Morgunblaðið - 13.10.1991, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM SUNNUDAGUR 13. OKTÓBER 1991
31
unni. Þetta er ómetanlegur stuðning-
ur og kemur á besta tíma,” sagði
Árni Tómas. Framlög systranna hafa
komið í góðar þarfir, fyrir þau höfum
við getað haldið áfram að gera nauð-
synlegar endurbætur á húsnæði
Operunnar.” Og Árni Tómas heldur
áfram: „Þessi stórhugur og rausnar-
skapur Wathnesystra í garð íslensku
óperunnar er þó ekki einsdæmi.
Sjálfar hafa þær sagst vera að fylgja
fordæmi Helgu og Sigurliða Jónsson-
ar kaupmanns, en þeim á íslenska
fóperan einmitt tilveru sína að þakka
Jmeð því að það var fyrir dánargjöf
. þeirra sem _hús íslensku óperunnar
var keypt. Á liðnum árum hafa svo
fjölmargir einstaklingar og fyrirtæki
styrkt Operuna með reglubundnum
fjárframlögum. Alls eru styrktarfé-
|agar nú um 1100 talsins og styrktar-
fyrirtæki eru rösklega 50. Á hverju
ári nema framlög þessara aðila háum
fjárhæðum sem renna í Framtíðar-
sjóð íslensku óperunnar. Rekstur
sjóðsins er í höndum stjórnar Styrkt-
arfélags íslensku óperunnar sem
veitir fé úr honum til afmarkaðra
verkefna fyrir Óperuna. Meðal ann-
ars hafa verið lagfærðir stólar í sal
og endurbætt loftræsting svo eitt-
hvað sé tínt til,” segir Árni
En hver eru önnur hlutverk Styrktar-
félagsins?
„Þótt megintilgangur þess sé að
styðja fjárhagslega við bak Óperunn-
ar þá lifir Styrktatfélagið einig sínu
eigin lífi. Á vegum þess eru haldnir
tónleikar á hverjum vetri auk þess
sem óperur eru sýndar af mynd-
bandi. Um þessar mundir er svo til
dæmis í gangi sýning um líf og starf
Mozarts í íslensku óperunni, en sýn-
fngin er á vegum félagsins. Þá má
nefna að félagið gefur út Óperublað-
ið tvisvar á ári og það hefur einnig
gefið út nokkrar sýningar Óperunnar
á myndbandi,” svarar Árni Tómas.
fin hvað með rekstur Óperunnar?
Er hætta á að ÍÓ verði gjaldþrota?
Árni Tómas segir enga hættu á að
ÍÓ verði gjaldþrota. „Það verður að
skilja á milli þess sem kallað er fjár-
Árni Tómas Ragnarsson.
hagsvandi annars vegar og rekstrar-
vandi hins vegar. Óperan á.hús sitt
skuldlítið og eignir eru miklu meiri
en skuldimar. Hins vegar hefur Óp-
eran fengið allt of lítið fé til starf-
semi sinnar. Við fengum 25 milljónir
frá Ríkinu í fyrra, en stjórnskipuð
nefnd fann það út að við þyrftum
minnst 40 milljónir á ári til að geta
haldið úti óbreyttri starfsemi. Óperan
fær sömu uppíiæð í ár, en það dugar
auðvitað ekki. Heildarupphæðin sem
Óperan þarf er ekki há. Til dæmis
má líta til Þjóðleikhúsins sem fer
fram á 300 milljónir til starfsemi
sinnar. Erlendis er óperan talin dý-
rasta listgreinin, meðal annars vegna
þess að sýningar hennar kreíjast
stórrar hljómsveitar og kórs auk ein-
söngvara. í íslensku óperunni er
þessu öfugt farið. Fjárskortur hefur
neytt stjórn Óperunnar til ýtrasta
aðhalds, en það hefur ekki dugað
til. Sýningar hennar eru tiltölulega
svo ódýrar í uppsetningu að vanir
leikhúsmenn trúa vart þeim kostnað-
artölum.
En hvað með opinbera styrki?
Árni svarar: „Það hefur verið lenska
í gegn um árin að skammta ÍO litlu
í byijun, en bjarga svo málum fyrir
horn með aukafjárveitingum. En
1989 brást það að við fengjum við-
bótarframlag frá ríkinu og þá kom
strax skuldahali upp á einar tíu millj-
ónir. í fyrra kom svo upp deilur
meðal stjórnmálamanna um það
hvort réttara væri að ríki eða borg
hlypi undir bagga. Að lokum
gleymdu þeir málum Óperunnar í
kosningabaráttunni og hún sat uppi
með fyrirheitin ein, en viðbótarfjár-
veitingin hefur ekki komið enn og
þá bættist enn við rekstrarvanda
Óperunnar. Hins vegar erum við
vongóð, því núverandi forsætisráð-
herra lýsti því yfir í vor, meðan hann
var borgarstjóri, að það væri hlut-
verk ríkis að leysa mál Óperunnar
og bætti því við að um svo litlar
upphæðir væri að ræða að það gæti
ekki verið mikið mál. Við sjáum því
hvað setur, en framtíð Óperunnar
ræðst af því hvort að opinber aðstoð
verður aukin.”
„En þó það hafi reynst Óperunni
erfitt að fá nægilegt fé hjá opinberum
aðilum í gegn um árin þá hefur
stuðningur almennings og fyrirtækja
verið Óperunni ómetanlegur,” bætir
Árni Tómas við. „Bæði hefur það
veitt þeim sem starfa í Óperunni
mikinn móralskan stuðning og ýmsar
nauðsynlegar framkvæmdir hefðu
reynst Óperunni ofviða án framlaga
þeirra. Á síðast liðnu ári námu þessi
framlög 10 milljónum króna og var
þeim varið í slíkar framkvæmdir.”
Að lokum sagði Ámi að sér væri efst
í huga þakklæti, ekki aðeins til þeirra
Wathnesystra fyrir rausnarlegan
stuðning, heldur til ailra þeirra sem
lagt hafa Óperunni lið í gegn um
tíðina. Hann sagðist vona að mál ÍÓ
yrðu leidd í örugga höfn áður en
langt um liði.. Það gilti einu hvort
að aukin fjárstuðningur kæmi frá
ríki eða borg. Aðalmálið væri að
Óperan fengi þann stuðning sem
henni væri nauðsynlegur til að halda
áfram starfsemi sinni.
f lok hátíðarfundar í íþróttahöllinni fengu forystumenn björgunarsveitarinnar að gjöf frá nýja
landssambandinu skjöld með merki sambandsins. Hér sjást fulltrúar nokkurra sveita með skildina,
sem í framtíðinni munu prýða björgunarstöðvar sveitanna um land allt.
LANDSBJÖRG
800 manns á hátíðarfundi
LANDSBJÖRG,
landssamband
björgunarsveita, var
stofnað á Akureyri 28.
september sl. Af því til-
efni var efnt til hátíðar-
fundar í íþróttahöllinni
á Akureyri, og sóttu um
800 manns samkom-
una. Meðal gesta var
forseti íslands, Vigdís
Finnbogadóttir, biskup-
ar íslands, hr. Ólafur
Skúlason og hr. Pétur
Sigurgeirsson, ráðherr-
arnir Þorsteinn Páls-
son, Eiður Guðnason og
Halldór Blöndal, al-
þingismenn, fjöldi emb-
ættismana, forystu-
menn annarra félaga-
samtaka og nokkrir er-
lendir gestir sem komu
sérstaklega til landsins
af þessu tilefni.
, Morgunblaðið/Kristinn Ólafsson
Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, er verndari Landsbjargar, lands-
sambands björgunarsveita. Af því tilefni smíðaði Þorbergur Halldórsson
gullsmiður pening úr gulli, með ígreyptu emeleruðu merki Landsbjargar.
Hér sést formaður Landsbjargar, dr. Ólafur Proppé, afhenda forseta ís-
lands þennan pening. Vigdís Finnbogadóttir ávarpaði síðan fundinn og
árnaði nýja félaginu heilla.
Barnafataverslun
Óskum eftir verslunum um land allt til að taka að sér MEXX
barna- og unglingafatnað. Aðeins góðar verslanir koma
til greina.
Upplýsingar í síma 624244 milli kl. 8-18 alla virka daga.
Árni Mathiesen
stjómar
þættinum
í fyrra-
þjóðarinnar
málið
kl. 7—9
UTVARP
REYKJAVÍK
ÚTVARP
REYKJAVÍK
FM 90.91 FM 108.2
Ingibjörg
Sólrún
Gísladóttir
stjómar
þættinum á
þriðjudags-
morgun
kl. 7—9
AÐALSTÖÐIN
AÐALSTRÆTI 16 »101 REYKJAVÍK • SÍMI62 15 20
I
I
I
I
I
YUCCA
G U L L
l
I
l
ÞETTA FRABÆRA 100% NÁTTÚRULEGA
FÆÐUBÓTAEFNIHEFUR ÞEGAR REYNST
MÖRGUM LANDANUM VEL.
KOSTIR YUCCA GULLS KOMA BEST FRAM í
EFTIRFARANDITILVITNUNUM
í RANNSÓKNIR SEM VORU UNNAR MEÐ
YUCCA í BANDARÍKJUNUM.
RANNSÓNIR:
Árið 1973 fór fram 12 mánaða rannsókn á 149 einstaklingum með
liðagigt. Rannsóknin var framkvæmd af Dr. Robert Bingham, for-
stöðumanni National Arthritis Medical Clinic og Dr. John W. Yale,
Ph.D. grasafræðingi og lífeðlisfræöingi. Rannsóknin var byggð á
þeirri niðurstöðu Dr. Yale, að „steroid saponin” (yfirborðsvirkt efni)
sem er í yucca plöntunni myndi nýtast vel í meðhöndlun liðagigtar-
sjuklinga. Dr. Yale byggði þetta á kenningunni um að margar tegund-
ir liðagigtar mætti rekja til eiturefna og skaðlegra sýkla í ristlinum.
NIÐURSTÖÐUR:
Niðurstöður rannsóknarinnar 1973 voru þær að 60% af
sjúklingunum losnuöu að mestu við verki, stirðleika og bólgur, án
nokkurra aukaverkana. Frekari rannsóknir á sama stað, árin 1978-79
leiddu í ijós sömu niðurstöður, en jafnframt að yucca meðhöndlun
dragi verulega úr mikilli streitu og óeðlilega háu kólesteróli og
þríglýseriði í blóðinu.
FLEIRI TILVITNANIR:
Joseph VanSeters, höfundur „Know Your Herbs -
Yucca“ segir eftirfarandi:... megingildi Yucca Plön-
tunnar er lækningargildi hennar. Hún hefur verið notuð tii
að vinna bug á liðagigt, þvagsýrugigt, hús- og hársvörðsvandamálum,
meltingavandamálum, ristilvandamálum og krabbameini. Yucca
plantan er líka góð til að jafna ph (sýrustig) gildi húðarinnar. Marga
sjúkdóma má rekja til „eitraðs ristils" - okkar eigin litlu rotþrór.
Yucca hjálpartil að brjóta niður lífreinan úrgang og er þess vegna
meiriháttar mótefni við eiturefnum í líkamanum.
V ÞETTA ERU TILVITNANIRNAR - SEM VIÐ- ^
SKIPTAVINUR ER VALIÐ ÞITT VILT ÞÚ LÁTA
YUCCA GULL VINNA FYRIR ÞIG?
Glas af YUCCA GULLI með 30 daga skammti kost-
| ar aðeins 490,-
GREIÐSLUKORT
£INKAUMIiOD A ISLANUI: PÓSTKROFUÞIONUSTA
^ becR^ip ^
LAUGAVEGI 66, 101 R.VÍK. SÍMAR: 623336, 626265
I
V.