viður- kenna að spilið er sem hebreska fyrir honum, og þátt fyrir Yoko- hama-ævintýrið ætlar hann ekki að hrökkva upp af standinum og fara að spila. Hins vegar hafði hann gaman af að fylgjast með keppn- inni og komst fljótlega inn í keppn- isreglur, þótt hann skildi lítið í spil- inu. Hann naut því nokkurs af spennunni og hafði gaman af. Einn kunningja Víkveija fékk nýlega heimsenda rukkun frá Samtökum móðurmálskennara. í raun væri þetta ekki í frásögur færandi, ef gíróseðiilinn hefði ekki verið stílaður á móður hans, sem lézt fyrir 7 árum, eða 1984. Ár- gjaldið var hins vegar fyrir árin 1991 til 1992. Þetta sýnir að víða í félögum og samtökum er afskaplega lítið fylgzt með félagaskrám og þær ekki end- urnýjaðar á margra ára fresti. Raunar minnir þetta Víkveija á atburð, sem gerðist fyrir nokkrum árum, er áætlaðir voru skattar á látinn aðila hálfu öðru ári eftir að viðkomandi lézt. Það á að vera auð- velt fyrir félagasamtök, svo að ekki sé nú talað um ríkið, að fá uppgef- ið hjá þjóðskrá, hveijir látast á ári hverju. Það myndi koma í veg fyrir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.