Morgunblaðið - 20.11.1991, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 20.11.1991, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 1991 15 Höfundur er ritliöfundur og dósent í íslenskum bókmenntum við Háskóla Islands. * A ég að gæta bróður míns? eftir Elínu G. Ólafsdóttur Spurning þessi er ekki sett fram að ástæðulausu. Hún er sett fram vegna samþykktar sjálfstæðis- manna í borgarstjórn 7. nóvember sl. um sambýli fyrir fatlaða. Sam- þykktin gengur út á þá skilgrein- ingu þeirra að sambýli sé stofnun, og því verði að sækja til byggingar- nefndar um breytta notkun lóðar eða húss og viðhafa grenndarkynn- ingu áður en hægt er að koma á fót sambýlum. Þessi samþykkt hefur í för með sér skerðingu á rétti fólks til að velja sér bústað. Skerðing á rétti fólks er ekki létt- væg ákvörðun. Spurningin í fyrir- sögninni er því sett fram til að vekja fólk til umhugsunar um skyldur sínar, ábyrgð og náunga- kærleika. Stefnubreyting meirihlutans Samþykktin getur virst saklaus, en er það sannarlega ekki. í henni felst stefnubreyting varðandi við- horf til fatlaðra; stefnubreyting sem færir fólk áratugi aftur í tím- ann, gerir jafnvel að engu áfanga- sigra sem þegar hafa unnist í þess- um efnum og getur haft ófyrirsjá- anlegar afleiðingar. í þessari samþykkt felst algjör hunsun á markmiðum laga um málefni fatlaðra, sem eru „ ... að tryggja fötluðum jafnrétti og sam- bærileg lífskjör á við aðra þjóðfé- lagsþegna og skapa þeim skilyrði til þess að lifa eðlilegu lífi og hasla sér völl í samfélaginu þar sem þeim vegnar best”, eins og segir í lögunum. Já, ég á að gæta bróður míns? Af hveiju skyldu velunnarar fatlaðra vera að þverskallast við? Jú, af því að við lítum þannig á að okkur beri skylda til að gera allt sem í okkar valdi stendur til að hindra þennan gjörning. Af því m.a. að svarið við spurningunni: „Á ég að gæta bróður míns?” er einfaldlega — já. Okkur ber skylda til að gæta okkar minnstu bræðra og systra. Og okkur ber skylda til að viðhalda anda laganna um málefni fatlaðra tilætluðum árangri. Ná menn mik- illi sölu með slíkum aðferðum? Er- um við hjónin kannski hrein undan- tekning? Tekur fólk þessum hring- ingum og póstsendingum ef til vill með þakklæti og fögnuði? Einhvern veginn finnst mér það ekki trúlegt, þótt ég geti svo sem ekki fullyrt neitt annað en það, að ég hef ekki enn fyrirhitt neinn sem gleðst yfir truflunum af þessu tagi. Og svo er á þessu máli annar flötur, sem mér finnst skipta öllu máli. Rétturinn til að fá að vera í friði. Til er hugtak í lögum sem heitir friðhelgi heimilisins. I því felst að menn eiga rétt á því að vera lausir við óvelkominn ágang á heim- ili sínu. Frá mínum bæjardyrum séð er ágangur sölumanna óvelkominn átroðningur og því brot á friðhelgi heimilisins. Ég hef áður minnst á það í þess- um pistlum, hversu varnarlítill sá virðist vera sem vili fá að vera í friði fyrir hávaða. Hið sama virðist gilda um sölumenn. Þeir eru sams konar plága. Og ég er ekki reiðubú- inn til að sætta mig við að fá ekki að vera í friði fyrir þeim heima hjá mér. Og því segi ég við alla sölu- menn: Látið okkur í friði. með því að vinna að meginmark- miði laganna. Andi laganna er alveg skýr. Hann kveður á um rétt fatlaðra til að lifa í samfélagi við okkur hin, sem teljumst ófötluð og skyld- ur okkar til að standa vörð um þann rétt. Svo einfalt er það. Fram til þessa hefur enda margt verið gert til að framfylgja mark- aðri stefnu. Fötluðum og ófötluð- um börnum hefur t.d. með mark- vissum aðgerðum verið gert kleift að vera samvistum á leikskólumj til hagsbóta fyrir báða hópana. I menntunarmálum hafa réttur og tækifæri fatlaðra aukist hægt og bítandi á öllum skólastigum, líka til hagsbóta fyrir alla. I atvinnu- málum hefur verið gert sérstakt átak hér í borginni til að fólk geti unnið hlið við hlið án tillits til fötl- unar og svona mætti lengi telja. Við höfum sem sagt smám sam- an sammælst um að reyna að búa þannig að fötluðum að þeir geti þroskast, þjálfast og lifað við hlið- ina á öðrum þegnum samfélagsins. Að gera lítið úr sjálfum sér og eigin framkvæmd Með þessari samþykkt er farið aftan að öllum viðteknum siðum, ég tala nú ekki um ef ráðamenn borgarinnar ætla að halda henni tii streitu. Það er komið aftan að öllum sem beijast fýrir auknum rétti þessara þegna. En fyrst og síðast er komið aftan að þeim sem síst skyldi. Elín G. Ólafsdóttir „Verði samþykktinni fylgt eftir væri stigið óbætanlegt skref aftur í tímann, aftur í forn- eskju fordóma og skorts á umburðar- lyndi.” Meirihlutinn gerir lítið úr sjálf- um sér með þessari samþykkt. Hér gengur hann þvert á þá stefnu sem þjóðin hefur sammælst um, en ekki bara það, hér gengur meiri- hlutinn þvert á eigin stefnu, sem framkvæmd hefur verið í áraraðir af félagsmálayfirvöldum borgar- innar. Gáum að því að hér er nú rekinn fjöldinn allur af sambýlum, vistheimilum og geðdeildum í grón- um íbúðahverfum um alla borg í góðri sátt. Enda hefur verið um markvissa uppbyggingu sambýla að ræða af borgarinnar hálfu undanfarin ár í anda markaðrar mannúðarstefnu Alþingis og skuldbindinga samkvæmt alþjóða- samþykktum, s.s. Mannréttinda- sáttmála Sameinuðu þjóðanna ofl. sem við erum áðilar að. Það eru ekki allir eins Það getur reynt á umburðar- Iyndi fólks að umgangast þá sem víkja verulega frá hinu almenna, sérstaklega ef þeir eru að öllu jöfnu lokaðir frá samfélaginu. Fólk sem hefur reynslu af nábýli t.d. við geðfatlaða tekur því í flestum til- fellum sem sjálfsögðum hlut að við erum ekki öll eins, en eigum þó sama rétt. Við höfum öll skyldum að gegna í þessu efni, lagalegum og siðferðilegum. Við kvennalistakonur og aðrir í minnihlutanum höfum lagt okkur fram um að fara gætilega í sakirn- ar allt frá því í vor þegar þessi mál komu til umijöllunar í tengsl- um við sambýlið í Hólabergi. Við höfum farið með löndum og vonað að það yki möguleika á farsælli lausn. Við höfum vonað að beitt yrði lagni og þeim skilningi sem þarf í svo viðkvæmum og afdrifa- ríkum málum. Við höfum ekki blásið í herlúðra hingað til og ég vil enn halda í þá von að málið fái farsælan endi. Það má ekki setja svo viðkvæm mál í hnþt vegna valdabaráttu, átaka eða þröngsýni. Það alit sem þér gjörið einum minna minnstu bræðra ... Ef samþykktinni verður fylgt eftir væri meirihlutinn að bijóta mannréttindi og það er alvarlegt mál. Með því væri rift samkomu- lagi og samstöðu sem í meginatrið- um hefur ríkt meðal almennings og ráðanianna varðandi skilyrði fatlaðra til að lifa eins eðlilegu lífi og unnt er í hveiju tilviki. Verði samþykktinni fylgt eftir væri stigið óbætanlegt skref aftur í tímann, aftur í forneskju fordóma og skorts á umburðarlyndi. Ég geri þær kröfur til þeirra sem hér ráða för, og eiga að teljast vitibornir og „eðlilegir” í háttum, að þeir setjist niður og geri út um málið á mannsæmandi hátt áður en í óefni er komið. Leitum allra leiða til að leysa þennan tilbúna. vanda þannig að þeir sem í hlut eiga bíði ekki skaða af. Ég skora á borgarstjóra, meiri- hlutann og aðra sem að málinu þurfa að koma að endurskoða málið og leysa það. Munið það sem segir í helgri bók: „ ... það allt sem þér gjörðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gjört mér”. Höfundur er borgarfulltrúi Kvennalistans. SOLUHÆSTIBÍLLINN í EVRÓPU VOLKSWAGEN NU A FRABÆRU VERÐIÁ ÍSLANDI FRÁ KR. 982.080 5 DYRA - 3 ÁRA ÁBYRGÐ HVARFAKUTUR MINNI MENGUN m HEKLA LAUGAVEG1174 SÍMI 695500

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.