Morgunblaðið - 15.11.1991, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 15.11.1991, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1991 23 Stasi í Austur-Þýskalandi: F ómaiiömbin fá að- gang að skjölunum Bonn. Reuter. NEÐRI deild þýska þingsins samþykkti í gær lög sem kveða á um að fórnarlömb Stasi, öryggislögreglu kommúnistastjórnarinnar fyrr- verandi í Austur-Þýskalandi sem var, megi skoða leyniskjöl, sem fjalla um þau, til að geta komist að því hverjir það voru sem of- sóttu þau og sviku. Aðgangur lögreglu, leyniþjónustu og fjölmiðla að skjalasöfnum Stasi er hins vegar takmarkaður. Búist er við að lögin öðlist gildi á næsta ári eftir að efri deild þings- ins hefur afgreitt þau. Stasi hafði um 85.000 fasta starfsmenn í þjónustu sinni, auk 110.000 í hlutastarfi, og safnaði milljónum skjala með ýmsum upp- lýsingum um íbúa Austur-Þýska- lands. Hartmut Búttner, þingmaður Kristilegra demókrata, sagði að helsta markmið laganna væri að vernda fórnarlömbin og einkalíf þeirra. „Þingið vill stuðla að því að fólk í austurhluta Þýskalands geti öðlast innri frið,” sagði hann. „Eitt af skilyrðum þess að menn geti sæst á ný er að þeir fái aðgang að skjölunum um sig, þannig að þeir viti hveijir það voru sem veittu upplýsingarnar og geti aftur öðlast traust á vinum sínum og kunningj- um.” Hann bætti við að margir Austur-Þjóðveijar kynnu að verða miður sín þegar þeir sæju skjölin, þar sem Stasi hefði sérhæft sig í að safna upplýsingum um veikleika fólks sem hægt væri að nota til beita það Ijárkúgunum. „Vináttu- bönd eiga eftir að bresta þegar menn komast að því að nánustu vinir og vandamenn þeirra sviku þá í hendur Stasi - í verstu tilvikun- um var jafnvel um maka að ræða.” í lögunum er þýsku leyniþjón- ustunni meinaður aðgangur að skjölum um einstaklinga sem Stasi njósnaði um. Hún getur hins vegar fengið önnur skjöl ef þau fjalla beint um njósna- og hermdarverka- starfsemi. í lögunum er einnig kveðið á um að stofnunin, sem sér um skjalasafnið, geti meinað fjölmiðlum aðgang að ákveðnum skjölum og fólk, sem minnst er á í þeim, getur einnig komið í veg fyrir birtingu greina sem byggðar eru á þeim. Blaðamenn hafa mót- mælt þessum ákvæðum og sagt að þau skerði ritfrelsið. A Afengisneysla sænskra kvenna vex stöðugt _ Stokkhólmi. Frá Erik Liden, fréttaritara Morgunblaðsins. ÁFENGISNEYSLA sænskra kvenna eykst stöðugt og er farin að segja til sín í atvinnulífinu. Göran Tunhammar, framkvæmdastjóri sænska vinnuveitendasambandsins (SAF), sagði í gær á þingi samtak- anna í Stokkhólmi, að hefja þyrfti sérstakt forvarnarstarf gegn áfengis- og vímuefnaneyslu kvenna á vinnustöðum. Vinnuveitendasambandið fagn- aði því að nokkur sænsk fyrirtæki skyldu hafa tekið upp hjá sér eftir- lit með vímuefnaneyslu starfs- manna og sérstök próf í því sam- bandi. Væru prófin fyllilega réttlæt- anleg, einkum á vinnustöðum þar sem um áhættusama starfsemi væri að ræða. í mörgum tilvikum yrði að meta öryggi á vinnustað meira en stöðu einstaklingsins. Tunhammar sagði að fíkniefna- neysla á vinnustað væri enn sem komið væri ekki jafn mikið vanda- mál og áfengisneysla. Að sögn Tunhammars var hlut- fall kvenna í hópi þeirra sem ekki stunduðu vinnu af fullum krafti vegna áfengismisnotkunar einungis 5% fyrir 30 árum. Nú væri hlutfall- ið hins vegar komið í nær 25%. „Við getum átt von á að kvenfylli- byttunum eigi enn eftir að fjölga,” sagði Tunhammar. Tunhammar hélt því fram að áfengisneysla væri mesta félags- lega og læknisfræðilega þjóðfélags- vandamál Svía. Gífurlegirfjármunir glötuðust vegna minni afkasta og framleiðslu en ofan á það bættist gífurlegur kostnaður heilbrigðis- kerfísins vegna drykkjusýkinnar. Þess vegna væru fyrirbyggjandi aðgerðir og áróður á vinnustað einkar mikilvægar. Reuter Blóði drifin klæði fórnarlamba skotárásarinnar á Austur-Tímor Mannréttindasamtökin Amnesty International hvöttu til þess í gær að fram færi óháð alþjóðleg rannsókn á skotárás indónesískra her- sveita á líkfylgd á eynni Austur-Tímor á þriðjudag. Talsmaður hers- ins sagði í gær að 19 manns hefðu beðið bana og 91 særst en Xime- nes Carlos Belo biskup fullyrti að allt að 180 manns hefðu beðið bana í skotárásinni. Atburðurinn hefur verið fordæmdur víða um heim. Á myndinni halda unglingar á blóði drifnum klæðum fórnarlamba í kirkjugarði í höfuðborginni Dili. Víkingaskálinn sem ráðgert er að reisa að Hleiðru í Danmörku. Yíkingaskáli reistur að Hleiðru í Danmörku Kaupmannahöfn. Fra Sigrunu Daviösdottur, frettaritara Morgunblaðsins. ÁRIÐ 1986 fundust ummerki á akri skammt frá Lejre (Hleiðru) á Sjálandi um heljarstórt mannvirki frá tímabilinu 600-1000 e.Kr. sem er síð-járnöld frarn á víkingaöld. Nú hefur verið ákveðið að reisa hús, eins og fornleifafræðingar álíta að þetta mannvirki hafi litið út. Húsið eða skálinn öllu heldur, verður reistur við Tilraunamiðstöð í fornleifafræði, „Arkeologisk forsogscentcr” í Lejre, sem er nokk- urs konar steinaldarbær, þar sem fólk getur komið og fengið nasa- sjón af því hvernig var að vera uppi þegar korn var malað með steinum, eldur var kveiktur með því að núa viðarteinungum saman og fleira í þeim dúr. Ástæðan fyrir að ekki verður byggt á fundarstaðnum er að þar geta enn verið ófundnar leifar, svo ekki verður hróflað við honum, fyrr en hægt verður að stunda þar frek- ari fornleifagröft. Ummerkin sem fundust á akrin- um eru aðeins holur eftir sperrurn- ar sem hafa haldið húsinu uppi. Skálinn hefur verið um 45 m á lengd og 11 m á breidd og af því þykjast fornleifafræðingar sjá að hann hafi verið um 11 m á hæð. íslendingar byggðu sér sinn þjóð- veldisbæ á Stöng. Nú ætla Danir að reisa sér víkingaskála, en ætlun- in er ekki að byggja hús eins og nú er gert, heldur á í öllu að fara að eins og gert var á þeim tíma, þegar hinn raunverulegi skáli var reistur. Efnið verður urfhið eins, öll verkfæri verða með fornu sniði og aðferðirnar eins og gleggst er vitað. Það er því ekki aðeins að skálinn verði forvitnilegur, þegar hann er fullreistur, heldur verður það vel þess virði að heimsækja hann, meðan hann er í byggingu. Aðstandendur framkvæmdanna álíta að sjálf byggingin sé kærkom- ið tækifæri til að öðlast innsæi í tæknikunnáttu forfeðranna. Bygg- ingin tekur nokkur ár og áætlaður kostnaður er um 100 milljónir ISK. Að framkvæmdunum standa Til- raunastöðin í Lejre, Þjóðminjasafn- ið danska og Víkingaskipaskálinn í Hróarskeldu. Féð verður að mestu sótt í sjóði og til einkaaðila, sem búist er að að greiði fúslega, því ljóst er að framkvæmdin mun hafa mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn, því engin sambærileg bygging er til. Skálafundurinn hefur hleypt ímyndunaraflinu af stað. í Knýtl- ingasögu er sagt frá dönsku kon- ungsættinni Skjöldungum, sem bjuggu í Hleiðru, sem er gamla nafnið á Lejre, án þess að víst sé að Lejre sé sá staður, sem Skjöld- ungar bjuggu á, því tilvist þeirra er óljós. Ymsir leikmenn álitu að þarna væri skáli Skjöldunganna fundinn, þar sem Bjarkamál voru flutt og þama hefðu þá auðvitað konungar eins og Hrólfur kraki og Haraldur hilditönn búið. Sagnfræð- ingar vilja tæplega skrifa undir það, því Skjöldungar eru taldir bókmenntaættar, fremur en mannaættar. Fornleifafræðingar benda á að þó skálinn sé líklega höfðingjahíbýli og þeir geti gert sér grein fyrir útliti hans, þá fylgi hon- um ekkert nafnspjald, svo um íbú- ana sé allt á huldu. Varkárni fræði- manna heldur þó vart aftur af ímyndunarafli leikmanna og það er enginn efi á að þegar skálinn ei' risinn, verður saga Skjöldunga einnig rifjuð upp fyrir þeim, sem ganga í skálann. Sfjörnudagar 5 daga lykill, mánudagur til föstudags Innifalið: 5 dagar 4 nætur, morgunverður, 3ja rétta kvöldverður. Fyrir manninn í 2ja manna herb. 12.900,- Síórkosílfdijí Heigariyk... föstudagur, laugardagur, sunnudagur lnnifalið: 3 dagar 2 nætur, morgunverður, 3ja rétta kvöldverður. Fyrir manninn í 2ja manna herb. 10.900,- JIJD00 Lykill að Hótel Örk 1992, seldur á sérstöku tilboði til 7. desember í Jólagjafahúsi Hótel Arkar 1 Kringlunni. Hvunndagsþrenna 3ja daga lykill, mánudagur til miðvikudags miðvikudagur til föstudags Innifalið: 3 dagar 2 nætur, morgunverður, 3ja rétta kvöldverður Fyrir manninn í 2ja manna herb. 6.900,- V________________y SÍMI: 98-34700-FAX: 98-34775

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.