Morgunblaðið - 12.10.1991, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 12.10.1991, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR LAUGARDAGUR 12. OKTOBER 1991 ÍÞRÓntR FOLK ■ JÚLÍUS Jónasson, landsliðs- maður hjá Bidasoa, getur ekki tek- ið þátt í leikjunum gegn Tékkum. „Hann kemur aftur á móti heim í önnur verkefni í vetur,” sagði Þor- bergur Aðalsteinsson, landsliðs- þjálfari. ■ KONRÁÐ Olavson hjá Dort- mund er vinstri hornamaður lands- liðsliðsins númer eitt, eftir að Jakob Signrðsson meiddist. ■ MIKLAR líkur eru á að lands- lið Hvíta-Rússlands komi hingað til lands á milli jóla og nýárs. HSI boðið landsliðinu til landsins. ■ FJÖRIR nýliðar eru í landsliðs- hópnum, sem mætir Tékkum. Sig- urpáll Aðalsteinsson, KA, Björg- vin Rúnarsson, Víkingi og Fram- ararnir Gunnar Andrésson og Jason Ólafsson. ■ JASON er sonur Ólafs Jóns- sonar, fýrrum fyrirliða landsliðsins úr Víkingi. ■ GUNNAR Andrésson var unglingalandsliðsmaður í knatt- spyrnu fyrir nokkrum árum. Hann valdi handknattleikinn frekar en t knattspyrnuna. M LEIKIRNIR gegn Tékkum fara fram í Laugardalshölíinni á þriðjudag og miðvikudag kl. 20. ■ TVEIR leikmenn Tékkósló- 1 vakíu leika hér á landi. Petr Baumruk hjá Haukum og Michal Tonar hjá HK. ■ ÍSLENSKA landsliðið leikur leiki sína í riðlakeppninni í B-keppn- inni í Austurríki í Linz. Hollend- ingar verða fyrstu mótherjar Is- lands - 19. mars, en síðan verður leikið gegn Belgíu 21. mars og '”*Noregi 22. mars. ■ EF íslenska liðið kemst í milli- riðil verður leikið í Innsbriick 24., 26. og 27. mars. Leikir um sæti / fara fram 29. og 30. mars. 1 ■ MAGNÚS Jónatansson hefur varið ráðinn þjálfari 2. deildarliðs Fylkis í knattspyrnu. ■ JÓN Stefánsson úr UFA bætti sig um tæpar tvær mín. í maraþon- hlaupi í St. Paul í Minneopolis í Bandaíkjunum. Hann hljóp á 2:35,01 klst. og varð í 76. sæti. ■ ANDREAS Limpar, landsliðs- maður Svíþjóðar, sem leikur með | Arsenai, sagði í gær að hann hafi | gert mistök þegar hann fór til að í leika vináttuleik með Svíum í Sviss í stað þess að leika með Arsenal gegn Leicester á miðvikudaginn. „Eg hef beðið Graham afsökunar að ég fór. Þessi ákvörðun getur skipt máli fyrir mig í baráttunni að halda sæti mínu hjá' Arsenal,” sagði Limpar. ■ LIMPAR óttast nú greinilega samkeppni frá Jimmy Carter, sem Arsenal keypti frá Liverpool á 500 þús. pund í vikunni, en þeir leika í sömu stöðu - sem vængmenn á miðjunni. ■ TERRY Yorath, landsliðsþjálf- ari Wales, valdi í gær hinn 17 ára leikmann Manchester United - 'vRyan Griggs, í landsliðshóp sinn fyrir Evrópuleik gegn Þýskalandi á miðvikudaginn. Griggs er sagður nýr George Best. ■ LIVERPOOL gerði í gær fimm ára samning við hinn 19 ára Steve McManaman. HANDKNATTLEIKUR / LANDSLIÐIÐ „Eg fer með alla sterk- ustu menn- inatil Austurríkis” - segir Þorbergur Aðalsteinsson. „Þýðingar- mikið að við tryggjum okkur sæti í HM í Svíþjóð” „ÉG er ákveðinn að fara með aila sterkustu handknattleiks- menn okkar í B-keppnina í Austurríki. Það verður ekki spurt um aldur þegar ég vel hópinn sem fer þangað, heldur um styrk,” sagði Þorbergur Aðalsteinsson, iandsliðsþjálf- ari í handknattleik. „B-keppnin hefur geysilega þýðingu fyrir okkur. Þar verður Ijóst hvort að við náum að tryggja okkur farseðilinn til HM í Svíþjóð 1993. Við verðum að komast þangað.” Þorbergur sagði að það væri mikill styrkur fyrir liðið að Sigurður Sveinsson hafi ákveðið að gefa aftur kost á sér í landsliðið. „Það eiga fleiri gamalkunnir refir eftir að koma. Ég stefni að því að fá einn í hveijum mánuði í hópinn fram að B-keppninni,” sagði Þor- bergur og menn vita hvaða leik- mann hann á við; Einar Þorvarðar- son, markvörð og skytturnar Kristj- án Arason og Alfreð Gíslason. „Það er mikið áfall fyrir okkur að missa fyrirliðann Jakob Sigurðs- son. Hann fer í uppskurð og verður frá í fimm mánuði. Bjarki Sigurðs- son verður ekki tilbúinn í salginn fyrr en eftir mánuð,” sagði Þorberg- ur. Þorbergur hefur kallað á marga unga leikmenn til æfmga fyrir tvo leiki gegn Tékkóslóvakíu í næstu viku, eins og Axel Björnsson, Sigur- páll Aðalsteinsson, Björgvin Rúna- rsson, Jason Ólafsson og Gunnar Andrésson. „Gunnar er mjög sterk- ur leikmaður. Hann var einn albesti leikmaðurinn á heimsmeistaramót- inu í Grikklandi á dögunum,” sagði Þorbergur. „Framtíðin er björt fyrir heims- meistaramótið á íslandi 1995. Við eignumst ekki aftur þijá sterka árganga í röð eins og við eigum nú.” Landsliðs- hópurinn Leikmennirnir sem Þorbergur Aðalsteinsson hefur kallað saman fyrir leikina gegn Tékkum: Guðmundur Hrafnkelsson, Val Sigmar Þ. Óskarsson, ÍBV Bergsveinn Bergsveinsson, FH Axel Björnsson, Stjörnunni Konráð Olavson, Dortmund Birgir Sigurðsson, Víkingi Gústaf Bjarnason, Selfossi Sigurður Sveinsson, FH Björgvin Rúnarsson, Víkingi Héðinn Gilsson, Diisseldorf Einar Sigurðsson, Selfossi Sigurður Bjarnason, Grossw. Óskar Armannsson, Ossweil Gunnar Andrésson, Fram Patrekur Jóhanness., Stjörnunni Sigurður Sveinsson, Selfossi Júlíus Gunnarsson, Val Jason Olafsson, Fram BLAK / ISLANDSMOTIÐ Guðmundur Helgi Þorsteinsson skrifar Langt er síðan margfalt meist- aralið Þróttar hefur byijð jafn illa í íslandsmótinu í blakiTtarla og núna. í miðviku- dagskvöld mátti lið- ið sætta sig við ann- að tapið á tímabil- inu, þegar lið HK skeilti Þrótturum með þremur hrin- um gegn einni (15-2, 15-13, 12-15, 15-9). HK-liðið var mun betra og til að byija með yfirspilaði það lið Þróttar, sem átti í hinu mesta basli og réð ekkert við mótheijana. Leifur Harðarson, uppspilari Þróttar, lék aðeins fyrstu hrinuna, en hann á við bakmeiðsl að stríða. Einar Ásgeirsson var einnig frá vegna meiðsla. Karl Sigurðsson og Vignir Hlöðversson voru bestir hjá HK. Hindrun úr vegi íslandsmeistarar Víkings í kvennaflokki sigruðu Blikastúlkur, helstu keppinautana á undanförn- um árum, í þremur hrinum gegn engri (15-4, 16-14, 15-7). Víkings- liðið, sem var án Sigrúnar Jóhanns- dóttur, lék skipulega og nær hnökralaust, en stúlkurnar í UBK voru þungar. URSLIT Skokknámskeið Sigurðar Péturs Vetrarskokk Námskeið fyrir alla sem áhuga hafa á skokki og al- mennri hreyfingu fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna. 20. Okt. Reykjavík íþróttamiðstöð ÍSÍ, Lougardal kl. 10.00-17.30. 17. Qkt. Hafnartjörður, íþróttahúsið Kaplakrika kl. 10.00-17.30. Aðalleiðbeinamii: Sigurður Pétur Sigmundsson, maraþonhlaupari Þátttökugjald: 2 .500 kr. Innifalin gögn, kaffí og léttur hódegisverður Skráning: í seinasta lagi 3 dögum fyrir nómskeið í sima 91-626380 (dagur) og 91-657635 (kvöld). ‘ Handknattleikur 1. DEILD KVENIMA: ÍBV-KR......................22:22 Judith Estergal 9, Helga Kristjánsdóttir 8, Sara Ólafsdóttir 4, Ragna Jenný Friðriks- dóttir 1 - Sigurlaug Benediktsdóttir 7, Sig- ríður Pálsdóttir 6, Layfey Kristjánsdóttir 3, Anna Steinsen 2, Áslaug Friðriksdóttir 2, Sara Smart 2. 2. DEILD KARLA: ÍR-KR.................... 20:18 Jóhann Ásgeirsson 6, Magnús Ólafsson 5, Sigfús Orri Bollason 3, Ólafur Gylfason 3, Matthías Matthíasson 1, Frosti Guðlaugsson 1, Róbert Rafnsson 1 - Magnús A. Magús- son 6, Ingvar Valsson 4, Páll Beek 4, Bjarni Ólafsson 1, Hilmar Þórlindsson 1, Gísli Ein- arsson 1. Völsungur - Þór A........ 20:27 Ögri-ÍII...................17:30 Morgunblaðið/Sverrir Einar Þorvarðarson, aðstoðarmaður Þorbergs Aðalsteinssonar. Svarar hann kalli Þorbergs fyrir B-keppnina í Austurríki? Annað tap Þróttar BRUIN Stórglæsilegur árangur bridsmanna ísiands hefur glatt hjörtu okkar íslendinga. Hugur okkar hefur verið í Yoko- hama í Japan síðustu daga, þar sem sex snjallir spilarar undir stjóm fyrirliðans Björns Eysteinsson- ar hafa unnið þrek- virki dag eftir dag án þess að kvarta yfir miklu álagi. Sjömenningarnir í Japan hafa sýnt okkur að til að ná sem lengst í íþrótt sinni, verða menn að hafa það hugfast út á hvað hún gengur og það sé nauðsynlegt að kunna tækni íþróttarinnar - nýta sér þá tækni sem þeir hafa yfir að ráða, til að árangur náist. Þetta verða íþróttamenn að hafa hugfast. Leikmenn vérða að læra að hugsa t.d. knattspymu eða handknattleik. Menn nota fætur til að spyrna knettinum og hend- ur tii að kasta honum, en leikur- inn er leikinn með höfðinu. Um leið og íþróttamenn fara að hugsa um annað en það sem ræður mestu máli myndast veik- ir hlekkir í flokkaíþróttaliði. Hlekkir sem skemma liðsheild- ina og um leið tilgang listarinn- ar að leika. Það er svo hér á landi að liðs- menn í flokkaíþóttum vantar oft sjálfsaga og sjálfsgagnrýni. Að leikmenn sem gera mistök taki það upp hjá sjálfum sér að æfa betur og leggja harðar að sér - ákveðnir að þau mistök endur- taki sig ekki aftur. Það vill oft brenna við að margir íþrótta- menn þoli ekki gagnrýni, stökki upp á nef sér og kasti sökinni á aðra. Segja að hinir og þessir fjalli ekki „fagmannlega” um það sem þeir eru að gera. Að þeirra mati skortir alla aðra en þá dómgreind til að sjá hvað þeir eru að gera. Þannig hugs- andi íþróttamenn eru komnir á villigötur. Sem betur fer hugsa ekki all- ir þannig. Besta dæmið um það eru bridsspilararnir snjöllu, sem hafa ekki verið að kvarta þó að þeirra íþrótt hafi ekki verið mik- ið í sviðsljósinu undanfarin ár, heldur látið verkin tala. Til að ná langt þarf mikinn sjálfsaga og sjálfsgagnrýni. Knattspyma er einföld íþrótt Sjálfsagi og sjálfsgagn- rýni eru nauðsynleg hjá íþróttamönnum og það er hægt að ná langt í henni ef hugsað er rétt út á hvað leikurinn gengur. Það sýndi Ásgeir Elíasson, landsliðs- þjálfari í knattspyrnu, þegar hinn frækilegi sigur vannst á Spánveijum. Brids er einnig ein- falt, en eins og aðrar íþróttir krefst íþróttin hugsunar og ein- beitningar. Bridsmennirnir lögðu mikið á sig í undirbúningi fyrir átökin í Japan. Gáfu allan frítíma sem þeir áttu í þann undirbúning, án þess að kvarta eða heimta laun fyrir það sem þeir voru að fást við. Þeirra mottó er; hvað get ég gert til að verða betri og ná árangri. Ekki hvað aðrir geta gert fyrir þá. Þeir hafa nú lagt spilin á borðið og uppskorið ríkulega fyrir hvert skref sem þeir hafa gengið í þeirri íþrótt sem hefur veitt þeim mesta lífs- ánægju. Þeir hafa tekið íþrótt sína_ alvarlega og gengið yfir BRÚ - sjálfsaga og sjálfsgagn- rýni, til að ná árangri. Hetjurnar við spilaborðið í Japan vöruðu við of mikilli bjart- sýni fram á síðustu stundu sögðust taka hvern slag fyrir sig. Þegar upp er staðið frá spilaborðinu er ljóst að bridsspil- ararnir eru í hópi síðustu áhuga- manna íslands í íþrótt.um. Þeir hafa fómað miklu og verðskulda það svo sannarlega að fá laun erfiðisins. íslendingar eiga að vera stoltir yfír að eiga þannig hugsandi íþróttamenn. Sigmundur Ó. Steinarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.