Morgunblaðið - 15.11.1991, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1991
47
KNATTSPYRNA
Grétar Steindórsson kemur inn í
hópinn gegn Frökkum.
Hólmbert
búinn
að velja
HÓLMBERT Friðjónsson, þjálf-
ari U-21 árs landsliðsins, hefur
valið 16 manna hóp fyrir leikinn
gegn Frökkum í Rúðuborg á
þriðjudaginn kemur.
Hólmbert hefur gert eina breyt-
ingu frá síðasta leik gegn
Spánverjum, sem íslenska liðið vann
1:0. Grétar Steindórsson úr Breiða-
bliki kemur inn fyrir Leif Geir Haf-
steinsson úr ÍBV. Eftirtaldir leik-
menn skipa hópinn:
Markverðir: Kristján Finnbogason,
ÍA og Ólafur Pétursson, ÍBK.
Varnarmenn: Kristján Halldórs-
son, ÍR, Arnaldur Loftsson, Val,
Brandur Sigurjónsson, ÍA' og Ind-
riði Einarsson, Fylki.
Miðvallarleikmenn: Haraldur Ing-
ólfsson, ÍA, Anton Björn Markús-
son, Fram, Grétar Steindórsson,
UBK, Arnar Grétarsson, UBK, Ing-
ólfur Ingólfsson, Stjörnunni, Stein-
ar Adólfsson, Val og Finnur Kol-
beinsson, Fylki.
Sóknarmenn: Rúnar Kristinsson,
KR, Valdimar Kristófersson,
Stjörnunni og Arnar Gunnlaugsson,
ÍA.
Sigurður Ómarsson úr KR verður
fyrsti varamaður ef einhver forföll
verða. Þormóður Egilsson úr KR
og Ríkharður Daðason úr Fram eru
meiddir og Steinar Guðgeirsson og
Leifur Geir Hafsteinsson gáfu ekki
kost á sér vegna náms.
A-landsliðið og U-21 ársliðið
spila æfingaleik á sandgrasinu í
Kópavogi á morgun, laugardag, kl.
11.30.
Frakkland:
Jafntefli
toppliða
Toppliðin í frönsku 1. deild-
inni í knattspymu, Mar-
seille og Mónakó, mættust í
gærkvöldi á heimavelli þess
fyrrnefnda. Jafntefli varð, 1:1,
þannig að Marseille hefur enn
tveggja stiga forskot.
Portúgalinn Rui Barros kom
Mónakó yfir á 51. mín. en
Ghana-búinn Abedi Pele jafnaði
fyrir meistarana á 84. mín.
FELAGSLIF
Uppskeruhátíð
Víkings
Uppskeruhátíð knattspyrnudeild-
ar Víkings, fyrir alla flokka, verður
í nýja íþróttahúsinu Víkinni á laug-
ardaginn kl. 14.00.
Herrakvöld Gróttu
Herrakvöld íþróttafélagsins
Gróttu verður í kvöld í Sjálfstæðis-
húsinu, Austurströnd 3 á Seltjarn-
amesi. Húsið opnar kl. 20. Aðal-
ræðumaður verður Ólafur Ragnar
Grímsson, alþingismaður.
Kemur í Ijós
í dag hvort
Sigurður
leikur
SIGURÐUR Jónsson, landsliðs-
maður í knattspyrnu, hefur
ekkert getað æft síðustu vik-
una, vegna meiðsla i baki sem
hann hlaut á æfingu. í dag
gæti komið í Ijós hvort hann
sér sér fært að mæta í lands-
leikinn gegn Frökkum í París
næstkomandi miðvikudag.
akmeiðsli hafa htjáð Sigurð
mikið undanfarin misseri, en
hann hafði fengið sig góðan af þeim
þar til þau tóku sig upp að nýju á
æfingu. Hann fer í myndatöku í
dag, og sagðist, í samtali við Morg-
unblaðið í gær, ætla að reyna að
mæta á æfingu í dag — tii að sjá
hvort hann gæti beitt sér.
„Það yrði hrikalega slæmt að
missa af ieiknum í Frakklandi. Ég
hef ekki æft í viku, en ætia að sjá
til hvernig ég verð á morgun [í
dag]. Það þýðir ekkort að fara í
SUND
Amþór á besta tíma
íslendings í 50
metra bringusundi
Amþór Ragnarsson, sundmaður úr SH, synti 50 metra bringusund
á 30,9 sek., á bikarmóti í Brönderslev á Jótlandi um síðustu
helgi og sigraði. Keppt var í 50 metra laug og er tími hans sá besti
sem Islendingur hefur náð, en SSÍ skráir ekki íslandsmet í þessu sundi.
Arnþór æfir með sundfélaginu Holstebro og sendi félagið 12 manna
lið á bikarmótið í Bronderslev. Amþór sigraði í 100 og 200 m bringu-
sund fyrir félag sitt. Hann synti 100 m á 1.09,4 mín. og 200 m á
2.34,8 mínútum.
íParís
landsleikinn nema maður sé alveg
orðinn góður," sagði Sigurður í
gær.
„Það hefur verið mikið um leiki
hjá mér að undanförnu, tveir til
þrír á viku. Álagið hefur því verið
mikið og ég stífnaði upp í bakinu.”
Sigurður hefur ætíð verið einn
besti maður íslands í þeim lands-
leikjum sem hann hefur tekið þátt
í, þannig að það yrði skarð fyrir
skildi ef hann yrði ekki með í þess-
um síðasta Evrópuleik að þessu
sinni.
Þessi leikur gæti einnig orðið
mikilvægur fyrir Sigurð sjálfan sem
atvinnumann. Hann hefur nánast
ekkert fengið að spreyta sig með
aðalliði Arsenal, viil fara frá félag-
inu og hefur lýst yfir áhuga á að
leika í Frakklandi. Þetta yrði því
tilvalið tækifæri fyrir hann að sýna
hvað í honum býr.
Sigurður Jónsson er enn einu sinni meiddur í baki. Það kemur í ljós í dag
hvort hann verður með landsliðinu í Frakklandi á miðvikudaginn kemur.
HANDKNATTLEIKUR
HSÍferí
hart við lið
Júlíusar
Vill láta reyna á samninga leikmanna
HANDKNATTLEIKSSAMBAND
íslands hefur sent mótmæla-
bréf til Bidasoa og IHF vegna
þess að spænska liðið vildi
ekki gefa Júlíus Jónasson
lausan í landsleikina í Ungverj-
alandi, eins og um var samið.
að var um það samið fyrir löngu
síðan að við fengjum að nota
Júlíus í þessa leiki og við eigum
það til skriflegt. Við ætlum því að
fara í hart og láta reyna á það
hvort þessir samningar, sem HSÍ
hefur gert við erlendu félögin,
standist- Það ,er kominni tími til
þess að við fáum að vita það,” sagði
Þorbergur Aðalsteinsson, landsliðs-
þjálfari.
Enn ekkert formlegt
Eins og komið hefur fram fékk
Júlíus ekki leyfi frá félagi sínu Bid-
asoa til að leik með landsiiðinu í
Ungverjalandi. „HSÍ hefur enn ekki
fengið formlega tilkynningu frá
Bidasoa um að Júlíus fái ekki leyfi
tii að leika í þessu móti. Þetta eru
vinnubrögð sem við getum ekki
sætt okkur við. Ef þessir samningar
eru ekki marktækir getum við alveg
eins kastað þeim strax í ruslaföt-
uúa,” sagði Þorbergur.
Þorbergur Aðalsteinsson lands-
liðsþjálfari er bjartsýnn fyrir mótið,
en ekki ánægður'itieð fraiúkomu for-
ráðamanna Bidasoa á Spáni.
Þorbergur um mótið:
Leggst
velímig
ÍSLENSKA landsliðið í hand-
knattleik leikur gegn Austurríki
í dag á fjögurra þjóða móti í
Györ í Ungverjalandi. „Þetta
mót leggst vel í mig þó svo að
ég hafði kosið að vera með
okkar sterkasta lið," sagði Þor-
bergur Aðalsteinsson, lands-
liðsþjálfari, í samtali við Morg-
unbiaðið í gækvöldi.
W
Íslenska liðið kom til Györ á mið-
vikudag, nema Geir Sveinsson,
Gunnar Gunnarsson, Sigurður
Sveinsson og Sigurpáll Árni Aðal-
steinsson sem komu til Ungveija-
lands í gær. Liðið tók tvær æfingar
í gær og sagði Þorbergur að öll
aðstaða væri til fyrirmyndar og
ekkert yfir neinu að kvarta.
Hann sagðist ekki vita mikið um
austurríska liðið. „Ég veit bara að
þeir hafa undirbúið sig vel þar sem
þeir eru gestgjafar í B-keppninni
og ætla að standa sig vel þar. Við
þekktum þó einn fyrrum pólskan
landsliðsmann í liði Austurríkis er
við hittum þá á æfíngu í gær og
það gætu þess vegna verið fleiri
innflytjendur *í* iiðinu,"” sagði- Þor-
bergur.