Morgunblaðið - 15.11.1991, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 15.11.1991, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1991 17 Páll Magnússon greind og jafnvel þar yfir. Algengt er að fólk tengi einhverfu við sérg- áfu af einhveiju tagi svo sem fram kom í kvikmyndinni um Regnmann- inn. í rauninni er þetta þó tiltölufega fátítt. Alitið er að um tíundi hver einhverfur einstaklingur hafí óvenju- lega hæfileika á einhveiju sviði. Einhverfír hafa skerta getu til að vinna úr áreitum sem fela í sér félagslegar og tilfinningalegar upp- lýsingar. Þetta leiðir af sér að þeim reynist erfítt að setja sig í spor ann- arra, gera sér hugmyndir um líðan þeirra, hugsanir og fyrirætlanir, en einmitt sá hæfileiki er ein helsta undirstaða mannlegra samskipta. Sem dæmi má nefna ungu stúlkuna sem lýst var í inngangi máls. Hún gerir sér litla grein fyrir því að ávarpsorð hennar muni vekja furðu miðaldra hjóna á kvöldgöngu. Erfíð- leikar einhverfra í samspili og tjá- skiptum felast einmitt í þessari skertu hæfni. Framvinda Sem fyrr segir kemur einhverfa venjulega í ljós á fyrstu þremur æviárunum. Einkennin eru oft mest áberandi um 4-5 ára aldurinn. Eftir þann tíma batna oft tengsl bamsins við þá sem því eru nánastir en eftir situr skert geta til félagslegra sam- skipta. Á unglingsárunum kemur oft 12utcuzcv Heílsuvörur nútímafólks FLEXON VESTUR-ÞÝSKUR HÁGÆÐA DRIFBÚNAÐUR FLUTNINGSKEÐJUR Allar stœrðir Hagstœtt verð Við veltum þér allar tœknllegar upplýsingar r LANDSSMIÐJAN HF Verslun: Sölvhólsgötu 13 SlMI (91) 20680« FAX (91)19199 fram löngun til að eiga meiri sam- skipti við aðra, eignast vini og félaga eins og annað fólk. Hins vegar skort- ir á kunnáttuna í að stofna til slíkra tengsla og tilraunir í þá átt verða oft fremur klaufalegar. Framfarahorfur eru mjög mis- munandi frá einum einstaklingi til annars og ráðast einkum af greind- arfari; því meiri greind þeim mun betri horfur. Rannsóknir benda til að einn af hveijum fimm einhverfum taki nægum framförum til að geta lifað tiltölulega sjálfstæðu lífí á full- orðinsárum. Þekkt eru einstök dæmi um einhverfa sem lokið hafa háskóla- prófí og standa framarlega á sínu fræðasviði. Jafnvel þeir sem mestum framförum taka sitja þó uppi með einhvern hluta einkenna sinna. Hinir sem lakari horfur hafa þurfa yfírleitt mikinn stuðning og aðhlynningu alla ævi. Af þjónustuúrræðum sem til þarf má nefna meðferðarheimili, sambýli og atvinnutækifæri á vernduðum vinnustöðum. Sérhæfð kennsla og þjálfun hefur reynst árangursríkasta leiðin til að bæta aðlögun einhverfra og auka færni þeirra. Gefandi samskipti Ekki má hjá líða að geta þess að lokum hve einhverfír eru oft á tíðum einstaklega skemmtilegt og merki- legt fólk á sinn sérstaka hátt. Þeir sem vegna fötlunar sinnar læra aldr- ei að segja ósatt varðveita barnið í sjálfum sér lengur en flestir aðrir og hjálpa okkur hinum til að finna barnið í okkur sjálfum. Umgengni við einhverfa getur þannig verið þro- skandi og mannbætandi. Umsjónar- félag einhverfra er félag aðstand- enda einhverfra og annarra er áhuga hafa á velferð þeirra. Þeim sem vilja kynna sér nánar málefni einhverfra skal bent á að setja sig í samband við Umsjónarfélagið, Laufásvegi 4, 101 Reykjavík. Höfundur er sálfræðingur við Barnu- og unglingageðdeild Landspítalans íReykjavík. Ljóðabók eftir Sjón UT ER komin hjá Máli og menn- ingu ljóðabókin ég man ekki eitt- hvað um skýin eftir Sjón (Sigur- jón B. Sigurðsson). Bókin er 43 blaðsíður að stærð og geymir 27 Ijóð, sum örstutt, önnur lengri, og mynda þau sam- felldan ljóðabálk þegar að er gáð. Hér er vísað jöfnum höndum í Jón- as Hallgrímsson og súrrealismann, og leikur að hinu óvænta er sem fyrr aðalsmerki höfundar. Sjón hefur að undanfömu fengist bæði við leikritun og sagnagerð en ég man ekki eitthvað um skýin er hins vegar fyrsta ljóðabók hans frá því safnið Drengurinn með röntgen- augun kom út árið 1985. Sjón Kápu gerði höfundur í samvinnu við Kela kalda. Bókin er unnin í Prentsmiðjunni Odda hf. VAKA-HELGAFELL 1981-1991 VN«M^PeU' Stórbrotin og hrífandi saga um mannlega reynslu og mikil átök. Ást og hatur; glæpur og refsing, líf og dauði. - Tímamótaverk!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.