Morgunblaðið - 13.10.1991, Page 6

Morgunblaðið - 13.10.1991, Page 6
6 FRETTIR/INNLEIVIT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. OKTÓBER 1991 Kem í lax næsta sumar - segir kanadíski kvikmyndagerðarmaðurinn Sturla Gunnarsson sem kemur á Kvikmyndahátíð í DAG verður frumsýnd hér á landi myndin Friðhelgi (Diplomatic Immunity) eftir kandadíska kvikmyndagerðarmanninn Sturlu Gunnarsson og verður höfundurinn viðstaddur sýninguna. Sturla er fæddur á I$landi en fluttist ungur til Kanada þar sem hann hefur búið síðan. Friðhelgi er fyrsta leikna kvikmyndin sem hann gerir í fullri lengd og hefur henni verið vel tekið í Kanada. „Ég hlakka mikið til að koma á Kvikmyndahátíðina og til íslands því það eru níu ár síðan ég kom síðast til landsins. Því miður get ég aðeins staldrað við í þijá daga að þessu sinni, en ég er ákveðinn í að koma til íslands næsta sumar og þá ætla ég að fara í lax því mér finnst mjög gaman að veiða,” sagði Sturla í samtali við Morgun- blaðið á föstudaginn, en þá var hann að ferðbúast til íslands. „Friðhelgi fjallar um kanadískan stjórnarerindreka í E1 Salvador árið 1987 og það sem gerðist þar í landi frá sjónarhóli manns sem býr í Kanada. Ég fletta einnig inní myndina samskiptum Kanada og Bandaríkjanna, en þau eru nokkuð sérstök,” sagði Sturla og sagði að óneitanlega væri myndin dálítið pólitísk. „Ég held það fari ekki framhjá neinum með hveijum ég hef meðaumkun,” sagði hann. . Sturla hefur haft myndina í vinnslu í ein tíu ár og lauk við hana í apríl. Myndin hefur verið sýnd í Kanada og fengið góða dóma. „Það segir mér auðvitað enginn ef honum mislíkar mynd- in,” segir Sturla og bætir við að gagnrýnendur hafi bæði skrifað mikið og vel um hana. Sturla er fæddur í Reykjavík en fluttist til Vancouver í Kanada með foreldrum sínum árið 1957, þegar hann var sex ára gamall. Hann býr nú í Toronto og hefur gert margar heimildamyndir og einnig hefur hann unnið talsvert 'fyrir sjónvarp, bæði í Kanada, Banda- ríkjunum og Englandi. „Ég er mjög heppinn að komast inná sjónvarpsmarkaðinn hér í Kanada því þá get ég bæði haft þokkalegar tekjur og einnig gert mínar eigin myndir þegar mig langar til,” sagði Sturla. En var hann alltaf ákveðinn í að verða kvikmyndagerðarmaður? „Nei, nei, alls ekki. Ég lauk við enskar bókmenntir í háskóla og fór síðan á flakk um Evrópu í rúm tvö ár og var þá meðal annars á vetrar- vertíð á íslandi á Fróða frá Stokks- eyri. Þegar ég kom til baka ákvað ég að fara aftur í skóla og kvik- myndagerð varð fyrir valinu. Ef til vill vegna þess að ég hafði allt- af haft áhuga á henni og gerði margar stuttar myndir þegar ég var í ensku bókmenntunum. Þegar ég var að flækjast um Evrópu fannst mér gaman að hafa eitthvað að gera og kvikmynda- gerð er ágæt að því leytinu til að ég get ferðast og gert myndir á ýmsum stöðum. Eg gæti vel hugs- að mér að gera kvikmynd á Is- landi en hvort af því verður veit maður auðvitað ekki, né heldur hvenær.” Ein mynda Sturlu, „Ósköp venj- ulegur dagur", vann til verðlauna árið 1977 sem besta háskólakvik-. myndin í Kanada. Vegna þessa fékk hann tækifæri til að gera aðra mynd og síðan hlóð þetta utan á sig. Helstu myndir Sturlu eru „Lokatilboð” sem fjallar um baráttu kanadískra verkamanna til að stofna eigin verkalýðssamtök og „Eftir öxinni” sem fjallar um 45 ára gamlan mann sem er sagt upp störfum hjá fyrirtækinu sem hann hefur unnið hjá alla tíð. Auk þessara mynda hefur hann unnið mikið fyrir sjónvarp. „Mig langar til að gera fleiri leiknar myndir og einnig að halda áfram í heimildamyndum og í Kanada er það möguleiki. Hér þurfa menn ekki að vera eins sér- hæfðir og t.d. í Bandaríkjunum. Ég er byijaður að vinna að nýrri sjónvarpsmynd sem er byggð á dagbók 14 ára stúlku sem hrekst að heiman og lendir í eiturlyfjum og vændi. Hún er jafnframt rithöf- undur og hélt nákvæma dagbók þar sem hún lýsir reynslu sinni fyrstu tvö árin á götunni,” sagði Sturla Gunnarsson sem kemur færandi hendi frá Kanada með fyrstu leiknu kvikmynd sína sem er í fullri lengd. Sturla talar ágæta íslensku þrátt fyrir að hann hafi ekki kom- ið oft til Islands þau 34 ár sem liðin eru síðan hann fluttist til Kanada. „Mamma og pabbi lögðu alltaf mikla áherslu á að ég héldi íslenskunni við og ég hef reynt það, en ég tala ekki góða íslensku, svona eins og sex ára krakki,” sagði hann hlédrægur. Sturla Gunnarsson er hér til hægri ásamt félaga sínum Steve Lucas við gerð myndarinnar Friðhelgi. Morgunblaðið/RAX Fundu 100 skot við Húsdýragarðinn Starfsmenn verktaka sem voru við jarðvegsvinnu í Laugardalnum, skammt austan Húsdýragarðsins, grófu upp allt að-því 100 ósprungin byssuskot á fimmtudag. Skotin lágu grunnt í jarðveginum og þótti útlit þeirra og ástand benda til að um væri að ræða leifar frá stríðsárunum. Skotin voru flutt til sprengjusérfræðinga Landhelgisgæslunnar sem munu sjá um að eyða þeim. Verðlagsráð sjávartvegsins: Verð á rækju og hörpudiski ákveðið YFIRNEFND Verðalagsráðs sjávarútvegsins hefur ákveðið nýtt lág- marksverð á rækju og hörpudiski sem gildir frá 1. október til ára- móta. Verð á hörpudiski er óbreytt frá því sem var, 31,60 krónur hvert kílógramm fyrir hörudisk sem er 7 sm eða meira á hæð og 24 krónur fyrir þann sem er lægri en .7 sm. Rækjan er flokkuð í fimm mis- munandi flokka. Verð fyrir óskel- fletta rækju þar sem 200 rækjur eða færri eru í hveiju kílói er 77 krónur eins og áður og verðið á rækjum sem eru 201 til 230 talsins í kílói verður einnig það sama og áður, 73 krónur. Næstu tveir flokkar lækka í verði. Fyrir 231-290 rækjur í kg verður lágmarksverðið nú 60 krón- ur í stað 64 áður og fyrir 291-350 rækjur í kg lækkaði lágmarksverið úr 58 krónum í 52 kr. Undirmáls- rækja, 351 og fleiri í kg, verður á sama verði og áður, 28 krónur. Verð á rækju var ákveðið af full- trúum kaupenda og oddamanni en Athugað hvort megi breyta deildum RÚV í hlutafélög -segir menntamálaráðherra I STEFNU og starfsáætlun ríkisstjórnarinnar segir að athugaðir verði möguleikar á að breyta rekstrarformi ákveðinna deilda Ríkis- útvarpsins. Davíð Oddsson forsætisráðherra var spurður hvað þetta merkti á blaðamannafundi á fimmtudag: „þetta gæti þýtt að kann- að verði hvort skipa megi vissum þáttum frá útvarpinu og breyta þeim í hlutafélög, en þetta er laust orðað,” sagði Davíð. Olafur G. Einarsson menntamálaráðherra segir í samtali við Morgunblaðið að það mætti hugsa sér að ef Rikisútverpinu sem heild yrði ekki breytt í hlutafélag yrði það athugað varðandi einstakar deildir þess við endurskoðun útvarpslaganna. Jón Baldvin Hannibalsson for- maður Alþýðuflokksins sagði að þetta mál snérist um þá stefnu að auka sjálfstæði ríkisstofnana, bæði á sviði rannsókna og þjónustu. „Að því er varðar Ríkisútvarpið var veruleg umræða í sambandi við þessa stefnuvinnu hvaða hagur kynni að vera að því að breyta því annað hvort í sjálfstæða stofnun eða í form hlutafélags. Þar var vitn- að til reynslu Svía, þar sem sænsk- ir jafnaðarmenn hafa beitt sér fyr- ir því að breyta sænska ríkissjón- varpinu í nokkur hlutafélög. Þetta mál hefur ekki verið leitt tii lykta en er í samræmi við þá almennu stefnumörkun sem lýst er í stefnu- áætluninni,” sagði Jón. Menntamálaráðherra sagði að með þessu væri ekki hugað að ákveðnum deildum ríkisútvarpsins öðrum fremur. „Það er hafin frum- vinna innan ráðuneytisins við að setja niður hvað þurfí að athuga sérstaklega í þessari endurskoðun laganna en ég á eftir að ganga frá skipun nefndarinnar sem annast hana. Þetta mun taka sinn tíma og það verður ekkert frumvarp lagt fram fyrir jól,” sagði hann. í stefnuáætluninni segir jafn- framt að útvarpslög verði endur- skoðuð með hliðsjón af alþjóðlegri tækniþróun og í Ijósi þeirrar reynslu sem fengist hafí af nýskip- an útvarpsmála hér á landi. Áhersla er lögð á öryggishlutverk Ríkisút- varpsins og að því verði gert kleift að sinna menningarlegum skyldum sínum og innlend dagskrárgerð verði efld, m.a. með útboðum. gegn atkvæðum fulltrúa seljenda. Fulltrúar kaupenda ákváðu verð á hörpudiski en seljendur tóku ekki þátt í verðákvörðuninni. Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, var oddamaður nefndarinnar. Fyrir kaupendur áttu þar sæti Bjarni Lúðvíksson og Lár- us Jónsson en Kristján Ragnarsson og Oskar Vigfússon sátu í nefnd- inni af hálfu seljenda. Bílvelta í Asahreppi Hcllu BÍLVELTA varð á Suðurlands- vegi s.l. föstudagsniorgun þegar Land-Rover jeppi valt við bæinn Hárlaugsstaði í Ásahreppi. Öku- maðurinn sem var einn í jeppan- um, slapp við meiðsl. Slysið bar að með þeim hætti að ökumaðurinn missti stjórn á bifreið- inni í mikilli hálku með þeim afleið- ingum að hún valt og lenti á hvolfi úti í skurði. Jeppinn skemmdist mik- ið en ökumaðurinn sem var í bíl- belti, slapp ómeiddur. Mörg alvarleg bílslys hafa orðið á þessum slóðum á undanförnum árum. A.H. Grænlandssund: Ámi kastaði á stóra loðnu RANNSÓKNARSKIPIÐ Árni Friðriksson kastaði í fyrradag á loðnu á Grænlandssundi og sagði Sveinn Sveinbjörnsson leiðangursstjóri að þar hefði verið um stóra og fallega loðnu að ræða, en hann vildi ekki tjá sig um liversu mikið væri af loðnu á leitarsvæðinu. Rannsóknarskipið Árni Friðriks- son var í gær á Grænlandssundi þar sem loðnuskipin urðu fyrst vör við loðnu fyrir nokkrum dögum. „Ég er búinn að toga hér og það var stór og falleg loðna sem við fengum, en ég ætla ekki að tjá mig um magnið, það verður að koma í ljós hvað út úr þessu kem- ur,” sagði Sveinn Sveinbjörnsson fískifræðingur um borð í Árna í samtali. við Morgunblaðið í fyrra- dag. Hann sagði að það væri mikið svæði sem þyrfti að fara yfir og það tæki langan tíma, jafnvel þó rannsóknarskipin væru tvö, en Bjarni Sæmundsson fer einnig til leitar eftir helgina. Hann vildi ekk- ert segja um hvenær vænta mætti niðurstöðu úr leiðangrinum. Bjarni Bjarnason skipstjóri á Súlunni EA, sem var norður af Strandagrunni, sagði að þeir hefðu séð mikið af loðnu. „Það er orðið stórt svæði sem við höfum orðið varir við loðnu á og það virðist vera mikið af henni. Hún er vel veiðanleg og þetta lítur vel út og er ekki ósvipað því sem var hérna áður fyrr á loðnuárunum stóru. Hún er á sömu slóðum og þá og við höfum séð loðnu hér á fleiri hundruð mílna svæði en því miður er bara eitt rannsóknarskip á svæð- inu og það tekur langan tíma fyrir það að fara yfir allt svæðið,” sagði Bjarni. „Það er svo sem ágætt að skoða þetta en nú er kominn tími til að hætta þessu hringsóli og fara að koma loðnunni í pening. >(u vil ég fara í land og ná í nótina, en það verður sjálfsagt einhver bið ,á að maður fái grænt ljós frá fiskifræð- ingunum. Ég get ekki að því gert að mér finnst menn ekki sýna þessu nægilega mikinn áhuga,” sagði Bjarni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.