Morgunblaðið - 15.11.1991, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1991
Raforkuútflutningnr ræddur á Orkuþingi:
Stofnkostnaður við
virlganir og sæstreng
108 milljarðar króna
ÁÆTLAÐUR stofnkostnaður virkjana og sæstrengs fyrir orkusölu
til Skotlands er um 108 milljarðar króna. Er talið að framleiðsla
og lagning slíks sæstrengs geti tekið um 3 ár. Ef strengurinn er
lagður til Norður-Englands yrði stofnkostnaðurinn 118 milljarðar,
til Suður-Englands 130 milljarðar króna og til Hamborgar í Þýska-
landi 138 milljarðar króna.
Þetta kom fram í erindi sem
Halldór Jónatansson forstjóri
Landsvirkjunar flutti á Orkuþingi í
gær. „Samkvæmt athugun sem
gerð hefur verið virðist umrædd
sæstrengslögn geta vel skilað þeirri
arðsemi sem hingað til hefur verið
krafíst af orkuframkvæmdum hér
á landi,” segir Halldór. Af þessari
upphæð, 108 milljörðum, er áætlað
að virkjanakostnaður sé 61 milljarð-
ur og kostnaður við flutningsvirkin
47 milljarðar.
Halldór segir að ef um stórfelldan
útflutning á orku verði að ræða liggi
beinast við að virkja jökulárnar á
Norðurlandi, kostnaður við það yrði
í lágmarki og hagkvæmni virkjana
fengi að njóta sín.
Halldór bendir á að athuganir
sýna að íslensk raforka borin saman
við aðra vaikosti á Bretlandseyjum
sé samkeppnisfær í verði næsta
áratuginn hvort sem strengurinn
er lagður til Skotlands eða til Eng-
lands.
Jakob Björnsson orkumálastjóri
Bæjarstjórn Bolungarvíkur:
Jákvæð á hluta-
fjárkaup í E.G.
BÆJARSTJÓRN Bolungarvíkur
er jákvæð gagnvart hlutafjár-
kaupum í fyrirtækinu Einari
Guðfinsssyni hf. ef það mætti
verða til þess að tryggja rekstur
fyrirtækisins. Hins vegar hefur
ekkert verið ákveðið um hve háa
upphæð bæjarstjórn hyggst
leggja af mörkum til þessa.
Á fundi bæjarstjómar í gær-
kvöldi var samþykkt eftirfarandi
ályktun: „Bæjarstjórn Bolungar-
víkur lýsir yfir jákvæðum vilja sín-
um til hlutafjárkaupa hjá Einari
Guðfinnssyni hf. enda náist sam-
komulag um þau skilyrði sem bæj-
arstjóm setur og um upphæð hlut-
afjárins.”
« ♦ ♦
vék einnig að útflutningi á raforku
í erindi sínu á Orkuþingi. Jakob
segir að hans mat sé að íslendingar
geti flutt út árlega 15 TWh á fyrstu
áratugum næstu aldar til viðbótar
20-25 TWh á ári til orkufreks iðnað-
ar. Hann gerir þó fyrirvara á hag-
kvæmni útflutnings raforku í náinni
framtíð því honum fylgdu bæði
tæknileg og fjárhagsleg áhætta og
óvissa og því betra að bíða og sjá
hvort aðstæður breyttust ekki Is-
landi í hag. „Að mínu áliti getur
útflutningur á raforku frá íslandi
orðið fullkomlega raunhæfur mögu-
leiki eftir svo sem 10-15 ár,” segir
Jakob.
Sjá nánar á miðopnu.
V estmannaeyjar:
Fögnuður á tónleikum
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Húsfyllir var á tónleikum Sinfóníunljómsveitar Islands í gærkvöldi, þegar Ebony-söngflokkur-
inn frá New York og kór íslensku óperunnar fluttu bandarísk lög við undirleik hljómsveitar-
innar. Var flytjendum fagnað ákaft í lok tónleikanna. Þeir verða endurfluttir í Háskólabíói
á morgun kl. 14,30.
Bæj arstj órnin leggur til
þriggja mílna landhelgi
Helga næg-
ir jafntefli
Margeir Pétursson sigraði Karl
Þorsteins í gær. í úrslitakeppni
Skákþings íslands, sem nú stendur
yfír á Grundarfírði. Skákin varð 41
leikur.
Helgi Ólafsson og Margeir hafa
2 vinninga fyrir 6. og síðustu um-
ferð, sem tefld verður í dag. Þá
teflir Helgi gegn Karli og nægir
Helga jafntefli til að heppa titilinn
' Skákmeistari Islands.
Vestmannaeyjum.
BÆJARSTJÓRN Vestmannaeyja
samþykkti samhljóða á fundi sín-
um í gærkvöldi að leggja til að
sett verði þriggja mílna landhelgi
kringum allar eyjar og sker við
Vestmannaeyjar að undanskilinni
Surtsey. Jafnframt leggur bæjar-
stjórn til að dragnótaveiðar verði
bannaðar innan þriggja milna við
suðurstönd íslands og spærlings-
veiðar verði bannaðar frá Reynis-
dýpi vestur fyrir Selvogsbanka.
Umræða um landhelgi kringum
Eyjar hefur oft blossað upp en sam-
staða hefur ekki náðst um að koma
henni á. í byrjun október sam-
þykkti bæjarstjórn að óska eftir
hugmyndum um útfærslu á land-
helgi við Eyjar frá Útvegsbændafé-
lagi Vestmannaeyja, Vélstjórafélagi
Vestmannaeyja, Skipstjóra- og
slýrimannafélaginu Verðandi, Sjó-
mannafélaginu Jötni, Félagi smá-
bátaeigenda í Eyjum og útibúi haf-
rannsóknar í Eyjum.
Á fundi bæjarstjórnar í gær lágu
þessar umsagnir fyrir. Hugmyndir
Útvegsbændafélagsins gengu
skemmst en þeir vildu að sett yrði
þriggja mílna landhelgi umhverfís
Heimaey. S.s. Verðandi lagði til að
1,5 sjómílur frá ákveðnum grunn-
punktum yrði dregin bein lína milli
staða. Þessir punktar yrðu Bjarnar-
ey, Súlnasker, Geirfuglasker, Eini-
drangur, Þrídrangar og Grasleysa.
Innan þessa svæðis yrðu veiðar
bannaðar. Hinir umsagnaraðilarnir
náðu samstöðu um álit. Það álit
gerir ráð fyrir að komið verði á
þriggja mílna landhelgi umhverfís
landhelgi við suðurströnd íslands
verði bannaðar og að felldur verði
úr gildi sá þáttur fiskveiðilaganna
sem heimilar svokallaða fjöruopnun
fyrir botnvörpu á svæðinu inn af
Vestmannaeyjum á tímabilinu 15.
febrúar til 16. apríl ár hvert. Þá
er lagt til að spærlingsveiðar verði
bannaðar í kringum Vestmannaeyj-
ar frá Reynisdýpi vestur fyrir Sel-
vogsbanka.
Bæjarstjórn segir í tillögu sinni
að forsendan fyrir samþykkt þess-
ari sé að tillögur hennar skoðist sem
ein heild.
í framhaldi af samþykktinni um
landhelgina samþykkti bæjarstjórn
áskorun á þingmenn Suðurlands um
að þeir fylgi eftir tillögum bæjar-
stjórnar um landhelgi við Eyjar.
Samþykkt bæjarstjórnar verður
send til sjávarútvegsráðuneytisins
sem ákveður framhald málsins.
— Grímur
eyjar og sker við Vestmannaeyjar
að Surtsey undanskilinni en þó verði
leyfðar veiðar með fótreipistrolli á
ákveðnu svæði vestan við Eyjar frá
1. febrúar til 15. maí.
Allir umsagnaraðilar lögðu
áherslu á að allar veiðar yrðu bann-
aðar innan þriggja mílna við suður-
strönd landsins.
Á fundi bæjarstjómar í gær var
lögð fram tillaga, undirrituð af öll-
um bæjarfulltrúum, um landhelgi
við Eyjar og var hún samþykkt með
níu samhljóða atkvæðum. Tillagan
gerir ráð fyrir að komið verði á
þriggja mílna landhelgi umhverfis
eyjar og sker við Vestmannaeyjar
að undanskilinni Surtsey. Innan
þess svæðis verði bannaðar allar
veiðar með dragnót, botnvörpu og
flotvörpu. Þó verði leyfðar veiðar
með fótreipistrolli við Drangana frá
1. febrúar til 15. maí. Það svæði á
að afmárkast af þriggja mílna lín-
unni að utan og að innan verði lína
dregin þrjár mílur réttvísandi suður
úr Einidrang, lína úr Einidrang í
Þrídranga og þaðan í Grasleysu.
Bæjarstjóm leggur til að drag-
nótaveiðar innan þriggja mílna
Steinullarverksmiðjan á Sauðárkróki:
Framleiðsla samkvæmt áætlun
Sauðárkróki
EINAR Einarsson, framkvæmdastjóri Steinullarverksmiðjunnar, seg-
ir í samtali við Morgunblaðið að öll framleiðsla verksmiðjunnar sé
í takt við þær áætlanir sem settar hafa verið, og enn sem komið
er hefur ekki borið á samdrætti í sölu á framleiðsluvörum verksmiðj-
unnar innanlands.
Að vísu sagði Einar að sala á
steinull til útlanda hefði verið nokkru
minni en áætlað hefði verið, en þð
væri um sÖIúaukningú að ræða mið-
að við síðastliðið ár. Hins vegar
væri útflutningurinn hliðarbúgrein
og reksturinn miðaðist við þarfír
' innflutningsmarkaðar. Þó' msétti 'bú-'
ast við samdrætti í framleiðslunni
ef verulega harnaði í ári og bygging-
ariðnaðurinn drægist eitthvað sam-
an.
Einar sagði að um aukna sam-
keppni væri að ræða á erlendu
mörkuðunum og aukið framboð á
' éfrfa'rígriínarefnu iti, éh'hlns vegar
virtist eftirspurn hafa dregist sam-
an.
„Við búumst auðvitað við ein-
hveijum samdrætti en það er óþarfí
að vera með barlóm, meðan allar
áætlanir standast, og við erum ekk-
ert farnir að undirbúa flutning á
Suðvesturhornið,” sagði Einar Ein-
arssön áð lökúm. —'BB
Hvalfjörður:
Sex bílar
laskast
SEX bílar löskuðust í árekstr-
um rétt norðan við Fossá í Hval-
firði um hádegisbil í gær.
Skemmdir voru ekki mjög mikl-
ar og engin meiðsl á fólki.
Atburðarásinn var með þeim
hætti að bifreið fór út af veginum
en lenti á hjólunum fyrir utan
hann. Tvær bifreiðar stöðvuðu við
slysstað og var ökumanninum,
sem aðeins hafði marist undan
bílbeltinu, hjálpað að koma bifreið
sinni upp á veginn en skömmu
seinna bættist sendiferðarbíll frá
Reykjavík í hópinn. Þá kemur
flutningabíll að norðan yfír hæð
við slysstað og tekst ökumanni
ekki að stöðva bílinn sem brýtur
spegil af annarri fólksbifreiðinni,
fer í hlið hinnar og lokar götunni
þegar hann lendir á sendiferðar-
bílnum frá Reykjavík. Ekki er sög-
unni lokið því yfir hæðina kemur
nú bifreið að norðan sem ekki
tekst að stöðva í tæka tíð og fer
í hlið annarrar stóru bifreiðanna-.