Morgunblaðið - 13.10.1991, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.10.1991, Blaðsíða 1
96 SIÐUR B/C tvguuHafeife STOFNAÐ 1913 233. tbl. 79. árg. SUNNUDAGUR 13. OKTOBER 1991 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Happdrættí velta 3.450 milljörðum Varlega áætluð heildarvelta happ- drætta og veðmálastarfsemi innan Evr- ópubandalagsins (EB) er 3.450 milljarð- ar ÍSK samkvæmt skýrslu sem fram- kvæmdastjórn bandalagsins hefur látið taka saman. Stjórnin hyggst taka af- stöðu til þess fyrir áramót hvort ástæða sé til að setja samræmdar reglur um happdrætti, lottó, veðreiðar, getraunir, spilavíti og bingó innan sameiginlegs markaðar EB sem verður að veruleika 1. janúar 1993. Mjög mismunandi regl- ur gilda um fjárhættuspil í aðildarríkj- iiiiuni. Þannig eru t.d. veðmál og kapp- reiðar bannaðar í Frakklandi, Dan- mörku, Spáni og Portúgal en getraunir vegna þeirra eru stundaðar um band- alagið allt. Eftirsótt en ekki til Forsvarsmenn Sherlock Holmes-safns- ins í Lundúnum berjast nú fyrir því að fá eitthvert frægasta heimilisfang bók- menntasögunnar, Baker Street 221b. Samkvæmt sögum Arthurs Conans Doy- les átti leynilögreglumaðurinn Holmes heima þar en í raun er það heimilisfang ekki til. Safnið stendur við Baker Stre- et 239 og hafa starfsmenn þar reynt að fá borgaryfirvöld til að breyta núm- erum í götunni. Það hefur ekki tekist og nú vi\ja þeir að íbúð Holmes á fyrstu hæð safnsins fái hið sögufræga númer þótt ekki væri annað. En andstaða við þessi áform kemur úr óvæntri átt. Bréf sem enn berast til Holmes lenda hjá byggingafyrirtæki sem hefur heimilis- fangið Baker Street 215-229. Þar segj- ast starfsmenn hafa mjög gaman af að svara bréfum til Hohnes. Einnig séu margir farnir að tengja fyrirtækið við Sherlock Holmes og því kæmi sér illa ef heimilisfangið yrði flutt annað. „Fólk man götunúmerið okkar misjafnlega vel en allir vita hvar Holmes bjó," segir Erica Harper, starfsmaður fyrirtækis- ins og sjálfskipaður „ritári" Holmes. Eldur í Tsjernóbyl Eldur braust út í kjarnorkuverinu í Tsjernóbyl í Úkraínu á föstudag. Að sögn talsmanna versins tókst að slökkva eldinn án þess að verulegt tjón yrði. Tók slökkvistarfið þrjá tíma að sögn Tass -fréttastofunnar. Slökkt var á kjarnakljúfnum einni mínútu eftir að eldurinn kom upp. Orsök eldsins er tal- in vera bilaður rofi en ekki voru gefnar frekari skýringar. Að undanförnu hefur tvisvar verið varað við hættu á nýju kjarnorkuslysi í Tsjernóbyl. Þar varð alvarlegasta kjarnorkuslys sögunnar fyrir fimm árum. Þá breiddist geisla- virkni út um stóran hluta Evrópu og ópinberar tölur segja að 10.000 manns hafi farist í nágrenni kjarnorkuversins. HA UST I HEIÐMORK Morgunblaðið/RAX Thatcher og Reagan taka höndum saman að nýju: Hvetja Búlgari til að hafna kommúnistum í kosningunum Búist við að stjórnarandstæðingar nái meirihluta á þinginu Sofíu. The Daily Telegraph. MARGARET Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, og Ronald Reag- anf fyrrum Bandaríkjaforseti, hafa tekið höndum saman að nýju og hvatt kjósendur í Búlgaríu til að hafna kommúnistum í þingkosningunum í landinu í dag, sunnu- dag. Yfirlýsingar þeirra ollu miklu uppnámi á meðal forystumanna kommúnista í lok kosningabaráttunnar. Thatcher og Reagan njóta mikilla vinr sælda í Búlgaríu og vildu í fyrstu ekki skipta sér af kosningunum, sögðu það íhlutun í innanríkismál Búlgara, en létu að lokum tilleiðast. Vestrænir stjórnarerindrekar kváðust ekki hafa vitað af áskorunum þeirra fyrirfram og voru á einu máli um að slík bein íhlutun stjórnmálamanna í kosningar erlends ríkis væri óvenjuleg. „Kommúnismi og frelsi geta aldrei farið saman. Þið standið frammi fyrir skýrum valkostum í kosningunum. Annaðhvort framfarir og betra líf fyrir ykkur og börn ykkar - jafnt í efnalegum sem andlegum skilningi - eða afturhvarf til sósíalismans með þeim afleiðingum sem þið þekkið svo vel," sagði meðal annars í áskorun Thatch- er. Forystumenn kommúnista reyndu að leiða áskoranirnar hjá sér til að vekja ekki frekari umræður um þær og beindu spjótum sínum einkum að Zhelyu Zhelov, forseta landsins, sem er fyrrum andófsmaður og hefur stutt stjórnarandstöðuflokkana í Sambandi lýðræðisafla. Kommúnistar segja hann hafa misnotað stöðu sína sem forseti með afskiptum af kosningabaráttunni en honum beri sem þjóðhöfðingja að vera hlut- laus. Skoðanakannanir benda til að Samband lýðræðisafla nái meirihluta á þinginu og að fylgi kommúnista minnki úr 47% frá því kosningunum í fyrra í um 30%. Búlgar- ía og Albanía eru einu ríki Austur-Evrópu þar sem kommúnistar hafa haldið völdum eftir frjálsar kosningar. Mikil óeining ríkir innan Sambands lýð- ræðisafla og vestrænir stjórnarerindrekar efast um að forysta þess geti myndað sterka stjórn. „Þeir mynda að öllum líkind- um nýja stjórn en ólíklegt er að þeim tak- ist að halda henni saman. Við Búlgörum blasir hver kreppan á fætur annarri," sagði einn þeirra. Efnahagsástandið í Búlgaríu er slæmt og búist er við að það versni enn í vetur vegna fyrirsjáanlegs olíuskorts og stríðsins í nágrannaríkinu Júgóslavíu. Um tíu af hundraði vinnuaflsins eru atvinnulausir og verð á helstu nauðsynjum hefur hækkað um 1000% á einu ári. HGSBRÉFAKERFIO Um 33 milljarðar út áþremur árum 16 Karpov í vidtali við Morgun- blaðió KASPWV Bt IWSKM1MMI BLAÐ C VETTVANGUR NÆTIiRLÍFSINS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.