Morgunblaðið - 15.11.1991, Page 28

Morgunblaðið - 15.11.1991, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1991 Byggðamálin rædd í víðu samhengi í gær Umræður um skýrslu forsætisráðherra BYGGÐAMÁLIN voru áfram til umræðu í gær. Fjórða nóvember síðastliðinn mælti Davíð Oddsson fyrir skýrslu sinni um Byggðastofn- un. Þá þegar var ljóst að þingmönnum lék hugur að ræða byggðamál- in frá ýmsum sjónarhornum og horfðu ekki einungis til Byggðastofn- unar. Varð þeim t.a.m. tíðrætt um ummæli forsætisráðherra um flutn- ingsstyrki og vaxtarsvæði. Ekki tókst að ljúka umræðum í það skipt- ið og var þeim frestað nokkru eftir miðnætti. í gær, nokkru eftir >kl. 13, var aftur tekið til við að ræða skýrslu forsætisráðherra um Byggðastofnun. Sturla Böðvarsson Ólafur Þ. Þórðarson Ólafur Þ. Þórðarson (F-Vf) sagði unga menn hafa tekið við stjórnvölinum á þjóðarskútunni. Þótti ræðumanni stefnan ekki góð. Ungir menn hefðu dustað rykið af gömlum kenningum. Ólafur sagði „ný stikkorð” byggðastefnu nýrra stjórnarherra vera vaxtarsvæði og flutningsstyrkir. Ræðumaður taldi sig geta leitt að því líkur að þessu orð væru eldri en menn teldu. Dró Ólafur úr pússi sínu bók eina samda af norskum sérfræðingum fyrir þáverandi íslensk stjórnvöld og OECD, Tillögur að fimm ár fram- *“ kvæmdaáætlun fyrir Vestfirði. Ósló, maí 1965. Á síðu 2 stendur m.a.: „Helstu einkenni landsvæða, - sem dregist hafa aftur úr efnahags- þróuninni eru lágar tekjur, tiltölu- lega mikið atvinnuleysi, of dauft atvinnulíf og útflutningur vinnuafls til landsvæða sem meira eru þró- uð.” Aðeins það síðastnefnda hefði átt við um Vestfirði. Ólafur taldi vaxtarsvæði kynnt á bls. 16, þar stendur m.a: „Innan vissra tak- marka er bæði kröfunum um aðset- '>urssstað og fullnægjandi starfsum- hverfi betur fullnægt því meir sem samdráttur byggðarinnar er. Það þýðir aftur á móti, að í fram- kvæmdaáætlun fyrir Vestfirði sem hafa svo fáa og dreifða íbúa, verður það að vera eitt af aðalstefnunum að stuðla að verulega þéttari byggð en nú er.” Vestfjörðum var skipt í fjögur svæði í þessu riti, á síðu 18 er gerð grein fyrir forsendum til- lagna, m.a: „Að meiri samdráttur byggðarinnar á svæðinu sé nauð- synlegur ... Að það fólk, þær fjöl- skyldur sem óska að flytja frá bú- stöðum sínum fái styrk í einu eða öðru formi ef flutt er búferlum til þéttbýlis innan svæðisins”. "> Ólafur sagði að þessi skýrsla hefði verið lesin varlega af forystu- mönnum Sjálfstæðismanna á þess- um tíma og hvatti hann Davíð Ódds- son forsætisráðherra til að fylgja því fordæmi. Þá hefði það verið tekið úr tillögunum sem nýtilegt var; að tengja byggðir með sam- göngum en hafnað óraunhæfum hugmyndum sem hefðu þá þegar verið reyndar annarsstaðar með vondum árangri. Við hefðum valið aðra byggðastefnu. Óiafur vildi ekki skrifa undir að byggðastefnan hefði brugðist, við værum ekki bún- ir að framkvæma byggðastefnuna. Sturla Böðvarsson (S-Vl) sagði alkunnugt að fyrri ræðumaður var gamansamur mjög og hefði hann dregið fram aldarfjórðungsgamlar tillögur til að draga athyglina frá stefnu framsóknarmanna og henn- ar árangri. Sturla sagði Byggða- stofnun vera meðal allra mikilvæg- ustu stofnana í stjórnkerfi okkar en dró ekki dul á að „hinir frægu sjóðir” sem ríkisstjórnin hefði sett á fót en síðar komið fyrir í umsjá stofnunarinnar hefðu orðið til þess að skaða þá ímynd sem stofnunin hafði. Ræðumaður sagði það hafa verið viðurkennt takmark allra stjórnmálaflokka að halda landinu öllu í byggð og nýta eftir föngum auðlindir lands og sjávar. En eftir því sem kröfur um þjónustu hefðu vaxið og fleiri flust til höfuðborgar- svæðisins hefði orðið þyngra undir fæti að framfylga þeirri öflugu byggðastefnu sem okkar stóra land krefst ef markmiðið um byggð um allt land ættu að nást. Sturla sagði mistök í atvinnuuppbyggingu og slaki í því að móta og marka skyn- samlega byggðastefnu á vegum rík- isvaldsins hefði orðið til þess að menn skelltu nú skuldinni á hina svokölluðu byggðastefnu lands- byggðarinnar og kæmust að þeirri niðurstöðu að byggðastefna síðustu ára hefði brugðist. Ræðumaður spurði hveijir mót- uðu byggðastefnuna. Væri hún mótuð eða ætti hún einungis að vera mótuð í stjórnarráðinu eða í höfuðstöðvum Byggðastofnunar? Það þyrftu fleiri að koma að verki. Sturla hvatti til þess að sveitarfé- lögin yrðu stórefld. Vandamál þeirra væri m.a. að þau væru lítil og dreifð og oft hafi þeim verið ætlað meira en þau. hefðu megnað að sinna. Það yrði að styrkja atvinn- ulífið í sjávarbyggðum. Til þess að þetta gæti orðið að raunveruleika vildi Sturla að lögin um stjórnun fiskveiða yrðu endurskoðuð; vinnsla sjávaraflans yrði aukin og rann- sóknir í sjávarútvegi efldar. Sam- eina yrði rekstur hafna og bæta hafnaraðstöðu til hagsbóta fyrir útgerð og fiskvinnslu. Endurskoða yrði vegaáætlun með tilliti til þess að hraða framkvæmdum sem skil- uðu mestum arði í tengslum við skipulögð vaxtarsvæði. Einnig yrði að jafna orkuverð í landinu og koma vöxtum á peningamarkaði niður. í lok sinnar ræðu minnist Sturia Böðvarsson á reglugerð þá um Byggðastofnun sem hefur verið í smíðum og mjög verið til umfjöllun- ar. Þessa reglugerð þyrfti að vanda mjög, ekki hvað síst vegna þess að ágreiningur hefur verið um það hvernig stofnunin ætti að starfa. Umfram allt yrði að forðast að auka miðstýringu. Það væri óviðun- andi að fyrirgreiðsla stöðvaðist við tiltekin verkefni eða einstök fyrir- tæki vegna þess, að ekki lægi fyrir byggðaáætlun. Ótækt væri að stjórn stofnunarinnar gæti skotið sér á bak við slíkt og stöðvað þann- ig stuðning við heil byggðarlög sem heimamenn og héraðsstjórnir teldu að þyrfti að veita. Nýja reglugerðin þyrfti umfram allt að dreifa valdinu og kalla fleiri til ábyrgðar. Best er heima hvað Birni Bjarnasyni (S-Rv) þótti ekki mikið til um sagnfræðigrúsk Ólafs Þ. Þórðarsonar og taldi 25 ára gamlar bókmenntir ekki fá það dulið að síðustu 20 ár hefðum við fylgt rangri stefnu sem Framsókn- arflokkurinn bæri ekki hvað minnsta ábyrgð á. Björn hafði ekki trú á að sú stefna að færa fjár- muni úr vasa skattgreiðenda til landsbyggðarinnar skilaði árangri. Síðan 1972 hefðu 12 milljarðar far- ið í gegnum stofnunina og árangur- inn næsta takmarkaður. Björn taldi Ályktun ASS: Góð reynsla af þjóðarsátt STJÓRN Alþýðusambands Suð- urlands telur að markmið þjóðar- sáttarsamninganna hafi náðst í meginatriðum og samþykkt þeirra hafi falið í sér fyrirheit um aukinn kaupmátt í næstu kja- rasamningum. Með víðtæku sam- starfi verði að stöðva og snúa við því kaupmáttarhrapi sem blasi við. Ný þjóðarsátt verði ekki gerð á forsendum atvinnu- rekenda og ríkisstjórnar. Þá segir að reynslan sýni að legg- ist allir á eitt sé hægt að ná niður verðbólgu og hafa stjórn á kostnað- arþáttum. Það hafi komið í ljós að laun verkafólks séu ekki eini verð- bólguvaldurinn. Verkafólk hafi fyllilega staðið við sinn hluta samn- ingana og það sé meira en hægt sé að segja um ýmsa aðra. Einnig er lýst yfir áhyggjum og undrun á fyrirætlunum stjórnvalda, sem með- al annars komi fram í fjárlagafrum- varpinu og þess krafist „að ríkis- stjórnin endurskoði þau atriði fjár- lagafrumvarpsins sem fela í sér stórfelldar álögur á launafólk.” Að lokum segir: „Þá skorar stjórn Alþýðusambands Suðurlands á at- vinnurekendur að láta af barlómi og bölsýni og ganga af stórhug til viðræðna við verkalýðshreyfinguna um nýjan kjarasamning.” ’ iFI t' : Mui'ií'tÍMuiTi »?•'?. lií að vanda stofnunarinnar hefði mátt sjá í upphafi þegar henni var kom- ið á legg. Vinstri stjórnin sem komst til valda 1971 hefði afneitað fijáls- ræðisstefnunni; Viðreisnarstefn- unni og þess í stað haldið fram bræðingi af sameignasósíalisma Alþýðubandalagsins og forsjá fram- sóknarstefnunnar. Björn sagði suma hafa þá trú að unnt væri að leysa vanda landsbyggðarinnar með fjárveitingum gegnum Byggða- stofnun. Birni var til efs að Byggða- stofnun væri upphaf og endir við lausn vandamála landsbyggðarinn- ar. Hann taldi að stofnunin hefði oft lagt á tæpasta vað í fjárveiting- um og hefði af því hlotist tap og ijárhagstjón. Björn Bjarnason tók þó fram að hann teldi margt vel gert í Byggðastofnun, gat þess t.d. að honum hefði verið kynnt átaks- verkefni sem unnin væru í sam- vinnu við heimamenn. Hann taldi það lofsverða viðleitni að ýta undir framtaksvilja. Björn sagði að það þyrfti að gjörbreyta starfsgrund- velli og starfsháttum Byggðastofn- unar. Hann fagnaði þeirri hugarf- arsbreytingu sem væri að verða; menn væru að átta sig á því að þeir einu sem gætu leyst málið væru heimamenn sjálfir. Anna Ólafsdóttir Björnsson (SK-Rn) tók undir það að byggða- vanda yrði að Iéysa í samvinnu við heimamenn en það útlokaði ekki að ríkið gæti komið til aðstoðar og samstarfs ef með þyrfti. Jón Krist- jánsson (F-Al) ásakaði Björn Bjarnason fyrir að meta lítils eða alis ekki ávinninginn af þeim 12 milljörðum sem nefndir höfðu verið og láta sem það hefði allt verið tapað fé. Guðna Ágústssyni (F-Sl) fannst nýir vindar blása og stór orð falla yfir þing og þjóð. Ummæli Davíðs Oddssonar væru á þann veg að þau særðu hans félaga ekki síð- ur en mótheija. Guðni vildi enn- fremur benda á að Sjálfstæðisflokk- urinn hefði verið í ríkisstjórn flest þau 20 ár sem Björn Bjarnason segði að fylgt hefði verið rangri byggðastefnu. Tómas Ingi Olrich (S-Ne) sagði umræðuna um byggðamálin hafa alltof mikið einkennst af því að stjórnarandstæðingar hefðu teygt, togað og rangtúlkað ummæli Dav- íðs Oddsonar um byggðamál og væri það framferði allar athygli vert. Tómas Ingi sagði að tvenns konar byggðastefnu hefði verið fylgt hér á landi. Sú fyrri liefði lukk- ast, hún væri reyndar aldrei nefnd byggðastefna heldur gengi undir Leiðrétting: 60 milljónir en ekki 600 í frásögn af utandagskrárum- ræðum á Alþingi um álmálið á bls 36 í gær misritaðist kostnaður iðn- aðarráðuneytisins við samnings- gerð og undii'búning álvers. Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra upp- lýsti að kostnaður ráðuneytisins væri nú um 60 milljónir kr. en ekki 600 milljónir eins og misristað- ist. Beðist er velvirðingar á mistök- unum. ýmsum slagoi'ðum; „efla skal menn- ingu,” „efla skal vísindi og rann- sóknir”. En þetta afl hefði komið fram og eflt höfuðborgarsvæðið. Ræðumaður hvatti mjög til þess að við fylgdum frönsku fordæmi og efldum sem flesta þætti mannlífsins á þéraðagrundvelli og var þess fýs- andi, eftir því sem mögulegt væri, að sem flestar opinberar stofnanir og rannsóknarstofnanir yrðu fluttar út á landsbyggðina henni til efling- ar. Ræðumaður taldi efnahagsstjórn síðustu tíma hafa verið óstjórn sem einkennst hefði af rangri gengis- skráningu sem fært hefðu fjármuni frá framleiðslufyi'irtækjum í sjávar- byggðum yfir til hins opinbera og þjónustugreina á höfuðborgarsvæð- inu. Þá væri komið að hinni byggða- stefnunni sem svo hefur verið nefnd. Framleiðslan væri komin hlutverk þiggjandands sem fengi að njóta „björgunaraðgerða” sem engan vanda leystu. Þessu yrði að breyta, leysa atvinnulífið úr viðjum miðstýringar og óstjórnar. Kraftur framfaranna myndi leysast úr læð- ingi þegar atvinnulífið fengi að njóta ávaxtanna af eigin verðmæta- sköpun. Tomas Ingi taldi að skiln- ingur ýmissa á höfuðborgarsvæðinu gæti verið meiri og andmælti hat'ð- lega viðhorfum sem lúta að því að sterkur borgarkjarni hljóti að draga til sín menntaðasta og hæfasta vinnuaflið og yrði þar með aflvaki framfaranna og nýsköpunarinnar. Að gera ráð fyrir slíku sem lög- máli, um slíkt viðhorf gæti aldrei orðið sátt. Steingrímur J. Sigfússon (Ab- Ne) sagði Einar K. Guðfinnsson hafa beint til sín spjótum þegar skýrslan var fyrr rædd vegna bú- vörusamnings þess sem hann hefði undirritað í vor í embætti landbún- arráðherra. Einar og nokkrir aðrir sjálfstæðismenn hefðu gagnrýnt hann og haft uppi stór orð um að þennan samning þyrfti að lagfæra til hagsbóta bændum. Nú hefðu þeir hina ákjósanlegustu aðstöðu til að lagfæra samninginn en það fréttist helst af stjórnarbúinu að verið væri að kanna lögfræðilega stöðu þessa samnings til að leysa ríkisstjórnina undan ívilnandi ákvæðum til bænda. Steingrímur Hermannsson (F-Rn) taldi rétt og skylt að ræða byggðamálin ekki einungis útfrá Byggðastofnun held- ur almennt í -samhengi við aðra þætti þjóðlífsins. Rakti ræðurmaður ýmsa þætti, s.s. vexti og samgöngu- mál. Steingrímur taldi þá tólf millj- arða sem varið hefði verið til lands- byggðarinnar í gegnum Byggða- stofnun ekki mikla upphæð og þeim fjármunum vel varið. Björn Bjarn- ason kvaðst ekki hafa haldið því fram að fjárhæðin væri há heldur því að henni hefði verið illa varið.' Kristinn H. Gunnarsson (Ab-Vf) taldi lítinn skilning vera á byggða- málum meðal ríkisstjórnar og for- ystumanna Sjálfstæðisflokks og vitnaði hann í heimildir máli sínu til stuðnings, t.a.m. nokkur viðtöl í dagblaðinu, Þjóðviljanum. Laust eftir kl. 19. þegar Kristinn hafði lokið „inngangi” sinnar ræðu, frestaði þingforseti fundi en boðaði framhald fundar og umræðunnar kl. 21 um kvöldið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.