Morgunblaðið - 13.10.1991, Page 21
2!
MORGtlNBLAfiÖ) 'SUN^?jbAbl!ft513;''cœTÖfeJr: 1991
Vatnslitamyiidir eftir
Sigurþór Jakobsson
SEXTÁN nýjar myndir eftir Sigurþór Jakobsson myndlistarmann
hafa verið gefnar út fyrir árið 1991. Myndirnar eru endurprent af
vatnslitamyndum Sigurþórs og eru gefnar út í takmörkuðu upplagi.
Þetta er fjórða útgáfa Sigurþórs
á eigin myndum á jafnmörgum
árum. Að sögn listamannsins hefur
hann valið að prenta myndir sínar
til þess að gefa sem flestum kost
á að njóta þeirra. Margir vilji hafa
myndlistarverk uppi á vegg hjá sér
án þess að fjárfesta í dýrum mál-
verkum og með slíkri endurprentun
sé slíkt gert mögulegt. Sérstakir
ljósþolnir litir eru notaðir í prentun-
ina til þess að myndirnar þoli dags-
birtu lengur en venjulegir litir.
Myndirnar eru til sýnis og sölu
í galleríi og vinnustofu listamanns-
ins að Víðimel 61 og er opið alla
daga frá klukkan eitt til sex e.h.
(Fréttatilkynning.)
Sigurþór Jakobsson við hillur með nokkrum mynda hans..
Gríma fundin á Stóru-Borg, lík-
lega frá 17. eða 18. öld.
■ NÚ STENDUR yfir í Bogasal
Þjóðminjasafns íslands sýning sem
ber yfirskriftina Stóra Borg Forn-
leifarannsókn 1978-1990. Stóra-
Borg er bær undir Eyjafjöllum sem
hvað þekktastur hefur orðið fyrir
skáldsögu Jóns Trausta um Önnu á
Stóru-Borg. Fornleifarannsókn hef-
ur leitt í ljós að bær hefur staðið
öldum saman á hólnum niður við
sjóinn þar sem fornleifafræðingar
unnu að einum viðamesta uppgreftri
á íslandi á árunum 1978-1990. Þar
eru varðveisluskilyrði í jarðveginum
afar góð og því'er ákaflega margt
muna sem jörðin hefur varðveitt í
gegnum aldirnar. Það var Þjóðminja-
safn íslands em stóð að rannsóknun-
um en Þjóðhátíðarsjóður veitti til
þeirra fé. Mjöll Snæsdóttir fornleifa-
fræðingur hefur frá upphafi stýrt
verki á Stóru-Borg en þar hafa
margir lagt hönd á plóg undir henn-
ar stjórn. Á sýningunni í Þjóðminja-
safninu er merkustu gripimir til sýn-
is ásamt teikningum og Ijósmyndum
sem varpa ljósi á rannsóknirnar.
Sunnudaginn 13. október kl.14.00
verður Mjöll Snæsdóttir fornleifa-
fræðingur á staðnum og fylgir gest-
um um sýninguna og skýrir hana.
(Fréttatilkynning)
BOX1464 121 REYKJAVIK SÍMÍ: 91/27644
Handmenntaskóli fslands hetur kennt yfir 1800 Islendingum bæði heima og
erlendis á síðastliðnum tíu árum. Hjá okkur getur þú lært Teikningu, Lita-
meðferð, Skrautskrift, Innanhússarkitektúrog Garðhúsagerð-fyrirfull-
orðna - og Föndur og Teikningu fyrir börn í bréfaskólaformi. Þú færð
send verkefni frá okkur, sendir okkur úrlausnir þinar og þær eru sendar leið-
réttar til baka. - Biddu um kynningu skólans með því að senda nafn og
heimilisfang tiljakkar eða hringdu í sima 27644 núna strax, símsvari tekur
við pöntun þinni á nóttu sem degi. -Timalengd námskeiðanna stjórnar þú
sjálf(ur) og getur því hafið nám þitt, hvenær sem er, og verið viss um fram-
haldið. Hér er tækifærið, sem þú hefur beðið eftirtil þess aö læra þitt áhuga-
svið á auðveldan og skemmtilegan hátt. - Nýtt hjá okkur: Híbýiafræði.
ÉG ÓSKA EFTIR AÐ FA SENT KYNNINGARRIT
HMÍ MÉR AD KOSTNADARLAUSU
NAFN.
I
HEIMIUISF.
óhjákvæmilega leiða til verulegrar
skerðingar í þjónustu við íbúana
skora því á yfirvöld fjármála og
heilbrigðismála að tryggja spítalan-
um þann .rekstrargrundvöll sem
geri honum kleift að sinna svipuðu
hlutverki áfram og verið hefur und-
anfarin ár.
(Fréttatilkynning)
Leiðrétting
I forsíðumyndatexta í Morgunblað-
inu í gær urðu þau mistök að niður
féll nafn Aðalsteins Jörgensen eins
af heimsmeisturum íslands í brids.
Eru hlutaðeigandi beðnir velvirð-
ingar á þessum mistökum.
■ SAMEIGINLEGUR fundur í
læknaráðum heilsugæslustöðvanna
í Hafnarfirði og Garðabæ mótmælir
harðlega áformum um að skerða
verulega starfsemi St. Jósefsspítaia
í Hafnarfirði. St. Jósefsspítali hefur
verið byggður upp undanfarin ár
sem deiídaskipt sjúkrahús og gegnt
slíku hlutverki mjög vel. Spítalinn
hefur veitt íbúum nágrannabyggð-
anna mjög víðtæka þjónustu og
verið ómissandi hlekkur í eðlilegri
heilbrigðisþjónustu á svæðinu, ekki
síst öldrunarþjónustu. Einnig skal
bent á að heilsugæslustöðvarnar
treysta á þjónustu stoðdeilda spítal-
ans, s.s. röntgen og rannsókna-
stofu. Læknaráðin telja að áform
um stórfelldan samdrátt í starfsemi
St. Jósefsspítala í Hafnarfirði muni
Kanaríeyjar eru sumarparadís á
veturna. Þess vegna bjóðum við í
vetur fleiri ferðir í sólina á Kanarí-
eyjum en nokkru sinni fyrr.
llmjólin: Tvær ferðir:
19. des.-2.jan. 2 vikur.
Verð frá 74.600 kr. á
mann m.v. tvo í íbúð á
Broncemar.
19. des.-9. jan. 3 vikur.
Verð frá 84.000 kr. á
mann m.v. tvo í íbúð á
Broncemar.
Aðrar 23. jan. - 13.feb. 3 vikur.
brottfarir: 30. jan. - 20. feb. 3 vikur.
13. feb. - 5.mars 3 vikur.
20. feb. - 12.mars 3vikur.
5. mars - 26.mars 3 vikur.
26. mars - lO.apr. 2 vikur.
12.. mars - 2. apr. 2 vikur.
IImpáskana: 2. apr. - 23. apr. 3 vikur.
10. apr. - 24. apr. 2 vikur.
Brottför 2. og 9. jan.
í3 vikur á sérlega
hagstaeðu verði,
frá 59.300 m.v. 2 í íbúð,
frá 43.940 m.v. 3 í íbúð
(hjón með 1 barn 2-11
ára á Los Tunos).
393 sæti seld.
Bráðum uppselt í
margar ferðir.
Hafðu strax samband
við þína ferðaskrif-
stofu, söluskrifstofur
okkar og umboðsmenn
um allt land eða í síma
690300 (svarað alla 7
daga vikunnar).
M ÚRVAL-ÚTSÝN
Sími 60 30 60 í Mjódd. 2 69 00 við Austutvöll
FLUGLEIÐIR
Allt vcrð m.v. staðgrciðslu ferðakostnaðar og gengi 26. sept. 1991. Flugvallarskattur og forfallatrygging ckki innifalin.