Morgunblaðið - 13.10.1991, Blaðsíða 36
varða i i
Landsbanki
íslands
Banki allra landsmanna
MORGUNBLADIfí, ADALSTRÆTI 6. 101 REYKJAVÍK
TELEX 2127, PÓSTFAX 681811, PÓSTHÓLF 1555 / AKI
AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85
SUNNUDAGUR 13. OKTOBER 1991
VERÐ I LAUSASOLU 110 KR.
Karpov safn-
ar íslenskum
frímerkjum
ANATÓLÍJ Karpov fyrrum heims-
meistari í skák er mjkill áhuga-
maður um frímerki. í viðtali við
Morgunblaðið segist hann eiga
nær öll íslensk frímerki sem gefin
hafa verið út.
Karpov segist hafa komist yfir
gott safn íslenskra frímerkja í Sov-
étríkjunum fyrir nokkrum árum. Síð-
an hefur hann bætt við safnið og
vantar núna einungis nokkur gömul
yfirprentuð frímerki. Skákmeistarinn
segist lítið hafa gengið um í borg-
inni á meðan mótið stóð yfír eins og
hann er vanur þegar hann er erlend-
is, til þess hafi vindurinn verið of
mikill. Á daginn hefur hann því und-
irbúið sig fyrir skák kvöldsins, skýrt
skákir fyrir tímarit og nostrað við
frímerki sem hann keypti á uppboði
i New York fyrir skemmstu.
Sjá „Kasparov er lýðskrumari”
á bls. 16.
Morgunblaðið/KGA
Markús Orn Antonsson borgar-
stjóri og Karpov skoða frímerki
í boði í Höfða s.l. föstudag.
Islensku heims-
meistaramir í brids:
Fellibylur
flýtir brott-
för frá hóteli
Yokohama. Frá Guðmundi Sv. Hermanns-
syni, blaðamanni Morgunblaðsins.
ISLENSKA bridssveitin sem vann
til heimsmeistaratitilisins í Japan
verður að flýta brottför sinni frá
hótelinu sem hún dvelur á vegna
fellibyls sem geisar á Kyrrahafi
og fer væntanlega yfir klukkan 9
á sunnudagsmorgni að staðar-
tíma. Leggja á upp frá hótelinu
klukkan 7 til flugvallarins, en
þangað er um tveggja tíma ferð.
Flugvélin fer þó ekki í loftið fyrr
en hálf eitt, en vegna veðursins
er talið tryggast að vera komin
til flugvallarins áður en veðrið
skellur á.
Islenska sveitin er vætanleg heim
í kvöld, sunnudagskvöld, en flogið
er um Kaupmannahöfn til íslands.
Meðlimir sveitarinnar hafa þegar
fengið tilboð um að spila á sterkum
mótum í kjölfar titilsins. Þannig hef-
ur tveimur pörum verið boðið að
spila á móti í Póllandi um áramót
og áhugi er fyrir að fá Jón Baldurs-
son og Aðalsteinn Jörgensen til að
spila á Sunday Times mótinu, en á
því spila aðeins 16 pör.
Þá barst íslensku sveitinni heiila-
óskaskeyti frá bidsspilaranum heims-
fræga Zia Mahmoud. Þar segir: „All-
ur heimurinn er stoltur af frábærri
frammistöðu ykkar.” íslensku sveit-
inni þykir afarvænt um þessar heilla-
óskir, en Zia Mahmoud undirbjó þá
fyrir úrslitakepppninni eftir riðla-
keppnina. Segist íslenska sveitin
hafa farið í einu og öllu eftir ráðlegg-
ingum hans.
Dansflokkur
Helga Tómassonar:
Slær í gegn
í New York
San Francisco-ballettinn sýndi
í fyrsta sinn í New York í síð-
ustu viku undir stjórn Helga
Tómassonar og sló rækilega í
gegn. 011 helstu stórblöð borgar-
innar luku lofsorði á árangur
dansflokksins og töldu hann vera
á heimsmælikvarða.
Helgi Tómasson kom í stutta
heimsókn til íslands fyrir helgi og
sagði í samtali við Morgunblaðið,
að takmark sitt hefði ætíð verið,
að flokkurinn sýndi í New York,
en hann hefði þó aidrei búist við
því lofi sem hann hlaut sjálfur sem
dansahöfundur. Hann sagði að
dansflokkurinn væri frábær og það
hefði hann alltaf vitað.
I ljósi þeirra átaka sem urðu inn-
an dansflokksins um það leyti sem
Helgi tók við honum fyrir sex árum,
má telja þetta nokkuð góðan árang-
ur.
Sjá nánar bls. 12.
-------------
Hornafjarðardjúp:
Smásíld í
aflanum
UM tíu bátar voru á síldarmiðum
í Hornafjarðardjúpi í fyrrinótt.
Síldin sem veiðst hefur er tölu-
vert blönduð en hluta miðanna
hefur verið lokað vegna smásíld-
ar.
Einar Guðmundsson á Keflvíkingi
KE sem landaði á Seyðisfirði og
Fáskrúðsfirði í gærmorgun sagði að
hægt væri að hitta á þokkalega síld
en hún væri ekki orðin virkilega góð
ennþá. Mest sagði hann að hefði
veiðst í Hornafjarðardjúpi en einn
bátur hefði fengið 20-25 tonn í Beru-
fjarðarál. Hábergið GK landaði 500
tonnum af síld í Grindavík í fyrri-
nótt en að sögn Gunnars Sigurðsson-
ar, 2. stýrimanns, er 10-15% aflans
smásíld. Hann sagði að hluta mið-
anna hefði verið lokað vegna smá-
síldar í afla.
Húsbréfakerfið:
Um 1,5 milljarðar króna
til neyslu en ekki í íbúðir
VARLEGA áætlað munu um 1,5 milljarðar króna af 15 milljarða
króna lánum húsbréfakerfisins í ár fara í neyslu en ekki til íbúða-
kaupa. Samkvæmt upplýsingum frá Húsnæðisstofnun og verðbréfa-
mörkuðum kemur um helmingur húsbréfa á markað en helmingur
er notaður í áframhaldandi íbúðakaup eða sem sparnaðarleið. Af
þeim 7,5 milljörðum króna sem fara á verðbréfamarkað í ár og
er seldur þar með 23% afföllum eru um 2,7 milljarðar vegna
greiðsluerfiðleikalána og annað eins vegna nýbyggingarlána. Það
sem eftir er, 1,5 milljarðar, er því notað í annað en íbúðakaup.
Félagsmálaráðherra gaf í síð-
ustu viku út reglugerð um breýt-
ingar á húsbréfakerfinu. Er þess-
um breytingum ætlað að draga úr
umfangi þess en stjórnvöld telja
að vaxandi umfang kerfisins sé
þáttur í að halda uppi háum raun-
vöxtum hérlendis. Samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins var
ákvörðun félagsmálaráðherra tek-
in vegna mikils þrýstings frá fjár-
málaráðuneytinu sem neitaði að
samþykkja nýjan húsbréfaflokk
nema gripið yrði til aðgerða.
í heild mun Húsnæðisstofnun
lána út á þriggja ára tímabili,
1990-1992, um 60 milljarða króna.
Af þessari upphæð eru húsbréf-
alánin 33 milljarðar. Félagsmála-
ráðherra áætlar að aðgerðir sínar
skili um 4-5 milljarða króna sparn-
aði í kerfinu á næstu 15 mánuðum.
Það er hins vegar spurning hvort
sú tala fái staðist þegar haft er í
huga að reglugerðin felur aðallega
í sér að hámarkslán eru lækkuð
úr 9,7 milljónum króna í 5-6 millj-
ónir og þak sett á greiðsiuerfið-
leikalán við 2,5 milljónir. Meðallán-
in liggja nú á bilinu 3-3,6 milljónir
króna og greiðsluerfiðleikalánin
eru að meðaltali um 2,9 milljónir.
Skiptar skoðanir eru um hvort
húsbréfakerfið hafi verið þolandi
eða gerandi í þeirrí 2% raunvaxta-
hækkun sem orðið hefur á fjár-
magnsmarkaði hérlendis frá því í
fyrrasumar er kerfið var opnað
fyrir öllum. Sigurbjörn Gunnars-
son, deildarstjóri Landsbréfa, segir
ljóst að markaðurinn hafi ekki
þolað þá holskeflu húsbréfa sem
þá reið yfir. Sigurður B. Stefáns-
son, framkvæmdastjóri VIB, telur
hins vegar að raunvaxtahækkunin
hefði orðið hvort sem húsbréf
hefðu verið til staðar eða ekki.
Sjá nánar á bls. 10-11.