Morgunblaðið - 13.10.1991, Page 15
ipp! flrraöTHO fi-r íhjoao-ömviub oigaja'a.ljohom
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. OKTÓBER 1991
gerst á síðustu vikum, frá því að
Þjóðhagsstofnun gekk frá sinni
spá, þar til við gerðum okkar áætl-
un.
Því segi ég bara að ef menn
vilja ekki horfa á kolsvarta skýrslu
VSÍ og telja hana raus í vondum
atvinnurekendum, þá skulu menn
bara horfa á sótsvarta skýrslu
Þjóðhagsstofnunar. Hún er nógu
slæm.” Einar Oddur er greinilega
að komast í ham, því hann ber í
risastórt fundarborð SH svo syng-
ur í.
- Eruð þið ekki komnir örlítið
út fyrir ykkar verksvið, þegar þið
eruð farnir að staðhæfa, þvert á
stjórnvöld og Atlantsálforstjóra að
hér rísi ekki hýtt álver?
„Það er bara þvæla að halda því
fram að við höfum afskrifað Atl-
antsái sem framkvæmdaaðila hér
á landi. Við höfum einfaldlega sagt
að við teljum líkurnar á því að
þessar framkvæmdir hefjist á
næsta ári hverfandi. Við höfum
aldrei nokkurs staðar látið liggja
að því að þessir aðilar ætluðu að
hætta við sín áform. Hins vegar
höfum við ríka ástæðu til þess að
vara menn við. Það er þegar, búið
að byggja hér eitt orkuver uppi á
húnvetnsku heiðunum, fyrir litla
13 milljarða króna, án þess að
nokkur samningur væri til um ork-
usöluna. Eigum við ekki að láta
J)að nægja? Eða eigum við kannski
að byggja annað austur á fjörðum,
án þess að hafa nokkurn orkusölu-
samning í höndunum?”
Yir í aðra sálma. Þú hefur
verið afar ákveðinn í þeim
boðskap þínum að draga
verði saman seglin í ríkisbúskapn-
um á mun dramatískari hátt en
gert hefur verið, eða stefnt er að.
Hvernig vilt þú sjá slíkan sam-
drátt eiga sér stað og hvar á að
skera niður?
„Það verður að gerast með
samningum - það er engin önnur
leið til þess. Eg fullyrði að það er
upp á líf og dauða fyrir þetta land
að ná samkomulagi í þjóðfélaginu
um að falla frá þessum áformum
um að nota peninga svona umfram
það sem við eigum. Þetta þarf að
vera samkomulag aðila vinnu-
markaðarins, framkvæmda- og
löggjafarvalds, sveitarfélaganna
og allra þeirra sem að þessu máli
koma. Það er ekkert hér á landi
svo mikilvægt eða brýnt að ekki
megi fresta því, þegar neyðar-
ástand blasir við eins og nú. Ég
ætla ekki að segja mikið um hvern-
ig þetta á að gerast, en get þó
bent ámijög stóra liði sem verður
að skera niður.
Ég nefni húsnæðiskerfið í heild
sinni, bæði húsbréfakerfið svo og
félagslegu íbúðirnar. í ár erum við
að veija um 22 milljörðum króna
af opinberu fé til húsbygginga.
Ætlar einhver maður að halda því
fram við mig, að það sé lífins þörf
á þessu? Nei!” svarar Einar Oddur
sjálfur og heldur svo áfram: „Þó
að við ætlum ekki að nota nema
um 15 milljarða í húsnæðiskerfið
næsta ár, þá getum við skorið þá
ijárhæð verulega niður. Það er
ekki þörf á þessu. Við verðum að
nauðhemla!
Húsbréfakerfið á þessu ári
hefur þýtt peningaprentun
upp á 15 milljarða. Þessi
mikla útgáfa og lánsijárþörf ríkis-
ins er að kveikja í okkur. Það
stendur blár loginn upp úr öllu
atvinnulífi landsmanna. Við erum
á mjög hættulegu stigi, með verð-
bólgu yfir 8%, sem er miklu meiri
verðbólga en átti að vera og þar
vega þyngst raunvaxtahækkunin
og ýmsar hækkanir hins opinbera.
Verðbólgan í umheiminum er rúm
4% og við getum ekki lifað í 8%
verðbólgu við þær aðstæður.
Ef við tökum íslensk sveitarfé-
lög, þá er þar hið sama uppi á
teningnum. Þau geta vel og verða
að hætta við fjárfestingaráform
sín. Það er engin leið til þess, nema
með samkomulagi við sveitarfélög-
in og ég vona svo sannarlega að
það samkomulag takist.
Við atvinnurekendur sjálfir
verðum sömuleiðis að draga úr
notkun á peningum. Við höfum
lýst því yfir að við styðjum í hví-
vetna efnahagsmarkmið ríkis-
stjórnarinnar að viðhalda hér stöð-
ugleika og varðveita gengi. En það
þarf enginn maður að láta sér detta
í hug að við varðveitum gengið,
en keyrum hér ár eftir ár á 15 eða
20 milljarða viðskiptahalla. Það er
bara bull og vitleysa að halda að
slíkt sé mögulegt. Gengið hrynur
og atvinnulífið hrynur ef við ekki
drögum úr eyðslu. Það er engin
önnur leið til og það þýðir ekkert
að vera að blekkja sig með það.
Þessa leið getum við farið ef við
höfum verkalýðshreyfinguna með
okkur. Með verkalýðshreyfingunni
trúi ég að við getum komið mjög
mörgu til betri vegar, en án henn-
ar klárum við nú harla fátt.”
- Þessi svartnættissöngur
Vinnuveitendasambandsins - er
hann ekki farinn að hljóma eins
og gömul og rispuð grammófón-
plata? Kyijuðuð þið ekki sama
sönginn fyrir 20 mánuðum eða
svo, þegar þjóðarsáttarsamning-
arnir voru gerðir?
Við skulum aðeins rifja upp
þegar við stóðum sameigin-
lega að síðasta kjarasamn-
ingi með verkalýðshreyfingunni.
Við, trúðum því í sameiningu að
með því að koma hér á stöðugleika
í þjóðfélaginu, þá kæmum við í veg
fyrir áframhaldandi hrap í lífskjör-
um, sem var fyrirsjáanlegt. Og við
sögðum þá að með því að koma
hér á stöðugleika, þá gæti hér
skapast blómlegt atvinnulíf. Þetta
hefur allt gengið eftir. Að vísu eru
vextirnir hér of háir, vegna meiri
peninganotkunar en við áttum von
á, en það eru áföllin sem við verð-
um fyrir, vegna samdráttar í afla
sem gera það að verkum að svart-
nætti er framundan á næsta ári.
Ætlar einhver að halda því fram
að það sé til að hjálpa vondum
atvinnurekendum, sem vísinda-
mennirnir hjá Hafrannsóknastofn-
un leggja fram þessar tillögur, nú
í annað skiptiá samningstímanum?
Ég hygg að engum detti slíkt í
hug. Sömuleiðis áfallið með verð á
áli og kísiljárni. Þetta eru utanað-
komandi aðstæður, sem við ráðum
ekkert við.
Miðað við þann viðskiptahalla
sem nú er, þá er búið að þrýsta
mjög á gengið og ég veit að marg-
ir hagfræðingar telja að við getum
ekki varðveitt gengið. En við vilj-
um umfram allt leggja í það ein-
stigi að reyna að varðveita gengið
gegnum þykkt og þunnt, því ef við
gefumst upp á því, þá gefast menn
upp á öllum sviðum. Ef nú ætti
að fara gengisfellingarkollsteypur,
þá veit enginn hver annan háls-
brýtur í þeim ósköpum. Við reyn-
um af fremsta megni að standa
með stjórnvöldum, en það þýðir
ekkert að segja að gengið sé fast
og taka sér stöðu fyrir austan sól
og sunnan mána, með brotinn hita-
mæli og bilaða klukku og kytja
sama sönginn aftur og aftur:
Gengið er fast, gengið er fast, al-
veg sama hvað gengur á í þjóðfé-
laginu. Við höfum reynt þetta áður
og það hefur allt brotnað niður
örfáum misserum síðar. Það er
ekki hægt að hafa gengið fast,
nema við stöndum vörð um verð-
gildi þess og verðgildið ræðst ein-
göngu af samkeppnishæfni fram-
leiðslunnar.”
- Þú ert að boða meiriháttar
kaupmáttarskerðingu á næsta ári,
ekki satt?
A
g hef sagt það, að ef þjóðar-
tekjur dragast saman á
næsta ári um 6%, þá viti ég
ekki um nokkurn mann sem kunni
ráð til að forða því að kaupmáttur
almennings minnki um það sama.
Það er besta hugsanlega staða sem
við getum ímyndað okkur að hann
félli ekki meira en þjóðartekjurnar.
Það verður ekki bæði haldið og
sleppt. Ef við ætlum okkur að feta
hið þrönga einstigi og standa vörð
um gengið, þá ráðumst við ekki í
launahækkanir á sama tíma. Auð-
vitað særir þetta menn, en ég
væri að blekkja ef_ ég reyndi að
halda öðru fram. Ég gæti reynt
að sýna hvernig hin myndin yrði,
ef við ætluðum að hverfa aftur til
óðaverðbólgu og gengisfellinga.
Ég bið bara Guð að hjálpa okkur
hvernig við stæðum þá og hver
rýrnunin yrði þá, bæði á rauntekj-
um, eða kauptöxtum og kaup-
mætti. Ég kann ekki að hugsa þá
hugsun til enda og veit að það
yrði ein allsheijarskelfing.
Það er bara rangt að ég sé að
draga skrattann upp á einhvern
vegg. Ég held að með því að velja
leið stöðugleikans, þá sýnum við
það í verki að við erum með meiri
bjartsýnismönnum.”
- Formaður VSÍ hefur einnig
verið ómyrkur í máli hvað varðar
vaxtapólitikina hér á landi og sagt
að raunvextirnir væru að éfca at-
vinnufyrirtækin út á gaddinn. Ertu
þeirrar skoðunar að afnema beri
vaxtafrelsi og keyra beri þá niður
með_ handafli?
„í þjóðfélagi þar sem enginn
hagvöxtur er, þar éta raunvextirn-
ir upp það sem fyrir er. Hér er
enginn hagvöxtur og því eru raun-
vextimir að koma atvinnulífínu á
kné. Það.getur enginn þáttur at-
vinnulífsins borgað þessa raun-
vexti - ég fullyrði það.
Fyrsta skrefið hlýtur að vera
það sem ég nefndi áðan, að taka
ákvörðun um að draga úr eyðsl-
unni. Strax og sú ákvörðun hefur
verið tekin þá er hægt með sam-
ræmdum aðgerðum að lækka hér
raunvexti verulega. Þetta er hægt
að framkvæma vegna þess að allir
aðilar á markaðinum hafa sameig-
inlegra hagsmuna að gæta. Þó að
lifeyrissjóðirnir séu á eins konar
gróðavertíð núna, að taka 10 til
11% raunvexti, þá hafa þeir aðra
og mikilvægari hagsmuni þegar til
lengri tíma er litið. Hvað halda
menn að verði um lífeyrissjóðina
daginn sem þeir fá engin iðgjöld?
Þeir, eins og aðrir í þessu landi,
hafa þá hagsmuni fyrst og fremst
að hér geti atvinnulifið haldið
áfram og við eigum einhveija von
í framtíðinni.
að sama á við um bankana.
Það hlýtur að vera mjög
áríðandi fyrir þá þegar við
erum að fara inn í kreppu eins og
þá sem nú blasir við, að við séum
með lægra vaxtastig en nú er,
þegar kreppan skellur á. Þeim mun
færri sem gjaldþrotin verða, þeim
mun minna tjóni verða bankarnir
fyrir. Við skulum reyna að fækka
gjaldþrotunum eins og við getum,
nógu skelfilega mörg verða þau.
samt. Þetta á við um alla aðila
viðskiptalífsins: Þeir hafa allir
þeirra hagsmuna að gæta að við
reynum að lágmarka það rosalega
tjón sem framundan er.”
- Þeir sem ákvarða vaxtastigið
hér á landi virðast ekki hafa séð
þessa höfuðnauðsyn sem þú sérð
í því að lækka raunvexti. Hvað er
þá til ráða? Ertu ekki að boða
handaflsaðferð stjórnvalda við að
keyra niður vexti?
„Nei, ég er ekki að því, því það
gengi aldrei. Með samræmdum
aðgerðum getum við breytt for-
sendunum. Nú ríkir algjört æði
hér, þar sem hver lífeyrissjóður
reynir að fá sem hæsta vexti.
Stjórnendur þeirra, stjórnendur
banka og lánastofnana verða að
sjá að hér verður að ná raunvaxta-
stigi niður á svipað stig og er í
nágrannalöndum okkar - helst á
lægra stig. Við erum langt, langt
fyrir ofan það. Þetta er algjör bijál-
semi - það er eina orðið yfir þetta.
Þeir sem ekki þora að taka þátt í
slíkri tilraun, þora ekki að reyna
að koma í veg fyrir efnahagslegt
hrun okkar íslendinga.
Með óbreyttu raunvaxtastigi
mun enginn nýr afvinnu-
rekstur sjá dagsins ljós.
Enginn nýr gróður mun geta fest
rætur. Það er upp á líf og dauða
fyrir okkur að festast ekki í svart-
sýninni, eins og þú heldur að við
í VSÍ séum að reyna að boða. Við
verðum að reyna að sjá eitthvert
ljós - þó það sé ekki nema ljós-
týra. En slík týra sést ekki nema
með nýrri atvinnustarfsemi. Það
vex engin jurt upp af ís og klaka.
Hér getur ný atvinnustarfsemi
aðeins þrifist ef við byggjum áfram
á stöðugleika og keyrum niður
vaxtastigið og verðbólgu niður fyr-
ir 4% - helst þarf hún að fara niður
í 2 til 2,5%. Þetta er grunnurinn
að því að hér geti eitthvað byijað
að vaxa og við getum átt
einhveija von.”
- Er það skoðun formanns VSÍ
að við Islendingar séum fastir í
því lífsformi að eyða um efni fram?
„Við lifum hér um efni fram og
höfum gert um langa hríð. Heildar-
neyslan er meiri en við öflum. Við
söfnum hér skuldum á hveiju ein-
asta ári. Ef við lítum um öxl svona
aftur til síðustu 10 til 15 ára, þá
getum við gefið okkur þá þumal-
puttareglu á núgildandi verðlagi
að við höfum safnað skuldum upp
á um það bil 10 milljarða á hveiju
ári. Þetta er eyðsluskuld sem við
búum til á hveiju ári og þetta get-
ur ekki annað en endað með skelf-
ingu. Við erum haldnir einhveiju
eyðsluæði. Þjóðin i. heild virðist
ekki geta horfst í augu við þá stað-
reynd að hún er að stela lífskjörum
af næstu kynslóð. Við erum öll
samsek og ég ætla engan að und-
anskilja.
- Dökk er þín nánasta framtíð-
arsýn og Ijóstýran vandséð. Hvert
er þitt mat á skilningi launþega-
hreyfingarinnar á boðskap ykkar
svörtu messu?
að er nú svo að í gegnum
tíðina hefur boðberum
slæmra tíðinda sjáldan verið
klappað lof í lófa. Auðvitað skil
„Við erum haldnir
einhverju eyðsluæði.
Þjóðin í heild virðist ekki
geta horfst í augu við þá
staðreynd að hún er að stela
lífskjörum af næstu
kynslóð.”
ég það,” segir Einar Oddur, ”að
þegar við segjum svona hluti, sem
við því miður þurfum að segja, þá
virkar það hryllilega á fólkið. Það
er ósköp skiljanlegt að það svekki
menn að vita til þess að engar
kjarabætur eru framundan. Það
særir þá og jafnvel ærir. Við verð-
um að horfast í augu við það, en
það er betra að segja sarinleikann
og draga ekkert undan, heldur en
að búa sér til falskt skjól og þora
ekki að horfast í augu við veruleik-
ann.
Það er sorgleg staðreynd, að
okkur hefur ekki tekist að ná nein-
um árangri í efnahagsmálum.
Núna þegar við erum búin að vera
á niðurleið í fjögur ár, eða allt frá
árinu 1987, þá er það náttúrlega
hrikalegt áfall að sjávarafli á
næsta ári skuli fara niður um sjö
til átta milljarða í útflutningsverð-
mætum og að málmarnir skuli
einnig vera í niðursveiflu á sama
tíma - þetta er auðvitað ekkert
annað en reiðarslag.”
- Eru atvinnurekendur trúverð-
ugir í hugum launþega?
„Ég er ekkert viss um að ég
geti svarað þessari spurningu ját-
andi. Það er ekkert borðleggjandi
að við séum trúverðugt fólk í hug-
um launþega. Þar um veldur
eflaust margt. Einkaneysla margra
hér á landi sker í augu og eflaust
er margur atvinnurekandinn frek-
ur til fjárins sér til handa. En það
er alls ekki þar með sagt að það
séu atvinnurekendur sem eiga í
hlut, þegar flottræfilshátturinn
gengur úr hófi fram. Versti óvinur
atvinnurekenda og það sem skaðar
ímynd þeirra mest er neðanjarðar-
hagkerfið, nótulausu viðskiptin.
Þessir aðilar borga hvorki virðis-
aukaskatt, tekjuskatt né nokkur
önnur gjöld og komast upp með
það, öllum til skaða og skammar.
Menn skulu minnast þess að þessi
starfsemi gæti ekki verið jafn
umfangsmikil og raun ber vitni,
nema vegna þess að stór hluti al-
mennings hlýtur að taka þátt í
þessu. Það þarf nefnilega tvo til -
til að stunda nótulaus viðskipti.
Annað sem snýr að atvinnu-
rekendum og dregur úr trú-
verðugleika þeirra meðal
launþega, er það sem ég vil bara
nefna tepruskap gagnvart launa-
mun. Það eru_ allir að tala um
launajöfnuð á íslandi og það orð
hefur iðulega verið kyijað í mjög
stórum kór, án þess að kórlimir
meintu svo sem nokkuð með
söngnum. í stað þess að menn
hafi mjög mismunandi há laun, þá
hefur sú leið verið farin í auknum
mæli að greiða alls konar fríðindi,
þetta á bæði við í einkageiranum
og þá ekki síður í hinum opinbera.
Þetta er náttúrlega ekkert annað
en undandráttur frá skatti og skap-
ar tvöfalt siðgæði í launamálum.
Þannig verður til gríðarlegur
launamismunur milli aðila, sem
hleypir illu blóði í launþega og
grefur undan trúnaðartrausti at-
vinnurekenda. Við verðum að horf-
ast í augu við þetta og viðurkenna
þetta. Eg er þeirrar skoðunar að
í einu þjóðfélagi verði að vera veru-
legur launamismunur. En ég held
því líka fram að háu launin eiga
að heita laun, því af þeim á auðvit-
að að borga skatt.”
- Attundu lotunni í brids er lok-
ið á milli íslendinga og Pólveija
þegar við Einar Oddur slítum tali
okkar. íslendingar eru þá með 80
stig í forskot og heimsmeistaratit-
illinn innan seilingar. Einar Oddur
kveðst fagna þessum glæsilega
árangri. Ef marka má orð for-
manns VSI, sem gjarnan hefur
verið nefndur bjargvætturinn, eru
engar geimsagnir og slemmur í
íslenska efnahagsspilinu um þessar
mundir. Handkortin bjóða að hans
mati í besta falli upp á eitt allsheij-
ar „pass”.