Morgunblaðið - 15.11.1991, Side 22
22
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1991
Kambódía:
I Sihanouk eygja lands-
menn nýja von um frið
Phnom Penh, Peking. Reuter.
MIKILL mannfjöldi, nokkur hundruð þúsunda manna, fagnaði Noro-
dom Sihanouk prinsi þegar hann sneri aftur heim til Kambódíu í
gær úr 13 ára útlegð. „Lengi lifi prinsinn,” hrópaði fólkið, sem fyllti
breiðstræti höfuðborgarinnar, Phnom Penh, þar sem Sihanouk var
áður konungur í einn tíma en fangi í annan. í honum eygja
Kambódíumenn von um, að hörmungum þjóðarinnar fari að linna.
Sihanouk kom til Phnom Penh
með kínverskri flugvél frá Peking
og það voru Kínveijar, sem fluttu
hann þaðan snemma árs 1979 þeg-
■ BELFAST - Lögregla á
Norður-írlandi jók viðbúnað sinn í
gær eftir blóðugustu nótt í héraðinu
á þessu ári. Hryðjuverkasamtökin
írski lýðveldisherinn (IRA) myrti
aðfaranótt fímmtudags fjóra mót-
mælendur og svöruðu menn úr
röðum hinna síðarnefndu með því
að ráðast með skothríð á kaþólskan
mann sem var að aka barni sínu í
skóla og særðist hann. Ráðherra
málefna N-írlands í bresku ríkis-
stjórninni, Peter Brooke, sagði að
fjölgað yrði um fjögur hundruð
manns í norður-írsku lögreglunni,
alls yrðu þá yfir 13.000 manns í
liðinu. Biskup mótmælenda, Samuel
Poyntz, var svartsýnn er hann
ræddi um morðin sem IRA hafði
skipuiagt vandlega. „Það lítur út
fyrir að Belfast sé að verða blóðvöll-
ur Evrópu,” sagði hann.
ar Víetnamar réðust inn í Kambód-
íu til að steypa af stóli stjórn Rauðra
khmera. í Peking hefur hann svo
búið lengst af í þessi 13 ár,' sem
borgarastyijöldin hefur staðið milli
stjórnarinnar, sem naut stuðnings
Víetnama, og skæruliðafylking-
anna. Var Sihanouk formaður
þeirra en Rauðu khmerarnir voru
valdamestir og fóru sínu fram.
Sihanouk er formaður Þjóðar-
ráðsins, sem á að vinna að sáttum
milli stríðandi fylkinga í Kambódíu
og er skipað 12 mönnum, sex frá
núverandi stjórn og tveimur frá
hverri skæruliðahreyfinganna
þriggja. Þótt það sé ekki eiginlegt
stjórnvald er litið á það sem fulltrúa
fullvalda Kambódíu þar til efnt
verður til fijálsra kosninga í landinu
undir eftirliti Sameinuðu þjóðanna
í apríl 1993. Mun fulltrúi ráðsins
taka sæti Kambódíu hjá SÞ en sam-
tökin hafa aldrei viðurkennt stjórn-
ina í Phnom Penh.
Sihanouk var krýndur konungur
í Kambódíu fyrír 50 árum, á dögum
frönsku nýlenduherranna, og þá var
Phnom Penh orðlögð fyrir fagrar
byggingar og glæsileika. Nú er þar
flest í niðurníðslu en í tilefni af
komu prinsins voru helstu strætin
hvítskúruð í fyrsta sinn í langan
tíma. Borgarbúar hafa ekki verið
því óvanir undir stjórn kommúnista
að vera skipað út á götur til að
fagna einhveiju en að þessu sinni
gerðu þeir það af fúsum og fijálsum
vilja. „Hann mun færa okkur frið,”
sagði ungur maður í Phnom Penh
og í þeirri ósk felast allar aðrar
óskir þjóðarinnar.
Við brottförina frá Peking sagði
Sihanouk, að Sameinuðu þjóðirnar
myndu koma í veg fyrir, að Rauðir
khmerar ógnuðu friðinum á nýjan
leik og myndi þjóðin sjálf aldrei líða
nýtt „Pol Pot-tímabil”. Þá átti hann
við valdatíma Rauðra khmera og
Pol Pots, leiðtoga þeirra, sem myrtu
meira en milljón manns á þremur
og hálfu ári. Sihanouk hafði sagt
af sér konungdómi og var forssetis-
ráðherra 1970 þegar herinn undir
stjórn Lon Nols hrakti hann frá
völdum en þegar Rauðir khmerar
náðu þeim í sínar hendur 1975 vildu
þeir notast við hann sem þjóðhöfð-
ingja. Það gekk þó ekki lengi og
hann var í stofufangelsi þegar hann
flýði til Kína.
9 j 0 j # Reuter
Japamr solgnir 1 nektma
Sala hófst á nýrri bók með nektarmyndum af átján ára japanskri
leikkonu, Rie Miyazawa, í bókaverslunum í Tókýó í gær. Bókin var
gefin út í 100.000 eintökum og seldist strax upp fyrsta daginn en
útgefendurnir leggja nú kapp á að prenta fleiri bækur til mæta eftir-
spurninni. Á myndinni virða skólastúlkur fyrir sérmynd af leikkonunni
í glugga einnar af verslununum.
VIÐ GERUM EKKI
UPPÁMILLI
ÍSLENDINGA !
386ST - 20MHz
52 MB harður diskur 1 7 ms (64 KB Cache skyndiminni)
2 MB vinnsluminni stækkanlegt í 8 MB á móður borði
1,2 MB 5,25" disklingadrif og rými fyrir 1,44 MB 3,5"
Super VGA-iitaskjár (1024X768)
Super VGA-skjákort 512 KB stækkanlegt í 1 MB
Windows 3.0 og mús
Vió afgreióum af lager!
LATTU EKKI ÞVINGA ÞIG
MEÐ RÍKISSAMNINGI !
Umboðsmenn um land allt.
MTÆKNIVAL
Fax 91-680664
Forseti Búlgaríu:
Vomr um frið og fram-
farir bundnar náiíari
tengslum við NATO
Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
ZHELYU Zhelev, forseti Búlgaríu, ávarpaði Atlantshafsráðið í höfuð-
stöðvum Atlantshafsbandalagsins (NATO) í Brussel í gær. Zhelev
er þnðji leiðtogi fyrrverandi
stöðvar NATO í framhaldi af boði
inn var í London á síðasta ári.
I ávarpi sínu lagði Zhelev áherslu
á mikilvægi ákvarðana leiðtoga-
fundar NATO í Róm á dögunum
sem staðfestu að sem fyrr yrði
bandalagið hélsta trygging Evrópu-
ríkja fyrir friði og jafnvægi í álf-
unni. Zhelev tlkynnti að utanríkis-
ráðherra Búlgaríu myndi sækja
samráðsfund NATO með ríkjum
Mið- og Austur-Evrópu auk Eystra-
saltsríkjanna sem verður haldinn í
Brussel 20. desember n.k. Hann
sagði að Varsjárbandalagsríkjunum
fyrrverandi væri nauðsynlegt að
leita nánar samskipta við NATO
sem væri eini lífvænlegi vettvangur
sameiginlegs öryggis og varna í
Evrópu. Búlgaría væri þar engin
undantekning.
Forseti Búlgaríu sagði að nánari
samskipti við Evrópubandalagið
íkis sem heimsækir höfuð-
leiðtogafundar NATO sem hald-
væri forgangsverkefni búlgarskra
stjórnvalda sem hefðu fullan hug á
þátttöku í uppbyggingu nýrrar Evr-
ópu. Zhelev lagði áherslu á bætt
samskipti Búlgaríu við grannríkin
í NATO, Grikkland og Tyrkland.
Hann kvað Búlgari reiðubúna til
að veita eftirlitsmönnum EB í Júgó-
slavíu alla þá aðstoð og aðstöðu sem
þyrfti. Mikilvægt væri að koma í
veg fyrir að styijöldin í Júgóslavíu
breiddist út en forsetinn kvaðst ít-
rekað hafa varað við þeirri hættu.
Hann sagðist jafnframt telja vel
koma til greina að NATO sendi
hersveitir inn í Júgóslavíu í samráði
við Öryggisráð Sameinuðu þjóð-
anna til að stilla til friðar. í raun-
inni væri NATO eini aðilinn sem
hefði bolmagn til slíks.
Brazilía:
400.000 konur deyja
eftir fósturevðinffu
Brasilíu. Reutcr. •' 4—7
MEIRA en 400.000 brazilískar
konur deyja árlega eftir að hafa
undirgengist fóstureyðingu og
ótölulegur fjöldi fer í ófrjósemis-
aðgerð til að eiga auðveldara
með að fá vinnu. Er þetta haft
eftir talsmanni kvennasamtaka í
Brazilíu.
Á ráðstefnu, sem brazilíska þing-
ið gekkst fyrir, um réttindi kvenna
var því haldið fram, að í landinu
væri fjórum milljónum fóstra eytt
á ári hverju og oft við mjög frum-
stæðar aðstæður. Þá kom það fram
hjá Rede Mujer, kvennasamtökum
í Sao Paulo, að 44% kvenna á barn-
eignaraldri létu gera sig ófijó eða
taka sig úr sambandi eins og sagt
er.
„Það er aigengt í Brazilíu, að
konur, giftar eða einhleypar, verði
að leggja fram ófijósemisvottorð
þegar þær sækja um vinnu,” sagði
Luiza Viera, læknir í Sao Paulo,
og hjá öðrum kom fram, að þótt
fæðingarstyrkur hefði verið aukinn
fyrir þremur árum hefði ófrjósemis-
aðgerðunum íjölgjað stöðugt.