Morgunblaðið - 20.11.1991, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 20.11.1991, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 1991 7 H Sex athugasemdir við ^ aðalskipulagið í Flatey SEX aðilar hafa gert athugasemdir við aðalskipulag í Flatey sem tekið verður fyrir hjá Skipulagi ríkisins á næstunni. Flestar athuga- semdanna koma að sögn Bjarna P. Magnússonar, sveitastjóra í Reyk- hólahreppi, frá sumarbústaðaeigendum sem eru óhressir með átroðn- ing annarra og eigin stöðu. Tolli og Einar Már. Borgarleikhúsið: Sagnanökkvinn landar ' Sagnanökkvinn landar, skemmtidagskrá með tónlist, skáldskap og myndlist verður haldin í Borgarleikhúsinu fimmtudaginn 21. nóvember kl. 20. Fram koma tónlistarmennirn- ir Bubbi og Megas, Sigrún Hjálm- týsdóttir og Anna Guðný Guð- mundsdóttir. Þá lesa úr verkum sínum skáldin Einar Már Guð- mundsson, Ólafur Gunnarsson, Vigdís Grímsdóttir og Þórarinn Eldjárn. Einnig verður sýning á málverk- um Tolla, Þorláks Kristinssonar, og fer hún fram samhliða lestri Einars Más, en þeir hafa tekið höndum saman og senda frá sér bók með málverkum Tolla og ljóðum Einars. Vigdís Grímsdóttir og Þórarinn Eld- járn eru einnig að gefa út nýjar bækur og væntanleg er á markað- inn heildarútgáfa á ljóðum Megas- ar. Þá hefur Bubbi nýverið sent frá sér plötu. Flestir listamannanna kynna þannig ný verk. (Fréttatilkynning) Bjarni sagði að hugmyndir hreppsnefndar grundvölluðust á því að viðhalda heilsársbyggð í eyjunni og vernda gömlu byggðina í þorp- inu. „Við byggjum raunar á sömu forsendum og lágu til grundvallar kringum 1970 þegar gerð var als- heijar uppstokkun á öllu I Flatey. Land var tekið eignarnámi og hreppurinn gekk í það við ríkið að gerð voru uppskipti á landinu þann- ig að tveir ábúendur gætu búið á ríkisjörðum en hreppurinn héldi landi undir gamla þorpið og smá hluta af vestanverðri eyjunni. For- sendan fyrir breytingunum var sú að tryggja að um varanlega búsetu á eyjunni gæti orðið að ræða,” sagði hann í samtali við Morgunblaðið. Bjarni segir að átökin nú snúist um að íbúar í sumarbústaðaþorpinu vilji inn á land lögbýlanna og koma upp göngustígum. „Þeir eru óhress- ir með sína stöðu, bæði hvað varðar átroðning annarra sem vilja skoða þorpið og með eigin stöðu, og vilja vinna land af ábúendunum.” Frestur til að skila athugasemd- um til hreppsnefndar vegna skipu- lags eyjarinnar rann út 5. septemb- er. Síðan hefur hreppsnefnd fundað tvisvar um málið og að sögn Bjarna gert smávægilegar breytingar á skipulaginu sem tekið verður fyrir hjá Skipulagi ríkisins á næstunni. Þá hefur öllum athugasemdum ver- ið svarað. Örn Magnússon Hljómdiskur með píanóleik ÍSLENSK tónverkamiðstöð í sam- vinnu við Ríkisútvarpið og ís- landsbanka hefur gefið út hljóm- diskinn Sprota þar sem Örn Magn- ússon flytur íslenska píanótónlist frá síðustu 100 árum. Verkin sem Örn flytur eru: Idylle og Vikivaki eftir Sveinbjörn Svein- björnsson, Þijú píanóstykki eftir Pál ísólfsson, Fjögur píanólög eftir Jón Leifs, Hans tilbrigði efitr Þorkel Sig- urbjörnssin, Kveðja eftir Mist Þor- kelsdóttur, Ó gula undraveröld eftir Hilmar Þórðarson og Tilbrigði eftir Hróðmar I. Sigurbjörnsson. í texta sem fylgir diskinum segir Örn m.a.: „Það er mikið talað um að flytja íslenska tónlist út, en það er ekki síður mikilvægt að flytja hana inn þannig að almenningur fái samúð með þeirri list sem sköpuð er hér og nú. Ný tónlist hlýtur að segja fólki eitthvað um samtíma sinn, eins og önnur samtímalist, það geng- ur ekki að vera sífellt að spegla sig nær einvörðungu í verkum fyrir tíma ... vissulega hafa öll verkin á diskin- um í sér fólgin íslenskan tón. Sá tónn er auðvitað breytilegur, í senn persónubundinn og tengdur ákveðn- um tíma, en mér finnst þetta verða okkar músík.” Hljómdiskurinn er sá fyrsti í nýrri útgáfuröð Tónverkamiðstöðvarinnar. Honum fylgir bæklingur á íslensku, ensku og þýsku, en þar er m.a. að finna viðtal við Orn og umfjöllun um tónlistina. Texti í bæklingi er skrifað- ur af Hönnu G- Sigurðárdóttur. Myndverk á bæklingi gerði Erlingur Páll Ingvarsson myndlistarmaður. (Fróttatilkvnning’) Vestfirðir: Rafbúö Jónasar Þórs, Patreksfiröi • Bjarnabúð, Tálknafiröi • Edinborg, Bíldudal • Verslun Gunnars Sigurössonar, Þingeyri • Einar Guðfinnsson, Bolungarvík = j* Straumur, ísafirði • Norðurland: Kf. Steingrímsfjarðar, Hólmavík • Kf. V-Hún., Hvammstanga • Kf. Húnvetninga, Blönduósi • Rafsjá, Sauðárkróki > o> to o -o Ss cS 1-3 03 . cr 'tz 03 0) O DC - c C ° o 10 ° </2 V) p 02 C C 'C O 02 «0 0* ö ■§ I ö -O 3 co >» = 02 Q) tr x c ~ ro 5 |i 02 £ “I C : CQ Í2 02 ? E ■fl. 03 . 02 *tl 03 03 02 c c Td «o X _ 02 fá £ £ > • 03 ._ -r w 11 ® >* c I_ < 03 - o> 5 c £3 ■«- c/2 ? i c 'O c </2 JÖ '03 c .E 'O _c m 5 :± T3 > c 03 £3 CC <12 ^ > D • o ^ .11 .í= ÍE CD * 02 |! 03 —• 03 £oc 02 • cr ^ - > Q_ 03 =3 C= 03 Q2 ^ * 02 _ 03 = I 02 • s. 03 I* </) > d) 02 C CC .co - >> O CL> o cc M t« AEG • STRAUJÁRN DB 402 með gufu Verð áður kr. 4.280.- kr. 3.599.- stgr. AEG • GUFUGLEYPIR 100 d-w • KERAMIK HELLUBORÐ 610 m-w • UNDIRBORÐSOFN 500 e-w Verð áður kr. 97.215.- kr. 74.900,- stgr. VELDU ÞER TÆKI SEM ENDAST! Hjá Bræðrunum Ormsson bjóðast þér góð og örugg tæki á sérstöku tilboðsverði. Umboðsmenn um allt land. BRÆÐURNIR Bræðurnir Ormsson hf. Umboðsmenn Reykjavik og nágrenni: Byggt og búið, Reykjavík • BYKÓ, Hringbraut • BYKO, Kópavogi • BYKÖ, Hafnarfirði DJ’ORMSSON HF œ & cq’ ^ c (D O. =. I? =;■ 7T o • Lágmúla 8. Sími 38820 g 33 § O CD D2 (Q‘ t ej - 3 If ~ SD O 3 J’8 P I ■n 02' 3 t/) • ? P! 6-'<§ 0-<Q su • - > (/) œ 02 - 7T Q: C= O 03 5? c 5, || Q 3- . D) 33 g. œ rr <§ § «. II íf o 5 §.8 í! c 3 2,‘S -i =*. EÍT 3« - n> 03- % $ 5"§ s 1 33 n>' 03 w g n>. o; A C/) £ í! U) 1 3 f § <? £ 3 >

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.