Morgunblaðið - 15.11.1991, Page 32

Morgunblaðið - 15.11.1991, Page 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1991 Ævintýri í skóginum Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Regnboginn: Fuglastríð í Lumbruskógi Teiknimynd með isienskri tal- setningu. Danmörk 1991. Það skal tekið fram í upphafi að þessi litla og ljúfa teiknimynd er ætluð yngstu áhorfendunum og það ánægjulegasta við sýningu hennar er tvímælalaust hlátras- köll smáfólksins sem skemmti sér konunglega. Þá er tilganginum náð. Fuglastríðið er ákaflega stutt mynd, röskur klukkutími - sem er ábyggilega heppileg lengd fyrir börnin. Sagan er ofur einföld, svo ekki sé kveðið fastara að orði. Dýrin í Lumbruskógi lifa í sátt og samlyndi, aðeins einn skuggi fellur á þessa paradís, það er ár- ans hrægammurinn hann Hroði. Hann eirir engu og er sísvangur: Þykir gott fuglaket og músasteik- ur. Við fylgjumst einkum með tveim smáfuglum sem hafa ein- sett sér það göfuga markmið að kála hrægammsskömminni er þeir stækka. Þeir bjástra við þetta daglangt en á nóttunni heldur fóstri þeirra, uglan, í ”ræsið” - miður félegan selskap við drykk- felldan máf, sem jafnframt er afburða jazzleikari, gjálífa söng- konu af hænsnfuglaættum og svo frameftir götunum. Teikningarnar eru einfaldar þar sem myndinni er ætlað að skemmta yngstu kynslóðinni fyrst og fremst. Því er ekki mikið lagt uppúr bakgrunninum heldur sögupersónunum og það hefur tekist mætavel, þetta er vinalegur og kúnstugur hópur. Danskur Atriði úr Fuglastríðinu. húmor er jafnan skammt undan, seint sæum við drykkfelldar sögu- hetjur í Disneymynd! Af þeim ber uglan og Hroði kallinn er býsna góður líka. Myndin er ákaflega vel talsett á íslensku, það fer ekk- ert framhjá áhorfendunum. í stuttu máli sagt er sú vinna öllum til sóma - tæknimönnum, leikur- um og ekki síst söngvurunum okkar góðu. Teiknivinnan er ein- föld með þarfir smáfólksins í huga, hrein og bein og ánægju- legt að sjá nafn landa okkar á meðal listamannanna, Ásta Sig- urðardóttir teiknar eina aðalfígúr- una og tekst það vel.Fuglastríðið er vönduð og góð mynd og ég vil hvetja foreldra til að fara með rýjurnar sínar á þessa ágætu og hoilu skemmtun. A TVINNUAUGL ÝSINGAR Frá Menntaskólanum á ísafirði Frá og með 1. janúar 1992 er laus staða kennara í stærðfræði, heilt starf, við Mennta- skólann á ísafirði. Umsóknir skulu sendar fyrir 5. desember nk. til undirritaðs, sem einnig veitir nánari upp- lýsingar í síma 94-4540 eða 94-4119. Skólameistari. KENNSLA Gítarkennsla Nú getur þú lært á gítar í gegnum bréfa- skóla. Bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Námskeið í rokk og blús hefjast í hverri viku. Upplýsingar í síma 91-629234. GEYMIÐ AUGLÝSINGUNA. Félag íslenskra gítarleikara. NAUÐUNGARUPPBOÐ Nauðungaruppboð þriðja og síðasta á eigninni Egilsbraut 20, e.h., Þorlákshöfn, þingl. eigandi Sigrún Björg Grímsdóttir, fer fram á eigninni sjálfri, mánudag- inn 18. nóvember ’91 kl. 11.00. Uppboðsbeiðendur eru Ævar Guðmundsson, hdl., Byggingasjóður ríkisins, Ásgeir Magnússon, hdl., Eggert B. Ólafsson, hdl. og Sigríð- ur Thoralcius, hdl. Sýslumaðurinn i Árnessýslu. Bæjarfógetinn á Selfossi. Nauðungaruppboð á eftirtöldum eignum fer fram í skrif- stofu embættisins, Hörðuvöllum 1, þriðjudaginn 19. nóv. ’91 kl. 10.00: Austurvegi 56, Selfossi, þingl. eigandi Stefnir hf. Uppboðsbeiðendureru Byggðastofnun.'Hróbjartur Jónatansson, hrl., Jakob J. Havsteen, hdl. og Sigríður Thorlacius, hdl. Eyrargötu 8b, Eyrarbakka, þingl. eigandi Sveinn Guðmundsson. Uppþoðsbeiðandi er íslandsbanki hf., lögfræðid.’ Grashaga 6, Selfossi, þingl. eigandi Valdimar Bragason og Hafdis Marvinsd. Uppboðsbeiðendur eru Fjárheimtan hf., Jón Ólafsson, hrl., Bygginga- sjóður ríkisins og Ævar Guðmundsson, hdl. Annað og síðara miðvikudaginn 20. nóv. ’91 kl. 10.00: Bakka 2, (leigul. m./m.) Ölfushr., þingl. eigandi þrb. Bakkalax hf. Uppboðsbeiðendur eru Jón Magnússon, hrl., Sigríður Thorlacius, hdl., Jón Kr. Sólnes, hrl. og Guðjón Árm. Jónsson, hdl. Eyrarbraut 20, (Óseyri) Stokkseyri, þingl. eigandi Gunnar Einarsson. Upboðsbeiðendur eru Ásgeir Magnússon, hdl. og Byggingasjóður ríkisins. Hveramörk 8, Hveragerði, þingl. eigandi Kristján S. Wium. Uppboðsbeiöendur eru Ari isberg, hdl., Byggingasjóður ríkisins, Landsbanki islands, lögfræðingad., Ingólfur Friðjónsson, hdl. og Tryggvi Agnarsson, hdl. Tryggvagötu 14, n.h., Selfossi, þingl. eigandi Linda Jóhannesdóttir. Uppboðsbeiðendur eru Byggingasjóður ríkisins og Kristján Þorbergs- son, hdl. Sýslumaðurinn i Árnessýslu. Bæjarfógetinn á Selfossi. Stangaveiðimenn ath!! Nýtt flugukastnámskeið hefst næstkomandi sunnudag kl. 10.20 árdegis í Laugardalshöll- inni. Nýtið ykkur tækifærið. Kennt verður 17. og 24. nóvember og svo 8. og 15. desember. K.K.R. og kastnefndirnar. FUNDIR - MANNFA GNAÐUR Aðalfundur - Mosfellsbær Aðalfundur fulltrúa- ráðs sjálfstæðisfé- laganna i Mosfells- bæ verður haldinn í Sjálfstæðishúsinu, Urðarholti 4, þriðju- daginn 19. nóvem- ber kl. 20.30. Dagskrá: 1. Stofnun nýs full- trúaráðs. 2. Venjuleg aðalfundarstörf. 3. Gestir fundarins verða Árni Mathiesen og Sigríður Þórðardóttir. 4. Önnur mál. 5. Kaffiveitingar. Stjórnin. Halldór Blöndal, samgöngu- ráðherra Almennur fundur með sam- gönguráðherra í Dalabúð, Búðardal, laugardaginn 16. nóvember nk. kl. 18.00. Samgönguráðuneytið. Kópavogsbúar athugið! Laugardaginn 16. nóvember mun Arnór Pálsson, bæj- arfulltrúi og meiri- hlutamaður í félags- málaráði, og Kristín Lyngdal, varabæjar- fulltrúiæg formaður lista- og menning- arráðs, vera til við- tals í Hamraborg 1, 3. hæð. Opið er frá kl. 10.00-12.00 og Það veröur heitt á könnunni. eru allir velkomnir. Sjálfstæðisfélögin. Aðalfundur Félags einstæðra foreldra verður haldinn í Skeljahelli, Skeljanesi 6, Reykjavík, mánudagskvöldið 18. nóvember kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. 3. Rósa Ingólfsdóttir syngur og leikur við hvern sinn fingur. 4. Jón Guðbergsson flytur erindi um for- eldrasamtökin Vímulaus æska. Allir velkomnir. Stjórnin. Félag hjartasjúklinga á Reykjavíkursvæðinu boðar til almenns félagsfundar laugardaginn 16. nóvember kl. 14.00 í sal á fyrstu hæð Hótels Esju. Fjölbreytt dagskrá. Stjórnin. FÉLAGSSTARF Aðalfundur kjördæmisráðs sjálfstæðisfélag- anna á Vesturlandi verður haldinn í Dalabúð laugardaginn 16. nóvember og hefst stund- víslega kl. 13.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Á fundinn mæta þingmenn Sjálfstæðisflokksins á Vesturlandi og Halldór Blöndal landbúnaðar- og samgönguráðherra. Stjórnin. Aðalfundur Félags sjálfstæðismanna í Skóga- og Seljahverfi verður haldinn.þriðjudaginn 19. nóvember kl. 20.00 í Valhöll, Háaleitisbraut 1. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Gestur fundarins verður Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi. Allir félagsmenn velkomnir. Stjórnin. / / FELAGSLIF I.O.O.F. 12=17311158A=SP I.O.O.F. 1 = 17311158'/2 =Sp. ÚTIVIST HALLVEIGARSTÍG 1 • SÍM114606 Dagsferð sunnudaginn 17. nóvember Kl. 10.30: Póstgangan 23. áfangi Kirkjuferja - Torfeyri. Aðventuferð í Bása 22.-24. nóv. Muniö að sækja pantanir fyrir kl. 18 i dag, eftir helgi verða þær seldar öðrum. Skrifstofan, Hallveigarstíg 1, er opin frá kl. 12-18. Sjáumst! Útivist. NY-UNG KFU M & KFU.i Samvera fyrir fólk á öllum aldri í kvöld í Suðurhólum 35. Bænastund kl. 20.05. Samveran hefst kl. 20.30. Hverni nota ég náðargjafirnar? Séra Örn Bárður Jónsson talar. Ungt fólk á öllum aldri er velkomið. Frá Guðspeki- félaginu Ingólfsstræti 22. Áskriftarsfmi Ganglera er 39573. I kvöld kl. 21.00 ræðir Gunnlaug- ur Guðmundsson um stjörnu- speki i húsi félagsins, Ingólfs- stræti 22. Á morgun, laugardag, er opið hús frá kl. 15.00 til kl. 17.00 með stuttri fræðslu og umræðum kl. 15.30. Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis. Skrifstofa felagsins er opln á fimmtudögum kl. 15.00 til 17.30, en þá hefst hálftima hijóð stund, sem er öllum opin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.