Morgunblaðið - 15.11.1991, Side 12
12
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1991
Lögreglu-
stöð opnuð
í Grafarvogi
NÝ lögreglustöð var opnuð í
Hverafold 1-3 I Grafarvogi í
gær að viðstöddum meðal ann-
arra Markúsi Erni Antonssyni
borgarstjóra. Þrír lögreglu-
menn munu hafa þar bækistöð.
Stöðin verður opin að degi til
og einnig að kvöld- og næturiagi
eftir því sem þörf verður talin á.
Utan opnunartíma stöðvarinnar
verða þó ávallt eftirlitsbílar frá
y lögreglu í hverfinu, að sögn Óm-
ars Smára Ármannssonar aðstoð-
aryfirlögregluþjóns.
Morgunblaðið/KGA
Viðstaddir opnun lögreglustöðvarinnar í Grafarvogi voru ineðal
annarra, talið frá vinstri: Böðvar Bragason, lögreglusíjóri, Jonas
Hallsson aðalvarðstjóri, Markús Örn Antonsson, borgarstjóri,
Guðmundur Guðjónsson, yfirlögregluþjónn,. Helgi Gunnarsson,
lögregluflokkstjóri, Þórhallur Árnason lögreglumaður, Þorsteinn
Geirsson ráðuneytisstjóri, Steinþór Einarsson, aðstoðarforstöðu-
maður félagsmiðstöðvarinnar Fjörgynjar í Grafarvogi og Árni
Þór Sigmundsson rannsóknarlögreglumaður, varðstjóri Iögreglu-
stöðvarinnar í Grafarvogi.
Lögreglustöðin í Grafarvogi.
Leiguvél Flugleiða:
Reglur heima-
landa gilda
UMSAMINN hvíldartími Félags
íslenskra atvinnuflugmanna, sem
kveðið er á um í samningum við
Flugleiði, var ekki virtur gagnvart
ítölskum flugmönnum, sem fljúga
ítölskum leiguvélum fyrir félagið
á flugleiðum til Bandaríkjanna.
Að sögn Einars Sigurðssonar blað-
afulltrúa Flugleiða, hefur þessu
nú verið breytt til samræmis við
íslenskar reglur en venjan sé að
reglur hcimalanda leiguvélanna
gildi þegar áhafnir sinni leigu-
flugi.
„Eins og venja er þegar vélar eru
teknar á leigu til farþegaflugs er
þeim flogið í samræmi við þá kjara-
samninga, sem flugmenn hafa hjá
sínu flugfélagi og eru innan þeirra
reglugerðar sem sett er í hveiju
landi,” sagði Einar. „Flugmennirnir
flugu samkvæmt ítölskum reglum
um hvíldartíma sem er ekki sá sami
og gildir hér. Hins vegar féllumst
við á að leita eftir því við ítalska flug-
félagið að reglunum yrði breytt að
þessu sinni til samræmis við reglur
FÍA og Flugleiða.”
Einar sagði að samkvæmt samn-
ingi hefði félagið leyfi til að leigja
vélar til farþegaflugs að uppfylltum
ákveðnum skilyrðum um samráð og
var það gert.
ffeító©
vivq
HOVILOH Q
Nýir litir,
ný mynstur.
2m, 3m og 4m breidd.
Má leggja laust.
Ver5 sem gerir
útsölu óþarfa.
xsx»
Ekiaran
Gótfbúnaður
• SlÐUMÚLA 14 • SÍMI (91) 813022 •
Undirbúningur að nýju blaði:
*
Akveðið að kanna hljóm-
gTunn í skoðanakönnun
Á STJÓRNARFUNDI Nýmælis hf. í gær, undirbúningsfélags að stofn-
un nýs dagblaðs, var ákveðið að fela Félagsvísindastofnun að fram-
kvæma skoðanakönnun í næstu viku til að kanna hljómgrunn fyrir
útgáfunni. Gunnar Steinn Pálsson, einn af forsvarsmönnum félags-
ins, kvaðst telja fullvíst að nýtt dagblað kæmi út ekki síðar en 15.
febrúar til 1. mars á næsta ári. Hann sagði að vonir stæðu til að
ákvarðanir yrðu teknar um næstu mánaðamót.
Gunnap Steinn ságði að vinnu
við efnistök blaðsins lyki um helgina
og í framhaldi af því yrði reiknað
út hvað kostaði að gefa út slíkt
blað og hvaða aðilar kæmu að hlut-
afélagi um útgáfuna.
Hann sagði að sér þætti ekki
ósennilegt að Friðrik Friðriksson,
nýr eigandi Blaðs hf. sem gefur út
Pressuna, væri að biðla til Stöðvar
2 og sjónvarpsvísis sjónvarpsstöðv-
arinnar með áformum um útgáfu
nýs helgarblaðs. „Á meðan ég heyri
ekkert frá neinum urn þetta mál,
þar með talið fulltrúa Stöðvar 2 sem
var á stjórnarfundinum, þá höldum
við bara okkar striki,” sagði Gunn-
ar Steinn.
Hann sagði að hugmyndin væri
að helgarblaðið kæmi út á föstu-
dagskvöldum og gerði dagskrám
útvarps- og beggja sjónvarpsstöðv-
anna góð skil. Sjónvarpsvísir Stöðv-
ar 2 kæmi áfram út í óbreyttri
mynd þar til og ef nýja blaðið kem-
ur út. Áskrifendur Stöðvar 2 fá í
dag sjónvarpsvísi innifalinn í
áskriftargjaldinu. Gunnar Steinn
sagði að áskrifendur Stöðvar 2
gætu eins og hveijir aðrir gerst
áskrifendur að helgarblaðinu þegar
Sjónvarpsvísir yrði lagður niður og
yrði það vissulega skoðað hvort
áskrifendum Stöðvar 2 yrðu boðin
sérkjör. Þá væri einnig verið að
skoða útgáfu á mánudagsmorgn-
um. _
„Ég geri fastlega ráð fyrir því
að stór hluti starfsfólks Alþýðu-
blaðsins, Tímans og Þjóðviljans fái
tilboð um að vinna á þessu blaði,
þött ekki sé ég viss um að það verði
í lykilstöðum,” sagði Gunnar
Steinn.
Fiskimjölsverksmiðjan í Örfirsey:
Misskilningur og órök-
studdar fullyrðingar
- segja forsvarsmenn Faxamjöls um
mótmæli íbúa í Vesturbæ
FORSVARSMENN Faxamjöls hf. sem hyggst koma á fót fiskimjöls-
verksmiðju í Orfirisey segja að í mótmælum ibúasamtaka í Vesturbæ
gegn verksmiðjunni gæti misskilnings og órökstuddra fuilyrðinga
varðandi Iyktarmengun frá verksmiðjunni. Hafi staðreyndir jafnvel
lotið í Iægra haldi í málflutningi íbúa gegn verksmiðjunni.
Forsvarsmennirnir vilja af þessu
tilefni vekja athygli á þeim stað-
reyndum að heilbrigðisnefnd
Reykjavíkur hafi fyrir sitt leyti sam-
þykkt staðsetningu verksmiðjunnar
að uppfylltum ströngum skilyrðum
um mengunarvarnir. Hafnarstjórn
Reykjavíkur hafi einnig samþykkt
staðsetninguna og hafnarstjórinn í
Reykjavík telji að hvergi sé hag-
kvæmari staður fyrir hana en í
Orfirsey.
I upplýsingabæklingi sem Faxa-
mjöl hf. hefur sent Morgunblaðinu
kemur m.a. fram að verksmiðjan
verði búin fullkomnum mengunar-
vörnum og lyktarefnum verður
brennt. Til þess verður notaður
sambærilegur útbúnaður og nú er
í Krossanesverksmiðjunni á Akur-
eyri. Eftir að sá útbúnaður var sett-
ur upp þar hafa íbúar í nágrenni
þeirrar verksmiðju ekki séð ástæðu
til umkvartana. Og með staðsetn-
ingu verksmiðjunnar í Örfírsey
muni akstur þungaflutningabíla um
borgina minnka þar sem mest af
hráefninu fellur til á athafnasvæð-
inu í grennd verksmiðjunnar.