Morgunblaðið - 15.11.1991, Page 34

Morgunblaðið - 15.11.1991, Page 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1991 Kveðjuorð: Ágúst Guðlaugsson frá Lækjarhvammi Fæddur 14. ágúst 1903 Dáinn 26. ágúst 1991 Ágúst Guðlaugsson fyrrum bóndi í Lækjarhvammi í Austur-Landeyj- um lézt í Reykjavík 26. ágúst sl. í minningargrein í Morgunblaðinu 31. ágúst var ævi- og starfsferili hans ýtarléga rakinn og verður það ekki endurtekið hér. Vegna gamal- gróinnar vináttu og mikilla sam- skipta heimila okkar Ágústar þykir mér hlýða að minnast hans með nokkrum orðum, þó seint sé. Vorið 1930 fluttu foreldrar mínir búferlum um sveit þvera, frá Úlfs- stöðum að Vatnahjáleigu. Þau voru að sjalfsögðu meira og minna kunn- ug nýjum nágrönnum, en ég strákl- ingurinn sem lítt hafði af bæ farið þekkti fáa. Þó tókust fljótlega kynni mín við fólkið í Lækjarhvammi sem þá hét Norður-Búðarhólshjáieiga, og réð þar nokkru um að þar á bæ átti heima jafnaldri minn. Þá bjuggu þar Guðiaugur Sigurðsson (1866—1955) og kona hans Ing- veldur Guðmundsdóttir (1866— 1948). Þau hættu búskap árið 1934 og tók þá við búinu Ágúst sonur þeirra og kona hans Guðmunda Ólafsdóttir frá Kirkjulandi, en hún var gamall nágranni foreldra minna frá þeim árum er þau bjuggu í Rim- akoti. Vorið 1934 urðu að mínu mati allmerk tímamót í lífi minu og bar tvennt til. Ég slapp í kristinna manna tölu og eignaðist reiðhjól. Hjól þetta var notað og orðið nokk- uð lúið og voru bilanir talsvert tíðar og í þeim tilvikum sem viðgerðir urðu ofviða minni getu og verksviti fór ég til Ágústar með hjólið og bað hann ásjár og fór aldrei bónleiður til búðar. En svo henti það óhapp að ég taldi að nú væri saga hjólsins öll því önnur álma framgaffals kubbaðist í sundur. Eftir nokkrar vangaveltur rölti ég með gaffalinn til Agústar og spurði hann allt ann- að en upplitsdjarfur hvort tök væru á að hann gæti gert við gaffalinn. Éftir að hafa virt fyrir sér brotið sagðist hann skyldi reyna og fór í smiðju og kveikti upp eld, hitaði jámbút og sló hann til á steðja þar til hann féll nákvæmlega inn í hol- rúm gaffalsálmunnar og boraði svo í gegn báðum megin við brotið og setti þar í hnoðnagla. Þessi viðgerð reyndist óbilug. Þaðvar þungu fargi af mér iétt þegar ég hijóp heim með gaffalinn. En Ágúst kom meira við sögu hér á bæ en að dyttja að áðurnefnd- um hjólagarmi. Árið 1935 var byggð hér heyhlaða og tók Ágúst t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, EGGERT ÞÓRARINN TEITSSON frá Þorkelshóli, verður jarðsunginn frá Víðidalstungukirkju laugardaginn 16. nóv- ember kl. 14.00. Rútuferð verður sama dag kl. 8.30 frá Umferðarmiðstöðinni. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Dvalarheimilissjóð Kvennabandsins á Hvammstanga. Teitur Eggertsson, Maria Pétursdóttir, Ingibjörg Eggertsdóttir, Jóhann Jónsson, Jóhannes Eggertsson, Sigríður Sigvaldadóttir, Jóhanna Eggertsdóttir, Anton Júlíusson, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vin- áttu við andlát og útför GUÐNA ÞORVALDSSONAR fiskmatsmanns, Faxabraut 71, Keflavík. Ingibjörg Guðnadóttir, Sverrir Jóhannsson, Andrea Guðnadóttir, Kristján Jóhann Agnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, BJÖRGVINS FINNSSONAR læknis. Anna Friða Björgvinsdóttir, Ólafur Björgvinsson, Emmi Krámmer, Finnur Björgvinsson, Anna Jóhanna Alfreðsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNLAUGUR JÓNASSON fyrrverandi bankagjaldkeri, Seyðisfirði, verður jarðsunginn frá Seyðisfjarðarkirkju laugardaginn 16. nóv- ember kl. 14.00. Vilhelmina Jónsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. að sér smíði hennar. Hann var góð- ur smiður og mjög vandvirkur, enda leituðu margir til hans um smíða- vinnu. Hann sagði mér að á yngri árum hefði hugur sinn staðið til að afla sér réttinda í trésmíði en sveit- in og búskapurinn togaði á móti — og haft betur. Árið 1938 réðst faðir minn í að byggja íbúðarhús og tók Ágúst að sér smíði hússins og í þessu húsi er búið enn. Á þessu 53 ára tíma- bili hafa veður mörg og hörð geng- ið yfir og hefur húsið staðið þau öll af sér. Það hefur aldrei lekið dropa og aldrei fokið af því járn- plata og er það meira en sagt verð- ur um ýmsar yngri byggingr. Fyrir skömmu endursýndi Sjónvarpið gamalt viðtal við Tómas Guðmunds- son skáld, og ræddi hann þar m.a. um húsbygginar á hans yngri árum og komst hann þannig að orði að við þær byggingar „hefðu lifandi hendur fjallað um hvern hlut”. Þessi orð má heimfæra upp á vinnubrögð Ágústar við smíðarnar. Hendur hans fjöliuðu um hvern hlut og hann hafnaði umsvifalaust þeim hlutum sem hann taldi ekki nógu trausta. Það var gaman að vinna með Ágústi. Hann var viðræðugóður og grunnt á léttu strengjunum og þó margt væri skrafað kom það ekki niður á kappsemi hans við vinnuna. Samræður þeirra Ágústar og föður míns voru býsna skondnar á stund- um. Þeir voru báðir svolítið ertnir og báðir höfðu einkar snoturt skop- skyn og stundum virtist það vera þegjandi samkomulag þeirra ef þeim fannst viðræður gerast daufar að annar hvor þeirra snerist önd- verður gegn hinum. Þetta var sem sé þeirra aðferð til að fá fram líf- legri umræður! Ágúst bjó góðu búi í Lækjar- hvammi og var sérlega natinn við skepnuhirðingu og var jafnan efst í huga að búpeningi hans liði vel. Hann var ósérhlífinn og sívinnandi og er ekki fjarri sanni að honum eins og mörgum öðrum hafi þorrið þrek um aldur fram, enda var hann ekki heilsusterkur. Þau Ágúst og Guðmunda brugðu búi árið 1967 og fluttu til Reykja- víkur. Ég leit jafnan inn til þeirra þegar ég var á ferð i Reykjavík og var J)á ætíð fyrsta mál á dagskrá að Ágúst spurði frétta úr Landeyj- um, enda var hugur hans mjög bundinn við gömlu heimaslóðirnar. Síðan barst tal okkar vítt og breitt um landsins gagn og nauðsynjar og atburði líðandi stundar. En aldr- ei létum við undir höfuð leggjast að vega hvor að öðrum í góðsemi og gátu þá viðræður okkar komist á svipað stig og þegar þeir karl faðir minn voru að tala saman forð- um daga. Þetta þótti okkur Ágústi aldreilis ómissandi þáttur þegar fundum okkar bar saman. Eins og fyrr segir lézt Ágúst 26. ágúst sl. og var jarðsunginn á Krossi í Landeyjum 31. ágúst. Guðmundu, börnum þein-a Ág- ústar og öðru venslafólki sendi ég samúðarkveðju. Jóhann G. Guðnason Guðrún Hannes- dóttir - Minning Fædd 1. ágúst 1908 Dáin 5. nóvember 1991 Dauðinn bíður okkar allra og hann verður ekki flúinn, en samt kemur hann oft á óvart. Margar minningar komu upp í hugann þeg- ar ég frétti lát Gunnu frænku minnar, en svo var hún alltaf köll- uð. Hún varð bráðkvödd á.heimili sínu í Bólstaðarhlíð 42 í Reykjavík þann 5. nóvember sl., 83 ára að aldri. Gunna var hluti af órofa heild í mínum huga, sem voru hún og systkini hennar, þau Þórður, Jón og Gunnþórunn. Systkinin í Ból- staðarhlíð voru viss hluti af tilveru minni og systkina minna, allt frá því við munum eftir okkur til þessa dags. Gunna var fædd á Eyrarbakka 1. ágúst 1908, næstelst 5 barna Jónínu Þórðardóttur alþingismanns frá Hala í Holtum og Hannesar Þórðarsonar verslunarmanns frá Gísiholti í Hoitum. Valdimar var elstur barnanna, þá Gunna, Þórður, Jón og Gunnþórunn yngst. Á Eyrar- bakka sleit Gunna barnsskónum ásamt systkinum sínum. Fjölskyld- an flutti frá Eyrabakka til Reykja- víkur fyrir 1930 og bjó þar alla tíð síðan. Jónína lést stuttu eftir kom- una í bæinn. Valdimar flutti að heiman, giftist og stofnaði sitt eigið heimili. Yngstu systkinin 4 héldu heimili saman, fyrst með föður sín- um á meðan hann iifði og síðan áfram eftir að hann lést. Eftir að ég man eftir mér fyrst bjuggu þau á Flókagötu 3, en síðustu 25 árin í Bólstaðarhlíð 42. Gunna hugsaði að mestu um heimilið, hin systkinin voru útivinnandi. Þórður var bak- ari, Nonni trésmiður og Gunntóta saumakona. Nonni lést eftir lang- vinn veikindi 1972. Þórður lést skyndilega 1977 og var systrum sínum og öðrum sem hann þekktu mikill harmdauði. Hann hafði verið þeim systrum stoð og stytta. Þegar faðir minn kom til Reykja- víkur í skóla, bjó hann fyrstu árin hjá Hannesi og fjölskyldu hans. Síðan leigði hann herbergi úti í bæ, en var mörg ár í fæði hjá þeim og heimagangur þar. Má segja að hann hafi alla tíð litið á systkinin sem sín eigin og var mjög kært á milli þeirra. Það fór aldrei mikið fyrir Gunnu. Hún var feiniin að eðlislagi og ekki fyrir að láta á sér bera. Gamansöm var hún á góðri stund með fjölskyld- unni og hafði gott skopskyn. Á síð- ari árum hefur komið í ljós hvaða mann hún hafði að geyma í raun, séniegaieftir.að Þóréur tló-og Gunntr- óta veiktist. Þá stóð hún sig eins og hetja þrátt fyrir ýmislegt mót- læti. Létt var hún á fæti alla tíð, en seinustu árin hafði hún skerta sjón sem háði henni nokkuð. Eftir að ég man fyrst eftir mér leið varla sú helgi að Þórður og Nonni kæmu ekki til okkar í heim- sókn á sunnudagsmorgnum eða við færum til systkinana í kaffi eftir hádegi. Einnig var föstf venja að fara til þeirra á jóladag á meðan pabbi hafði heilsu. Jólasúkkulaðið var drukkið og með því gómsætt meðlætið bakað af Þórði. Jólaísinn hans var borinn fram síðast og var hann betri en nokkur búðarís. Ég byijaði ungur að aldri að fá kaffi- sopa hjá Gunnu og Gunntótu úr litl- um bolla sem þær áttu og einn sykurmola með. Þá fannst mér ég vera fullorðinn. Alltaf áttu þau gos að gefa okkur krökkunum sem í þá daga var ekki daglega á borðum, þótti það hinn mesti kosta drykkur. Gjafmildi þein-a var mikil, alltaf fengum við systkinin rausnarlegar jóla- og afmælisgjafir, því öll voru þau á ákaflega barngóð. Eftir að ég eltist var ekki síður . gott að koma til þeirra, setjast nið- ur og fá sér kaffi í eldhúskróknum í rólegheitum. Gestrisnin var í fyrir- rúmi, ávallt hlaðið kaffiborð með dýrindis kræsingum. Þá var rætt um alla heima og geima. Sérstak- lega höfðu þau áhuga á hvernig gekk í skólanum og síðan eftir skólagöngu lauk á hinu daglega amstri. Nú er Gunntóta ein eftirlifandi systkinana í Bólstaðarhlíðinni. Hún hefur verið heilsulítil síðustu tvö árin og dvelst í Hátúni. Það verður einkennilegt að koma heim um jólin og fínna ekki Gunnu á sínum stað eins og venjulega. Bólstaðarhlíðin hefur alltaf verið einn af fyrstu við- komustöðunum þegar við höfum komið í heimsókn til Islands. Ég þakka guði fyrir að Gunna mín fékk að sofna svefninum langa í rúminu sínu heima hjá sér og þurfti ekki dvelja í lengri eða skemmri tíma á sjúkrastofnum. Ég veit að hún hef- ur sjálf viljað hafa það svona. Mér finnst mjög leitt að hafa ekki tök á því að koma heim og fylgja Gunnu minni til grafar, en aðstæður leyfa það ekki. Ég og fjölskyldan mín þökkum fyrir að hafa haft Gunnu sem hluta af okkar lífi. Gunntótu, Yaldimar og Ingibjörgu sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Hvíli Gunna í friði og guð blessi hana. Bjarni Valtýsson, Madison, Wisconsin. Björgvin Magnús■ son - Minning Fæddur 2. júní 1971 Dáinn 19. október 1991 í ágúst sl. byijaði Björgvin hjá okkur hér í „Bæjarhrauninu” rúm- lega tvítugur að aldri. Tæplega fimm ára gamall lenti hann í bílslysi og var fjölfatlaður frá þeim tíma. Nú tæpum sextán árum eftir slysið er Björgvin látinn. Þótt samvera okkar hafi ekki verið löng er hans sárt saknað hér og hefur mikið tómarúm myndast innra með okkur. Jafnframt hefur mikið tómarúm myndast í starfsem- ina hér, sem þó enn er í mótun þar sem einn af þremur þáttum starf- seminnar miðaðist við þarfir hans. Hann var sá fyrsti og sá eini sem var svo mjög fatlaður sem naut þjónustu héðan. Björgvin kom misjafnlega vel upplagður til okkar í hæfingu/þjálf- un eins og gengur og gerist. Okkur leið alltaf betur þegar við sáum og fundum á honum að hann var vel upplagður og hress. Við munum seint gleyma þeim tilfinningum sem: • - rneðab annarra ;geix1u. tengsl okkarí við hann svo sérstök. Minning hans mun lifa. Við viljum votta aðstandendum svo og heimilismönnum -og starfs- mönnum í Einibergi okkar dýpstu samúð. Starfsfólk og leiðbeinendur i Hæfingarstöðvar jReykjaness.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.