Morgunblaðið - 13.10.1991, Qupperneq 26
n 26
MORGÚNBLAÐIÐ ATVINNA/RAD/SMAWIdagor '13.0KTÓBER 1991
ATVIN N U AUGL YSINOAR
Keflavík - smiðir
Óskum eftir smiðum í vinnu.
Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstof-
unni, Iðavöllum 13A.
Húsanes hf.
Flokksstjóri
Flokksstjóri óskast strax í umbúðamóttöku.
Um framtíðarvinnu er að ræða.
Upplýsingar í síma 678522 nk. mánudag 14.
október milli kl. 8.00 og 10.30.
Endurvinnslan hf.
RÍKISSPÍTALAR
Reyklaus vinnustaður
Kópavogshæli
Sjúkraliðar
Sjúkraliðar óskast á deild 20, barna- og ungl-
iiigadeild fyrir ofurfatlaða einstaklinga.
Vinnutími fer eftir samkomulagi. Æskilegt
framhaldsnám við barnahjúkrun eða starfs-
reynsla. Á Kópvogshæli er í boði aðstaða til
líkamsræktar fyrir starfsfólk.
Upplýsingar gefa Hulda Harðardóttir, yfir-
þroskaþjálfi og Sigríður Harðardóttir, hjúkr-
unarforstjóri í síma 602700 kl. 9.00 til 16.00
virka daga.
Starfsmenn
Starfsmenn óskast í vaktavinnu. Starfið felur
í sér umönnun vistmanna, útiveru, þátttöku
í þjálfun og að sinna almennum heimilisstörf-
um. Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu
af því að vinna með þroskaheftum. Starfs-
þjálfun í boði. Á Kópavogshæli er í boði að-
staða til líkamsræktar fyrir starfsfólk.
Upplýsingar gefa Hulda Harðardóttir, yfir-
þroskaþjálfi og Sigríður Harðardóttir, hjúkr-
unarforstjóri í síma 602700 kl. 9.00 til 16.00
virka daga.
Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar
Síðumúla 39, 108 ReykjaviTc, sími 678500, fax 686270
Forstöðumaður
útideildar
Laus er til umsóknar staða forstöðumanns
útideildar. Háskólamenntun á sviði félags-,
uppeldis- eða sálarfræði er áskilin og einnig
reynsla af starfi með unglingum. Æskilegt
er að starf geti hafist eigi síðar en 1. janúar nk.
Útideild er deild innan Félagsmálastofnunar
Reykjavíkur, sem sinnir leitar- og vettvangs-
starfi meðal unglinga og er markmiðið með
starfinu að fyrirbyggja að unglingar lendi í
erfiðleikum og aðstoða þá ef slíkt kemur fyr-
ir. Starfið felur í sér auk vettvangsstarfs,
einstaklings-, hópa- og samfélagsvinnu.
Starf forstöðumanns er fólgið í ábyrgð á
daglegum rekstri, skipulagningu á starfi
deildarinnar, auk almennra starfa í deildinni.
Starfið býður upp á mikla möguleika þar sem
starf útideildarinnar er í stöðugri mótun.
Nánari upplýsingar veitir Petrína Ásgeirs-
dóttir, forstöðumaður útideildar, s. 621611
og 20365 og Vilmar Pétursson, deildarstjóri
unglingadeildar, í s. 625500.
Umsóknarfrestur er til 1. nóvember nk.
Umsóknum skal skila til Félagsmálastofnun-
ar Reykjavíkurborgar, Síðumúla 39, á um-
sóknareyðublöðum, sem þar fást.
Leikskólar
Reykjavíkurborgar
Fóstrur, þroskaþjálfar og fólk með uppeldis-
menntun óskast til starfa á neðangreinda
leikskóla:
Bakkaborg, v/Blöndubakka, s. 71240.
Hraunborg, v/Hraunborg, s. 79770.
Álftaborg, v/Safamýri, s. 812488.
Lækjaborg, v/Leiruborg, s. 686351.
Hlíðaborg, v/Eskihlíð, s. 20096.
Gullborg, v/Rekagranda, s. 622455.
Ægisborg, v/Ægisíðu, s. 14810.
Árborg, v/Hlaðbæ, s. 814150.
Upplýsingar gefa viðkomandi leikskólastjórar.
Dagvist barna,
Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími27277.
m BORGARSPÍTALINN
Forstöðumaður mötuneytis
Matreiðslumaður óskast til að veita forstöðu
mötuneyti Borgarspítalans í Arnarholti á Kjal-
arnési. Til boða stendur húsnæði á staðnum,
sem æskilegt er að forstöðumaður mötu-
neytisins búi í.
Mötuneytið sér um matreiðslu fyrir 60 sjúkl-
inga, auk starfsmanna í Arnarholti.
Umsóknum, með upplýsingum um nám og
fyrri störf, skal skila yfirmatreiðslumanni
Borgarspítalans, fyrir 20. október nk.
Hjúkrunarfræðingar - sjúkraliðar
Öldrunardeildir Borgarspítalans auglýsa eftir
hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum á deildir
í B-álmu, Hvítaband og Heilsuverndarstöð.
★ Deild E-63, Heilsuverndarstöð, vantar
sjúkraliða nú þegar. Unnið er á 8 tíma
vöktum, starfshlutfall samkomulag.
★ Hvítaband, öldrunardeild fyrir alzheimar
sjúklinga, vantar hjúkrunarfræðing,
möguleiki á K-stöðu. Einnig eru tvær
stöður sjúkraliða.
★ Deild B-6 vantar hjúkrunarfræðinga á 12
tíma vaktir og 3ju hverja helgi. Einnig
koma ýmsir aðrir vaktamöguleikar til
greina.
Sjúkraliða vantar á helgarvaktir.
★ Deild B-5 vantar hjúkrunarfræðinga á
næturvaktir, kvöld- og helgarvaktir,
möguleiki á K-stöðu. Sjúkraliða vantar á
morgun-, kvöld- og helgarvaktir. Sjúkra-
liði eða starfsmaður óskast við böðun
sjúklinga. Dagvinna virka daga.
★ Deild B-4 vantar hjúkrunarfræðinga,
starfshlutfall og vaktafyrirkomulag, sam-
lag. Möguleiki á K-stöðu.
Leitið nánari upplýsinga hjá Ingibjörgu
Hjaltadóttur, hjúkrunarframkvæmdastjóra, í
síma 696358, og hjá deildarstjórum viðkom-
andi deilda í síma 696600.
Iðjuþjálfi
Iðjuþjálfi óskast til starfa á nýja iðjuþjálfunar-
deild við spítalann í Fossvogi. Aðalstarfsvett-
vangur verður á öldrunar- og alm. lyfjadeild-
um. Starfshlutfall er 100% en minna hlutfall
kæmi einnig til greina. Staðan er laus nú
þegar.
Upplýsingarveitiryfiriðjuþjálfi í síma 696369.
Aðstoðarlæknir
Staða aðstoðarlæknis á Endurhæfinga- og
taugadeild (Grensásdeild) er laus til umsókn-
ar frá 1. des. nk. Staðan veitist til 1 árs eða
skemur. Hentug fyrir þann, sem hyggur á
nám í endurhæfingarlækningum eða þarfn-
ast þeirrar hliðargreinar.
Upplýsingar veitir dr. Ásgeir B. Ellertsson,
yfirlæknir, í síma 696710.
Framkvæmdastjóri
Ungmennafélag íslands (UMFÍ) vill ráða fram-
kvæmdastjóra. Starfssvið framkvæmdastjóra
er m.a. eftirfarandi:
- Rekstur skrifstofu og starfsmannahald.
- Útbreiðsla og erindrekstur.
- Undirbúningur funda og þinga.
- Þjónusta og aðstoð við héraðssambönd
og ungmennafélög.
- Fjármál UMFÍ og umsjón bókhalds.
Æskilegt er að umsækjendur hafi þekkingu
á starfi ungmennafélagshreyfingarinnar.
Umsóknum sé skilað til þjónustumiðstöðvar
UMFÍ fyrir 23. október nk.
Viðkomandi þarf helst að geta hafið störf
fyrir áramót.
Nánari upplýsingar veita: Pálmi Gíslason,
formaður UMFÍ, vinnusími 812977 og Sigurð-
ur Þorsteinsson, framkvæmdastjóri í símum
12546 og 16016.
Ungmennaféiag íslands.
Framkvæmdastjóri
Félag rækju- og hörpudiskframleiðenda
óskar að ráða framkvæmdastjóra til starfa.
Starfið er laust strax.
Verksvið er m.a. gagnasöfnun, útreikningar
auk almennrar hagsmunagæslu fyrir samtökin.
Leitað er að viðskiptafræðingi eða aðila með
góða menntun sem nýtist í þetta starf. Nauð-
synlegt er að viðkomandi hafi einhverja
reynslu eða þekkingu á þessari atvinnugrein.
Umsóknir er tilgreini aldur, menntun ásamt
starfsreynslu, sendist skrifstofu Guðna
Jónssonar, Tjarnargötu 14, Reykjavík.
Umsóknarfrestur er til 20. okt. nk.
Qtðntíónsson
RÁÐCJÖF & RÁÐN l NCARÞJÓN USTA
TJARNARGÖTU 14, 101 REYKJAVÍK, SÍMI 62 13 22
Fóstrur
Norðurberg er tveggja deilda leikskóli, þar
starfar áhugasamt fólk sem vinnur að upp-
byggingu og þróun4 starfi. Fóstra eða starfs-
maður með uppeldismenntun óskast í fullt
starf eða eftir samkomulagi.
Einnig vantar starfsfólk með uppeldsis-
menntun til stuðningsstarfa.
Upplýsingar gefur leikskólastjóri í síma
53484.
Hvammur. Fóstra eða starfsmaður með aðra
uppeldismenntun óskast í 50% starf fyrir
hádegi á Montesori-deild, þar sem unnið er
sérstakt þróunarstarf.
Einnig vantar starfsmann í afleysingu eftir
hádegi.
Upplýsingar gefur leikskólastjóri í síma
650499.
Víðivellir. Fóstra eða starfsmaður með aðra
uppeldismenntun óskast í hlutastarf eða eft-
ir samkomulagi.
Upplýsingar gefur leikskólastjóri í síma
52004.
Ennfremur veitir leikskólafulltrúi upplýsing-
ar um störfin í síma 53444.
Félagsmálastjórinn í Hafnarfirði.