Morgunblaðið - 13.10.1991, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. OKTÓBER 1991
KASPAROV ER
L YÐSKRUMARI
„Ég þekki Janajev fyrrverandi varaforseta frá því hann starfaði í Komsomol. Honum þótti gott í staupinu þannig að mér finnst ekki fjar-
stæðukennt að hann hafi verið drukkinn mest allan tímann. ”
eftir Pól Þórhollsson
Myndir: Arni Sæberg
Anatólíj Karpov er staðráðinn í
að endurheimta heimsmeistaratit-
ilinn í skák sem hann missti árið
1985 í hendurnar á Garrí
Kasparov, eftir að hafa haldið
honum í tíu ár. Þeir höfðu ekki
einungis gerólíkan skákstíl heldur
þótti og sem þar tækjust á fulltrú-
ar nýja og gamla tímans í Sovét-
ríkjunum, kommúnistinn og um-
bótasinninn. Það er því ekki ein-
ungis metnaðurinn sem rekur
Karpov áfram heldur og viljinn
til að jafna metin í ævilöngu ein-
vígi þessara tveggja mestu skák-
snillinga okkar daga. Tafl-
mennska Karpovs á Heimsbikar-
mótinu í Reykjavik hefur sýnt
hvers hann er megnugur. „Ka-
sparov er á niðurleið,” segir hann.
Karpov stendur á fertugu,
hann er hagfræðingur
að mennt og skrifaði
doktorsritgerð um mikil:
vægi frístunda í sósíal-
ísku hagkerfi. Hann var
spurður hvemig hann
sjálfur verði frítíma sín-
um. „Áhugamálum mín-
um sinni ég einkum þegar ég er
heima í Moskvu,” svarar Karpov á
góðri ensku. „Því miður get ég ekki
spilað tennis héma á undan hverri
skák eins og ég er vanur. Auk þess
hafa margar skákir mínar farið í bið
þannig að ég hef ekki átt marga
frídaga. Ég safna frímerkjum og ég
er með eitthvað af þeim meðferðis
því ég kom hingað frá New York
þar sem ég keypti athyglisverð merki
á uppboði. Venjulega geng ég mikið
en hér er svo vindasamt að fyrir
skákirnar sit ég mestallan tímann
uppi á herbergi við skákrannsóknir.
Eins og venjulega bý ég mig undir
hverja skák en þar fyrir utan skýri
ég skákir mínar fyrir Informator.
Hér á íslandi hef ég skýrt tíu nýleg-
ar skákir mínar fyrir tímaritið.” In-
formator er eitt virtasta skáktímarit
heims og er gefið út tvisvar á ári í
Júgóslavíu. Þar em birtar merkustu
skákirnar sem tefldar hafa verið
undanfarna sex mánuði með skýring-
um fræðimanna og skákmannanna
sjálfra.
Karpov í^egist eiga gott safn ís-
lenskra frímerkja. „Fyrir fímm
eða sex árum keypti ég gott íslenskt
safn í Sovétríkjunum og hef verið
að bæta við það síðan. Núna á ég
næstum öll íslensku frímerkin en
mig vantar enn nokkrar gamlar yfir-
prentanir. Annars einbeiti ég mér
að Rússlandi fyrir byltingu, Sovét-
ríkjunum, Evrópuríkjum, Bandaríkj-
unum, Japan og Kanada.”
Karpov segist ekki veija miklum
tíma til skákrannsókna heima fyrir
vegna opinberra starfa sinna. Hann
er þingmaður á fulltrúaþingi Sovét-
ríkjanna, forseti Sovéska friðarsjóðs-
ins og formaður alþjóðlegrar nefndar
til aðstoðar fómariömbum Tsjemó-
byl-slyssins. „Þegar ég er að heiman
get ég lítið sinnt þessum störfum
nema f gegnum síma þannig að
heima fer mikill tími í þau.” En
hvernig fer næststerkasti skákmaður
heims þá að því að halda sér við í
fræðunum? Hefur hann aðstoðar-
menn sem safna skákum og vinna
úr þeim? „Söfnun upplýsinga er ekki
vandamálið. Nú fær maður mikil-
vægustu skákimar á gagnadiski.
Undanfarin ár hefur Moskvuháskóli
unnið að gagnaforritinu Karpov-soft
fyrir skákmenn og var ég faglegur
yfirmaður hönnunarinnar. Gagna-
grunnurinn er yfírleitt sá sami en
okkar kerfí er þrefalt hraðvirkara
en gömlu forritin.” Annars segist
Karpov einkum rannsaka byijanir en
síður endatöfl enda hefur hann þegar
afburðaþekkingu og skilning á því
sviði þótt ekki vilji hann viðurkenna
að þar eigi hann fátt ólært.
Talið berst nú að heimsmeistaran-
um Kasparov. „Ég reyni að komast
hjá því að eiga nokkur samskipti við
hann,” segir Karpov. „Ég virði hann
sem skákmann en ég ber enga virð-
ingu fyrir honum sem manneskju.”
- Áður fyrr var þvf haldið fram
að þú værir holdgervingur gamla
tímans í Sovétríkjunum en hann
fullrúi breyttra tíma, perestrojku og
glasnosts.
„Þegar bylting verður í þjóðfélagi,
hvort sem hún er friðsamleg eins og
nú eður ei, þá spretta upp lýðskmm-
arar og Kasparov er einn af þeim.
Því miður er hann líka heimsmeist-
ari og þess vegna á hann hægara
með að ná eyrum fólks.”
Beijist þið um völd í sovésku skák-
hreyfingunni?
„Engan veginn. Kasparov hefur
unnið sovésku skákhreyfíngunni
mikið tjón. Hann hefur reynt að inn-
Viðtal við
skákmanninn,
hagfræðing-
inn, þing-
manninn og
frímerkjasafn-
arann Anatólíj
Karpov
leiða hætti atvinnuskákmennsku f
daglegt skáklíf í Sovétríkjunum.
Hann hefur reynt að sýna fram á
að skák geti staðið undir sér. Ég,
Kasparov og um tuttugu aðrir sov-
éskir stórmeistarar geta lifað af
skák. En ekki þúsundir og milljónir
skákmanna sem hingað til hafa not-
ið stuðnings verkalýðsfélaga, fyrir-
tækja eða ríkisins. Hugmyndir Kasp-
arovs eru því skaðlegar. Fyrir ári
ákváðu verkalýðsfélögin að hætta
fjárhagsstuðningi við taflfélög. En
ég held að fólk eigi eftir að sjá að
sér og vil ekki skipta mér af þessu.”
Karpov segir að Kasparov hafí reynt
að leggja stein í götu sína. „Eftir
einvígið 1985 hélt hann að hann
þyrfti aldrei aftur að mæta mér í
einvígi. Hann flutti opinbera fyrir-
lestra í Moskvu þar sem hann sagði
að ég væri ekki lengur í fremstu röð
og væri tímabært að ég yrði sviptur
opinberum embættum mínum. En
1988 þegar ég var kjörinn til setu á
fulltrúaþinginu gafst hann upp.”
- Þegar Kasparov var hér á
heimsbikarmótinu fyrir þremur árum
sagði hann í viðtali við Morgunblaðið
að hann væri svo önnum kafinn og
þyrfti að leggja svo mikið á sig til
að vinna það mót að hann væri bók-
staflega farinn að ganga á orkuforða
framtíðarinnar. Sérðu einhver merki
þess að Kasparov sé að brenna upp
sem skákmaður í fremstu röð?
„Það þarf vart frekari vitna við.
En hver veit nema hann taki sig á.
En núna fer honum aftur, það er
engin spuming. Ég minni á að fyrir
einvígin í New York og Lyon á síð-
asta ári sagði ég að hann væri á
niðurleið. Þvi miður gat ég ekki sann-
að þessa fullyrðingu vegna þess að
ég glútraði niður tækifærum mínum.
í Sevilla 1987 hafði ég forystu allt
þar til í síðustu skákinni.”
- En komist þú áfram að þessu
sinni og mætir Kasparov hveijir eru
möguleikar þínir á að leggja hann
að velli?
„Þeir sömu og áður. En höfuð-
vandi minn er undirbúningurinn.
Fræðilega var hann mun betur undir
síðustu einvígi búinn. Þar á ég ekki
einungis við að ég standi lakar að
vígi í byijunum heldur þurfti ég að
eyða. of mikilli orku í fyrstu skákir
einvígjanna til að halda mínum hlut.
Þetta útheimtir mikið þrek og kemur
niður á seinni skákum einvígjanna.
Einnig má nefna að Kasparov hefur
í undanförnum einvígjum haft mun
öflugri menn sér til aðstoðar.”
- Getur þú ekki snúið þeirri stöðu
við fyrir næsta einvígi?
„E.t.v., en hann hefur lag á því
að fá fólk til að leggja harðar að sér
en ég. Hann er sterkari persónuleiki
og getur þvingað fólk til að leggja
allt í sölumar en það get ég ekki.”
Nú hefur þú þegar staðið á tindinum
í skákheiminum. Er það ennþá
þitt æðsta markmið í lífinu að verða
heimsmeistari?
„Vissulega er mun erfiðara að
snúa aftur heldur en að komast á
tindinn í fyrsta sinn. En ég hef enn-
þá fullan hug á því.”
- Eru aðrir skákmenn í sjónmáli
sem gætu lagt Kasparov í heims-
meistaraeinvígi?
„Ekki sem stendur. En ívantsjúk
getur reynst honum skeinuhættur í
framtíðinni. Kasparov hlýtur að vera
feginn að hann hefur þegar verið
sleginn út.”
Eins og nærri má geta hefur and-
rúmsloftið í sovésku skáksveitinn
ekki verið upp á það besta þegar
Kasparov og Karpov hafa teflt þar
hlið við hlið. En eftir hrun Sovétrikj-
anna eru líkur á að þetta vandamál
sé úr sögunni: „Ég efast um að Ka-
sparov muni tefla fyrir Rússland,”
segir Karpov. Kasparov er fæddur í
Baku í Ázerbajdzhan en hraktist
þaðan vegna þess að Armenar og
þ. á m. fjölskylda hans sættu ofsókn-
um. Karpov efast um að Kasparov
muni tefla fyrir Armeníu. „E.t.v.