Morgunblaðið - 15.11.1991, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1991
2S
Súlnafellið gert út frá Hrísey enn um siirn:
Muniim eflaust tapa
markaði í Bretlandi
verði útgerð hætt
- segir Sigmar Halldórsson yfirverk-
stjóri Fiskvinnslustöðvarinnar
FISKVINNSLUSTÖÐ KEA í Hrísey hefur framleitt hátt á annað
hundrað tonn af fiski í smápakkninguni sem seld eru á Bretlands-
markað. Um 95% af hráefninu koma af Súlnafellinu EA, sem gert
er út frá eynni. Yfirverkstjóri Fiskvinnslustöðvarinnar telur nær
víst að húsið tapi þessum markaði, sem er afar kröfuharður bæði
hvað varðar gæði og afhendingar, verði útgerð frá eynni hætt.
Uppsagnir yfirmanna á Súlnafellinu hafa verið dregnar til baka,
en þeim var sagt upp störfum vegna áforma um að leggja skipinu
um næstu áramót. Akveðið hefur verið að gera Súlnafellið út áfram
enn um sinn.
Smári Thorarenssen oddviti í
Hrísey sagði að íbúar eyjarinnar
hafi aldrei staðið jafn þétt saman
og í þessu máli, mikill einhugur
hefði ríkt um að halda útgerð
áfram í eynni, en vera ekki upp á
aðra kornin með hráefni.
Bent hefur verið á að kvóti
KEA-skipanna þriggja nægi ekki
til að halda þeim að veiðum allt
næsta ár, en Smári sagði að þeir
Hríseyingar hefðu bent á ýmsar
leiðir, svo sem eins og að gera
Björgvin EA frá Dalvík út á út-
hafskarfa hluta úr árinu og eins
væri skipið búið til rækjufrysting-
ar. „Stóra málið í þessu er, að við
viljum ekki láta skammta okkur
hráefni úr hnefa og höfum bent á
að það getur haft afdrifaríkar af-
leiðingar í för með sér eins og
tapaða markaði,” sagði Smári.
Sigmar Halldórsson yfirverk-
stjóri í Fiskvinnslustöð KEA í Hrís-
ey sagðist telja nær fullvíst að
fyrirtækið myndi tapa markaði
sínum á Bretlandi yrði útgerð frá
eynni hætt. Frystihúsið hefur í
auknum mæli framleitt vöru í
smápakkningum, meðal annars til
Marks og Spencer og á þessu ári
hefur verið framleitt hátt á annað
hundrað tonn af slíkri vöru, en
Súlnafellið hefur aflað um 95% af
því hráefni.
Sigmar sagði að miklar kröfur
væru gerðar, bæði hvað varðar
gæði og eins afhendingar, en báð-
ir þessir þættir gætu raskast veru-
lega ef engin útgerð er í eynni og
þá væri ekki spuming að við-
skiptavinir fyrirtækisins myndu
snúa sér annað.
Jóhannes Sigvaldason formaður
stjómar Kaupfélags Eyfirðinga
sagði að ákveðið hefði verið að
gera Súlnafellið út frá Hrísey enn
um sinn, en hversu lengi væri
ógerlegt að segja á þessari stundu.
Útgerð kaupfélagsins yrði til
endurskoðunar, það væri nauðsyn-
legt bæði fyrirtækinu og eins
krefðust aðstæður í þjóðfélaginu
þess. „Menn vita ekki hvort sá
kvóti sem úthlutaður verður á
næsta ári verði enn minni en nú,
en ef svo verður þarf enn að fara
í saumana á þessum málum. í
kjölfar þeirrar ákvörðunar að aft-
urkalla uppsagnimar verður um-
ræða í stjórn félagsins um fram-
hald útgerðarinnar,” sagði Jó-
hannes.
Töfraflaut-
an sýpd tvisv-
ar í Ýdölum
TÖFRAFLAUTAN eftir
Mozart í flutningi Islensku
óperunnar verður flutt í
Ýdölum í Aðaldal sunnudag-
inn 24. nóvember næstkom-
andi.
íslenska óperan varð við
beiðni Menningarsamtaka
Norðlendinga og félagsheim-
ilisins Ýdala um að sýna þetta
verk, Töfraflautuna eftir Moz-
art, norðan heiða, en sýning-
arnar verða alls tvær, báðar
sunnudaginn 24. nóvember,
hin fyrri kl. 15 bg sú síðari
kl. 20.30.
Er þetta mikið ánægjuefni
fyrir ópem- og söngunnendur
á Norðausturlandi, en nú þeg-
ar er mikill áhugi meðal fólks
vegna sýningarinnar, en miða-
sala og pantanir verða auglýst
sérstaklega.
Þá má nefna að áhugafólk
á Norðurlandi vestra vinnur
nú að því að fá íslensku óper-
una einnig í heimsókn til sín.
(Fréttatilkynning)
J Ó L i N 1 » » I
J 0t 1 N »991
A K U H í V « |
A K U 0 6 V ft s
J Ö t I N 19 9»
A k u « e v n i
Jólamerki Framtíðarinnar.
Jólaraerki Framtíðarinnar
KVENFÉLAGIÐ Framtíðin á Akureyri hefur gefið út hið árlega
jólamerki sitt. Merkið gerði myndlistarkonan Halla Haraldsdóttir
og segir hún að það sýni braut stjarna og himintungla, rauður litur
sólseturs og norðurljós á bláum himni.
Merkið er prentað í Prentverki Reykjavík. Auk þess sjá félagskon-
Odds Björnssonar og er til sölu á ur um sölu á Akureyri og vona að
Pósthúsinu á Akureyri, Frímerkja- sem flestir kaupi merkið og styrki
húsinu og Frímerkjamiástöðinrii í Elliheimilissjóð félagsins.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Flutningabíll
mokaður upp í
Oxnadal
Hópur manna fór í gærdag upp í
Öxnadal til að moka upp flutningabíl
sem valt þar í vonskuveðri á þriðju-
dag. Bíllinn var á leið frá Akureyri
með um 12 tonn af varningi til Siglu-
fjarðar. Hafist var handa við að losa
bílinn, en einnig var mikið verk að
moka hann upp þar sem snjóað hafði
yfir hann. Ekki var í gær vitað um
skemmdir, hvorki á bílnum sjálfum né
varningi, en meðal þess sem verið var
að flytja til Siglufjarðar var mjólk og
mjólkurvörur.
Hlutabréfasjóður Norðurlands stofnaður:
7 2 skráðu sig fyrir
hlutafé á 3 dögum
Róbert B. Agnarsson kjörinn formaður
HLUTABRÉFASJÓÐUR Norðurlands hf. var stofnaður í gær
og eru hluthafar 72 talsins, en hlutafé er um 6,2 milljónir króna.
Róbert B. Agnarsson viðskiptafræðingur og framkvæmdastjóri
Kísiliðjunnar í Mývatnssveit var kjörinn formaður stjórnar á
stjórnarfundi sem haldinn var að loknum stofnfundi.
í stjórn voni auk Róberts kosn-
ir þeir Halldór Jónsson, viðskipta-
fræðingur og bæjarstjóri á Ákur-
eyri og Ingi Björnsson, hagfræð-
ingur og framkvæmdastjóri Fjórð-
ungssjúkrahússins á Akureyri. Til
vara voru kosin Lilja Steinþórs-
dóttir, löggiltur endurskoðandi,
Kári Arnór Kárason, hagfræðing-
ur og Árni Magnússon, viðskipta-
fræðingur. Björgólfur Jóhannsson
var kjörinn endurskoðandi Hluta-
bréfasjóðs Norðurlands.
Félagið mun sækja um sam-
þykki ríkisskattstjóra um að kaup
á hlutabréfum félagsins verði frá-
dráttarbær frá tekjuskattsstofni
einstaklinga, en tilgángurinn með
stofnun sjóðsins er að gefa ein-
KG-BOLSTRUN
Fjölnisgötu 4I\I
Nýsmíði - viögeröir
vs. 96-26123, hs. 96-26146.
staklingum kost á að kaupa hluta-
bréf í áhættudreifðum sjóði og
njóta jafnframt skattaafsláttar
vegna kaupanna. Fyrirhugað er
að bjóða öðrum aðilum að kaupa
hlutabréf í félaginu, svo sem sveit-
arfélögum, fyrirtækjum og lífeyr-
issjóðum.
Fjárfestingastefna félagsins er
að kaupa fyrir sem mest af eignum
þess hlutabréf og skuldabréf fyrir-
tækja sem starfa á Norðurlandi.
Félagið mun þó eingöngu kaupa
hlutabréf félaga sem nú eru skráð
á hlutabréfamarkaði, eða stjórn
félagins telur líklegt að muni á
næstu árum fást þar skráð.
Reiknað er með að almenn sala
bréfanna hefjist þriðjudaginn 27.
nóvember næstkomandi, en Kaup-
þing og Kaupþing Norðurlands
munu sjá um sölu þeirra auk þess
sem á döfinni er að bjóða öðrum
bönkum og fjármálastofnunum acjgf
taka þátt í sölunni.
Viðbrögð við stofnun sjóðsins
voru afar góð, að sögn Jóns Halls
Péturssonar hjá Kaupþingi Norð-
urlands, sem ásamt félaginu Úrbót
stóð að stofnun hans. Markmiðið
var að safna 25 stofnfélögum, en
á þremur dögum skráðu 72 aðilar
sig sem hluthafa, einkum frá Ak-
ureyri.
Læknafélag Akureyrar
boðar til fundar fyrir almenning um
HEILABILUN
eiiiglöp (Alzheimerssjúkdóm)
í samkomusal Dvalarheimilisins Hlíðar
laugardaginn 16. nóvemberkl. 14.00.
Halldór Halldórsson talar um heilabilun og sýnir
mynd um sambýli fólks meó heilabilun.
Al|i.r.bÍQrtgnlega.yeJkQmnir.