Morgunblaðið - 15.11.1991, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1991
21
„Erró og vinir
hans” í Nýhöfn
„ERRO og vinir hans” er sýning sem opnuð verður í listasalnum
Nýhöfn, Hafnarstræti 18, föstudaginn 15. nóvember og verður hún
opin frá kl. 17-19. A sýningunni eru grafíkmyndir eftir Erró og
listamenn sem komið hafa við sögu á ferli hans, aðallega í París.
Ný ljóðabók eftir
Hannes Sigfússon
Uppistaða sýningarinnar eru
verk listamanna sem kenndir hafa
verið við „figuration narrative”
eða „fígúratífa frásögn” en sú
stefna var ofarlega á baugi í
frönsku listalífi upp úr miðjum
sjöunda áratugnum og fram á
þann áttunda. Þetta er í fyrsta
sinn sem verk Errós eru sýnd í
því_ samhengi hér á landi.
í formála Aðalsteins Ingólfsson-
ar í sýningarskrá segir: „Frá-
sagnarmenn höfðu tilhneigingu til
að hnýsast fyrir um sjálf aðföngin
(myndmál íjölmiðlunarþjóðfélas-
ins), taka þau til rannssoknar, í
því skyni að svipta hulunni af
raunverulegri merkingu þeirra í
samtímanum, listrænni, félags-
fræðilegri og pólitískri. Þær að-
gerðir beina skrumskælingu þess,
sem gerði aftur talsverðar kröfur
til áhorfandans. Án þess að ein-
falda hlutina allt of mikið má segja
að verk amerísku popparanna,
með nokkrum undantekningum
(t.d. Indiana, Ruscha) hafi látið
allt uppi um innihald sitt í einni
sjónhendingu. Verk „frásagnar-
manna” voru gjarnan margbrotin,
lágu ekki ljós fyrir, fyrr en áhorf-
andinn var búinn að tengja mynd-
brotin saman í huganum.
Því- urðu þau óhjákvæmilega
undir í baráttunni um vinsældir.
Friónæmi ogf friókvef:
6-7% með
frjónæmi
einhvern
tíma á ævi
DAVIÐ Gíslason, læknir og sér-
fræðingur i ofnæmislækningum,
gerir ráð fyrir að um 6-7% þjóðar-
innar fái frjónæmi einhvern tím-
ann á ævinni í grein um frjónæmi
og frjókvef í tímaritinu Heilbrigð-
ismál. Fram kemur að frjónæmi
sé sennilega algengara í þéttbýli
en dreifbýli og að tíðni sjúkdóms-
ins virðist vera nokkuð lægri hér
en í nágrannalöndunum.
Greinarhöfundur segir að nýlega
hafi verið gerð ítarleg athugun á tíðni
fijónæmis í Sviss og niðurstöðurnar
bornar saman við eldri rannsóknir.
Samanburðurinn leiddi í ljós að tíðn-
in hefði tífaldast á sex áratugum.
Árið 1926 höfðu innan við 1% sjúk-
dóminn. Hann var miklu algengari í
borgum en sveitum og líka algengari
meðal þeirra sem unnu huglæg störf
en líkamleg. Síðasta áratuginn höfðu
hins vegar 10-15% Svisslendinga
fijónæmi og bendir Davíð á að tíðnin
virðist svipuð meðal annarra þjóða.
Þó virðist tíðnin vera nokkuð lægri
hér en í nágrannalöndunum og bygg-
ist það líklega á minni og einhæfari
gróðri hér á landi.
Eina nákvæma könnunin sem
gerðu hefur verið á tíðni frjónæmis
hér á landi er að sögn Davíðs bænda-
könnun 1983. í þeirri könnun höfðu
17,8% sveitafólks á aldrinum 6-50
ára jákvæð húðpróf en aðeins 4%
voru með jákvæð húðpróf fyrir
grasfijóum. Hann gerir ráð fyrir að
um 6-7% þjóðarinnar fái fijónæmi
einhvern tíma á ævinni (með fyrir-
vara um að ekki er um handahófs-
kennt úrtak að ræða) og því senni-
legt að fijónæmi sé algengara í þétt-
býli en dreifbýli hér á landi.
Davíð segir að í könnun sem hann
hafi gert á sjúklingum með ofnæ-
miskvef hafi um 60% fengið ofnæmi
fyrir 15 ára aldur og 99% fyrir fer-
tugt. Ofnæmiskvef sé því sjúkdómur
ungs fólks.
Meðan franskir fjölmiðlar ginu við
einföldu myndmáli amerísku popp-
aranna, máttu margir franskir
„frásagnarmenn” bíða mörg ár
eftir viðurkenningu.”
Það er franski sendiherrann á
íslandi, Jacques Mer, sem opnar
sýninguna að listamanninum Erró
viðstöddum.
Þess má geta að sama dag og
opnunin verður kemur út hjá Máli
og menningu ævisaga Errós eftir
Aðalstein Ingólfsson.
Erró
Sýningin sem er sölusýning er
opin virka daga frá kl. 10-18 og
frá kl. 14-18 um helgar. Lokað er
á mánudögum. Henni lýkur 4.
desember.
(Fréttatilkynning)
ÞAU mistök urðu í Morgunblaðinu
í gær, að meginmál fréttar um
nýja ljóðabók Hannesar Sigfús-
sonar féll niður og biðst Morgun-
blaðið afsökunar á því. Þessi bók
er sjöunda ljóðabók Hannesar og
heitir Jarðmunir.
Mál og menning gefur bókina út
og kynnir hana svo: „Hér eru bæði
frumsamin ljóð og þýdd. 48 ljóð eru
ný„. viðfangsefnin fjölbreytileg og
efnistökin nýstárleg, 27 ljóð eru þýdd
og birtast flestar þýðingarnar nú í
fyrsta sinn. Höfundarnir sem Hannes
þýðir eru frá 18 löndum, úrvalið nær
frá Finnlandi til Fílabeinsstrandar-
innar.”
Bókin er 118 blaðsíður. Sigurborg
Stefánsdóttir gerði kápumynd.
Prentsmiðjan Oddi hf. prentaði.
Hannes Sigfússon
MITSUBISHI - L3 00
SENDIBILARNIR
ERU ÞBKKlIR FYRIR:
I LÁGA BILANATÍÐNL LÍTINN REKSTURSKOSTNAÐ ■ MIKLA ENDINGU, HÁTT ENDURSÖLUVERÐ
■ MIKIÐ NÝTANLEGT RÝMI, AUÐVELDA HLEÐSLU ■ GÓÐA AKSTURSEIGINLEIKA, ÖRYGGI
1300 m^ð eindrif
* BensínhreyfiU
35 gíra ^ndskipting
Stgr.verð m/vsk.
kr• I 076.160
Vsk. = kr.
Stgr.verð án vsk.
kr.
864.372
L30° »eð aldrlf (4v
® Bensin-eða DieselhrÉ
gIra Bar,dskipting
Stgr.v. m/vsk. frá
kr. 1.4
---——,
Stgr.verð án UÍTTlTTl
Góð vinnuaðstaða
■ Hleðsludyr á báðum hliðum og gafli
■ Mikil burðargeta
■ Feikilegt hleðslurými
A
MITSUBISHI
MOTORS
HEKIA
LAUGAVEGI 174
SÍMI 695500