Morgunblaðið - 15.11.1991, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1991
Hnsegawa
Plastmodel
VANDAÐARI
MODEL
LEIKBÆR
Hafnarfirði, S: 54430
Mjódd, S: 79111
Kjörgarði, S: 26344
Laugavegi 59
■ LEIKHÚSIÐ Frú Emilía
stendur fyrir leiklestri sem er fastur
liður í starfi leikhússins. Lesin verða
þijú verk eftir Henrik Ibsen;
Hedda Gabler, Afturgöngur og
Brúðuheimilið. Áður hefur Frú
Emilía staðið fyrir leiklestri verka
Antons Tsjekhov og Maxims
Gorki og einnig gefið þau út á
bók. Eins verður nú háttað með
verk Ibsens. Leikritin þijú sem Frú
Emiliía hyggst leiklesa skrifaði Ibs-
en skömmu fyrir aldamótin eða á
árunum 1879 til 1890. Leikendur í
fyrsta leiklestrinum verða Guðrún
Gísladóttir, Jóhann Sigurðarson,
Harpa Arnardóttir, Kristján
Franklín, Soffía Jakobsdóttir,
Sigríður Ilagalín og Sigurður
Skúlason. Leikstjóri er Pétur Ein-
arsson. Hedda Gabler verður lesin
laugardaginn 16. nóvember og
sunnudaginn 17. _ nóvember kl.
14.00 í Listasafni íslands við Frí-
kirkjuveg. Aðgöngumiðar verða
seldir við innganginn frá kl. 13.00
báða dagana.
■ Á PÚLSINUM föstudaginn 15.
og laugardaginn 16. verða Vinir
Dóra með blústónleika og hefst þá
Fjölmiðlablúsinn að nýju en Rás
2 hefur skorað á Bylgjuna að senda
fulltrúa sinn þessa helgi á Púlsinn.
Leiðrétting
Þau mistök urðu á forsíðu sér-
blaðsins Ur verinu sem út kom 13.
nóvember sl., að föðumöfn stúlkn-
anna sem vom við beitingu á Rifi
misrituðust. Rétt er: Edda Bára
Sveinbjörnsdóttir, Ema Rós Aðal-
steinsdóttir og ErlaJCristín Reynis-
dóttir. Morgunblaðið biðst velvirð-
ingar á þessu.
EFTIRMENNTUN
BÍLGREINA
NÁMSKEIÐ
Rafkerfi IV
Námskeiðinu erskipt í tvo hluta. Fyrri hlutinn fjallar
um rafeindakveikjuna og er markmið þess hluta að
gera þátttakendur hæfa til að greina bilanir í Ijós-
stýrðum, spanstýrðum og segulstýrðum rafeinda-
kveikjum. í seinni hlutanum er fjallað á bóklegan og
verklegan hátt um rafeinda- og tölvutækni í farar-
tækjum. Fjallað verður um skynjara, ,,anolog“ rásir,
rökrásirog örtölvuna. í lokin eru þessir þættirtengd-
irsaman I heildarkerfi.
Námskeiðið verðu haldið 21., 22. og 23. nóvem-
ber nk. í Verkmenntaskóla Austurlands, Mýrar-
götu 10, Neskaupstað.
Þátttökugjald fyrir þá, sem greiða í Eftirmenntun-
ars. Bílgreina, er kr. 6.500,- fyrir aðra kr. 26.000,-
Þátttökutilkynningar berist fyrir 20. nóv. í síma
91-813011 eða 97-71620 (Jóhann Stephensen).
Demi
Moore
Glenne
Headly
SIMI
Listahátíð fyrir
börn og unglinga
HALDIN verður leiklistarhátíð
fyrir börn og unglinga 16.-17.
nóvember í menningarmiðstöð-
inni Gerðubergi. Einnig tengjast
barnasýningar Þjóðleikhúss og
Leikfélags Reykjavíkur hátíð-
inni. Fyrir hátiðinni standa sam-
tök um barna- og unglingaleik-
hús á íslandi.
I Gerðubergi verða sýndar sjö
sýningar atvinnu- og áhugaleik-
hópa, m.a. tvær brúðuleikhússýn-
ingar. Miðaverð er 200 kr. á sýn-
ingu. í Þjóðleikhúsi er sýnd Búkolla
og Ævintýrið hjá LR í Borgarleik-
húsinu. Aðgangseyrir er samkvæmt
miðaverði leikhúsanna.
Samtök um barna- og áhugaleik-
hús á Islandi voru stofnuð í nóvem-
ber 1990 og eiga aðsetur sitt í
Gerðubergi. Markmið samtakanna
er að efla íslenskt barna- og ungl-
ingaleikhús og stuðla að samvinnu
þeirra sem við það starfa. Einnig
vinna samtökin að kynningu á ís-
lensku barna- og unglingaleikhúsi
á erlendri grund. 19 atvinnu- og
áhugaleikhópar, leikhús auk fjöldi
einstaklinga eru félagar samtak-
anna í dag.
Dagskrá hátíðarinnar er sem hér
segir: Laugardaginn 16. nóvember:
Kl. 11.00: Sögusvuntan - Sagan af
músinni Rústnu f. 2-6 ára, 60 mín.
Kl. 14.00: Möguleikhúsið - Fríða
fitubolla f. 3-10 ára, 30 mín. Kl.
15.30: Kaþarsis-leiksmiðjan - Litli
prinsinn f. 3-6 ára, 40 mín.
Sunnudagur 17. nóvember: Kl.
11.00: Dúkkukerran - Bangsi f. 3-7
ára, 60 mín. Kl. 13.00: Þjóðleikhús-
ið - Næturgalinn f. 6-15 ára, 45
mín. Kl. 15.00: Möguleikhúsið -
Grímur og Galdramaðurinn. Ólöf
Sverrisdóttir - Tatarastelpan f. 3-8
ára, 30 mín. Kl. 16.00: Gamanleik-
húsið - Grænjaxlar f. 10-15 ára,
15 mín. kynning.
(Úr Frcttatilkynningu)
Atriði úr leikriti Sögusvuntunn-
ar, Rústnu.
Indverskar smámyndir
sýndar á Mokka-kaffi
SÝNING á indverskum smá-
myndum verður opnuð £ Mokka-
kaffi á Skólavörðustíg 3A í dag,
föstudag. Þetta er í fyrsta sinn
sem þessi tegund myndlistar er
kynnt hér á landi en indversk
smámyndagerð á sér meira en
þúsund ára langa sögu og hefur
tekið tiltölulega litlum breyting-
um í aldanna rás. Allar myndirn-
ar á sýningunni, 33 talsins, eru
til sölu.
Verkin á sýningunni eru ættuð
frá Rajasthan á norðvestur Indlandi
og voru gerð laust fyrir síðustu
aldamót. Þau tileyra myndlistarhefð
sem rekja má aftur til 16. aldar og
stunduð var við tvær ólíkar hirðir,
annars vegar Mughal-hirðina, sem
laut stjórn herskárra islama, og
hins vegar Rajput-hirðina undir for-
ystu hindúa.
Indverskar smámyndir fjalla um
Ein af indversku smámyndunum
sem sýndar eru á Mokka-kaffi
flest milli himins og jarðar og er
verkunum skipt í fimm flokka: Hirð-
myndir, trúarmyndir, samfara-
myndir, veiðimyndir og ástarmynd-
ir. _
Á sýningunni liggur frammi tíu
blaðsíðna sýningarskrá sem nefnist
„Nokkrir punktar um indverska
smámyndagerð,” rituð af Hannesi
Sigurðssyni listfræðingi.
(Fréttatilkynning)
Síðustu sýn-
ingar á Dúfna-
veislunni
AÐEINS tvær sýningar eru eftir
þjá Leikfélagi Reykjavíkur á
Dúfnaveislunni eftir Halldór
Laxness, en það hefur nú verið
sýnt sextán sinnum á Stóra sviði
Borgarleikhússins.
Dúfnaveislan var frumsýnd
snemma í haust. Það var Halldór
E. Laxness sem setti leikinn á svið
og Siguijón Jóhannsson gerði leik-
mynd. Tvær síðustu sýningar verks-
ins eru næstkomandi laugardag, 16.
nóvember, og laugardaginn 23.
nóvember.
Einnig eru fáar sýningar eftir á
Þéttingu eftir Sveinbjöm I. Bald-
vinsson. Það var frumsýnt á Litla
Sviði Borgarleikhússins í október
síðastliðinn. Leikstjóri er Hallmar
Sigurðsson og leikmynd gerði Jón
Þórisson. Þétting verður sýnt nú
um helgina, bæði föstudags- og
laugardagskvöld.
16 500
mortal
thoughts
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
4
í
i
i
I
<
4