Morgunblaðið - 15.11.1991, Side 14

Morgunblaðið - 15.11.1991, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1991 Sauðárkrókur: I kvold opnum við NYJAN UNGLINGA- STAÐ í gamía Þörs- v*. ‘ * ' • ' ' ‘ * V*1'* kaffi fyrir þá sem fæddir eru 1976 eða fyrr- STÓRDANSLEIKUR ’ - * • - ?' ' , , *. frá kí. 21.00 - 00.30. Verð kr. 700 I Verður Oxnadalsheið- in oftar fær en áður? Sauðárkróki. MARGA þá sem oft þurfa að leggja leið sína t.il eða frá Akureyri yfir Oxnadalsheiði fýsir eflaust að vita hvernig nýju kaflar leiðarinn- ar yfir Oxnadalsheiði reynast, þa sem þessi hluti vegarins var oftar en ekki sá sem hvað örðugast reyndist að halda opnum í snjóatíð. b r o u I o r I) o I I í í ( ó d i r M r i h o f f i ) Verulegar breytingar voru gerð- ar á vegarstæðinu vestan heiðarinn- ar í haust og það flutt ofan úr hlíð- inni á alllöngum kafla niður á eyr- arnar meðfram Norðuránni. Hafa Giljareitirnir og Klifíð löngum verið sá hluti leiðarinnar sem hvað þung- færastur hefur verið vegna snjóa og mörgum þótt glæfralegt að aka þessa leið í hálku eða ófærð. Þegar leitað var upplýsinga um þessi mál í gær hjá Vegagerð ríkis- ins á Sauðárkróki kom í ljós að ekki hafði reynst unnt að kanna færðina á þessum stað vegna illviðr- is og sagði Jónas Snæbjörnsson umdæmisverkfræðingur að gerð hefði verið tilraun til þess að kom- ast fram á heiðina, en menn orðið frá að hverfa vegna veðurs. Hefðu vegagerðarmenn farið bæði frá Akureyri óg Sauðárkróki en í Oxnadal hættu menn mokstri fyrir miðjan dag og biðu betra veð- urs og vestan megin varð komist fram fyrir Fremri-Kot en þar látið staðar numið. Sagði Jónas að samkvæmt frétt- um frá ökumönnum sem yfir heið- ina hefðu farið á þriðjudaginn hefði failið snjófljóð við eða á nýja hlut- ann, en hann sagði ekki unnt að greina neitt nánar frá þessu fyrr en náðst hefði að skoða verksum- merki frekar. - BB Málþing um kirlgulist og trú MÁLÞING um menningu, kirkjulist og trú verður haldið í Safnað- arheimili Dómkirkjunnar, Lækjargötu 14a, laugardaginn 16. nóv- ember kl. 13.30-18.00. Listvinafélag Hallgrímskirkju efnir til þessarar umræðu m.a. í ljósi viðleitni safnaða á þessu sviði og reynslu af kirkj- ulistahátíðum. Dr. Hjalti Hugason formaður List- vinafélagsins setur málþingið en síð- an flytur biskup Islands, herra Ólaf- ur Skúlason, ávarp. Séra Kristján Valur Ingólfsson sóknarprestur á Grenjaðarstað talar um kirkju, list og trú og tekur sérstaklega fyrir tengsl kirkjulistar og kennimann- legrar guðfræði. Heimir Steinsson útvarpsstjóri íjallar um tengsl kirkj- ulegrar menningarstarfsemi við aðra menningarviðleitni í landinu. Hörður Áskelsson organisti ræðir um það Háskólabíó endursýnir stuö- og gleðimyndina „Meö allt á hreinu' Ein vinsælasta mynti sem sýnd heíur verið á íslandi hvaða forsendur séu fyrir hendi til þess að kirkjan geti sinnt hlutverki í listalífi. Að loknu kaffíhléi verða pall- borðsumræður og fyrirspumir undir stjórn Einars _ Karls Haraldssonar blaðamanns: Á hvað ber kirkjunni að leggja áherslu í menningar- og listastarfsemi? Þátttakendur ásamt frummælendum eru Guðrún Ás- mundsdóttir leikkona, séra Jakob Ágúst Hjálmarsson dómkirkjuprest- ur, Magnús Kjartansson myndlistar- maður auk fulltrúa kirkjulistar- nefndar. Að lokum verða aimennar umræður. Gert er ráð fyrir að sjálfu mál- þinginu ljúki kl. 17.45 og þá verði gengið til aftansöngs í Dómkirkj- unm. ♦ ♦ ♦ annars Iðgin: % ö n Ný verslun á Neskaupstað Ncskaupstað. NÝ VERSLUN, Víkurmarkaður, var nýlega opnaður hér á staðn- um. Verslunin er rekin með svo- nefndu bónussniði svo að segja má að verðstríðið sem geisar á höfuð- borgarsvæðinu teygi anga sína hingað austur á land, vonandi neyt- endum til hagsbótar. Verslunin mun ekki verða með mjólkur- eða kjöt- vörur en leggja áherslu á allar al- mennar nýlenduvörur. Eigendur Víkurmarkaðar eru hjónin Jóhanna Gísladóttir og Vig- fús Vigfússon. Ágúst.- Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Myndin er tekin í nýju verslun- inni. F.v. er Jóhanna Gísladóttir annar eigandi og María Kjartans- dóttir starfsmaður.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.