Morgunblaðið - 15.11.1991, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1991
31
Leikendur leikritsins Börn mán-
ans.
■ LEIKRIT Leikfélags Versl-
unarskóla íslands verður frumsýnt
í kvöld, föstudaginn 15. nóvember.
Leikritið heitir Börn mánans og
er eftir bandaríska leikritaskáldið
Michael Weller í þýðingu Karls
Ágústs Úlfssonar. Leikstjóri er
Þorsteinn Bachmann. Börn mán-
ans er gamanleikur með dramatísku
ívafi og íjallar um daglegt líf 8
ungmenna á háskólastigi. Leikritið
gerist á blómatímabilinu, Víetnam-
stríðið er í algleymingi, nýjar og
róttækar hugsjónir eru að brjótast
fram á sjónarsviðið. Staðurinn er
lítil íbúð í bandarískri stórborg.
Verkið gerir tímabilinu góð skil og
leiðir fólk í skilning um hugarástand
þeirra tíma. Sýningar verða eins
og hér segir: Frumsýning föstud.
15. nóv., 2. sýning sunnud. 17.
nóv., 3. sýning þriðjud. 18. nóv. og
4. sýning föstud. 22. nóv. Sýning-
arnar hefjast allar kl. 20.30 og
verða í hátíðarsal Verslunarskóla
Islands.
■ STJARNVÍSINDAFÉLAG fs-
lands mun í vetur gangast fyrir röð
erinda um ýmis áhugverð efni úr
heimi stjarnvísindanna. Erindin eru
einkum ætluð leikmönnum og verða
þau sérstaklega miðuð við þarfir
þeirra sem litla þekkingu hafa á
stjömufræði. Fyririesarar verða úr
röðum íslenskra stjörnufræðinga og
stjarneðlisfræðinga og munu þeir
leggja áherslu á að fjalla um við-
fangsefni sín á einfaldan og að-
gengilegan hátt þannig að sem
flestir geti notið góðs af. Fyrsta
erindið verður haldið laugardaginn
16. nóvember 1991 í stofu 101 í
Odda og hefst það kl. 14.00. Fyrir-
lesari er Einar H. Guðmundsson,
dósent í stjarneðlisfræði við Há-
skóla íslands og nefnir hann erindi
sitt Hvers vegna er myrkur á
nóttinni? í fyrirlestrinum verður
fjallað um þessa mikilvægu spurn-
ingu og sýnt fram á hvernig hún
tengist spurningum um stærð og
gerð alheimsins, upphaf hans og
þróun.
■ CASABLANCA heldur tísku-
kvöld í kvöld, föstudaginn 15. nóv-
ember, þar sem fram fer útnefning
á best klæddu stelpu og strák
ársins 1991. 14 aðilar voru valdir
af dómnefnd en 6 af þeim komast
áfram til útnefningar og verða úr-
slit kunngerð í kvöld. Vegleg verð-
laun verða í boði fyrir sigurvegar-
ana, s.s. fataúttekt, hársnyrting,
snyrtivörur o.fl. Icelandic Models
sýna föt frá versluninni Centrum
í Kringlunni. Húsið verður opnað
kl. 21 fyrir boðsgesti en kl. 23.30
fyrir aðra gesti.
Uppskriftakort fylgja
hverri pakkningu
Matargerd
er list og undirstaðan
er úrvals hráefni
SMJÖRLlKISGERÐ
Banvænir
þankar
Bönnuð innan 16 ára